Dagur - 01.02.2001, Blaðsíða 12

Dagur - 01.02.2001, Blaðsíða 12
12- FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 SMAAUGLYSINGAR Spákonur___________________ Spái í Tarotspil og ræð drauma. Fastur símatími 20-24 á kvöldin. Er við flesta daga f. eða e. hádegi. Sími 908-6414 - Yrsa Björg Til leigu __________________________ Vantar þig ibúð til leigu á stór Reykja- víkursvæðinu, í viku eða yfir helgi. Hef eina fullbúna húsgögnum og helstu þægindum á mjög góðum stað, stutt í allt. Upplýsingar í síma 464 1138 eða 898 8305 Til sölu_______________________________ Til sölu mótorhjól, 2 stk YAMAHA XJ 750 og eitt stk í varahluti, verð ca. 250.000 kr. Einnig videovél RICOH R 830, í góðri tösku, mjög lítið notuð, verð ca 30.000 kr Upplýsingar í síma 465 2338 eða 892 4043 Áskriftarsíminn er ’ 8oo 7080 Víöilundi 19, Akureyri. Veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. febrúar kl. 13.30 Ellen Sverrisdóttir, Arngrímur Sigurösson Ragna Ragnars., Ólafur Egilsson og barnabörn. Lækni vantar að Heilbrigðisstofnuninni Siglufirði. Heilbrigðisstofnunin Siglufirði óskar eftir að ráða lækni sem fyrst. Æskilegt er að viðkomandi sé sérfræðingur í heimilislækningum en til greina kemur að ráða lækni án séfræðimenntunar. Heilbrigðisstofnunin skiptist í tvö svið, annars vegar heilsugæs- lusvið og hins vegar sjúkrasvið. Á stofnuninni eru 40 sjúkrarúm, 13 á öldrunardeild og 27 á sjúkra-deild. Stofnunin er velbúin tækjum, gott starfsfólk og býður möguleika á fjölbreytilegri starfsreynslu. Fjöldi íbúa í heilsugæsluumdæminu er um 1.660. Góð launakjör ásamt húsnæði í boði. Upplýsingar veita: Andrés Magnússon, yfirlæknir, sími: 467 2100, GSM 897 1444 netfang: andresm@hssiglo.is Þórarinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri sími: 467 2100, GSM 896 3650 netfang: thorarinn@hssiglo.is Heilbrigðisstofnunin Siglufirði. Hvanneyrarbraut 37-39 Siglufirði, sími 467 2100, fax 467 1551 Heimasíða: www.hssiglo.is Útfararskreytingar Býflugan ogblómið — EHF kistuskreytingar, krossar, kransar, blómaskreytingar, blómvendir, Sími 461 5444 Glerárgata 28. Akureyri ORfi DAGSINS 4621840 ISTJORNUSPA Vatnsberinn Þú lendir ekki í alvarlegu lestar- slysi í dag eða næstu daga. Já, það er stundum gott að búa á Islandi. Fiskarnir Þegar neyðin er stærst, rís næsta verslunarmusteri hæst. Þú sæla heimsins Smára- lind. Hrúturinn Þú tapar bóta- málinu en það er bót í máli að þú átt ekki bót fyrir boruna á þér og getur því ekki greitt skaðabæturnar, aðeins lofað bót og betrun. Nautið Nú eru farmiðar úr sögunni en það þarf enn aó borga fúlgur fyrir sæti á Saga class. Notaðu Norrænu næst. Tvíburarnir Segðu upp hjá Islands- banka/FBA. Ár- angurstenging launa þýðir að það verður dregið af launum starfsmanna þetta árió. Krabbinn Ekki örvænta þó aleigan sé bund- in í bréfunum frá deCode. Hefndu þín grimmilega og neitaðu (E um aðgang að genunum þín- um. Ljónið Ekki standa í endalausum einkasamtölum við Pétur og Pál. Það getur komið fleirum í koll en dómur- um. Meyjan Einn af kunningj- um þínum er í raun fyrrverandi grænn hryðju- verkamaður sem rotaði lög- regluþjón með gúrku fyrir 30 árum. Vogin Island verður heimsmeistari í handbolta - kvenna, árið 2043. Klipptu spána út og geymdu hana. Sporðdrekinn Þú ferð til Ung- verjalands í sum- ar og verður nokkuð vinsæll þar ytra. Bið að heilsa Puskas. Bogamaðurinn Mozart kemur til þín í draumi og segir að „Traust- ur vinur“ sé besta lag sem samið hefur verið frá því hann var á dög- um. Það er og. Steingeitin Þú ferð í leikhús í kvöld og heldur þér vakandi framundir hlé. Það er framför. ■ HVAD ER Á SEYÐI? DJASS, LATÍN, FÖNK OG ROKK í HLAÐVARPANUM Hljómsveitin Zefklop mun Ieika í Kaffileikhúsinu, Hlaðvarpanum fimmtudaginn 1. febrúar kl. 21.00. Zefklop leikur frumsamda tónlist eftir Ragnar Emilsson, gítarleikara. Auk hans skipa sveit- ina Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommur, Birgir Kárason, bassi og Þorbjörn Sigurðsson, hljómborð. Gestaleikarar eru Birkir Freyr Matthíasson, trompet og Evjólfur Þorleifsson, saxófónn. Tónlist Zefklop tengir saman ýmsar ólíkar tónlistarstefnur, jr.á.m. djassi, latín, fönki og rokki. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og aðgangseyrir er 800 kr. Sættir fullkomna sundrung Nú stendur yfir í Galleríi Sæv- ars Karls sýnging á verkum Péturs Halldórssonar. Ferill Péturs er orðinn alllangur, en hann tók þátt í sinni fyrstu samsýningu árið 1977 og fyrstu einkasýninguna hélt hann árið 1986. Pétur sýnír alls sex verk á sýningunni, þrjár olíumyndir og þrjú tákn. Olíumyndirnar eru gerðar síð- ustu fjögur árin, táknin fimm síðustu árin og eru verkin öll „í rólegu þróunarferli," eins og myndlistarmaðurinn kemst sjálfur að orði. Háskólafyrirlestrar Cystatín C og arfgeng heila- blæðing: Fimmtudaginn 1. febrúar mun Snorri Páll Dav- íðsson, líffræðingur Keldum, flytja fyrirlestur sem hann nefnir: Cystatín C og arfgeng heilablæðing. Fræðslufund- irnir á Keldum eru haldnir á bókasafni Keldna og hefjast kl. 12:30. Allir velkomnir. Málstofa í læknadeild: Fimmtudaginn 1. febrúar mun Marta Guðjónsdóttir, líf- fræðingur og doktorsnemi, flytja fyrirlesturinn: Viðbrögð öndunarvöðva við vaxandi álagi hjá heilbrigðum og sjúk- um. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags fslands, efstu hæð og hefst kl. 16:15 en kaffiveitingar eru frá kl. 16:00. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Reykjavík Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10:00-13:00. Mat- ur í hádeginu. Brids í dag kl. 13.00. Laugardagur 10. febrú- ar kl. 13.30. Fyrsti fræðslu- fundur „Heilsa og hamingja verður laugardaginn 10. febrú- ar kl. 13.30. í Ásgarði Glæsibæ Ólafur Ólafsson formaður FEB og fyrrverandi landlæknir gerir grein fyrir rannsóknum sínum á heilsufari aldraðra. Þorsteinn Blöndal yfiriæknir greinir frá helstu sjúkdómum í lungum, sem aldraðrir verða fyrir. Allir eru velkomnir. Ferðamálafundur - Menning- artengd ferðamennska Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarð- ar, ferðamálasvið, stendur fyrir hádegisfundi á Stássinu (Greif- anum) í dag fimmtudaginn I. febrúar kl. 12-13.30. Guðrún Helgadóttir sérfræðingur á Hólum Ijallar um menningar- tengda ferðaþjónustu. Hvernig getur Eyjafjörður nýtt sér sína menningu? Áhuganienn jafnt sem atvinnumenn hvattir til að mæta. Fyrispurnir og umræður. Hgengib Gengisskráning Seölabanka Islands 31. janúar 2001 Dollari 85,54 86 85,77 Sterlp. 125,09 125,75 125,42 Kan.doll. 56,9 57,26 57,08 Dönsk kr. 10,675 10,735 10,705 Norsk kr. 9,706 9,762 9,734 Sænsk kr. 8,999 9,053 9,026 Finn.mark 13,3932 13,4766 13,4349 Fr. franki 12,1398 12,2154 12,1776 Belg.frank 1,9741 1,9863 1,9802 Sv.franki 52,1 52,38 52,24 Holl.gyll. 36,1355 36,3605 36,248 Þý. mark 40,7152 40,9688 40,842 ít.llra 0,04112 0,04138 0,04125 Aust.sch. 5,7871 5,8231 5,8051 Port.esc. 0,3972 0,3996 0,3984 Sp.peseti 0,4786 0,4816 0,4801 Jap.jen 0,7352 0,74 0,7376 irskt pund 101,1119 101,7415 101,4267 GRD 0,2336 0,2352 0,2344 XDR 111,01 111,69 111,35 EUR 79,63 80,13 79,88 www.visir.is FYRSTUR MED FRÉTTIRNAR Hkrossgátan Lárétt: 1 ryk 5 frábrugðið, 7 óhreinka, 9 bogi, 10 rasp, 12 lengdarmál, 14 tré 17 óá- nægðu, 16 súld,18 hratt, 19 planta. Lóðrétt: 1 eldsneyti, 2 heiður, 3 kven- mannsnafn, 4 þykkni, 6 nef, 8 alltaf, 11 hop- uðu, 13 innyfli, 15 virði, Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 vegs, 5 atvik, 7 gaur, 9 mý, 10 af- lát, 12 köld, 14 þrá, 16 lúi, 17 elgur, 18 æpa, 19 gat. Lóðrétt: 1 voga, 2 gaul, 3 strák, 4 lim, 6 kýldi, 8 afdrep, 11 tölug, 13 lúra, 15 ála,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.