Dagur - 19.01.2001, Blaðsíða 4
4r — FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2001
Tkyptr
AKUREYRI NORÐURLAND
Brunaútköllum
Reyndu að slökkva sjálfir
Mikið tjón í bnma í
myndbandaleigu í
Siwnuhlíð.
Keykskenundir í
öðrum verslunum.
Eldsnpptök ókunn en
í rannsókn hjá
lögreglu. Rafmagni
hafði tvívegis slegið
út fyrr um kvöldið.
„Ég varð v-.ir við oA r;ifrnagniA slÁ
út hjií mér en það hafði gcrst
áður, þannig aö ég kippli mcr
ekkcrt upp við það,“ segir
Gunnar V. Gcirsson starfsm.iður
myndbandalcigunnar f verslun-
armiðstöðrnní Sunnuhlfð 6
Akureyri. Eldur kom upp f
myndbandalcigunni um hálfeitt-
Icytið f Fyrrinótt. Gunnar reyndi
ásamt félaga sínum að slökkva
cldinn en tókst ckki. Slökkviliðið
kom sfðan til aðstoðar og réð
niðurlögu cldsíns. Gunnar var
ásamt fclaga sfnum fluttur á
slysadeifd FS.A mcð rcykcitrun.
Félaginn Fór heim strax um nótt-
ina cn Gunmir var útskrifaður
um hádcgi f gær.
Þcgar rafmagninu sló út reyn-
di Gunnar að koma því ó uftur
cn það dugði skammt. „Ég fór
Ems ogsjámá er myndbandatetgan l.'a ferin.
bara (töfluna og sló inn afitir cn
það var hara inni smásrund, þá
sló öllu afiur út. Þá sc ég spegl-
ast f kiclihurðínni að það cr
kominn eldur þar scm spóiu- og
sarlgartislagcrínn eni. Þctta
breidditt út cins og cldur i sínu,
b(cði er það að myndbnndsspól-
ur ern cldflnar og svo er hurðin
ulltaf opin. Ég fúr uppá vcitinga-
staðinn Sctrið til þcst að ssckja
hjálp og við reyndum að slökkva
eldinn en svo datt ég út. Kaimski
var |mð feill að rcyna slökkva
þetta sjálfur. cg vcit það ekki,'
scgir Gunnur V. Ccirsson.
Reykur og sót fóru um flllt
húsið en Dúlabúðin varð verst
úti af rcykskcmmdum og cr nán-
ast allt ónýtt f vcrsluninni. Þar
fylltist allt af svörlum reyk sem
kcmur þcgnr nð plast brcnnur.
Að sögn Danfcls Snorrassonar
rannsóknarlögrcglumanns cr
ckki vitað um cldsupptök cn
múlið er ( runnsókn. Ljóst er uð
tjón vcgno brtuians er vcrulcgt.
-PjrsiA
Stærstu brunatjónin á árinu voru þegar kviknaöi í húsnæði Endurvinnsiunnar
þann 5. mars og í Vídeóleigunni í Sunnuhlið þann 10. janúar. Hér má sjá frétt-
ina um Videóleigubrunanum. mynd brink
Erilsamara varhjá
Slökkviliði Akureyrar í
Jyrra en árið áðureins
og sjá má afsamantekt
um staifsemina.
Á árinu 2000 urðu 131 útköll
hjá Slökviliðinu á Akureyri. Þar
af voru 11 útköll utanbæjar á
svæði Brunavarna Eyjafjarðar.
Árið áður voru útköllin 113
talsins, þar af 9 utanbæjar
þannig að útköllum hefurfjölað
um 19 milli ára.
Stærstu brunatjónin á árinu
voru þegar kviknaði í húsnæði
Endurvinnslunnar þann 5. mars
og í Vídeóleigunni í Sunnuhlið
þann 10. janúar. Ekkert mann-
tjón varð í bruna á síðasta ári.
Sjúkraútköll
Sjúkraútköll á árinu 2000 urðu
alls 1.266 og þar af voru 212 ut-
anbæjar. Árið þar áður voru út-
köllin alls 1.193 þar af 197 ut-
anbæjar. Þá voru 75 sjúkra-
flutningar út fyrir svæði heilsu-
gæslustöðvarinnar mest flutn-
ingar á milli stofnana. En af
þessum 1.266 sjúkraútköllum
voru 314 bráðatilfelli, en sam-
bærileg tala fyrir árið áður var
279. Tækjabíllinn eða björgun-
arbíllinn sem búinn er klippi-
tækjum þurfti 12 sinnum að
koma á vettvang og í 9 af þess-
um 12 skiptum var um umferð-
arslys að ræða, yfirleitt utanbæj-
ar.
Sjúkraflug
Á árinu fóru sjúkraflutnings-
menn í 179 sjúkraflug, en árið
áður var sambærileg tala 106.
Mest var farið með flugvélum
Flugfélags íslands og í langflest-
um tilfellum hér innanlands.
Aukninguna í sjúkrafluginu má
sjá í því að í fyrra var farið í 179
ferðir eins og áður segir en í
fyrra voru þetta 106 ferðir. Inn-
anlands var í fyrra farið í 168
ferðir innanlands og 11 erlendis,
en árið þar áður voru þetta 100
ferðir innanlands og 6 ferðir er-
lendis.
Eldvamir
Eldvarnareftirlitið framkvæmdi
um 140 skoðanir á árinu. Með
nýrri byggingareglugerð hefur
sk. loka-stöðuúttektum fjölgað
en þær eru gerðar með starfs-
manni byggingafulltrúa. Einnig
er mikið um skoðanir vegna
leyfisveitinga svo sem á veitinga-
og gistihúsum.
1 desember var eldvarnar-
fræðsla fyrir öll börn í 3. bekk í
Grunnskólum Akureyrar þar
sem farið var yfir þær hættur
sem eldur getur skapað. AIIs
sóttu um 80 starfsmenn fyrir-
tækja og stofnana fræðslu í
meðferð handslökkvitækja og
réttum viðbrögðum við eldsvoða.
Vilja eyjuna sem
griðland rjúpu
Talsverterafónýttum
eldri hitaveituholum í
Hrísey sem ekki nýtast
tilhefðbundinnarupp-
hitunarþarsem súrefn-
ismagn vatnsins erof
hátt. Tilraunirtil raf
orkuframleiðslu með
slíkrí aðferð eru hafnar
og lofagóðu, segirPétur
Bolli Jóhannesson, sveit-
arstjórí Œrísey.
Hrísey er eitt þeirra sveitarfélaga
sem tekur þátt í Staðardagskrá-21
og lagt hefur mikla áherslu á sjálf-
bæra þróun, sem þegar hefur sett
mark sitt á mannlíf og náttúru í
eyjunni. Hrísey er náttúruperla
sem ber að varðveita og til margra
ára hefur eyjan verið griðland
fugla, s.s. ijúpunnar sem ekki er
skotin þó svo lög í landinu leyfi
slíkt. Það eru óskrifuð lög sem allir
Hríseyingar virða og taka sem eðli-
legan hlut. ReyTidar er það svo að
Hríseyjarhreppur hefur óskað eftir
samþvkki umhverfisráðuneytisins
um að eyjan verði lýst sem
griðland ijúpunnar og skotveiði
bönnuð þar.
Heita vatnid gæfa
Þegar skrifað var undir samning
umhverfisráðuneytis og Sambands
íslenskra sveitarfélaga nýverið á
Akureyri um framhald Staðardag-
skrár-21 sagði sveitarstjórinn, Pét-
ur Bolli Jóhannesson, að Hrísey-
ingar byggju við þá gæfu að hafa
aðgang að heitu vatni úr holu sem
boruð var 1987 og gæfi 78 gráðu
heitt vatn og miklir möguleikar
fylgdu því að eiga slíka auðlind,
s.s. uppbyggingu atvinnutækifæra
og það skapaði grundvöll t.d. til
framleiðslu á lífrænni ræktun
grænmetis.
„Hríseyjarhreppur er þátttakandi
í verkefni í samvinnu við Orkusjóð
og verkfræðistofuna Utrás um
framleiðslu á rafmagni með heitu
vatni. Talsvert er af ónýttum eldri
hitaveituholum í Hrísey sem ekki
nýtast til hefðbundinnar upphit-
unar þar sem súrefnismagn vatns-
ins er of hátt. Tilraunir til raforku-
framleiðslu með slíkri aðferð eru
hafnar og lofa góðu. Þar sem nú
bjóðast möguleikar á sölu raforku
inn á net Rafmagnsveitna ríkisins
teljum við þetta áhugaverðan kost
og verðugt verkefni til sjálfbærrar
þróunar.
—
Pétur Bolli Jóhannesson: Hríseyjar-
hreppur er þátttakandi í verkefni í
samvinnu við Orkusjóð og verk-
fræðistofuna Útrás um framleiðslu á
rafmagni með heitu vatni.
Framleiðsla á vistvænum fiskaf-
urðum hefur viðgengist í áratugi í
Hrísey. Varan hefur verið þróuð og
markaðssett í Hrísey og vottuð há-
gæðavara af virtum sölufyrirtækj-
um í Evrópu. Þessi stimpill fékkst
m.a. vegna staðsetningar fram-
leiðslunnar og þeirrar staðreyndar
að Hrísey er meindýralaus eyja,
þ.e. engar rottur eða mýs, minkur
eða tófa halda til í eynni. Á síðustu
árum með tilkomu einangrunar-
stöðvanna í eynni þar sem Hrísey-
ingar afsöluðu sér þeim réttinum
að halda húfénað eða stunda hefð-
hundinn húskap hefur náttúra eyj-
arinnar tekið mildum stakkaskipt-
um. Trjám hefur verið plantað í af-
markaða reiti víðs vegar um eynna
við góðar undirtektir flestra, þó svo
allir séu ekki á eitt sáttir og telja að
fuglalíf breytist þar sem ákveðnar
tegundir fugla þrífist ekki í skóg-
lendi. Reynslan á eftir að skera'úr
um það en í dag er fuglalíf fjöl-
skrúðugt og í eynni þrífst eitt
stærsta kríavarp í heimi. Lítil
mengun er í eynni, fáir bílar og
hafa íbúar sett svip á mannlífið
með dráttarvélafarartækjum sín-
um, akandi á hraða snigilsins á
hellulögðum götum þorpsins og
þannig haldið við í gamla tíman-
um.“
Holræsamál
Pétur Bolli Jóhannesson telur hol-
ræsamál eyjarinnar í góðum far-
vegi, þar hafi sorp verið flokkað
um áraraðir, öskuhaugar aflagðir
1994 og allt sorp flutt í land. Við-
Ieitni til sjálfbærrar þróunar er því
rík hjá eyjaskeggjum. Viðleitni
sveitarfélagsins í þá veru hafi verið
undirstrikuð með undirritun
Olafsvfkuryfirlýsingarinnar á sl. ári
sem skuldbindur Hríseyinga til að
tryggja lífsgrundvöll og lífsgæði
jafnt lyrir núverandi og komandi
kynslóðir til framtíðar. - GG
Mál hjá Héraðsdómi Norðuriands
eystra voru tæpiega 1.400 á árinu
2000
Fleiiimál
í Héraðs-
dómi
Innkomin mál hjá Héraðsdómi
Norðurlands eystra voru 1.373 á
árinu 2000 og hefur þeim fjölg-
að ár frá ári. Á árinu 1999 var
fjöldi mála 1.045 og 804 á árinu
1998. Helmingur mála, eða
51%, voru einkamál, eða 707
talsins og hefur fjöldi þeirra
aukist verulega milli ára, opin-
ber mál voru 465, sektarboðs-
mál 189, gjaldþrotaskipti voru
100 og úrskurðir 40 vegna gjald-
þrotamála og rannsóknarúr-
skurðir voru 45 talsins.
Eitt ágreiningsmál vegna dán-
arbúskipta kom til kasta héraðs-
dóms á síðasta ári, ckkert á ár-
inu 1999 en 6 talsins á árinu
1998, eitt ágreiningsmál vegna
gjaldþrotaskipta, tvö vegna að-
fararaðgerða og eitt vegna nauð-
ungarsölu. Þrjú sjópróf komu til
kasta Héraðsdóms Norðurlands
eystra á árinu 2000. - GG
Endur-
skoðendur
sameinast
Nú um áramótin sameinuðust
Endurskoðun Norðurlands á Ak-
ureyri og D8cT endurskoðun á
Sauðárkróki, undir nafni Endur-
skoðunar Norðurlands. Félagið
rekur skrifstolur á Akureyri,
Sauðárkróki og Siglufirði og hjá
því starfa átta starfsmenn, þar af
tveir endurskoðendur.
D&T endurskoðun og Endur-
skoðun Norðurlands hafa á und-
anförnum misserum verið í
nánu samstarfi við Deloitte og
Touche í Reykjavík og hefur
Deloitt &Touche átt hluti í báð-
um norðlensku stofunum. Eftir
sameininguna verður það stærsti
hluthafinn í sameinuðu félagi.
Með samstarfi félaganna hefur
verið tryggður aðgangur að fag-
Iegri þekkingu Deloitte
&Touche sem hið nýja félag
hyggst nota sér í auknum mæli.
í stjórn félagsins eru þeir Þor-
varður Gunnarsson, endurskoð-
andi og framkvæmdastjóri
Deloitte&Touche í Reykajvík,
sem er formaður stjórnar, Sig-
urður Páll Hauksson endurskoð-
andi á Sauðárkróki og Ragnar
Jóhann Jónsson endurskoðandi
á Akureyri.
Ensurskoðun Norðurlands og
VSÓ Ráðgjöf á Akureyri, sem er
samstarfsfyrirtæki VSÓ Deloitte
Touche í Reykjavík, hafa inn-
réttað sameiginlegt skrifstofu-
húsnæði á 4. hæð Glerárgötu 28
á Akureyri og munu taka það í
notkun nú á mánudaginn.