Dagur - 10.02.2001, Qupperneq 1
Framsdknarkonur
eru að safna liði
Formadur Landssam-
bands framsóknar-
kvenna segir nauösyn-
legt fyrir flokkinn að
fá konu af höfuðborg-
arsvæðinu sem vara-
formann flokksins.
Konur í Framsóknarflokknum
telja mikilvægt að kona af höfuð-
borgarsvæðinu verði kjörin vara-
formaður Framsóknarflokksins á
flokksþinginu í mars og hefur
formaður Landssambands fram-
sóknarkvenna, Jóhanna Engil-
bertsdóttir, rætt við þær báðar,
Jónínu Bjartmarz og Siv Frið-
leifsdóttur um þetta mál. Hún
sagði í samtali við Dag að hún
hefði raunar talað við fleiri kon-
ur sem kæmu til greina í þetta
starf en hún teldi þær Jónínu og
Sif líklegastar.
Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra.
ráðherra hefur sagt aðspurð um
hvort hún gefi kost á sér til vara-
formennsku að það sé ekki tíma-
hært að greina frá því hvað hún
ætli að gera. Jónína Bjartmarz
sagði í samtali við Dag í gær að
hún væri að hugsa málið en
myndi ekki taka ákvörðun allra
næstu daga. Hún tók það skýrt
fram að hún byði sig ekki fram
Jónína Bjartmarz atþingismaður.
bara sem kona heldur sem ein-
staklingur í flokknum.
Kona af höfuðborgarsvæðinu
Jóhanna Engilbertsdóttir sagði í
gær að hún teldi það skipta mjög
mildu máli að öflug kona af höf-
uðborgarsvæðinu yrði kjörin
varaformaður flokksins. Hún
sagðist telja mestar líkur á að
þær Jónína og Siv, önnur hvor
eða báðar gæfu kost á sér til
varaformennskunnar.
„Nú eru komnir fram tveir
karlmenn sem gefa kost á sér,
þeir Guðni Agústsson landbún-
aðarráðherra og Olafur Orn Har-
aldsson alþingismaður. Enda
þótt þeir séu afbragðsmenn báð-
ir tveir, þá tel ég sterkara fyrir
flokkinn að það verði kona kjör-
in varaformaður og að hún komi
af höfuðborgarsvæðinu enda tel
ég nauðsynlegt að efla Ilokkinn
þar sem fjölmennið er,“ sagði Jó-
hanna.
Hún var spurð hvort menn
vissu hvert hlutfall kvenna verð-
ur á flokksþinginu. Hún sagðist
ekki hafa þá tölu enn þá en taldi
víst að konur næðu því ekki að
vera helmingur þingfulltrúa.
Hún benti á að það skipti ekki
öllu máli því karlar geta kosið
konur og konur karla þegar til
þings kemur. Fólk horfi ef til vill
fyrst og fremst til öflugra ein-
staklinga. — S.DÓR
Þjdðin
velji öll
Islendingar
telja að það
sé ekki
hara mál
höfuðborg-
arbúa hvað
verður um Reykjavíkurflugvöll. I
skoðanakönnun Dags á visir.is
kemur í ljós að drjúgur meiri-
hluti svarenda telur að þjóðin
hafi öll eitthvað um málið að
segja. Þannig spurði Dagur:
„Eiga allir landsmenn að fá að
greiða atkvæði um Reykjavíkur-
flugvöll? og svöruðu um 3.600
manns. Já sögðu 1990 en nei
sögðu 1611. Þetta þýðir að 55%
íslendinga vilja að landsbyggðin
ráði einhverju um málið líka en
45% eru því andvíg.
Nú gefst landsmönnum færi á
nýrri spurningu sem er. Er lík-
legt að háralitur og hæð hafi
áhrif á launakjör landsmanna?
Slóðin er sem fyrr: visir.is. — lil>
í gær veittu stúdentar við Háskóla íslands einum kennara skólans verðlaun, svokölluð netverðlaun kennara, fyrir
framúrskarandi áherslu á notkun Netsins í kennslu. Verðlaunin fékk Ágúst Kvaran prófessor en fjölmargar ábend-
ingar bárust frá stúdentum um gagnlega netnotkun hans. Ágúst tekur hér við verðlaununum sem voru
IBM Thinkpad fartölva.
Halldór Blöndal.
Sjókvíaeldi
í Hrísey?
Þingmaður Samfylkingarinnar,
Svanfríður Jónasdóttir, segir
stjórnarþingmenn á Norðurlandi
eystra hafa verið lítt undirbúna á
borgarafundi í
Hrísey um at-
vinnumál eyja-
skeggja. Hall-
dór Blöndal,
þingmaður
Sjálfstæðis-
floldcs og forseti
Alþingis, segir
þetta alrangt og
hann hafi t.d.
átt mörg samtöl við sveitarstjór-
ann og reynt að vinna að málefn-
um Hríseyinga cftir bestu getu.
„Það er rétt að við Iofuðum
ekki Hríseyingum að færa þeim
t.d. 500 tonna þorskígildiskvóta
til þess að setja á fót myndarlega
saltfiskverkun og taka kvótann af
öðrum byggðarlögum. Byggða-
kvóti til fimm ára er ekki rétt
ákvörðun og við Tómas Ingi Ol-
rich höfum sagt að ekki hafi ver-
ið til þess ætlast að binda kvót-
ann svo lengi þannig að Byggða-
stofnun gæti gripið inn í ef ein-
hvers staðar skapaðist ástand
eins og í Hrísey nú. Ef bvggða-
kvótinn á að vera varanlegur
kvóti eru það gjáfir sem eru
færðar ákveðnum aðilum, ein-
staklingum eða héruðum, og
teknar frá öðrum. Einn þing-
manna sagði að Grímseyingar
ættu að láta af hendi kvóta til
Hríseyinga, en auðvitað gengur
svoleiðis umræða ekki.
Við eigum að vinna að því að
skapa skilyrði fyrir heilbrigðum
atvinnurekstri í Hrísey Hrísey og
ég vil benda á að fiskeldi eins og
Samherji hyggst koma á í Eyja-
firði skapar mögideika á að vinna
úr þeim afla í Hrísey, sem liggur
beint við. Sumir segja reyndar að
laxeldi í sjó geti verið hættulegt
villta laxinum og vilja ekki taka
þá áhættu. En ég spyr þá hvort
ekki sé vilji til þess að halda
Hrísey í byggð," segir Halldór
Blöndal. — GG
Svanfríður
Jónasdóttir.
Útlitið og
áhrifm á
laimin
bls. 32 33
Meimingar-
stefna á skjön
við veruleik-
ann
bls. 34
Veiðiskýrslu-
skilað á
tölvutæku
formi
bls. 28