Dagur - 01.02.2001, Qupperneq 6
6 ■ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001
ÞJÓDMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELI'AS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON
Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 460 6ioo OG soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@daBur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á MÁNUÐl
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng augiýsingadeiidar: valdemar@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV1KJ563-1615 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRI)460-6191 Valdemar valdemarsson.
Símbréf auglýsingadei/dar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyro 551 6270 (reykjavIkj
Lífeyrissjóðir við núllið
í fyrsta lagi
Eins og fram kom í fréttum Dags skilar fjárfesting stjórnenda
lífeyrissjóðanna í besta falli mjög lítilli ávöxtun fyrir síðasta ár.
Talið er að sumir sjóðanna hafi beinlínis tapað á fjárfestingum
sínum. Hjá risasjóði verslunarmanna varð mikið tap á ávöxtun
hlutabréfa. Tapið á erlendu hlutabréfunum nam 6.8 af hundr-
aði en var enn meira á þeim innlendu eða 12.4 prósent. Um
30 prósent af verðbréfasafni Lífeyrissjóðs verslunarmanna er í
slíkum hlutabréfum og því Ijóst að fall þeirra á mörkuðum hef-
ur mikil áhrif á ávöxtun þess íjármagns sem standa á undir
bótum til sjóðsfélaga um ókomin ár.
í öðru lagi
Það er vandasamt verk að fjárfesta þannig á markaðinum að það
skili ávallt hagnaði. Það hafa jafnt einstaldingar sem fyrirtæki
fengið að reyna gegnum tíðina. Hins vegar er það ekki hlutverk
lífeyrissjóðanna að taka þátt í áhættufjárfestingum af því tagi
sem vinsælar hafa reynst hin síðari ár og margir brennt sig illi-
lega á. Sjóðirnir urðu til fyrir hatramma baráttu verkalýðsfélag-
anna á sínum tíma til að tryggja launafólki eftirlaun til viðbótar
við það sem allir fá úr almannatryggingakerfinu. Fjárfestingar-
markmið þeirra sem sjóðunum stjórna á því að vera aðeins eitt -
að tryggja það að eignir sjóðsins fái eðlilega og örugga ávöxtun á
hveiju ári. Það þýðir að ekki má taka óþarfa áhættu.
í þriðja lagi
Það vekur athygli að margir lífeyissjóðir lána fé til að fjár-
magna stórframkvæmdir í landinu. Þannig var skýrt frá því í
gær að tólf lífeyrissjóðir legðu fram um 2.1 milljarð króna í
nýju verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi með því að
kaupa skuldabréf til 25 ára. Ef þessi stórframkvæmd gengur
vel, sem allir hljóta að vona, þá fá sjóðirnir vafalítið góða
ávöxtun í sinn hlut. En ef þrengist um í íslensku efnahagslífi
á næstu misserum, eins og sumir spá, mun það strax koma
niður á versluninni í landinu, þar sem ofíjárfesting í nýju hús-
næði hefur verið gífurleg.
Elias Snæland Jónsson
Samfélagsiniðstöð
Garri var að lesa lærða grein í
Degi í gær um nýju verslunar-
miðstöðina í Smáralind. Þar á
að opna 63 þúsund fermetra
verslunar- og afþreyingarhöll
sem slá mun við öllu þ\a' sem
við Islendingar höfum áður
þekkt. Þarna verða semsé ekki
bara verslanir, heldur líka veit-
ingahús og kvikmyndahús og
náðhiis. Enda kalla aðstand-
endur Smáralindar þetta ekki
verslunarmiðstöð heldur yfir-
byggða „samfélagsmiðstöð",
sem er auðvitað eitthvað sem
við höfum aldrei fyTr séð hér á
landi. Garra sýnist raunar á
öllu að þetta verði
svo flott að Kringl-
an, Laugavegurinn
og Glerártorg á Ak-
ureyri muni aldgjör-
lega blikna í saman-
burðinum. Gott ef
þetta á ekki eftir að
hafa alvarlegar af-
leiðingar í för með
sér fyrir Flugleiðir,
því nú verður ekki nokkur
ástæða fyrir landsmenn að
sækja í erlendar „samfélags-
miðstöðvar" - menn fara bara í
Kópavoginn!
Bjartsýni
En j>að sem kom Garra þó
einna mest á óvart þegar hann
las úttekt Dags á framkvæmd-
unum í Smáralind í gær, var
það hversu bjartsýnir allir virt-
ust vera nema helst talsmaður
Kringlunnar, sem var eitthvað
að efast um að markaður væri
fyrir þetta allt. Talsmenn
Laugavegarins voru hins vegar
hvergi bangnir og töldu sig ekki
í hættu vegna aukinnar sam-
keppni. Jón Sigurðsson fyrrum
ráðberra, seðlabankastjóri og
núverandi bankastjóri hjá Nor-
ræna fjárfestingabankanum
talaði meira að segja um að
þetta ntyndi allt saman vera
gott fyrir neytendur, hrein og
V
bein kjarabót. Og ekki var
minni tiltrúin hjá aðstendend-
um Smáralindar sjálfum, sem
telja sig hafa aðgang að gríðar-
lega stóru upptökusvæði við-
skiptavina - sennilega um 200
þúsund manna safni, sem
teygir sig frá Borgarnesi austur
á Selfoss og jafnvel víðar.
Viltlaust gefið
Já, Smáralindarmenn benda á
að þeir hafi gert miklar rann-
sóknir á kaupmætti og í ljós
kemur að 200.000 íslendingar
séu ígildi 300-400 þúsund
manna borgar í Bretlandi þeg-
ar kemur að því að
versla. Garra þykir
þetta ekki ótrúlegt,
en er engu að síður
efins um að öll sú
verslun sem nú er
verið að byggja upp
á höfuðborgar-
svæðinu jjurfi ekki
nema 300-400
þúsund „Breta" í
viðskipti. Þvert á móti væri nær
að tala um að á milli 1/2 og 1
milljón manns væri heppilegt
safn viðskiptavina fyrir þessa
|ijónustu. Og það sem meira
er, Garri sér enga ástæðu til að
efast um að þetta muni allt
ganga og viðskiptin í Smára-
lind verði meiri en menn áttu
von á án þess að nokkuð dragi
úr verslun annars staðar. Garri
er nefnilega fylgismaður þeirr-
ar kenningar, sem Geir nokkur
Andersen, blaðamaður á DV,
mun hafa sett fram fyrir margt
löngu, að manntalið á Islandi
sé rangt. Stórkostleg vantaln-
ing hafi átt sér stað hjá þeim á
Hagstofunni og íslendingar
séu í rauninni hálf milljón til
milljón, en ekki 270 þúsund.
Smáralind er aðeins eitt dæmi
af mörgum sem sannar það!
GARRI
JÓHANNES
SIGURJÓNS
SON
skrifar
Það er eitthvað verið að læðu-
pokast á Alþingi með reykinga-
frumvarp, í hverju er gert ráð fyr-
ir að þrengja kost reykinga-
manna enn frekar en orðið er og
í umræðunni eru hugmyndir um
að banna beri reykingar á opin-
berum samkomustöðum og þar
mcð töldum veitingastöðum.
Þetta virðist við fyrstu sýn góðra
gjalda vert. Skaðsemi reykinga er
öllum kunn, þó reyndar deili sér-
fræðingar enn um skaðsemi
óbeinna reykinga og misvísandi
álit þeirra fer yfirleitt eftir því
hvaða hagsmunasamtök er starf-
að fyrir í það og það skiptið.
En burtséð frá heilbrigðisþætt-
inum, þá eru reykingar hvimleið-
ar og stundum óþolandi fólki
sem ekki reykir. Og hvers á það
að gjalda, er rétt að réttur hinna
reyklausu eigi að vera rýrari en
réttur mengunar- og sjúdóma-
valdanna sem reykja?
Svarið virðist liggja í augum
uppi. Og þó.
Baimdagakerfi á búllunujn?
Reykur betri
en bús?
Ef reykingar og
áhrif reykinga væru
einangrað fyrirbæri
sem ekki ætti sér
hliðstæður, þá væri
málið einfalt. En
málið er alls ekki
einfalt, því ef það
væri sett í lög að t.d.
banna reykingar á
veitingastöðum, þá
væri það á víssan
hátt fordæmaskap-
andi og í kjölfarið upphæfist
mikið allsherjar rugl.
Er t.d. ekki meiri ástæða til
að banna alla meðferð, og þar
með sölu, á áfengi á veitinga-
stöðum? Óbeinar reykingar eru
í versta falli mjög skaðlegar og í
það minnsta ákaflega hvimleið-
ar. Þrátt fyrir þetta mæta þeir
sem ekki reykja þúsundum
saman á reykmettaða veitinga-
staði um hverja helgi. Þeim er
sem sé ekki eins
leitt og þeir láta.
En hvað um
drykkjuskapinn á
veitingastöðunum?
Hann getur vissu-
lega verið heilsu-
spillandi öðrum en
þeim drukknu, því
fullir kallar gerast
oft illir og ofbeldis-
fullir og hafa stór-
skaðað saklausa
með barsmíðum.
Og þegar upp er
staðið þá eru fyllibyttur örugg-
lega hvimleiðari en reykinga-
menn. Eða hvort vildu
reyklausir sitja til borðs á veit-
ingastað með drykkjumanni
sem ekki reykir, en er allt í senn
Ijótur, leiðiniegur, uppáþrengj-
andi, hávær, dónalegur, ofbeld-
isfullur, andfúll, þrasgjarn,
nískur, ruddalegur, klámfeng-
inn og angandi af svitalykt; eða
hjá reykingamanni sem er
myndarlegur, prúður, fyndinn,
tillitssamur (fyrir utan reyking-
arnar), örlátur og andríkur?
Svari hver fyrir sig.
Sjúkum úthýst?
Og það hangir margt fleira á
þessari spýtu. Hvers eiga hjól-
reiðamenn og fótgangandi nátt-
úruelskendur með viðkvæm og
óspillt lungu að gjalda að þurfa
að Jiola alla Jiá óhóflegu mengun
sem bíleigendur valda? 66,45%
af akstri á Islandi er örugglega
ónauðsynlegt burr og Iiggur þá
ekki beint við að setja lögbann á
akstur umfram þau mörk?
Og síðast enn ekki síst. Er ekki
með góðum rökum hægt að
halda því fram að reykingar séu
sjúkdómur, á sama hátt og alkó-
hólismi. Og er þá meiningin að
banna sjúklingum aðgang að
veitingahúsum Iandsins?
Ef við bönnum reykingar alfar-
ið opinberlega, þá verðum við að
banna ýmislegt fleira 1' kjölfarið.
snyrtia
svairauð
Er þörffyrir 100 nýjar
verslanirá höfuðborgar-
svæðinu?
(Versluiiamriðstöðin Smáralind í Kópa-
vogi opirnð í iianst. Þar verða 100
verslauir, auk margiislegrar aiiuarrar
staifsemi.)
Andri Snær Magnason
rithöjundur.
„Reykjavík hefur
verið full af
stemmningsfólki
sem aldrei hefur
fengið nóg af
stærri Kringlum
og fleiri ])i//.astöð-
um. En nú held ég
að Jjetta fólk sé orðið mett. Við
erum orðin útlönd og ég held að
mönnum þyki Smáratorg vera
hálfgert skrímsli. Þessi gamla
góða stemmning sem var í Reykja-
vík fyrir tíu árum, barnslegur
neyslujjorsti, er núna í kringum
Glerártorg á Akureyri; Jiar er verið
að upph'lla einhverja drauma
fólksins og el’ til vill raunverulega
þörf. Þar er útlönd og allir glaðir.“
Samúel Bjömsson
kaupmaðiirí
verslunintti Style áAkureyri.
„Nei, og ég held að
Smáralind muni
koma til með að
bitna á verslun um
allt land - ekki
bara í Reykjavík.
Akureyringar
munu fara mikið
suður fyrir næstu jól. En allt mun
þetta mikið ráðast af verðlagningu
og það er útilokað annað en að
framkvæmdakostnaður fari út i
verðlagið. Þegar Kringlan var opn-
uð óttuðust kaupmenn við Lauga-
veg um sinn hag, en samt stóðust
þeir samkeppnina. Smáralind er
hinsvegar annað dæmi, stærri og
meiri áhersla lögð á afþreyingu."
Bima Bjarnadóttir
bæjarfulltníi Kópavogslistans.
„Miðað við hve
mikið er verslað
virðist þörfin vera
til staðar, fólk þarf
Iíka að hafa val-
kosti. Eg skal ekk-
ert dæma um of-
fjárfestingu. Versl-
un á höfuðborgarsvæðinu mun
vafalítið halda áfram að aukst.
Minna má á viðsjár sem eru nú í
verslunarmálum víða út um land;
á Bakkafirði er verið að loka einu
versluninni. Verslunarmiðstöðvar
hafa einnig mikil margfeldisáhrif,
við sjáum þróunina á Akureyri -
þar sem Glerártorg hefur verið
mikil Iyftistöng fyrir bæinn alian."
Þorsteinn Pálsson
forstjóri Kaitpáss.
„Mér líst vel á
Smáralind, Jiað er
alltaf magnað þeg-
ar opnuð er ný
verslunarmiðstöð -
þó vil ég ekkert
dæma um hvort
þörf sé á hundrað
nýjum verslunum einmitt nú.
Aukin samkeppni, einsog Smára-
lind mun skila, mun leiða af sér
meira vöruúrval, aukin gæði og
betra verð. Já, við hjá Kaupási
munum versla í Smáralind; verð-
um þar með 1.000 fermetra
Nótatúnsbúð, þar sem lögð verð-
ur áhersla mikið úrval og góða
þjónustu."