Dagur - 01.02.2001, Page 7

Dagur - 01.02.2001, Page 7
FIMMTUDAGVR 1. FEBRÚAR 2 00 1 - 7 T>wptr. ÞJÓÐMÁL Stj omarskrá í metravís Davíð Oddsson borgarfulltrúi bauð sig fram til varaformanns í Sjálfstæðis- flokknum á landsfundi á móti dr. Gunnari Thoroddssen. Pistilhöfundur studdi dr. Gunn- ar þegar Davíð tjáði honum framboð sitt og falaðist eftir liðveislu meðal ann- ars fyrir frændsemis sakir. Nú voru góö ráð dýr fyrir pistiIhöf- und því allir þrír voru komnir af Gunnlaugi sýslumanni Briem í kvenlegg og var því leitað eftir ættfræðiúrskurði frá Páli Líndal fjórða Brímaranum í kvenlegg. Doktorinn reyndist einum ættlið nær pistilhöfundi en borgarfull- trúinn og hlaut því atkvæðið í þetta skipti. Matthías Bjarnason þingmaður bættist í hóp fram- bjóðenda og fóru svo leikar að dr. Gunnar sigraði bæði vandamenn og vandalausa í kjörinu. í tölu til fundarmanna þakkaði Davíð fyrir sig og sagði: „Það sigrar enginn Davíð tvo Golíata á sama fundin- um!“ Stjómarskrá í metravis Enginn man hvaða kosningaloforð borg- arfulltrúinn ungi gaf landsfundinum og líklega hafa þau ekki verið upp á marga fiska en allir muna Davíð og Golíatana tvo. Þannig sætti Davíð Oddsson strax lagi að láta pólitík sína snúast um eitt skemmtilegt atvik á dag sem allir tóku með sér heim en gætti þess að flækjast ekki í Guðspjöllunum. Ráðherrann hefur reynst sjálfum sér samkvæmur eftir það og sigrað hvern Golíatinn á fætur öðrum sama daginn. A safni nokkru í Evrópu er geymd spýta sem er nákvæmlega meter á lengd. Spýtan var þó ekki söguð niður eftir mál- bandi og fleygt á safnið til að sýna skóla- börnum hvað meterinn er langur eða stuttur. I dag gengur hver skólakrakki hvort sem er með málband í vasanum. Á sínum tíma var ákveðið að lengdin á þjóðfélagsins að lögunum og lög- in að breyttum tímum. Sá er munurinn á lögum og stjórnar- skrá. Málarekstur öryrkja og eftir- málar hafa raskað þjóðlífinu á Is- landi undanfarnar vikur og sér ekki fyrir endann á þeim væring- um. Stjórnarskrá lýðveldisins hefur stöðugt lent á milli tann- anna á valdhöfum og þeir sem þekkja geðslagið á þeim bæ ótt- ast æ meir að senn séu dagar hennar taldir í uphaflegri mynd. Eða við hverju er að búast frá forsætisráðherra sem lítur á dóma hæstaréttar eins og slys? Við hverju er að búast frá utan- ríkisráðherra sem vill breyta stjórnarskránni til að laga fisk- veiðistjórn að útgerð fjölskyldu sinnar? Og við hverju er að búast frá ríkisstjórn sem hefur samein- að framkvæmdavaldið og löggjaf- arvaldið og er nú þessa dagana að velja nýtt.fólk í dómsvaldið? Golíatar í stjómarskrám Fólk með þvílfkt vald og viðhorf sem getur breytt froskum í prinsa og þorskum í sægreifa er ekki í neinum vandræðum með eina litla stjórnaskrárnefnu svona meter á lengd. Full ástæða er því til að taka trúanlegt þegar fjár- málaráðherra segir að kominn sé tími til að „við stjórnmálamennirnir" för- um senn að endurskoða stjórnarskrána. Sánkti María sé með oss. Stjórnarskráin er eins og metrinn. Hún þolir ekki aö vera teygð upp í 101 senti- metra eða tálguð niður í 99 sentimetra. Þá hrvnja þeir steinar sem á hornsteini hvíla. Stjórnarskráin er síðasta vígið sem stendur utan víglínu stjórnmálamanna og sú endurskoðun sem ráðherra boðar lýt- ur tæplega að því að laga rétt fólksins að ákvæðum stjórnarskrárinnar heldur að laga stjórnaskrána betur að þörfum ríkis- stjórnarinnar. Aðgátar er þörf í nærveru sálar. Stjórnarskráin er fráleitt margra Golíata maki. Hún ræður ekki við tvo Golíata á einum og sama fundinum og hvað þá einn Davfð. UMBUÐA LAUST skrifar Full ástæða er því til að taka trúanlegt þegar fjármálaráðherra segir að kominrt sé tími til að „við stjórnmála- mennirnir“ förum senn að endurskoða stjórnarskrána. Sántyi María sé með oss, “ segir greinarhöfundur. spýtunni skyldi framveg- is kallaður meter og reiknaðar út aðrar lcngdir sem ýmist féllu að lengd metrans eða metrinn féll að þeirra lengd. Með metranum var búið til mæliker sem kallað er metrakerfið og er hornsteinn í útreikn- ingum manna í álfunni og fleiri löndum heims. Oll heimsins umsvif hvíla meira og minna á metrakerfinu og kerfið fylgir áfram stærð spýt- unnar. Menn geta því rétt ímyndað sér hvað gerist ef fiktað er í metranum og hann teygður upp í 101 sentimetra eða troðinn niður í 99 sentimetra. „Stjóraarskrá lýð- veldisins hefur stöðugt lent á milli tannanna á valdhöf- um og þeir sem þekk- ja geðslagið á þeim hæ óttast æ meir að senn séu dagar henn- ar taldir í uphaflegri mynd.“ Metravísin í stjórnar- skrá Metrinn er ekki eini hornsteinn samfélagsins og svona einingar eru á flestum sviðum í nútíma menningarsamfélögum og þeim eldri Iíka. Ann- að dæmi er Stjórnarskrá Lýðveldisins Islands. Stjórnarskráin er horn- steinn undir þeim lög- um sem lýðveldið Island setur og þeim reglum sem á lögunum byggja. Vel má líta á Stjórnar- skrána sem viðlegukant hvar lögin hvíla á milli breytinga og þess að þau koma og fara. Lög landsins eru í stöðugri endur- skoðun og reynt er að fella breytingar Upphyggfng á landshyggðinni! Mývatnssveit er fögur jafnt ad sumar- sem vetrarlagi en hótelstjóra sveitarinnar greinir á um fjármálaleg atriði. YNGyi R. KRISTJANSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI MÝVATNS EHF. SKRIFAR Mér var illa brugðið þegar ég las viðtal við Pétur Snæbjörnsson í Degi laugardaginn 20. janúar sl. undir fyrirsögninni „Hrun framundan í hótelrekstri". Það hefur löngum verið Ijóst að það er enginn dans á rósum að stunda atvinnuuppbyggingu úti á landi ,og hvað þá heldur að leggja allt undir í ferðaþjónustu. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru sem betur fer ákveðin fyrirtæki og stofnanir sem trúa á það að framtíðin sé björt og að landiö muni ekki sporðreisast yfir suðvesturhornið vegna flótta frá landsbýggðinni. Sóknarfæri vetrarins Mývatn ehf. og sú fjölskylda sem stendur að baki þess fyrirtækis tók þá djörfu ákvörðun fyrir um þremur árum að útvíkka starf- semina og gerast al- vöru ferðaþjónustu- fyrirtæki. I fyrstu var ákveðið að halda úti heilsársrekstri með veitingar við þjóðveg 1. Annað skref var að fara út í að reisa glæsilegt hótel með það að markmiði að þjóna gestum og gangandi allt árið um kring. Þörfin yfir sumartímann er gíf- urleg en veturnir eru eins og Pétur ýjar að mjög erfiður tími að eiga við. Aftur á rnóti má snúa dæm- inu við og segja: „Veturinn er okkar sóknarfæri" og ekki hvað síst hér í Mý- vatnssveít. Það kost- ar að sjálfsögðu vinnu og þrek að byggja upp markað sem er tilbú- inn að sækja Iandsbvggðina heim og lausnin er ekki fundin með því að bvggja einhvern steypukumb- ald. ' Samstaðan er lífspursmál Það er dagljóst að fólk heimsækir ekki ísland vegna hótelanna, hvað þá að fólk fari út á land í stuttu fríi til að njóta hótelsins. Ferða- þjónustuaðilar verða að ná hönd- um saman um að hafa heima- vinnuna klára og tala sama rómi urn það hvernig við getum aukið heimsóknir til okkar fagra lands. Það er klárlega minn hagur ef Hótel Reynihlíð er vel sótt að sumri sem vetri en það er ekki minn hagur að hótelstjórinn, sem er einnig formaður Atvinnuþró- unarfélags Þingeyinga, skuli for- dæma Ijárveitingar út á lands- byggðina og rýri þar með mögu- leika nýrra aðila á að koma undir sig fótunum. Okkur er það lífs- nauðsynlegt að styðja við bakið á hverjum þeim sem til er í lands- byggðardansinn. Eg tek hins veg- ar undir það að það vantar þolin- mótt fjármagn inn í þessa at- vinnugrein til að flýta fyrir upp- byggingu þessarar ungu atvinnu- greinar. Skjálftinu skiljanlegur Eg skil það svo sem mæta vel að það sé komin syolítill skjálfti í hnén hjá sumum en það er engin ástæða til þess því möguleikarnir eru óendanlegir ef við bara lítum svolítið í kringum okkur og vinn- um markvisst úr þeim efnivið sent við höfum. (Millijyrirsagnir ent blaðsins)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.