Dagur - 08.02.2001, Síða 14
14- FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAK 2001
LANDiWM
Mávahlátur
á N orðurbakka
Heimili Öggu, aðalpersónu Mávahláturs, er óðum að taka á sig mynd i húsi
Norðurstjörnunnar. myndir: þök
í þessum sal var l eina tíð unnið við að sjóða loðnu, síld og sardínur niður í
dósir. Nú er þar kvikmyndaver, en bæjarstjórnin I Hafnarfirði vill gjarnan fá
Listaháskóla íslands i þetta húsnæði.
í húsi Norðurstjörn-
unnar á Norðurbakk-
anum í Hafnarfirði er
nú að rísa leikmynd
fyrir kvikmyndina
Mávahlátur, en tökur
eiga að hefjast nú í
febrúar. Myndin er
gerð eftirsögu Krist-
ínarMarju Baldurs-
dóttur, en leikstjóri er
Ágúst Guðmundsson.
„Við byrjuðum um áramótin
hérna og höfum verið að
smíða síðan,“ segir Kristín
Atladóttir framleiðandi mynd-
arinnar. „Þetta er allt á áætlun
og gott betur held ég. Aðstað-
an hérna gerir okkur kleift að
vera með inni- og útitökur
samhliða, sem er mjög gott á
þessum árstíma bæði vegna
birtuskilyrða og veðurs. Við
getum byrjað daginn í innitök-
um hérna, farið síðan út þegar
birtir og síðan haldið áfram
tökum inni síðdegis. Venjulega
er þetta ekki gert þannig,
heldur eru venjulega tvö töku-
tímabil, annað fyrir innitökur
og hitt fyrir útitökur."
- Hvað eiga tökurnar að
standa lengi?
„Þetta verður búið um
páska, en svo verða líka tveir
tökudagar í sumar. Þá þurfum
við að taka myndir á hátíða-
höldunum á sautjánda júní og
sjómannadaginn. Svo verða
kannski einhverja ástarsenur
úti í guðsgrænni náttúrunni,“
segir Kristín.
Evrópsk samframleiðsla
- Reiknið þið þá með frumsýn-
ingu í lok ársins?
„Já, myndin á að verða til
búin til sýninga í lok septem-
ber eða byrjun október," segir
hún, „en svo fer það eftir
hvernig stendur á í kvik-
myndahúsunum um það
hvenær best verður að frum-
sýna.“
- Er ekki töluverður hópur
útlendinga sem koma taka
þátt í gerð myndarinnar?
„Það má segja að það sé
ekkert meira en venjulega.
Þetta er bara þessi hefð-
bundna evrópska samfram-
leiðsla. Það eru fjögur lönd
sem standa að myndinni, Dan-
mörk, Þýskaland, Bretland og
Island. Síðan koma einhverjir
starfsmenn að utan líka, því
það stjórnast svolítið af því
hvaðan við erum að fá pen-
inga. Stundum eru þeir veittir
með skilyrðum um ráðningu
starfsfólks og fleira. Það verð-
ur einn þýskur leikari í stóru
hlutverki, og hugsanlega ann-
ar frá Skandinavíu. Tökumað-
urinn er þýskur líka og
ljósamaðurinn," segir Kristín
Atladóttir.
Kvikmyndaver
í niðursuðuverksmiðju
Kristín Marja Baldursdóttir
sendi frá sér skáldsöguna
Mávahlátur fyxúr um það bil
fimm árum, en fyrir tveimur
árum var leikgerð sögunnar
sýnd í Borgarleikhúsinu í
Reykjavík.
„Ég las bókina eftir að hún
kom út og þá hafði ég strax
samband við Kristínu Marju
Baldursdóttur og sýndi áhuga
á að kvikmynda hana,“ segir
Ágúst Guðmundsson leikstjóri.
„Svo fyrir rúmum tveimur
árum fengum við réttinn til að
gera handrit og vinna kvik-
mynd eftir sögunni og höfum
verið að vinna í því síðan. Við
verðum hér í Hafnarfirði með
svo að segja allt, enda gerist
sagan hér.“
- Þið fenguð hérna inni á
Norðurbakkanum.
„Já, þetta hús á félag sem
heitir Þyrping,“ segir Ágúst.
„En reyndar hefur bæjar-
stjórnin ýmsar góðar hug-
myndir um hvað eigi að gera
við húsin hérna á Norður-
bakkanum. IJérna vilja þeir
hafa Listaháskólann, og svo
vilja þeir væntanlega halda
leikhúsinu í hinum endanum.
En okkur þætti ekkert verra ef
hér yrði áfram kvikmyndaver.
Þetta var raunar upphaflega
verksmiðja sem framleiddi
niðursoðnar vörur, sardínu,
loðnu og síld. Mér skilst að
það hafi farið að harðna á
dalnum þegar Suðurlandssild-
in hvarf.“
Fjórtán ára stúlka í aðal-
hlutverki
- Er þetta mikil leikmynd, sem
þið eruð að smíða?
„Já, það er talsvert mikil
leikmynd sem við byggjum
hérna,“ segir hann. „Við höf-
um nú talsvert pláss. Það eru
eiginlega tveir salir sem við
höfum hér til umráða og þar
erum við núna búnir að reisa
þrjár hæðir í timburhúsi, sem
er aðalhús myndarinnar, húsið
þar sem Agga á heima, og líka
leikmynd af lögreglustöðinni.
Við verðum líka úti í bæ með
tökur, þannig að við smíðum
nú ekki allt. Innitökurnar eru
hér í stúdíói, en svo verðum
við líka inni í húsum annars
staðar. Og svo reyndar á
nokkrum göturn hérna í bæn-
um þar sem við verðum með
útitökur."
- Er búið að ákveða með
alla leikara?
„Það er nú megnið komið,
það er einmitt verið að ganga
frá ráðningu þeirra þessa dag-
ana. Það er nú fjórtán ára
stúlka í einu aðalhlutverkinu.
Hún heitir Ugla Egilsdóttir.
Hún hefur aldrei leikið áður.
Það kom ekki til greina að
hafa í kvikmyndinni útskiúfaða
leikkonu sem ætti að þykjast
vera þrettán ára. Nú svo er
Margrét Vilhjálmsdóttir í öðru
stærsta hlutverkinu, þessu
stórbrotna hlutverki Freyju,
sem er mjög litrík og skemmti-
leg persónulýsing af hálfu
Kristínar Marju,“ segir Ágúst.
-GB
Innitökur eiga flestar að fara fram i þessu stúdíói, en tökur verða líka víðar í
Hafnarfirði.