Dagur - 10.01.2001, Blaðsíða 20

Dagur - 10.01.2001, Blaðsíða 20
20- MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 ^KU^^B^ÐIÐ Sigtryggur Brynjarsson og Hafliði Jósteinsson meðhjálpari við kirkjuna i kirkjunni. KLrkjunni gefín kirkja Fyrir jól sögðum við frá hinni glæsilegu piparkökukirkju sem kokk- hótelsins fyrir jólin en fékk þá nýtt hlutverk, því Hótelið gaf Húsavík- arnir á Hótel Húsavík, Sigtryggur Biymjarsson og Þórhallur Harðar- urkirkju piparkökukirkjuna og sú síðarnefnda var sett upp í þeirri fyr- son, reistu í mynd Húsavíkurkirkju. Kirkjulíkanið prýddi jólahlaðborð irnefndu kirkjugestum til ánægju og yndisauka yfir hátíðarnar. JS Gamli bærinn á Húsavík. Öll húsin sem þarna sjást hafa verið bæjarprýði bróðurpartinn afsíðustu öld. Og eru enn.. Vinstrigræiiir á ferð Þingmenn vinstri grænna, þeir Stein- grímur J. Sigfússon og Arni Steinar Jóhannsson voru á ferð um kjördæmi sitt í Norðurlandi eystra um síðustu helgi. Þeir litu m.a. við á Hótel Húsa- vík og þar mættu 30 manns til að ræða við þingmennina ogskiptast á skoðun- um. Voru í þeim hópi bæði skoðana- bræður þeirra svo og pólitískir and- stæðingar. Byggðamálin og staða landsbyggðar- innar var ekki síst mjög til umræðu frá ýmsum sjónarhornum og var víða komið við. M.a. samgöngumálin, mál- efni Kísiliðjunnar og orkumálin, en þessir málaflokkar brenna ekki síst á Þingeyingum. Að dómi fundarmanna var þessi fundur gagnlegur, ekki síst fyrir þing- mennina sem fengu þarna nasasjón af þeim málum sem heimamenn telja sín helstu hagsmunamál um þessar mundir. JS Steingrimur og Árni Steinar skeggræða við Þingeyinga Leikfélag Húsavíkur FRK. NITOUCHE í leikstjórn Sigurðar Hallmarssonar Sýningar: Föstudag 12. jan. kl. 20.30 Laugardag 13. jan kl. 16.00ita ef Símsvari allan sólarhringinn í síma 464-1129 Boðið á 100 ára Nóbel Húsavíkurbær á sér vinabæinn Karlskoga í Sví|ijóð. Alfred nokkur Nobel tengist þessum stað og í lok maímánaðar verða þar mikil hátíðahöld á 100 ára afmæli nóbelsverðlaunanna. Karlskoga befur sent bæjar- yfirvöldum á Húsavík bréf og boðið þeim að senda fulltrúa í afmælið. Bæjarráð hefur frestað afgreiðslu málsins og stafar það fyrst og fremst af því að menn vilja skoða kostnaðinn við þessa heimsókn, en ekki af því að bæjarráðsmenn hafi neina sérstaka andúð á dýna- miti, að sögn Reinhards Reyn- issonar, bæjarstjóra. JS; Framúf keyrsla Borgar- hólsskóla Fræðslufulltrúi Húsavíkur hef- ur lagt fram beiðni um auka- fjárveitingu vegna kostnaðar umfram fjárhagsáætlun s.I. árs hjá grunnskólanum. Vegna Borgarhólsskóla er óskað eftir 5,7 milljónum og vegna heils- dagsskóla 550 þúsundum. Að sögn bæjarstjóra stafare, þessi kostnaður nánast alfarið af skekkju í launaáætlun og snýst um laun í báðum tilfell- um en ekki er verið að fara framá fjárveitingu vegna ann- ars rekstrarkostnaðar. Bæjar- ráð hefur óskað eftir frekari sundurliðun á framsettum töl- um, auk ítarlegri skýringa. „Við viljum fyrst og fremst fá það fram hvers vegna þessi aukni launakostnaður hefði komið til“, segir bæjarstjóri. js Bærinn vill ekki fflöðufell Bæjarráð Húsavíkur hafnaði erindi eigenda Hlöðufells um kaup hæjarins á húsinu, en þar hefur verið rekinn veitinga- staður á undanförnum árum, en húsið er ekki í notkun sem stendur. A sama fundi ræddi bæjarráð við fulltrúa frá menningar- hópnum Loka, sem er á hött- unum eftir hentugu húsnæði fyrir starfsemi sína. Að sögn Reinhards Reynissonar, bæjar- stjóra, var ekkert sérstaklega horft til Hlöðufells í því sam- bandi, en menn eru m.a. að velta fyrir sér notkun á húsinu Túni undir fjölþætta listastarf- semi m.a. í tengslum við Fram- haldsskólann. js

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.