Dagur - 10.01.2001, Blaðsíða 19

Dagur - 10.01.2001, Blaðsíða 19
Framhaldið í hönd- um heimamaima Á Húsavík binda iiienn vonir við samning Heilsustofiiunar Þing- eyinga við íslenska erfðagreiningu. En fiamk væmdastj órinn segir að á jiessu stigi sé ekkert fast í hendi með verkefni, en möguleik- arnir séu miklir. Samningur Islenskrar erfðagrein- ingar við FSA hefur fengið tölu- verða umf]öllun en minna verið rætt um samstarfssamninga IE við 10 aðrar smærri sjúkrastofnanir sem undirritaðir voru samtímis FSA samningnum. Friðfinnur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Heilsustofnunar Þingeyinga, segir að á Húsavík bindi ntenn miklar vonir \áð sam- starfið við ÍE og sjái þar margvís- lega möguleika. „Það er hins vegar eitt að skrifa undir samninga, ann- að að láta þá verða að einhverju. Þetta er kannski íyrst og fremst undir okkur komið hvernig við nýtum þá möguleika sem felast í samningnum. Þessi samningur er ramminn utan um gagnagrunninn og mál honum tengd og þar erum við Þingeyingar þátttakendur. Við höfum raunar stef’nt að því í mörg ár að taka þátt í sams konar verk- efnum sem ÍE er nú með á sinni könnu. Og nú hefur verið gefin út viljayfirlýsing um nokkur verkefni sem við viljum vinna að, það er allt að vera klárt hjá okkur til þess að setjast niður með IE og ákvcða hvort hafist verði handa við ákveð- in verkefni." Friðfinnur leggur hins vegar áherslu á að það sé á þessu stigi ekkert fast 1' hendi um verkefni og í raun viti mcnn ekki hvað af þess- urn samningi leiðir. En möguleik- arnar séu margvíslegir og mikið undir heimamönnum komið hvert framhaldið verður. „En ég er allt- ént bjartsýnn“. Þingeymgar vitlausir??? Friðfinnur er ómyrkur f máli um þá sem hann segir reyna að níða skóinn af íslenskri erfðagreiningu við hvert fótmál. „Eg er orðinn ansi leiður á þessum „besserwdss- erum“ sem tala um „heilbrigðis- þjónustu í skugga Kára" og gera grín að heilbrigðisstofnunum og stjórnendum þeirra sem séu að láta undan pólitískum þrýstingi og oflieldi og skrifa undir samninga við 1E gegn sannfæringu sinni og sinna starfsmanna og m.a. í óþökk lækna á viðkomandi stofnunum. Og jafnframt séum við að vinna gegn hagsmunum sjúklinga! Mér finnst þetta alveg ömurlegur mál- flutningur. Eg get náttúrlega ekld talað fyr- ir aðra en okkur og á minni stofn- un ríkir algjör einhugur unt málið Friðfinnur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Heilsustofnunar Þingeyinga, segir að á Húsavík bindi menn miklar vonir við sam- starfið við ÍE og menn eru mjög spenntir og ánægðir með að fá að vinna að stórmerkilegum hlutum með fyrir- tæki eins og íslenskri erfðagrein- ingu, þar sem margir færustu vís- indamenn þjóðarinnar starfa. Meintir mannverndarmenn sent allt þykjast vita best, nánast segja það furðulegt að við séum svo vit- lausir hér að trúa peningamönn- um sem af tómurn drullusokks- hætti eru að hirða af okkur genin. Ég hef talaö við mikinn fjölda Þingetdnga á síðustu árum um þessi mál og ekki einn einasti hef- ur verið neikvæður. Og það verður þá bara að hafa það ef mann- verndarmenn telja alla starfsmenn Heilsustofnunar Þingeyinga og flesta íbúa héraðsins vitlausa". Persónuvemdartj ömin Friðfinnur segir að auðvitað glími menn hér við sömu siðferðis- spuringar og aðrir, „en við ætlum bara að vera með í því að leysa þau mál". Hann tekur dæmi af per- sónuverndinni, sem hafi nánast ekkert verið til umræðu í íslenskri heilbrigðisþjónustu og engir haft áhyggjur af, fyrr en Islensk erfða- greining kom fram á sjónarsviðið. „Þetta er eins og með Tjörnina í Reykjavík fyrir nokkrum árum, hún átti engan vin áður en ákveð- ið var að reisa þar ráðhús. Ég gekk þarna framhjá á hverjum degi í 5 ár og hugsaði alltaf með mér: Á ekkert að fara að gera með þenn- an ömurlega drullupoll? En eng- inn gerði neitt fýrr en ráðhúsið átti að rísa, þá þustu vinir Tjarnarinn- ar í hópum fram úr skúmaskotum og vildu bjarga henni. Sama gilti um persónuverndina, hún átti engan vin í heilbrigðis- kerfinu f\Tr en 1E kom fram, þá var hún allt í einu mál málanna. Og sem betur fer hefur persónu- vemdin aukist gríðarlega með til- komu IE og öryggiskröfur verið efldar mjög þannig að þar hcfur tilvist ÍE þegar orðið til góðs." J S ■ B Þeir eru hugsanlega að ræða málefnijeppa á breiðum grundvelli, félagarnir Hreiðar Karlsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri og Sigurjón Benediktsson, tannlæknir og bæjarfulltrúi. En líklegra er að pólitíkin sé umræðuefnið eða þá málefni Kisiliðjunnar, en þeir sitja báðir i stjórn fyrirtækisins. Sigurður Hallmarsson. Diddi krossaður Það hlýtur að hafa glatt marga og Þingeyinga sérstaklega að fjöllistamaðurinn Sigurður Hallmarsson var í hópi þeirra sem sæmdir voru riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu í lok ársins. Sigurður hefur uni áratuga- skeið unnið á menningarakrin- uin og lagt gjörva hönd á flest- ar listgreinar. Og hann sat ekki aðgerðarlaus á síðasta ári, sjö- tugur að aldri, heldur lék, leik- stýrði, samdi Iög, spilaði á nikkuna við ýmis tækifæri og lauk árinu með málverkasýn- ingu í desember s.I. JS Þorra þjófstartað Að venju taka kvenfélagskonur á Húsavík forskot á sæluna og þjófstarta Þorra með sínu ár- lega og sívinsæla blóti á Hótel Húsavík n.k. laugardag, 13. janúar. Þorri hcfst hins vegar ekki formlega fyrr en á bónda- daginn 1 9. janúar. Á Þorrablóti Kvenfélagsins verður að venju söngur, glens og grín og veislustjóri verður hinn óviðjafnanlegi Einar Ge- org Einarsson, einnig þekktur sem Dengsi. Og að sjálfsögðu leika Jósi bróðir og synir Dóra fyrir dansi. JS ZOITO til Iíúsíivíkiir Kempan Zorro er sest að á Húsavík og hafa bæjaryfirvöld veitt undanþágu til að þessi rómaða frelsishetja geti dvalið óáreitt í bænum, eins og fram kemur í síðustu fundargerð bæj- arráðs. Zorro er reyndar hundur, með aðsetur að Sólbrekku 10. Og annar slíkur, Snari, til beimilis að Argötu 5, hefur sömuleiðis öðlast búsetturétt f bænum. Fyrir hönd þeirra bæjabúa sem fyrir eru býður Víkurblaðið þá félaga velkontna í samfélagið. JS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.