Dagur - 27.01.2001, Page 11

Dagur - 27.01.2001, Page 11
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 - 35 ERLENDAR FRÉTTIR F ólksfækkim ógnar Rússlandi Eftir fall Sovétríkj- aiina hefur Rússum fækkað uin 3,3 millj- ónir, bamsfæðingum fækkar og meðalaldur lækkar. Þjóðfernissinninn Zirinovsky bar upp tillögu í rússncska þinginu um hvernig fjölga mætti þjóð- inni á ný, en fólksfækkunin er orðin eitt helsta vandamál Rússa. Þingmaðurinn og flokks- foringinn stakk upp á því að hver karlmaður mætti eiga allt að fimm eiginkonur og taldi líklegt að með lagabreytingu í þessa átt mundi Rússum fara að fjölga. Tillagan var felld. Fólksfækkunin er ekkert grín og Zirinovsky var ekki að gera að gamni sínu þegar hann stakk upp á hvernig vænlegt væri að gera sem flestum konum börn. En fækkun Rússa á næsta áratug mun valda miklum efnahagsleg- um vandamálum og hafa vond áhrif á efnahagsþróun og styrk atvinnuh'fsins. Síðan Sovétrfkin hrundu hafa fleiri Rússar dáið árlega en síðan í heimstyrjöldinni. Fækkunin nemur 3.3 milljónum og er fólksfjöldinn nú 145 milljónir manns. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að á næstu 11 árum muni 1 5 milljónir Rússa deyja umfram þá sem fæðast. A tímabilinu gæti þeim jafnvel fækkað um 22 milljónir. A fyrstu 10 mánuðum síðasta árs fækkaði þjóðinni um 550,600 manns, sem lætur nærri að vera íbúafjöldi helstu borga í fylkjum ríkisins. Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af eftirlaunagreiðslum þar sem flestir deyja áður en eft- irlaunaaldri er náð. Meðalaldur er kominn niður í 66 ár en séu karlar eingöngu taldir ná þeir að- eins 60 ára aldri, sem er 15 árum skemmri aldur en karlar í Vestur-Evrópu ná. Heilsugælsu hrakar mjög og fyrirbyggandi aðgerðir til varnar sjúkdómum sömuleiðis. Heil- hrigðiskerfið er ekki í stakk búið til að mæta nýja berklafaraldrin- um og eyðni breiðist út. Streita er talin vera einn höf- uðorsakavaldur versnandi heilsufars. Efnahagsvandi og áhyggjur um framtíðina auka vodkadrykkju og reykingar. Vodka og sígarettur eru mjög ódýr fíkniefni og auðfengin. Björ er mun ódýrari en mjólk. Það er ein af ástæðunum til að félítið fólk getur legið í drykkjuskap og reykt sig í hel fyrir lítið. Lungnakrabhi og alkóhóleitr- un eru að verða með algengustu dauðaorsökum og jukust dauðs- föll af þessum orsökum um 43% á einu ári. Slys og ofbeldi er þriðji mesti orsakavaldur ótíma- bærs dauða karlmanna. Karlar á vinnualdri eru fjórum sinnum líldegri til að deyja en konur á sama aldursskeiði. Rannóknir sýna að af hverjum 100 þúsund körlum fremja 86 sjálfsmorð á ári, 44 deyja af alkó- hóleitrun og 55 eru myrtir. Konur eignast nú 1,17 barn að meðaltali á móti 1,89 árið 1990. Þungun og dauði við fæðingu er tfu sinnum hættulegri í Rúss- landi en í Þýskalandi. Konur forðast barneignir af ýmsum or- sökum og á það ekki síst sinn þátt í hve fólksfækkun er ör. Reiknað er með að á móti hverju barni sem fæðist séu tvær fóst- ureyðingar. Rússar voru fjölmennir í mörgum Sovétlýðveldanna. 3 milljónir þeirra hafa snúið til móðurlandsins og 2 milljónir til viðbótar eru væntanlegar. Þetta vegur aðeins upp á móti fólks- fækkuninni, en breytir ekki þró- uninni. Reynt er að fá fólk til að setj- ast að í bæjum Síberíu og víðar þar sem hægt er að virkja nátt- úruauðlindir. En það gengur illa í lýðveldinu. Veðurlag og ein- angrun er ekki fýsilegur kostur fyrir fólk sem vill ráða sér sjálft. Atvinnuleysi og íbúðaskortur borganna dregur ekki úr fólks- flutningi í þær. Ef efnahagsástand batnar ekki og almenn velmegun er hvergi í sjónmáli mun Rússum halda áfram að fækka og fyrrum risa- veldið verða hnignun að bráð, ógn sem enginn sér hvern enda tekur. Risajarðskjálfti í Lndlandi AHMEDABAD, Ind- landi - Oflugur jarð- skjálfti skók vestur- hluta Indlands í gær og skildi eftir sig dauða og eyðilegg- ingu. Að minnsta kosti 1.500 manns létust að því er fram kom síð- degis í gær og óttast var að tala látinna ætti eftir að hækka veru- lega. Byggingar í borg- inni Ahmedabad, höf- uðborg hins rykuga Gujarat héraðs á Ind- landi, hrundu eins og spilaborgir, með þeim afleiðingum að fjöldi manns lést og heilu fjölskyldurnar sem voru að fagna því að almenn- ur frídagur var í landinu urðu undir rústunum. Skjálftinn mældist 7,9 stig á Richterkvarða að sögn bandarísku Jarðfræðistofnunarinnar og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Indlands var hann sá stærsti sem mælst hefur á þessu landsvæði f um það bil hálfa öld. Skjálftinn hafði mest áhrif í Ahmcdabad og al- mennt í Gujarat, en ábrifa hans gætti líka verulega í strandhéruðum í kring og skjálftahrinur gerðu vart við sig um allt landið. Skjálftinn olli líka skemmdum í Pakistan, nágrannalandi Indlands, og létust að minnsta kosti fjórir þar af hans völdum. Björgunarmenn að störfum í Ahmedabad eftir skjálftann mikla. A brattann hjá Barák TABA, Egyptalandi - Ehud Barak, forsæt- isráðherra Israels mátti horfast í augu við enn eitt áfallið í baráttu sinni í forsætis- ráðherrakosningum þegar niðurstöður úr skoðanakönnunum hirtust í gær. Og til að bæta gráu ofan á svart fyrir hann lýsti Simon Peres því yfir að hann teldi sára- litlar líkur á því að hægt væri að ná nokkru friðarsamkomulagi við Palestínu- menn áður en kosningarnar verða haldn- ar þann 6. febrúar næstkomandi. Skoðanakannanir sýna allar sem ein að stríðshaukurinn Ariel Sharon njóti mun meiri stuðnings en Barak. Minnsti mun- urinn er 16% á þeim félögum og sá mesti 18%. Ehud Barak. Nýr forseti í Kongó KINSHASA - Joseph Kabila var í gær settur inn í embætti forseta í Afríkulýð- veldinu Kongó. Þetta gerðist í stuttri at- höfn og er Joseph þar með tekinn við af föður sínum Laurent Kabila sem ráðinn var af dögum af samstarfsmanni sínum á dögunum. Hinn nýi forseti cr 31 árs gam- all og sór hann forsetaeiðinn í þjóðarhöll- inni í Kinshasa og lofaði að varðveita sjálfstæði landsins og landamæri. í gær- kvöldi ávarpaði hinn ungi forseti síðan þjóð sína, en það var í fyrsta sinn sem hann gerði það eftir að faðir hans dó. ■ FRÁ DEGI TIL DflGS LAUGARDAGUR 27.JANÚAR 27. dctgur úrsins, 338 dagar eftir. Sólris kl. 10.22, sólarlag kl. 17.00. Þau fæddust 27. jan. • 1832 Lewis Carroll, enskur rilhöfundur, ljósmyndari og rökfræðingur sem m.a. skrifaði sögurnar um Lísu í Undralandi. • 1859 Willhjálmur II. keisari Þýskalands og konungur Prússlands frá 1888 til loka fyrri heimsstyrjaldarinnar. • 1885 Jerome Kern, bandarískur söng- leikjahöfundur. • 1892 Soong Ch’ing-iing, áhrifakona í kínverskum stjórnmálum og eiginkona byltingarleiðtogans Sun Yat-sen. • 1903 John Carew Eccles, ástralskur líf- eðlisfræðingur sem gerði tímamótarann- sóknir á starfsemi taugafrumna. •1918 Elmore James, bandarískur blús- söngvari og gítarleikari. • 1920 Sigurður Sigurðsson íþróttafrétta- maður. • 1968 Jón Asgeir Jóhannsson forstjóri. Þetta gerðist 27. jan. •1891 var Verslunarmannafélag Reykja- víkur stofnað. • 1907 var Kvenréttindafélag Reykjavíkur stofnað. • 1926 sýndi skoski uppfinningamaður- inn John Logie Baird nýjustu uppfinn- ingu sína, sjónvarpið. • 1945 kom sovéski herinn frelsandi hendi inn í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz. • 1973 undirrituðu fulltrúar Bandaríkj- anna, Norður-Víetnams, Suður-Ví- etnams og Víetcong-skæruliðanna frið- arsamning. Vísa dagsins llver vill binda huga manns, aö hvergi megi þönkum fleýtii? Þar sem yndi éirir hans, ætír) mun hann þangaö leita. Sigurður Breiðfjörð Afmælisbam dagsins I dag eru liðin 245 ár frá fæðingu aust- urísks tónskálds sem hlaut nafnið Jo- hann Chrysostom Wolfgang Amadeus Mozart. Hann fæddist árið 1756 í Salz- burg, en tæpum 35 árum síðar, þann 5. desember árið 1791, lést bann í Vínar- borg og hafði þá samið drjúgan hluta af þeim tónverkum mannsandans senr hvað lífseigust hafa orðið. Strax á barnsaldri var hann farinn að sémja tónlist og faðir hans dró hann í tón- leikaferðir vítt og breitt um Evrópu. Lastaðu ei laxinn sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa. Bjarni Thorarensen Heilabrot Klukkan heima hjá Guðmundi slær einu sinni klukkan eitt, tx isvar klukkan tvö, þris- var klukkan þrjú, og svo framvegis. A hálfa tímanum slær hún einu sinni. Dag nokkurn kom Cuðmundur- heim til sín og heyrði þá klukkuna slá eitt högg. Hálftíma síðar sló hún einu sinni. Hálftíma eftir það sló hún aftur einu sinni. Og þegar hálftími var enn liðinn í viðbót sló hún líka einu sinni. Nú er spurt: Flvað var klukkan þegar Guðmundur kom heim til sín? Lausn á síðustu gátu: Skuggi manns. Veíur dagsins Vantar ykkur oetri reiknivél heldur en gamla góða Calculator sem fyjgir með Windows? Þá má nálgast eina almennilega ókeypis með ótal fítusum á vefsíðu dags- instvvww. wavemotion.bizland.com/excalib- ur.htm

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.