Dagur - 10.02.2001, Síða 7
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 - 31
Thgur.
RITS TJÓRNARSPJALL
„Survivor“
Þjóðfélagssáttmálaheimspeking-
ar upplýsingatímabilsins böfðu
hver sína mynd af mannlegu eðli
og því samfélagi, sem yrði til ef
líf manna stjórnaðist af óbeisluð-
um bvötum þeirra og náttúru.
Þetta ástand kölluðu þeir yfirleitt
„ríki náttúrunnar". í slíku
(ímynduðu) ástandi rar líf ein-
staklingsins hvorki eftirsóknar-
vert né öruggt, þannig að þjóðfé-
lagssáttmáli þurfti að koma til
svo lífsskilyrði vrðu bærileg og
samfélagið siðað. I ríki náttúr-
unnar, eins og t.d. Bretinn
Thomas Hobbes sá það fyrir sér,
eru menn sjálfselskir, eiginhags-
munaseggir, sem reyna hvað þeir
geta til að fullnægja sínum eigin
þörfum og löngunum. En þessi
sókn í sjálfsfullnægju er alls ekki
auðveld, því mannskepnan - með
öllum sínum fjölbreyttu einstak-
lingum - er sköpuð svo jöfn að
enginn einn getur verið viss um
að hafa þann styrk til að bera að
geta fullnægt þörfum sínum þeg-
ar þær rekast á þarfir annarra.
Þess vegna verður ástandið í ríki
náttúrunnar óþolandi þegar á
heildina er litið, og eitt af því
sem blundar í eðlinu líka er þrá-
in eftir rcglu og öryggi, sem lítið
er af í þessari stöðu. Hobbes á
einmitt einhverja frægustu lýs-
inguna á ríki náttúrunnar þegar
hann lýsir tilvcrunni þar sem
snautlegri, illgjarnri, ruddalegri
og stuttri. Og til að komast út úr
þessari stöðu gera menn þjóðfé-
lagssáttmálann. I tilfelli Hobbes
framselja þeir ýmis af sínum
náttúrulegu réttindum lil yfir-
valds, konungs eða Leviatan eins
og Hobbes nefndi hann, sem á
móti þarf að tryggja þcgnunum
öryggi.
Lykill að samfélaginu
Ríki náttúrunnar birtist auðvitað
í dáb'tið öðrum myndum hjá öðr-
um höfundum Upplýsingarinnar
síðar, en grunnhugmyndin er
alltaf sú sama: menn styðjast við
ríki náttúrunnar til að finna út
hvert er eðli þjóðfélagssáttmál-
ans og valdsins í samfélaginu
sem menn búa í á hverjun tíma.
Kénningarnar gátu orðið afskap-
lega flóknar og viðamiklar enda
miklir andans menn á ferð, þótt
Hobbes sé nú sá þeirra sem
sendur hjarta þess sem þetta rit-
ar alltaf næst. Kannsld starfar
það dálæti af samkennd með
íþróttamanninum Hobbes, sem
mun hafa haft það fyrir reglu að
leika garð-tennis tvisvar á ári og
syngja annað slagðið skoskar
smalavísur til að halda líkaman-
um og lungunum í sem bestu
formi!
Mauneðlið
En því eru hér rifjaðar upp kenn-
ingar um náttúruríki, að svo virð-
ist sem nútímamaðurinn sé enn
á ný farinn að leita að grunnþátt-
um í mannlegu eðli með því að
kanna hvernig hann bregst við
þegar hann er kominn í einhvers
konar ríld náttúrunnar. Nú eru
það að vísu ekki séntilmenn upp-
lýsingatímabilins, sem hugsa
þessa náttúruríkiskenningar upp,
heldur er farið með hópa fólks út
í óbyggðir og þeir látinir takast á
ög upplifa bvernig það er að vera
í samfélagi, þar sem lífið er allt í
senn snautlegt, illgjarnt, rudda-
lcgt og stutt. Síðan eru herleg-
heitin kvikmynduð og afrakstur-
inn sýndur í sjónvarpinu okkur
hinum, sem ekki komust með í
þessa fyrirheitnu ferð í ríki nátt-
úrunnar. Og sjónvarpsþættirnir
sem fengið hafa nafnið „Survi-
vor“ slá í gegn vegna þess að þeir
snerta með einhverjum dularfull-
um hætti við frummanninum í
svo mörgum. (Fyrir þá sem ekki
hafa séð þessa þætti er rétt að
upplýsa að þeir ganga út á að far-
ið er með hóp fólks á afvikinn
stað þar sem það Ieysir ýmis
verkefni og greiðir síðan atkvæði
um að einhver(jir) úr hópnurn
verði að hverfa af vettvangi og úr
leik. Sá vinnur sem síðastur
stendur uppi og hreppir hann
milljón dollara og sportbíl, eftir
því sem ég best veit. Nema hvað
að við svona aðstæður revnir á
manneðlið og snilli manna í að
mynda bandalög gegn þeim sig-
urstranglega og svíkja síðan hina
sem síst áttu von á slíku. Allt til
þess að ná sínu fram.)
Það er sagt mikilvægt varðandi
vinsældir þessara sjónvarpsþátta,
sem nú eru sýndir á Skjá Einum,
að þeir scm taki þátt í þeim séu
„venjulegt fólk", rétt eins og við
hin sem erum að horfa á.
íslenskt survlvor
Nú virðumst við Islendingar vera
að eignast okkar eigin „Sur\ ivor“,
að fylgjst með. Varaformannskjör
Framsóknarflokksins er að taka á
sig þá óvanalegu mvnd, að svo
virðist sem meirihluti þingflokks-
ins sé kominn í framboð. Þar er
að vísu hvorki f boði milljón né
sportbíll, en varaformennskan
ein og hefur greinilega sömu
áhrif. Þegar hafa tveir lýst yfir
formlegu framboði til embættis-
ins, en miklu fleiri eru heitir og
geia framboði undir fótinn. Auk
þcirra Guðna Agústssonar og
Ólafs Arnar Haraldssonar sem
þegar hafa gefið út sínar yfirlýs-
ingar, er Ijóst að Siv Friðleifs-
dóttir blýtur að hafa hug á emb-
ættinu. Hún hefur þegar boðið
sig fram einu sinni, gegn þáver-
andi krónprinsi flokksins, Finni
Ingólfssyni og gekk ótrúlega vel,
þótt ekki hefði hún sigur. Þá ber-
ast fréttir af því að Hjálmar
Árnason og Kristinn Fl. Gunn-
arsson séu að hugsa sig um. Jón-
ína Bjartmarz hefur ekki útilokað
neitt, nema síður sé og enn hafa
menn ekki gcfið Ingibjörgu
Pálmadóttur upp á bátinn þrátt
fyrir að líkur á framboði hennar
hafi minnkað vegna óvænts, og
vonandi tímabundins heilsu-
brests. Einnig virðast menn ckki
tilbúnir til að afskrifa aðra þing-
menn sem nefndir hafa verið til
sögunnar í umræðunni, þó þeir
hafi sjálfir ekki gefið hugmynd-
inni mikið undir fótinn. Þetla er
fólk eins og Valgerður Sverris-
dóttir og Jón Kristjánsson.
Hver hugsar um sinn rass
En jafnvel þótt menn einskorði
sig bara við þá sem tclja verður
nokkuð heita, þá cr Ijóst að í það
minnsta hálfur þingflokkurinn er
að íhuga varaformennsku í al-
vöru. Slík íhugun svo margra
manna í ekki stærri flokki þýðir
aúðvitað að miklir útreikningar
eru í gangi og möguleikar á
bandalögum og óvæntum Ieikj-
um eru kannaðir í þaula. Og þó
þessi mynd sé að koma upp á yf-
irboröið núna væri barnaskapur
að ætla að þetta ástand hafi ekki
grasserað undir yfirborðinu um
talsvert skeið. 1 slfkri stöðu cru
samflokksmenn ekki eingöngu
samflokksmenn heldur líka
hugsanlegir andstæðingar. Ríki
náttúrunnar bankar upp á í þing-
flokknum. I slíku ástandi er auð-
vitað að mörgu að hyggja, því
„hver hugsar um sinn rass“ eins
og glöggur framsóknarmaður,
sem fannst nóg um metnað þing-
manna sinna, sagði við mig í vik-
unni. Þeir sem sjá frarn á að
hreppa ekki aðalvinninginn vita
að hugsanlega gætu verið auka-
vinningar í stöðunni, t.d. ráð-
herrasæti í ríkisstjórn við næstu
hrókeringar eða þá jafnvel síðar.
Hér erum við að tala um ástand
þar sem einstaklingsframtakið
blómstrar, en varasamara gæti
verið að reikna með kraftmikilli
liðsheild. Kórsöngurinn líður fyr-
ir einsöngvaradrauma meðlim-
anna.
Að losna úr náttúrurikinu
Samkvæmt þjóðfélagssáttmálan-
um í Framsóknarflokknum \erö-
ur það þó einungis einn sem
hreppir hnossið og verður vara-
formaður. En rétt eins og hjá
Hobhes og öðrurn þjóðfélagssátt-
málaspekingum þá munu völd
varaformannsins og staða, þó
ráðast af því hvernig náttúrurík-
isástandið í flokknum er og verð-
ur. Dæmið af Ingu Jónu Þórðar-
dóttur og Sjálfstæðisflokknum í
Reykjavík er til að mynda lýsandi
fy'rir það sem gerist þegar sigur-
vegarinn í Survivorleiknum þarf
eftir sem áður að búa við að aðr-
ir keppendur sætta sig ekki við
sigur hans. I raun losnar hann
ekki nema að hluta út úr hinu
pólitíska náttúruríki. Enn á eftir
að koma í ljós hvernig útkoman
verður hjá framsókn og hvort
næsti varaformaður nær að Iosna
út úr ríki náttúrunnar. Hitt er þó
Ijóst, að framvindan til þessa gef-
ur ekki tilefni til að ætla að Sur-
vivorleikur framsóknarmanna
muni gefa sjónvarpsþáttunum
neitt eftir.