Dagur - 08.02.2001, Síða 10
10- FIMMTUDAGVR 8. FEBRÚAR 2001
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2001 - 11
SAMANTEKT
Fimmti hver deyr vegna reykiiiga
BJORN
ÞORLAKS-
SON
SKRIFAR
Nýtt tobaksvaraar
fnunvarp liggur fyrir
Alþiiigi sem gerir
landsmönnum erfiö-
ara fyrir aö stunda
þennan löst. Á hinn
bóginn telja sumir aö
of langt sé gengið en
allir eru sammála um
skaösemi reykinga.
Ný lög um tóbaksvarnir sem heil-
brigðisráðherra hefur lagt fram á
AlJjingi hafa vakið mismunandi
viðbrögð í samfélaginu. Margir
fagna þvf að harðar skuli tekið á
tóbaksvörnum en aðrir hafa
gagnrýnt frumvarpið fyrir að það
gangi of langt. Þar á meðal er
hluti þingmanna sem telur
vafasöm atriði koma fram sem
kunni að skerða einstaklings-
frelsi.
Markmið laganna er að draga
úr heilsutjóni og dauðsföllum af
völdum tóbaks með því að minn-
ka tóbaksncvslu og vernda fólk
fyrir áhrifum tóbaksreyks. Það
bakland skuli virt að einstakling-
arnir þurfi ekki að anda að sér
lofti sem er mengað tóbaksreyk af
völdum annarra.
Umdeilt á veitingahúsum
Nokkur umræða hefur farið fram
um reykingar á skemmtistöðum
en í nýja frumvarpinu segir að
leyfa megi reykingar á veitinga-
og skemmtistöðum á afmörkuð-
um svæðum, en tryggja skuli þó
fullnægjandi loftræstingu. Það
sem boðar helstu breytinguna er
að samkvæmt nýja frumvarpinu á
meirihluti veitingarýmis ávallt að
vera reyklaus og hoðar það hylt-
ingu frá núverandi ástandi. I lög-
unum segir jafnframt að stjórn-
endur veitingastaða skuli affrem-
sta megni leitast við að vernda
starfsfólk gegn tóbaksreyk.
Harðari afstaða
I athugasemdum við lagafrum-
varpið segir að í Ijósi reynslunnar
af síðustu breytingum á lögun-
um, aukinnar þekkingar á skað-
semi reykinga og „harðari afstöðu
almennings til þessa vágests,
bæði hér á landi og í alþjóðasam-
félaginu, er tímabært að leita
frekari leiða til að draga úr reyk-
ingum. Islendingar hafa verið í
fararbroddi í tóbaksvörnum með-
al þjóða heims og er það ætlun
ráðherra og tóbaksvarnarnefndar
að svo verði áfram".
Allmiklar breytingar voru gerð-
ar á lögum um tóbaksvarnir árið
1996 en í athugasemdunum seg-
ir að í ljós hafi komið að enn þurfi
að bæta þessa löggjöf með nýjum
og fý'llri ákvæðum, einkum varð-
andi markaðssctningu og sölu tó-
baks og vernd gegn tóbaksmeng-
un andrúmslofts. Frumvarpið
byggir á tillögum nefndarinnar og
er unnið í samráði við heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið. I
nefndinni eiga sæti læknarnir
Þorsteinn Njálsson, sem er for-
maður hennar, Holgi Guðbergs-
son og Sveinn Magnússon.
Einn deyr á dag
„Alkunna er að tóbaksneysla
veldur miklum og margvíslegum
heilsuspjöllum. Okkur er því skvlt
að gera ráðstafanir til að hefta út-
breiðslu þessa vágests í nútíma-
samfélagi og berum ábyrgð á því
gagnvart komandi kynslóðum.
Hafa ber í huga að þeir sem deyja
í dag af völd um reykinga eru
reykingamenn gærdagsins. Þeir
sem deyja á morgun eru þeir sem
reykja og byrja að reykja í dag,"
segir í athugasemdum frumvarps-
ins. Samkvæmt upplýsingum
frá Hjartavernd deyja um 370
rnanns á ári á Islandi af völdum
reykinga eða einn Islendingur á
dag, alla daga ársins. Fimmta
hvert dauðsfall á íslandi er af
völdum reykinga. Þriðja hvert
dauðsfall hjá fólki í blóma lífsins
á Islandi, 35-69 ára, má rekja til
reykinga.
Unglingar helsti
áhættuhópurinn
Heilbrigðisáætlun til ársins 2010
hefur sett það meginmarkmið að
ná hlutfalli daglegra reykinga
meðal fullorðinna niður fyrir
20%. „Til að ná þessu markmiði
verður að taka til hendinni. Ná
þarf til unglinga sem eru helsti
áhætluhópurinn, fá þá sem reyk-
ja til að draga úr reykingum og
hætta helst þeim Iífshættulega
ávana. Arangur fólks, sem reynir
að hætta að reykja, er ekki ávallt
góður og margir þurfa aðstoð og
hvatningu. F;ekka þarf svæðum
þar sem reykingar eru leyfðar því
að rannsóknir sýna að með því að
banna og takmarka reykingar sem
víðast dregur úr reykingum og
reykingamönnum veitist auðveld-
ara að hætta,“ segir í athuga-
semdunum.
Böm eiga rétt
„Skaðsemi reykinga er óumdeil-
anleg og hið sama á við óheinar
reykingar. Sé það val reykinga-
manns að reykja cr það aö sama
skapi réttur þess sem ekki reykir
að þurfa ekki að anda að sér tó-
baksreyk reykingamanns. Börn
eiga skilyrðislausan rétt á reyk-
lausu umhverfi, bæði á heimilum
sínum og annars staðar. Aliir eru
sammála um að vernda eigi börn
fyrir tóbaksreyk og grípa verður
til úrræða sem nauðsynleg eru í
því skyni, segir ennfremur.
Eftir að Bandaríkjamenn fóru
að sækja skaðabótamál á hendur
tóbaksfyrirtækjum hefur tekist að
fá upplýsingar um aðferðir við
framleiðslu tóbaks. Þær Iiggja (ýr-
ir hjá tóbaksvarnarnefnd og eru
fróðleg lesning. Vitað er að í tó-
baki og tóbaksreyk er mikill IJöIdi
al eitruðum, hættulegum og
krabbameinsvaldandi efnum sem
nú væru ekki Ieyfð í nokkurri
annarri vöru sem ætluð væri til
innöndunar eða inntöku.
Siðlausir hættir
Tóbaksiðnaðurinn hefur sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
framleiðendurnir hafa sjálfir
þurl’t að afhenda dómstólum í
Bandaríkjunum, reynst vera þró-
aður efnaiðnaður. Efnum er bætt
í tóbakið og önnur efni tekin út
til að ná fram „réttum" áhrifum.
Við framleiðsluna er hætt í tóbak-
ið aukaelnum sem draga úr ert-
ingu í öndunarvegum, minnka
ertingu af óbeinum reykingum,
Samkvæmt nýja frumvarp/nu á meirihluti veitingarýmis ávallt að vera reyklaus og boðar það byltingu frá núverandi ástandi.
víkka út öndunarvegi, bæta bragð
og tryggja fullkomið frásog á
nikótíni út í blóð rás og inn í heila
(yfir heilablóðþröskuld). Síðast
en ekki síst er bætt í tóbakið efn-
um sem er sérstaklega ætlað að
festa nýja og unga reykingamenn
betur og fyrr við ávanann.
Ammóníak er ,“bætiefni“ í tóbaki,
þ.m.t. íslenska neftóbakinu, en er
þess utan aðeins Ieyft sem
hreinsiefni.
Aðstandendur frumvarpsins
eru sammála um að þeirrar lil-
hneigingar hafi gætt að taka varn-
ir gegn ólöglegum fíkniefnum
fram yfir tóhaksforvarnir. Vissu-
lega eru vandamál af völdum
þeirrá efna stóralvarleg en á hitt
her að líta að útbreiðsla tóbaks er
margfalt meiri og tóbaksvanda-
málið því síst veigaminna. Auk
þess sýna rannsóknir að reyking-
ar eru undanfari fíkniefnaneyslu
og oft áfengisneyslu líka. Það
heyrir raunar til algjörra undan-
tekninga að þeir sem leita sér að-
stoðar vegna áfengis- eða vímu-
efnaneyslu séu ekki reykinga-
menn. Með því að taka á tóbaks-
draugnum strax f skólum er hægt
að draga úr Iíkum á öðrum vanda-
málum sem iðulega koma í kjölfar
tóbaksreykinga.
Reykingamenn benda hins vegar
á að tóbak sé löglegt á Islandi og
það sé sjálft ríkið sem greæði stór-
fé á sölu þess. Tvöfeldnin sé nokk-
uð í þessum efnum. A sana tíma
og menn geti keypt tóbak hvar sem
er, sé nú ríkið að boða að nánast
hvergi sé hægt að neyta þess. Rétt
er að taka fram að skiptar skoðan-
ir cru um ávinning rílds af sölu tó-
baks. Peningar streyma í kassann
en spurning er hvort kostnaður
samfélagsins vegna heilsuleysis
reykingamanna sé ekki jafnvel
meiri.
I frumvarpinu er lagt til að
meira fé verði lagt til forvarna. Tó-
baksvarnarnefnd hefur þegar varið
tugum milljóna króna í Iræðslu-
efni handa skólum en lelur að
gera verði betur til að vernda kyn-
slóðir framtíðarinnar. Hingað til
hefur ekki verið hægt að tryggja að
öll grunn skólabörn fái tóbaks-
varnarfræðslu þótt lög geri ráð lýr-
ir að svo sé. Með auknu frantlagi
til forvarna og frekari samvinnu
við sveitarstjórnir er unnt að leysa
þann vanda.
Um 80% vilja hætta
Rannsóknir staðfesta að það er
fjárhagslega mjög hagkvæmt að
fjárfesta í tóbaksvörnum, koma í
veg lýrir að menn byrji að reykja,
lá menn til að draga úr reykingum
og sannfæra þá um að þeim beri
að hætta að reykja. „Algjört for-
gangsverkefni er að koma f veg fyr-
ir að börn og unglingar l’ari að
reykja því að rannsóknir sýna að
átta af hverjum tíu reykingamönn-
um byrjuðu að reykja fý'rir 18 ára
aldur. Það er einnig afar mikilvægt
að geta veitt reykingamönn um
stuðning við að hætta að reykja.
Um 80% þeirra vilja hætta en
mörgum reynist það erfitt.
Nokkrar staðre}’ndir:
• Helmings líkur eru á því að 35
ára karl sem hefur reykt í
a.m.k. tíu ár látist á aldrinum
40-69 ára af völdum reykinga.
• Konur sem reykja eins og karl-
ar deyja úr hjartaáföllum eins
og karlar.
• Það eru 70-80% Iíkur á því að
einstaklingur sem fær hjartaá-
fall á aldrinum 30-39 ára sé
reykingamaður.
• Helmingur þeirra sem deyja á
miðjum aldri deyr af völdum
tóbaks og glatar að jafnaði 20
árum ævinnar.
• Reykingamaður á aldrinum
30-39 ára er með 6,3-faldar
líkur á hjartaáfalli, 40-49 ára
með 4,9-faldar líkur og 50-59
ára með 3,1-faIdar líkur.
Ef lögin verða samþykkt - sem
nánast má gera ráð fý'rir þótt ein-
hverjar breytingar kunni að verða -
öðlast þau gildi 1. júní nk.
Helstu nýmælin
• Réttur fólks til reyklauss andrúmslofts er við-
urkenndur og sérstaklega kveðið á um rétt
barna.
• Oheimilt er að setja hér á markað tóhak und-
ir vörumerkjum annarrar vöru eða þjónustu.
• Bönnuð er „kostun" viðburða eða starfsemi í
því skyni eða með þeim áhrifum að kynna tó-
bak.
• Uppstilling á tóbaki á sölustöðum er bönnuð.
• Yngri en 18 ára mega ekki selja tóbak.
• Akveðið skal hámark skaðlegra efna í tóbaki
og tóbaksreyk.
• Sérstakt leyfi þarf til að selja tóbak í smásölu.
• Sveitarfélögum er heimilt að innheimta gjald
vegna Ieyfisveitinga og eftirlits.
• Heimildir til að leyfa reykingar á veitingastöð-
um eru þrengdar.
• Hótel og aðrir gististaðir skulu vera með reyk-
laus gistiherbergi.
• Skýrt er kveðið á um hann við reykingum f öll-
um húsakynnum sem almenningur hefur að-
gang að vegna þátttöku í menningar- og fé-
lagsstarfsemi.
• Reykingar eru bannaðar í sameignarhúsrými í
fjölbýlishúsum.
• Setja skal reglur um takmarkanir á reykingum
utan húss á íþróttasvæðum.
• Til viðbótar algeru reykingabanni er öll önnur
tóbaksneysla bönnuð í grunnskólum, leikskól-
um og í húsakynnum og á samkomum sem
einkum eru fý'rir ungmenni.
• Staðfest er skylda vinnuveitenda til að sjá til
þess að starfsfólk njóti réttar til að vinna í
reyklausu umhverfi.
• Fjárveitingar til tóbaksvarna eru auknar.
• Heimilt er að svipta leyfishafa leyfi gerist
hann brotlegur.
• Refsiviðurlög við brotum á ákvæðum laganna
eru samræmd og viðurlög þyngd.
8,5 km lðng hol-
ræsi boðin út
Á fundi borgarráðs í vikunni var
samþykkt að taka tilboði Istaks
hf. í lagningu aðalútræsis frá
hreinsi- og dælustöð fyrir skólp,
sem nú er í byggingu við Kletta-
garða, og Sundaræsi, sem flytja
mun frárennsli frá nýbygginga-
hverfum f austurhluta borgar-
innar að hreinsistöðinni. Fjögur
fyrirtæki sendu inn tilboð og var
boð Istaks hf. lægst þeirra sem
buðu samkvæmt útboðsgögnum
og nam það kr. 953.723.704
sem er 5,4% yfir kostnaðaráætl-
un verkkaupa.
Gert er ráð fyrir að undirbún-
ingur framkvæmda við útræsið
hefjist nú þegar og að lagningu
þess verði lokið nú í haust. Um
er að ræða um 5,5 km langa
1400 mm víða plastpípu sem
fergð verður með steinsökkum,
fleytt út og sökkt þannig að hún
hvílir á hafsbotni. Framkvæmd-
um við dælu- og hreinsistöðina
við Klettagarða miðar vel og
samkvæmt áætlun er að því
stefnt að hún ásamt útræsinu
verði tekin í notkun á fyrri hluta
næsta árs.
Samhliða er unnið að hönnun
dælustöðvar fýrir skólp í Gufu-
nesi og gert ráð fýrir að fvrsta út-
boð vegna byggingar hennar
verði í lok þessa mánaðar en
stöðin verði tilbúin lil notkunar
á fyrri hluta árs 2003. Hlutverk
dælustöðvarinnar er að flytja frá-
rennsli frá austuslu hverfiim
borgarinnar að hreinsistöðinni
og er lögnin frá stöðinni,
Sundaræsi, hluti þess tilboðs,
sem borgarráð nú hefur sam-
þykkt. Sundaræsi er um 3,0 km
á lengd og er heildarlengd ræsa,
sem leggja skal samkvæmt út-
boðinu því um 8,5 km.
1 ársbvrjun 2003 þegar dælu-
stöðin í Gutunesi hefur dælingu
verður í öllum meginatriðum
lokið þeirri uppbyggingu á aðal-
holræsakerfi borgarinnar, sem
kennd hefur verið við hreinsun
strandlengjunnar en alls mun
þessi uppbvgging kosta um 7,5 -
8,0 milljarða króna frá því hún
hófst, þar af er tæpur helmingur,
í lokaáfanganum 2000 til 2003.
hmanlandsflug-
ið til Keflavíkur
Kristján Pálsson al-
þingismaður segir að
utanbæjarmenn
staddir í Kringlunni
séu 15 minútum leng-
ur að aka til Keflavík-
ur en flugvallarins í
Vatnsmýrinni.
Suðurnesjamenn hafa lengi
haldið því fram að ef innan-
landsflugvöllurinn í Reykjavík
verður Iagður niður eigi að flvtja
innanlandsflugið til Keflavíkur.
Suðurnesjamenn halda þessu
mjög á lofti núna og þá ekki síst
þingmaður þeirra Kristján Páls-
son í öllum þeim deilum sem
standa á milli samgönguráð-
herra, l)orgar\firvalda og áhuga-
mannahópa með og á mi)ti flug-
velli í Vatnsmýrinni.
Hann sagði í samtali við Dag
að allar tímalengdir sem ntenn
hefðu verið með uppi á borðinu
þegar borið er saman innan-
landsflug til Reykjavíkur eða
Keflavíkur væru rangar.
Kristján Pálsson.
„Miðpunktur utanbæjar-
manna í Reykjavík er ekki lcngur
Laugavegur eða Austurstræti,
miðpunkturinn er Kringlan.
Menn eru 30 mínútur til Kefla-
víkur úr Kringlunni en um 15
mínútur út á Reykjavíkurflug-
völl. Munurinn er bara um 15
mínútur," segir Kristján Pálsson.
EkM fyrir venjulegt fólk
Hann bendir líka á að verð á inn-
anlandsflugi sé orðið svo hátt'að
það sé ekki lengur fyrir venjulegt
fólk að nota það. Hann bendir á
í' því sambandi að það kosti 60
þúsund krónur fyrir fjölskyldu af
Austurlandi að fljúga frarn og til
baka frá Egilsstöðum til Reykja-
víkur. Hann segir að það sé helst
fólk á vegum einhverra fý’rir-
tækja, sem greiða fargjaldið, aðr-
ir noti ekki orðið innanlands-
flugið nema þá í nevðartilvikum.
„Þess vegna á að leggja áherslu
á að hæta samgöngur á landi.
Það er bæði hægt að stvtta vega-
lengdir og auðvelda umferðina
með betri vegum og tvöföldum
brúa. Það er til að mynda auð-
veldlega hægt að stytta leiðina
frá ísafirði til Reykjavíkur um 70
til 80 km. með hættri vegagerð,"
segir Kristján Pálsson.
Hann bendir á að auðvitað
verði þetta ekki gert á fáeinum
árum frekar heldur en ef bvggja
á nýjan innanlandsflugvöll elleg-
ar að breyta flugvellinum í
Vatnsmýrinni með því að leggja
braulir á uppfyllingar út í sjó.
Allt tald þetta mörg ár og að
hans dómi þurfi þetta mál allt
mun betri og faglegri skoðun en
veriö hefur til þessa. — S.DÓR