Dagur - 10.01.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 10.01.2001, Blaðsíða 4
4 — MIÐVIKVDAGVR 10. JAXÚAR 2001 FRÉTTIR íþróttaiðkun á unglingsárum hefur ekkert með það að gera hvort fólk hreyfir sig síðar á ævinni eða ekki. íþróttaiðkun „endist“ ekkl Þeir sem iðka íþróttir eða hreyfa sig mikið á unga- aldri em ekkert líklegri til slíks á fullorðinsárum heldur en kyrrsetubomin. Hreyfing og iðkun íþrótta á yngri árum hefur lítið með það að gera hve fólk hreyfir sig mikið seinna á ævinni. Þessi niðurstaða úr nýiegri rannsókn var óvænt því hún gengur þvert á þá út- hreiddu skoðun og trú að það hvað fólk hafi vanist á unglingsárum komi til með að skipta verulegu máli varðandi það hvort það síðan ástundar heilsu- samlega hreyfingu síðar á ævinni. Setja hollustu ofar aukaMlóum Þau Þórarinn Sveinsson og Svandís Sigurðardóttir hjá sjúkraþjálfunarskor HI sem rannsökuðu áhrif hreyfingar á 10 ára og 20 ára aldri á hreyfingu síðar á ævinni. Ogjafnframt hverju fólk sæk- ist aðallega eftir með aukinni hreyf- ingu. Samkvæmt niðurstöðunum, sem greint er frá í fylgiriti Læknablaðsins, kom meðai annars í Ijós að fólk setti áhrif hreyfingar og útiveru til bættrar heilsu efst á lista og einnig að hreyfing væri róandi. Að halda þyngdinni í skefjum var mun neðar á kostalistan- um, öfugt við það sem ýmsir kynnu að ætla. Gáfu sér góða 10 ára íþróttaeiukunn Gildi hreyfingar sem forvarnar gegn ýmsum kvillum þykir ótvírætt en margt getur þó haft áhrif á það hvort og hversu mikið fólk hreyfir sig. I rann- sókn sinni Ieituðu þau Þórarinn og Svandís meðal annars svara við því hvort hreyfing á yngri árum hefði áhrif á hreyfingu síðar á ævinni, eins og oft heyrist haldið fram. 1 því skyni sendu þau slembiúrtaki 1.650 íslendinga á aldrinum 20-80 ára lista með 49 ítar- legum spurningum um heilsu, þrek og hreyfingu. Þá.tttakendur voru m.a. beðnir að meta hreyfirígú sína og íþróttaiðkun á árum áður til einkunnar frá 0 og upp í 10. Fyrir 10 ára aldurinn gaf fólkið sér 7,9 í meðaleinkunn, en við 20 ára aldurinn hafði hún lækkað í 6,8 að meðaltali - sem í báðum tilfell- um voru marktækt hærri einkunnir en samsvarandi hópur Finna hafði gefið sjálfum sér. Ungir 1 endalausu tímahraki Það óvænta kom hins vegar í ljós að enginn marktækur munur fannst á þeim sem eru kyrrsetufólk og þeim sem stunda reglulega hreyfingu né heldur þeim sem hafa mismunandi viðhorf til almenningsíþrótta. Og heldur ekki á á mismunandi aldurshópum og kynjum. Hreyfing á yngri árum hafði sem sagt ósköp lítið með það að gera hvort fólk varð kvikkt eða kyrrsetufólk síðar á æv- inni. Rannsóknin leiddi líka í Ijós að það vefst verulega fvrir fólki að tileinka sér regluhundna hreyfingu. Meðal annars kom það fram að helmingur yngra fólksins, það er 20-44 ára, taldi sig að- eins endrum og sinnum eða næstum aldrei hafa nægan tíma til að hreyfa sig meira en það gerir. — 11r-.l Davíð Oddsson. I heita pottinum velta inenn nú mikiö vönguin yfir reiöi Davíðs Oddssonar út í Hæstarétt og telja ýms- ir kenningasmiðir aö hún sé ekki aö öllu leyti viöhrögó viö öiyrkjadóminum einum. Full- yrt er að það fari verulega í taug- amar á forsætisráðherra að það virðist vera sömu dómaramir sem ítrekaö koma með dóma sein em honmn á móti skapi. Þannig hafi t.d. bæði Haraldur Henrysson og Hrafn Bragason (ásamt Guðrúnu Erlendsdóttur) verið í meirihlut- anum sem dæmi í öiyrkjamálinu en þeir hafi líka verið í meirihlutanum þegar vinur Davíös, Kjartan Gumiarsson tapaði meiðyrðamáliiiu gegn Sigurði G. Guðjónssyni á dögunum... Pottverjum finnst með eindæm- um hvemig viöskipti Akureyrar- bæjar og valkyrjunnar Ragnhild- ar Vigfúsdóttm, fyrmm jafiuétt- isfulltrúa, hafa þróast. Nýtt mál er nú rekið iýrir Héraðsdóini Norðurlands og dettur mönnum í hug sagan endalausa. Sjá má þó spaugilegar hliðar á öllu líkt og sannaðist í gær þegar fyrmm lykilmaður í málinu, bæjarstjór- inn fyrrverandi Jakob Bjömsson, hafði verið boðaður til vitnis. Þegar nafn lians var kallað upp í dómsalnum, reyndist enginn Jakob vera á staðnuin en Baldur Dýrfjörð, fýrrum bæjarlögmað- ur sem emnig var vitni í Héraðs- dómi í gær, dró upp gemsann sinn og hringdi í kappann. Jakob mun hafa svarað að bragði en þegar liami heyrði er- indið varð honum að orði: „Ha? Er þriðjudagur?" Þegar búið var að fullvissa hann um að svo væri, brá Jakob skjótt og ljúfmannlega við og var komhm f vitnastúku örfáum mínútum síðar. Þetta vekur at- hygli í Ijósi svars Valgerðar Svcrrisdóttur á Stöö 2 í vetur þegar lnín á degi íslenskrar tungu svaraði þeg- ar hún var spurð livort hún vissi hvaða dagur væri: Er ekki ömgglega miövikudagur?. Jakob Björnsson. Valgerður Sverrisdóttir. Öm Friðriksson formaður Félags jámufnaðarmanna Smiðjan Formaxfær viður- kenningu. Nýmæli í atvinnu- greininni. Byrjað að segja upp fólki og búist við frekari upp- sögnum. Verkefnastaðan ekki góð. Spennan er buin - Þið áscrmt Málmi, samtökum fyrirtækja i málm- og skipaiðnaði hafið ákveðið að veita smiðjunni Formax viðurkenningu firir góða umgengni, útlit og aðstöðu fyrir starfsmenn. Er slik viðurkenning nýmæli í atvinnu- greininni? „Já, þetta er í fyrsta skipti sem við gerum þetta. Við erum þarna í samstarfi með Málmi, félagi fyrirtækja í greininni. Jafnframt erum við að horfa til þess að fá þarna fram önnur viðhorf, bæði hjá starfsmönnum og fyrirtækj- um til vinnuaðstöðu almennt." - Af hverju hafið þið ekki gert þetta áður að veita sliliar viðurkenningar? „Já, jiað má kannski spyrja að því. Menn hafa auðvitað verið að ýta á það á ýmsan hátt bæði í gegnum Vinnueftirlitið og með því að gagnrýna slæma vinnustaði og svo framvegis. Það má kannski segja að við séum búnir að breyta um aðferð og viljum vekja athvgli á því sem vel er gert. Það er m.a. útfrá reglum Evr- ópusambandsins og almennum viðhorfum í samfélaginu með því að taka á þessu með já- kvæðum tökum." - Hefur vinnuaðstaða og aðbúnaður staifs- manna i greininni batnað á síðustu misser- uni: „Já þetta hefur verið að breytast til batnað- ar á síðustu árum hjá mörgum fyrirtækjum en þó ekki öllum. Sérstaklega hefur þetta batn- að hjá þeim fyrirtækjum sem eru með nýjustu tækni í sinni framleiðslu og verkefnum. Þannig að þetta er orðið gjörbreytt frá því sem áður var og raunar liðin tíð að málmur sé skítur. 1 dag er málmur gull.“ - Hvernig hefur þetta breyst til batnaðar? „Fyrir það fyrsta hafa menn verið að skipu- leggja vinnustaði þannig að öll framleiðsla og vinna sé hagkvæm og menn séu ekki að fara langar leiðir á milli. Þá eru menn farnir að sjá það að með góðri lýsingu og loftræstingu skapast betri vinnuskilvrði og síðan öll að- staða starfsmanna að öðru leyti. Menn hafa því orðið aðstöðu til að þrífa sig þar sem |iess þarf virkilega með." - Hefur það kannski hvarlað að ykkur vekja athygli á fyrirtækjum sem slaitcla sig ekki iumgengni, útliti og aðstöðu með viður- kenningu nteð öfugum fonnerkjum? „Svarta Péturr Það er nú ekki búið að taka ákvörðun um það. Við ætlum f’yrst að sjá hvernig þetta virkar. Það getur vel verið að menn skoði betur Svarta Pétur síðar mcir." - Er mikið um atvinnusjúkdóma hjájárn- iðnaðarmönnum? „Það er hjá okkur eins og bjá mörgum öðr- um þessi vandamál í stoðkerfi, ji.e. bak og handleggir. Það hefur verið nokkuð um það.“ - Hvemig er atvinnuástandið hjá ykkur um þessar mundir? „Það er nú heldur að dragast saman. Það má segja að þessi spenna sem verið hefur sé búin. Þá er verkefnaskortur á ákveðnum svið- um og þá einkum í skipaiðnaði og byrjað að segja upp mannskap. Það er þegar búið að segja upp eitthvað á annan tug manna. Ég óttast hins vegar að það sé ineira framundan vegna verkefnastöðunnar þar sem lítið Iiggur fyrir. Þá veit maður að fyrirtæki segja ekki upp góðum starfsmönnum fyrr en í síðustu Iög." - Er atvinmdeyfisvofan komin á stjá? „Það er ekki enn orðið neitt atvinnuleysi. Það er hins vegar hægt að taka í spottana og m.a. eiga tvo varðskip að fara í endurbætur. Þótt Pólverjar og Spánverjar séu lægstir þá er jijóðhagslega miklu hagstæðara að vinna þessi verk hér heima." - GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.