Dagur - 22.02.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 22.02.2001, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2001 FRÉTTIR Viðbygging Amtsbóka- safns á ís eftir bæjar- stjómarfund. Framsókn- armenn vilja fara rólega í málinu. Bæjarstjórn Akurcyrar frestaði á fundi sínum í vikunni afgreiðslu á málefnum Amtsbókasafnsins og vísaði því aftur til bæjarráðs. Aður hafði bæjarráð sam- þykkt að bjóða út í einu lagi fram- kvæmdir við viðbyggingu safnsins sem vinna á í áföngum næstu 4 árin. Heild- arkostnaður vegna þessara fram- kvæmda var áætlaður 408 milljónir króna. A bæjarstjórnarfundinum lagði As- geir Magnússon formaður fram- kvæmdaráðs bæjarins fram tillogu um að bæjarstjórn samþykkti að útboðið skyldi fara fram í einu lagi en að frcstað yrði ákvörðunum um áfanga- skiptinguna, þar til endurskoðun á þriggja ára áætlun bæjarins lægi fyrir. Benti Asgeir á að sá kostnaður sem félli til vegna þessara framkvæmda rúmaðist ekki innan þriggja ára áætl- unar eins og hún væri í dag og því væri eðlilegt að bíða endurskoðunarinnar. Slök fjármálastjómun Framsóknarmen létu að sér kveða í þessum umræðum og Guðmundur Omar Guðmundsson bæjarfulltrúi taldi það til marks um slaka fjármála- stjórnun, hvað þetta varðaði í það minnsta, að stórframkvæmd eins og Amtsbókasafnið væri ekki inni á áætl- un. Hann benti líka á, að til viðbótar þeirri framkvæmd væri verið að tala um 413 milljón króna framkvæmd við Giljaskóla og auk þess ætti eftir að koma fram kostnaðaráætlun vegna fjölnota íþróttahúss. Guðmundur sagði vanda Amtsbókasafnsins mikinn, en vildi að kannað yrði hvort ekki væri hægt að leysa hann eftir öðrum leið- um, m.a. að skoðað yrði bréf frá versl- unareigendum í Verslunarmiðstöðinni í Sunnuhlíð þar sem húsnæðið er boð- ið til kaups. Guðmundur lagði því til að málinu yrði frestað og vísað til bæj- arráðs. Jakob Björnsson tók undir með Guð- mundi flokksbróður sínum og taldi Á Amtsbókasafninu á Akureyri í gær. - mynd: brink brýnt að allar stórframkvæmdir bæjar- ins væru uppi á borðinu þegar menn væru að taka afstöðu til mála af þessu tagi. Vildi Jakob því bíða með ákvarð- anatöku þar til yfirsýn yfir þessa hluti hefði fengist, þ.e. Giljaskóla, Amts- bókasafn og fjölnota íþróttahús í þriggja ára áætlun. Hann taldi ekki mikinn skaða skeðan með slíkri bið þar sem bókasafnið væri hvort eð er ekki tilbúið til útboðs. Bæjarstjóri samþykkur Kristján Þór Júlíusson tók undir það sjónarmið að eðlilegt væri að fá þá heildarsýn sem framsóknarmenn töl- uðu um enda um stórmál að ræða og var hann samþykkur því að fresta mál- inu í heild sinni samkvæmt tillögu Guðmundar Ómars. Talsverðar umræður spunnust um þessi mál á bæjarstjórnarfundinum, og fjármálastjórnun bæjarins. Fram kom bæði hjá Asgeiri Magnússyni og Krist- jáni Þór Júlíussyni að hugmynd versl- unareigenda í Sunnuhlið væri seint fram komin og í erindi þeirra væru ýmis atriði sem gerðu þennan kost flókinn og torleysanlegan. Asgeir benti ennfremur á að ekkert lægi einu sinni fyrir unr hvort þetta húsnæði hentaði til safnastarfsemi. Viðbyggingu Amts- bókasafns frestað í heita pottinuin liafa menn nokkuð rætt boxinálið og þær nokkuð þverpólitísku íylkinýar sem myndast hafa í því ináli. Þetta mál var ásamt öðru til um- ræðu í síðasta þætti Egils Helga- sonar, Silfri Egils, á Skjá Einum og fékk Egill þar Ástu R. Jóhann- esdóttur og Ástu Möller til að tala um málið. Þær stöllur og nöfnur voru nokkuö lieitar og umræöan var fjörug. Það trufl- aði þó pottverja nokkuð að Ásta Miiller var með mikið sjal eöa einhvers konar herðaslá yfir aðra öxlina og var slá þessi fagurlega appelsínugul. Ekki bar öllum saman um livað þetta hafi verið - trefill, slá, eða sjal? Nú liefur komið fram í pottinum trúverðug skýring á þessu appelsínugula klæði - þetta hafi veriö fáni Samfylkingarimiar!... Ásta Ragn- heiður Jó- hannesdóttir Ásta Möller í heita pottinum heyrist að það hafi verið fleiri en Mörður Áma- son sem hrukku við þegar Bogi Ágústsson benti á einstaka starfsmemi fréttastofu Sjónvarps til sannindamerkis uin að ekki væru allir þar á bæ bláir sjálf- stæðismenn. Mörður bókaði sem kunnugt er í útvarpsráði vegna þessara ununæla Boga í þættimim Silfur Egils á dögunum. í pott- inum er fullyrt að þeir sem nefndir voru til sög- unnar séu ekki mjög hressir, „menn sem unnu á Þjóðviljanum" sem Bogi nefndi svo, en það eru G. Pétur Matthíasson og Logi Bergmann Eiðsson; og „formaður stúdentaráðs" sem er Finnur Beck; og síðast en ekki síst Helgi H. Jónsson „sem er þekktur fyrir annað en að vera hallur undir Sjálf- stæðisflokkinn“. Fullyrt að þessum mönnum hafi ekki verið skemmt yfir þvl að vera flæktir inn í umræðuna með þessum hætti og þeir því brennimerktir tiltekmim stjómmálaöflum... Brýnt að hafa kúíiskssMp FRÉTTAVIÐTALIÐ Jóhann A. Jónsson framkvæindastjóriHraðfrystistöðvar Þórshafnar og íslensks kúfisks. Nýttkúfisksveiðiskip, Fossá, kom til Þórsluifnar í vikunni, það fyrsta sem srníðað er sér- staklega fyrir íslendinga til þessara nota. - Þetta skip var smtðað í Ktnafyrir Islensk- an kúfisk sem er i eigu Hraðfr)stistöðvar Þórshafnar, en þaðan hom hagstæðasta til- boðið. En hmð kostaði skipið hingað komið? „Það kostaði tvær milljónir dollara í Kína, eða um 170 milljónir íslenskra króna.“ - Gekk smíðin samkvæmt dætlun? „Afhendingu seinkaði um átta mánuði frá upphaflegri áætlun en smíðasamningurinn hélt eins og hann hafði verið gerður. Skipið fer á veiðar um mánaðamótin þegar áhöfn- in hefur hvílt sig eftir heímsiglinguna, og auk þess þarf alltaf að gera eitthvað um borð áður cn kúfisksveiðarnar hefjast. Sam- hliða því hefst vinnsla á kúfiski í landi scm Iegið hefur niðri um bríð.“ - Er rekstrargrundvölltir góður fyrir veiðar og vinnslu kúfisks? „Það hefur ekki verið á Islandi fram að þessu. Það er mikilvægt að nú erum við með nothæft skip til kúfisksveiða, en það sem hefur háð þessum hlutum til þessa er að við höfum ekki verið mcð skip sem liafa gengið til þessara hluta, bæði hafa þau sokkið og verið af öðrum gæðum en nauðsynlegt er að hafa hér við land. Það er bins vegar nóg af kúfiski í hafinu til að veiða.“ Hvernig er markaðurinn fyrir kúfiskafurðinwr? „Aðalmarkaðurinn er í Ameríku sem hef- ur verið nokkuð stöðugur og vaxandi síðan við byrjuðum í þessu með okkar sambönd- um, en hann var oft vandamál áður. Okkur hefur því gengið vel að koma okkar afurðum á markaðinn. Kúfiskurinn er mest notaður til súpugerðar í Ameríku, og fyrir hann er nægur markaður. Verðið fyrir þessar afurðir mætti vera betra, en þetta fíokkast undir lágverðsframleiðslu. Það eru aðrir markaðir fyrir kúfisk í heiminum og verði það hag- stæðara gæti komið að því að við snérum okkur þangað. Þetta er nokkuð atvinnu- skapandi hér á Þórshöfn, en á skipinu verða að jafnaði l’imm menn og 15 manns við vinnsluna í landi á einni vakt. Það verður sami mannskapur við kúfisksvinnsluna og er t.d. að frysta loðnu, síld, hrogn og fleira, enda sami vinnuaflskjarninn. Þannig verða ekki alltaf sömu 15 andlitin við kúfisk- vinnsluna en kúfisksvinnslan verður allt árið um kring." - Á stnum tíma kom upp próteinofnæmi í kúfisksvinnslunni sem varð til þess að vinnslu varð að hætta tímabundið. Óttist þið ekki að próteinofnæmi skjóti aftur upp kollinum þegar vinnsla hefst að nýju? „Við höfum gert nokkrar endurbætur á loftræstingu verksmiðjunnar eftir að saman- burður hafði verið gerður á verksmiðjum í Bandaríkjunum og hérlendis. Þessar endur- bætur eru gerðar í samráði við Vinnueftirlit- ið og við vonum að loftræstingin í verk- smiðjunni verði skilvirkari cftir það svo ekki þurfi aftur að glíma við próteinofnæmi," segir Jóhann A. Jónsson. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.