Dagur - 01.02.2001, Síða 2

Dagur - 01.02.2001, Síða 2
2 -FIMMTUDAGUR 1 . FEBRÚAR 2001 Uagmr FRÉTTIR Kæra skólastjórans reyndist tilhæfulaus Skólastjórinn sendi vidkomandi barnaverndarnefnd ítarlega kæru i 13 l/ðum er lutu að vanrækslu foreldra barnanna og illa meðferð þeirra á þeim, en þegar Barnaverndarnefndin rannsakaði málið kom íljós að ekkert kæruatriðanna var á rökum reist. (Myndin er sviðsettj Skólastjóri í A-Land- eyjiun kærði van- rækslu og illa með- ferð á 3 bömum til bamaveriídamefndar - sem komst að því að ekkert kæmatriðanna ætti við rök að styðj- ast. Foreldramir bíða eftir skýringum. Skólanefnd grunnskóla Austur- Landeyja að Gunnarshólma hef- ur nú til umfjöllunar allsérstætt mál er varðar skólastjórann þar, Efemíu Gísladóttur og þrjá nem- endur, systkini frá býli í sveit- inni, 7, 10 og 12 ára. Skólastjór- inn sendi viðkomandi barna- verndarnefnd ítarlega kæru í 1 3 liðum er lutu að vanrækslu for- eldra barnanna og illa meðferð þeirra á þeim, en þegar Barna- verndarnefndin rannsakaði mál- ið kom í ljós að ekkert kæruatrið- anna var á rökum reist. Kæruatriði Efemíu Gísladótt- ur skólastjóra lutu að aðbúnaði, mataræði, klæðnaði, heilsu- gæslu og fleiru sem börnin áttu samkvæmt kærunni að þola. I kjölfarið fól barnaverndarnefnd- in fulltrúa að rannsaka málið og kom sá fulltrúi nokkrum sinnum á heimilið og tók skýrslur af bæði foreldrunum og börnunum. Ekk- ert athugavert kom fram í jressari úttekt. Ekki einasta reyndist kæran rakalaus, heldur heimilið talið til fyrirmyndar samkvæmt orðum heimilisföðurins. Engtn kvörtun - engin skýring „Við skiljum þetta ekki og höfum engar skýringar fengið á kærunni. Við höfum þó kallað eftir skýring- um og munum gera jjað áfram," segir heimilisfaðirinn. Engin afsökunarbeiðni hafði komið frá skólastjóranum. Vegna málsins höfðu börnin verið tekin úr skólanum og sérkennari feng- inn til að kenna þeim. Nú hefur náðst samkomulag við skólanefnd um að börnin komi aftur í skól- ann - gegn því skilyrði að Efemía skólastjóri komi hvergi nærri um- sjá þeirra. Auk hennar eru í skólanum 3 kennarar og liðlega 30 börn. Skólastjórinn hafði áður kennt þeim, en með samkomu- laginu var tekið fý'rir það. „Skóla- stjórinn hafði aldrei kvartað vfir einu eða neinu og kæran kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti," segir heimilisfaðirinn. Vilja ekkert segja Efemía Gísladóttir, skólastjóri, kannaðist í samtali við Dag hvor- ki við að hafa sent kæru, né kannaðist hún við erindi í 13 lið- um. „Eg vil ekki tjá mig um það mál sem þú spyrð um,“ segir Efemía. Guðlaug Björk Guð- laugsdóttir, formaður skóla- nefndar, vill heldur „ekkert um þetta mál segja við fjölmiðla." Heimilisfaðirinn segir að fjöl- skyldan hafi enn ekki tekiö ákvörðun um viðbrögð sín í framhaldinu. „Í sjálfu sér er jjetta ekkert annað en gróf árás á mannorð okkar. Við köllum eftir skýringum og sjáum svo til,“ seg- ir heimilisfaðirinn. - I þg Námslániit of lág Stúdentaráð fagnar áliti umboðsmanns Alþingis þar sem fallist var á málflutning Réttindaskrif- stofu stúdenta um að úr- skurður mál- skotsnefndar LÍN um for- sendur grunn- framfærslunnar hafi verið ófull- nægjandi. „Námslánin í dag eru of Iág og LÍN fullnægir ekki þeirri laga- skyldu sinni að byggja upphæð þeirra á raunverulegri fram- færsluþörf námsmanna. Þótt skref í rétta átt hafi verið tekið síðastliðið vor, með nýjum fram- færslugrunni, er ennjoá langt í land með að námslánin dugi til fullrar framfærslu. Senn líður að vinnu við endurskoðun út- hlutunarreglna LÍN og Stúd- entaráð leggur Jjunga áherslu á að í þeirri vinnu verði fram- færslugrunnur LIN leiðréttur þannig að hann endurspegli framfærsluþörf námsmanna og try'ggi þannig jafnrétti til náms,“ segir í ályktun Stúdentaráðs. A fundi ráðsins voru einnig samþykktar breytingar sem fela í sér að opnuð var heimild fyrir tvo kjördaga við kosningar til Stúd- entaráðs. Megintilgangurinner að stuðla að aukinni kjörsókn í Stúdentaráðskosningum. - BÞ Eiríkur Jónsson, formaður Stúdentaráðs. Vonar að Válgerður skilji núnabetur Sýknudómur Akureyr- arbæjar í síðara máli Ragnhildar Vigfúsdótt- ur sýnir að bærinn brást rétt við kröfum, að mati bæjarins. Ýmsir túlkuðu hæsta- réttardóminn ranglega að mati bæjarstjóra. Sýknudómur Akureyrarbæjar í síðara máli Ragnhildar Vigfús- dóttur, fvrrum jafnréttisfulltrúa hjá bænum, hefur vakið athygli. Bæjarstjórinn á Akureyri hefur legið undirámæli frá jafnréttisyf- irvöldum fyrir þær sakir að hafa keyrt mál fý’rir dómstóla í stað þess að semja. Ingibjörg Eyfells, fyrrum deildarstjóri leikskóla- deildar, er búin að höfða nýtt mál á hendur bænum vegna meints launamisréttis og einnig er talið að eitt til tvö dómsmál til viðbót- ar kunni að skjóta upp kollinum í kjölfar Hæstaréttardómsins í fyrra máli Ragnhildar sem bær- inn tapaði. Þegar mál Ingibjargar Eyfells var tekið fyrir í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir sköm- mu fylgdist Valgerður Bjarna- dóttir, framkvæmdastýra Jafn- réttisstofu, með málsmeðferð- inni. Hún bar einnig vitni og hún hefur sjálf íhugað að höfða mál á hendur bænum frá þeim tíma sem hún gegndi deildarstjóra- stöðu hjá bænum. Valgerður var haröorð vegna viðhorfs bæjarins í máli Ingibjargar Eyfells og sagði eftirfarandi í Degi: Fælmgaráhrif „Það er með ólíkindum að Akur- eyrarbær skuli láta svona mál fara í hart fyrir dómstólum í stað þess að greiða þann launamis- mun sem konur í æðstu embætt- isstörfum bæjarins hafa goldið fyrir. Það er l)úið að leggja út í mikla vinnu og kostnað með þessu fordæmisgefandi máli Ragnhildar og bærinn tapaði því fyrir Hæstarétti. Eina skýringin sem ég hef á þessum þvergirð- ingshætti bæjarins er að hann vilji letja konur til að fara í dóms- mál. Það þarf þor til að höfða op- inbert mál og standa í þeirri bar- áttu sem lylgir málaferlum." Sýnir að við gerðum rétt Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, sagði í samtali við Dag í gær að sigur Akureyrar- bæjar í síðara Ragnhildarmálinu sýndi að það væri ekki alltaf rétt að semja. Vegna orða Valgerðar segir bæjarstjórinn: „Eg vona það heitt og innilega að forstöðukona Jafnréttisstofu skilji það betur núna hvers vegna bæjarstjórn Ak- ureyrar taldi sér skylt að viðhafa þetta vinnulag sem hún ásamt fleirum helur gagnrýnt svo harð- lega.“ Kristján Þór segir sýknudóm- inn í fyrradag sýna með afdráttar- lausum hætti að rétt hafi verið að fara með það mál fyrir dóm. Skilningur þeirra scm gagnrýnt hafi bæinn fyrir að reka þetta mál fyrir dómstólum hafi einfaldlega verið rangur á dómi Hæstaréttar. Ekki náðist í Valgerði Bjarna- dóttur í gær en Ragnhildur Vig- fúsdóttir sagðisl eiga eftir að lesa dóminn. Ragnhildur hugðist ein- nig ráðfæra sig við lögmann sinn, Láru V. Júlíusdóttur, áður en hún mvndi bregðast opinberlega við dóminum. - BÞ Baugsskóliim formlega opnaður Baugskólinn var formlega opnaður í gær í húsakynn- um Baugs f Skútuvogi. Það var Jón Asgeir Jó- hannesson sem ávarpaði gesti og síðan flutti Björn Bjarnason ræðu og opnaði skól- ann formlega. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi hefur öllug fræðsla og þjálfun starfsmanna verið eitt af stefnumið- um fyrirtækisins allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1998. Ljóst þótti að til að stuðla að framsæknum rekstri lýrirtækisins jryrfti félagið að byggja upp fræðslustefnu til að tryggja hag starfsmanna og fyrirtækja Baugs hf. Haustið 1998 var fræðslustarfi hrundið af stað og ári síðar voru lögð drög að stofnun Baugsskóians. í kjölfarið hófst undirbúningur að námsskrá Baugsskólans ásamt Ieit að heppilegu kennsluhúsnæði, sem nú er lokið. Fimmti hver med gleningsskemmd Tannverndardagur verður á morgun, föstudaginn 2. febrúar. Þetta er í 18. skipti sem minnt er á verndun tanna með sérstökum degi og er þema dagsins: Glerungseyðing á yfirborði tanna. Samkvæmt nýleg- um rannsóknum er talið að fimmti liver unglingur á Islandi sé með glerungseyðingu á byrjunarstigi. Orsökin er m.a. talin vera óhófleg neysla súrra ávaxta- og gosdrykkja sem sífellt er verið að súpa á yfir daginn. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á heimasíðu Tannverndar- ráðs og er slóðin www.tannlicilsa.is A síðunni er aðgengilegt fræðsluefni um tannhcilsu og tannvernd fyrir fagfólk og almenning. Áhersla er lögð á fræðslu fyrir afmarkaða hópa, t.d. foreldra, börn, unglinga, aldraða og sjúka. Reynt er að sníða fræðsluefni eftir þörf- um hvers hóps. Einnig- er á síðunni hægt að nálgast og panta fræðsluefni sem gefið er út af Tannverndarráði. - bþ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.