Dagur - 10.01.2001, Blaðsíða 17
JJML,
(ANPlNM
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 - 17
S a mstarf í s 1 ai íd ssí in a og
Iistasafíis Reykj íivíkur
Hérmá sjá Eyþór Arnalds, forstjóra Íslandssíma, og Eirík Þorláksson, forstöðumann Listasafns Reykjavíkur, skrifa
undir samninginn i Listasafni Reykjavíkur.
■MENNINGAR
LÍFIB
Blídfmnui til
Spánar
Bókaútgáfan Bjart-
Ur gGl ði nýverið Gunnarsdóttir
samning um út-
gáfu á bók Þorvaldar Por-
steinssonar, Ég heiti Blíðfinn-
ur en þú mátt kalla mig Bóbó,
við hið virta
spænska bóka-
forlag Siruela
sem hefur höf-
uðstöðvar sínar
í Madrid. Út-
gáfustjóri Siru-
ela hafði á orði
í samningavið-
ræðum við Þorvaldur
Bjart að Blíð- Þorsteinsson.
finnur bæri
sterka per-
sónu sem hann væri sann-
færður um að yrði fagnað af
spænskum lesendum. Auk
þess væri þetta afbragðs leið
til að kynna Island og ís-
lenskar bókmenntir þar í
landi. Sagan af Blíðfinni hef-
ur auk þess verið seld til
Rosinante í Danmörku og
Bertelsmann í Þýskalandi og
samningaviðræður við grískt
forlag um útgáfu á henni
standa yfir.
Fóstbræður á frönsku
Skáldsagan Fóstbræður eftir
Gunnar Gunnarsson hefur
verið gefin út hjá Fayard,
einni stærstu
bókaútgáfu
Frakklands. í
þeirri ritröð
sem bókin kem-
ur út í eru verk
eftir heims-
þekkta höfunda
á borð við Jos-
eph Conrad,
Thomas Mann,
Isabel Allende,
Vladimir
Nbokov og fleiri. Petta er
þriðja bók Gunnars Gunnars-
sonar sem kemur út á
frönsku en áður voru komnar
þar út Svartfugl og Aðventa
og fengu afar góða dóma.
Þýðandi Fóstbræðra er Régis
Boyer, prófessor við Sor-
bonneháskóla.
V_______________________/
Fulltriíaríslaiidssíma
hf. og Listasafns
Reykjavíkur hafa
skrifað undirvíðtækt
samkomulag til
þriggja ára.
Samningurinn kveður á um að
Íslandssími verður aðal sam-
starfsaðili safnsins. Samstarf-
ið kveður einkum á um stuðn-
ing við fræðslu- og menntun-
arstarf safnsins en einnig um
samstarf í kynningarmálum.
Samningurinn er einn sá
stærsti sinnar tegundar sem
gerður hefur verið við ein-
staka menningarstofnun hér á
landi. Við sama tækifæri var
opnuð ný heimasíða Listasafns
Reykjavíkur - www.listasafn-
reykjavikur.is.
20 milljónir
Heildarstuðningur Íslandssíma
við Listasafn Reykjavíkur nem-
ur rúmlega tuttugu milljónum
króna á samningstímanum.
Stærstur hluti fjármagnsins fer
til fræðslustarfs safnsins en
einnig verður því varið til út-
gáfustarfsemi, fyrirlestra- og
rannsóknarstarfs auk kynning-
arverkefna. Hluti af greiðslun-
um er í formi þjónustu sem ís-
landssími veitir safninu. Pannig
verða Hafnarhúsið við Tryggva-
götu, Kjarvalsstaðir og Ás-
mundarsafntengd Internetinu
með háhraðatengingum. Slík
tenging er ein forsenda öflugs
fræðslustarfs í samstarfi við
grunnskólana og aðrar
menntastofnanir á nýrri öld. ís-
landssími mun einnig sjá um
alla símaþjónustu við Listasafn
Reykjavíkur.
Á næstunni verður hafist
handa við að setja upp tölvur í
kaffiteríum Hafnarhússins og
Kjarvalsstaða þar sem gestum
verður veittur frír aðgangur að
Internetinu. I byrjun mars
verður síðan tekið í notkun
fræðsluver á fyrstu hæð Hafn-
arhússins sem ætlað er bæði
nemendum og almenningi.
Það verður að teljast fremur
sjaldgæft að jafn ungtfyrirtæki
hafi náð að festa sig það vel í
sessi að það sjái sér fært að
gera þriggja ára samstarfs-
samning við eina af öflugustu
menningarstofnunum landsins,
sem er jafnframt sú umfangs-
mesta á sínu sviði.
Fræðslustraf
Undanfarin misseri hefur Lista-
safn Reykjavíkur rekið öflugt
fræðslustarf fyrir grunnskóla-
nema og almenning, en samn-
ingurinn við Islandssíma gerir
safninu kleift að efia þetta starf
til muna. Islandssími hefur að
markmiði að styðja við og efla
fræðslu og menntun í landinu
og reynt er að vinna að því með
þeim hætti að það tengist starf-
semi fyrirtækisins. Er það mat
stjórnenda Íslandssíma að
samstarfið við Listasafn
Reykjavíkur falli einstaklega
vel að þessu markmiði, enda
stefna báðir aðilar að því að
fást við það markverðasta og
framsæknasta á sínu sviði - ís-
landssími í íjarskiptum og
Listasafn Reykjavíkur í listurn. I
samningnum er kveðið á um
hýsingu á vefsíðu safnsins hjá
Íslandssíma og samstarf um
endurbætur á vefnum þannig
að hann nýtist betur sem-
kennslutæki.
Tímamót
Samningurinn markar tíma-
mót hjá Listasafni Reykjavíkur
og gerir því kleift að renna
styrkari stoðum undir al-
menna fræðslustarfsemi og
upplýsingagjöf og þannig færa
listina nær almenningi. Á síð-
asta ári heimsóttu ríílega tíu
þúsund nemendur af ýmsum
skólastigum sýningar í safninu
og nutu leiðsagnar og fræðslu
um íslenska og erlenda mynd-
list og myndlistarmenn. Stefnt
er að því að tvöfalda þennan
íjölda á næstu árum og út-
víkka starfsemina með notkun
á tölvum og margmiðlunar-
verkefnum af ýmsu tagi. Enn-
fremur mun safnið beita sér
fyrir aukinni fræðslu fyrir full-
orðna með fyrirlestrum og
safnaleiðsögn.
Gunnar
Gunnarson.
Marklausir spádómar
Ár hvert birtir tímaritið Vikan
völvuspá sína sem síðan er
auglýst rækilega í fjölmiðlum
og að ári er síðan staðfest í Vik-
unni að spádómar völvunnar
hafi gengið rækilega upp.
Þannig segir í nýjustu Vikunni
um spádóma völvunnar fyrir
árið 2000: „... það má með
sanni segja að það hafi heyrt til
undantekninga það sem ekki
rættist af spánni."
Ég varð mér út um völvublað
Vikunnar frá árinu 2000, lás
það sem átti að gerast og vil fullyrða
að áðurnefnd niðurstaða Vikunar er
öfugmæli. Það heyrði nefnilega til
undanteknina ef spádómarnir stóðust.
Meðal þess sem helst átti að bera
til tíðinda á árinu 2000 er þetta: Kona
átti að verða formaður Samfylkingar.
Sólveig Pétursdóttir átti að standa
nreð pálmann í höndunum eftir að
hafa staðið fyrir hreinsunum
innan lögreglunnar. Skjár einn
átti að lenda í erfiðleikum og
sameinast annarri stöð. Ný
sjónvarpsstöð tengd ríkinu átti
að líta dagsins Ijós. Ungfrúin
góða og húsið átti að hljóta
mikla viðurkenningu erlendis.
IJneyksli átti að verða Arafat
að falli. Friður átti að verða
góður fyrir botni Miðjarðar-
hafs. Clinton átti að vinna for-
setakosningarnar, ef hann færi
í framboð (?!). Breska drottn-
ingarmóðirin átti að kveðja heiminn. -
Og hér er einungis fátt talið af því sem
átti að setja svip á árið 2000.
Völvan sá að Ólafur Ragnar myndi
sitja áfram á forsetastóli en ég vil
halda því fram að ekki hafi þurft
mikla spádómsgáfu til að komast að
þeirri niðurstöðu. Reyndar má segja
að þeir fáu spádómar völvunnar sem
MEIMNINGAR
VAKTIN
ræst hafi teljist til sjálf-
sagðra hluta og hver sá
sem sæmilega er inni í
þjóðmálum ætti að geta
hafa sagt fyrir um þá eða
bara giskað. Ég geri enga
athugasemd við að menn
kasti fram spádómum í
byrjun árs en menn eiga
ekki að koma að ári og
segja bullið vera stað-
reyndir.
„Ég geri enga athugasemd við
að menn kasti fram spádómum i
byrjun árs en menn eiga ekki að
koma að ári og segja bulliú veia
staðreyndir."