Dagur - 19.01.2001, Blaðsíða 13

Dagur - 19.01.2001, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 200 1 - 13 Ifc^wr í Öxarfjarðarhreppi er nær ein- göngu stundaður sauðijárbúskap- ur og í Norður-Þingeyjarsýslu hefur verið staðið vei að verki í sauðfjárræktinni s.l. 50 ár og tek- ist hefur að halda svæðinu ósýktu t.d. af riðuveiki sem verið hefur landlæg víða. Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga, sem starfað hefur í þrjá aldarfjórðunga af mikilli framsýni og fagmennsku, á mikinn hlut af því hvernig til hef- ur tekist í jarðrækt og búfjárrækt. Gengur vel Góður árangur hefur náðst í vinnslu afurða og gengur vel hjá hlutafélaginu Fjallalambi hf. sem er sláturhús og kjötvinnsla, og er í eigu bænda í Norður Þingeyjar- sýslu, sveitarfélaga og fleirí, aðal- Iega austan Jökulsár. Hrossarækt hefur verið stunduð um árabil með allgóðum árangri, íjárhunda- rækt og þjálfun um nokkurt skeið. Fyrir tveimur árum var haf- in lífræn ræktun á gulrótum, spergilkáli o. fl. sem lofar mjög góðu, bæði í magni og gæðum. Fiskeldi í Öxarfirði er nú í mikl- um blóma eftir margra ára til- raunir. Silfurstjarnan var stofnuð 1988 og er ein af stærstu strand- eldisstöðvum landsins og er fram- leiðslugeta stöðvarinnar um 1.200 tonn af eldisfiski. Silfur- stjarnan er eina fiskeldisstöðin á íslandi sem notar jarðhita að ein- hverju marlú. Fyrirtækið fram- leiðir lax, bleikju og regnbogasil- ung, einnig er verið að gera til- raunir með eldi á sandhverfu. Stærstu hluthafar eru Seljalax (félag heimamanna við Öxarfjörð) og Hraðfrystistöð Þórshafnar með 45,5% hvort felag. Rækjuveiðar Rækjuveiðar hafa verið stundaðar frá árinu 1975. Veiði hefur verið mjög mikil, eða allt að 1.750 tonnum á vetri þegar mest hefur veiðst, en farið niður í ekki neitt þegar illa hefur árað. Rækjan hef- ur jafnan verið stór og góð þegar veiði hefur gengið vel og hefur hráefnið hentað vel til vinnslu. Byggð var rækjuvinnsla á Kópa- skeri skömmu eftir að veiðar hófust og rækja hefur verið unnin á staðnum nær óslitið síðan. Ná- lægðin við miðin og ágætt sam- starf við útgerðir sem hafa stund- að veiðarnar, hefur gert vinnsl- unni kleift að vinna úrvalsafurðir úr rækjunni. Jafnframt hefur vinnsla á rækju verið snar þáttur í atvinnulífi staðarins. Nú hefur Hafrannsóknastofnun ákveðið að leyfa ekki rækjuveiðar á Öxar- firði, en um næstu mánaðamót verður farið í nýjan leiðangur. Tveir á skrá Steindór Sigurðsson, sveitarstjóri, segir aðeins tvo vera á atvinnu- leysisskrá þrátt tyrir stöðvun rækjuverksmiðjunnar Geflu lyrir jól, en engin hættumerki sjáanleg í atvinnulífi sveitarfélagsins. Kiistján Þ. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Geflu, segir óvissu ríkja um það hvenær rækju- vinnsla hetjist aftur á Kópaskeri og það ráðist af því hvort rækja fáist á Viðráðanlegu verði frá Nor- egi eða Flæmingjagrunni. Verð á afurðum sé að lækka, erfitt sé að sjá fyrir um verðþróunina og framlegð stöðugt minni við þessa óheppilegu þróun milli afurða- verðs og hráefnisverðs. Heijist rækjuvinnsla ekki á næstu vikum muni starfsfólk fara á atvinnu- levsisskrá. GG Mötuneyti í gruimskóla áAkureyri Skólanefnd Akureyrar hefur samþykkt að nemendum og starfsmönnum grunnskóianna á Akureyri standi til boða léttar máltíðir samkvæmt þjónustu- stigi 2 til 3. A fundi skólanefnd- ar 8. janúar sl. var skóladeild ásamt byggingadeild falið að vinna upp áætlun um það hvernig skólaeldhús verði byggð upp í samræmi við þjónustustig 2 með gufuofni. Framkvæmdanefnd Akureyrar hefur óskað eftir samantekt upplýsinga um stöðu og fyrir- komulag reksturs mötuneyta á vegum Akureyrarbæjar eins og hann er í dag. Óskað var eftir því að skólanefnd taki ákvörðun um það hvernig máltíðir skuli standa nemendum og starfs- mönnum til hoða í grunnskólum Akureyrar. Að sögn Gunnars Gíslasonar, skólafulltrúa, verður mötuneytisaðstaða til staðar innan tíðar í Lundarskóla, Odd- eyrarskóla og Giljaskóia og í Brekkuskóla og Glerárskóla eru salir til staðar en inn í þá vantar allan eldhúsbúnað, og einnig húsgögn. Við Síðuskóla er eng- inn salur til staðar en samþykkt hefur verið að leggja 10 milljón- ir króna til undirbúnings smíði salar sem verður bæði sam- komusalur skólans og mötu- neyti. A árinu 2001 er áætlað að verja 10 milljónum króna til verksins. Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri og nágrenni býður félögum sínum upp á aðstoð við gerð skattframtala. Skráning til 25. janúar nk. í síma 462 1635 Opiðfrákl. 8.30 til 16.00 Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Skipagötu 14 - 600 Akureyri - sírni 462 1635 - fax 461 1694 Tölvu- og bókhaldsnám á vorönn 2001 Á komandi vikum mun Tölvufræðslan m.a. halda námskeið í: Tölvunámskeið fyrir byrjendur Ritvinnslunni Word (bæðið fyrir byrjendur og lengra komna) Töflureikninum Excel (bæðið fyrir byrjendur og lengra komna) Glærugerð PowerPoint Umbroti Publisher Interneti = vefur, póstur, spjallrásir Gagnagrunni Access Myndvinnslu Photoshop Heimasíðugerð FrontPage XML- og ASP forritun Delphi Forritun Bókhaldi = Námsefnið er raunveruleg fylgiskjöl Viðurkennd prófmiðstöð Námskeið sem henta bæði fyrir byrjendur og lengra komna og fyrir fólk á öllum aldri Hafið samband í síma 462 7899 og fáið nánari upplýsingar Skrifstofa Tölvufræðslunnar er opin alla virka daga frá 09:00 til 12:00 "NÁM SEM NÝTIST"Qjjyj SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐ EYJAFJ A R Glerárgata 36 TÖLVUFRÆÐSLAN Furuvöllum 13, II. hæð símar 462 7899 og 896 5383 S Póstfang: helgi(g)nett.is Heimasíða: www.tf.is GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.