Dagur - 22.02.2001, Qupperneq 2
2 - FIMMTUDAGUR 22 . FEBRTÚAR 2 00 1
Dagur
FRÉTTIR
Bara 11% settu
ódýrt efst á lista
Hær helmingiir þjóðar-
iirnar heldur að garð-
yrkjuhændur njóti
framleiðslustyrkja
sem er alls ekki. Hlut-
ur þeirra í smásölu-
verðiuu fer lækkaudi.
Hlutur grænmetisframleiðenda í
smásöluverðinu sem neytendur
sjá úti í búð hefur lækkað úr 50%
áður niður í 40% um þessar
mundir, þannig að álagning er
komin í 110-120%, auk síðan
14% vsk. Algengt er að blóma-
kaupandi þurfi að borga 100-
150% hærra verð en blómabónd-
in fær í sinn hlut, þrátt fyrir að af-
föllin lendi að mestu á honum,
samkvæmt upplýsingum forsvars-
manna Sambands garðyrkju-
bænda.
„ódýrt“ neðarlega á listanimi
Að neytendur setja ferskleika og
bragðgæði miklu ofar á lista en
verðið við kaup á grænmeti var
eitt af því sem garðyrkjubændum
kom á óvart af niðurstöðum
könnunar sem Gallup gerði íyrir
þá. Spurðir um það mikilvægasta
og næst mikilvægasta merktu
50% við „nýtt og ferskt", 23% við
Formaður og framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda Kjartan Ólafsson
kynnir niðurstöðurnar á fréttamannafundi i gær.
„bragðgott", 16% við „íslenskt" en
aðeins 11% við „ódýrt“. Um 85%.
töldu íslenskt grænmeti hafa ein-
hverja kosti fram yfir innflutt (oft-
ast ferskleika, bragðgæði og án
varnarefna) en 32% töldu innflutt
hafa kosti fram yfir íslenskt (flest-
ir þá að það væri ódýrara og fjöl-
hreyttara).
Um 55% svarenda sögðust
borða grænmeti daglega eða oftar
og innan við þriðjungur sjaldnar
en ljórum sinnum í viku. Svo
dæmi sé nefnt hefur sala á ís-
lenskum agúrkum nær tvöfaldast
frá 1995.
Borga hátt orkuverð og fá
enga styrM
Og að 44% Iandsmanna skuli
halda að garðyrkjubændur njóti
ríkisstyrkja var annað sem þeim
kom illilega á óvart, þar sem þeir
fái enga ríkisstyrki. Þeir fá held-
ur ekki raforkuna á lágu verði,
eins og fjórðungur svarenda hélt.
Hátt orkuverð (3,60 kr. á
kílóvattsstund sem er 2-3 fait
hærra en í Noregi og Kanada) sé
þvert á móti það sem veldur þeim
hvað mestum erfiðleikum. Garð-
yrkjubændur segja orkukostnað
um 30% af framleiðslukostnaði
þeirra agúrkna og rósa sem séu að
koma á markaðinn þessa dagana,
en um 20-25% af rekstrarkostn-
aði á ársgrundvelli, eða hærri en
launakostnaðinn. En tollvernd-
in? Jú lagður sé tollur á grænmeti
sem flutt er inn á tímabilinu frá
15. mars til 1. nóvember, til
verndar íslenskri framleiðslu. En
tolltekjurnar, um 160 milljónir á
ári, renna hins vegar allar í ríkis-
sjóð. Framleiðsluverðmæti garð-
yrkjubænda er um 1,5 milljarðar
á ári og störf í greihinni um 1.500
talsins.
Um 3/4 kaupa bara blóm til
gjafa
Við kaup á afskornum blómum
finnst fólki líka mikilvægast að
þau séu ný og fersk og standi
lengi, en aðeins 11% töldu lágt
verð mikilvægast. Enda kom í
ljós að 75% sögðust bara kaupa
blóm til að gefa öðrum, um 22%
keyptu bæði fyrir sjálfa sig og aðra
og 4% bara handa sér sjálfum.
Um 3/4 kaupa blómin oftast í
blómabúðum og karlar kaupa oft-
ar blóm til gjafa en konur.
Við garðplöntukaupin fannst
fólki mikilvægast að þær séu
harðgerðar og fallegar en bara 8%
nefndu „ódýrar" sem höfuðkost-
inn.
-HEI
Fiskafli í janúar var mun minni en í
janúar í fyrra
Samdráttur
í flskafla
Fiskaflinn í janúarmánuði sl. var
160.465 tonn. Fiskaflinn f janúar-
mánuði árið 2000 var lil saman-
burðar 206.688 tonn. Munar þar
nrestu um samdrátt í loðnuafla, en
hann fór úr 153.003 tonnum íjan-
úarmánuði árið 2000 í 115.552
tonn síðastliðinn janúarmánuð.
Botnfisksaflinn síðastliðinn jan-
úarmánuð var 27.376 tonn og
dregst saman um 4.935 tonn mið-
að við janúarmánuð 2000, er hann
var 34.190 tonn. Mestur er sam-
drátturinn í veiðum á þorski, 4.934
tonn, fer úr 22.079 tonnum 2000
í 17.145 tonn 2001, eða 22%.
Skel- og krabbadýraaflinn síðastlið-
inn janúarmánuð nam 2.426 tonn-
um sem er nokkru minni afli en í
janúarmánuði árið 2000. Síldarafl-
inn nam 15.080 tonnum sem er
heldur minni afli en í janúarmán-
uði árið 2000. Meira en helmingi
fiskaflans í janúar var landað í
höfnum á Austljörðum. Alls var
landað 89.345 tonnum af fiski á
Austurlandi. Þar vegur loðnuaflinn
þyngst en alls var landað rúmlega
80.500 tonnum af loðnu í höfnum
á Austfjörðum í janúarmánuði, eða
um 70% heildaraflans. -GG
Okurláiiiim otað
að íslendingum?
Flestir geta með einu
símtali fengið yfir-
dráttarheimHdir á
ávísaiiareikiiingiim.
Þessa okurlánastefnu
gagnvart einstakling-
nm verður að stöðva,
að mati þingmanns
Samfylkingar.
1 svari viðskiptaráðherra við lyrir-
spurn á Alþingi í gær kom fram
að yfirdráttarlán einstaklinga
hafa vaxið á einu ári úr 38 millj-
örðum í 60 milljarða króna eða
um 58% frá desember 1999 til
descmber 2000. Þessi yfirdrátt-
arlán bera 22-23% vexti og hafa
vaxið miklu hraðar en verðtryggð
skuldabréfalán einstaklinga sem
bera rúmlega 14% vexti en þau
hafa á sama tímabili vaxið um
1 7%. Gengisbundin skuldabréfa-
lán fyrirtækja hafa tvöfaldast á
Jóhanna Sigurðardóttir.
einu ári og þrefaldast til einstak-
linga. Þetta kemur fram í svari
viðskiptaráðherra á Alþingi í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir alþing-
ismaður segir mjög alvarlegt hve
yfirdráttarlán einstaklinga hafa
vaxið ört. „Af 60 milljarða yfir-
dráttarlánum einstaklinga eru
vextir á einu ári um 13.2 millj-
arðar króna meðan vextir á einu
ári af 60 milljarða verðtryggðu
skuldabréfaláni eru 8.6 milljarð-
ar króna. Þessum okurlánum er
greinilega otað ótæpilega að ein-
staklingum og virðast flestir geta
bara með einu símtali fengið yf-
irdráttarheimildir á ávísanareikn-
ing sinn. Þessa okurlánastefnu
gagnvart einstaklingum verður
að stöðva," segir Jóhanna.
Þingmaðurinn segist sjálfur
hafa kannað að á árinu 1995 hafi
yfirdráttarlán einstaklinga ver-
iðll.5 milljarðar króná eða 13.7
milljarðar á núgildandi verðlagi á
móti liðlega 60 milljörðum í des.
s.l. „Þannig hafa okurlánin til
einstaklinga gert gott betur en að
fjórfaldast á fimm ára tímabili.
Þessi okurlán er nú um 10% af
heildarskuldum heimilanna sem
voru um 600 milljarðar í desem-
ber s.l. Skuldir heimilanna höfðu
þá á einu ári frá desember 1999
til desember 2000 vaxið um 100
milljarða króna," segir Jóhanna.
-BÞ
Vg fordæmir loftárásir
Þingflokkur Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs hefur
samþykkt ályktun þar sem loft-
árásir Breta og Bandaríkja-
manna á Irak 1 6. febrúar sl. eru
fordæmdar. „Með árásunum á
Baghdad hafa þessi tvö ríki tek-
ið sér vald sem engin stoð er fyr-
ir í alþjóðalögum því aðeins
Sameinuðu þjóðirnar geta
ákveðið hvernig vopnahlésskil-
málunum frá 1991 verði fylgt
eftir," segir í ályktuninni. Þing-
flokkurinn vekur líka á því at-
hygli að fjöldi rfkja, þar á meðal
Frakkland, hafi fordæmt þcssar
loftárásir og skorar á íslensk
stjórnvöld að gera slíkt hið
sama. Jafnframt ítrekar þinjg-
flokkurinn þá afstöðu sfna að Is-
lendingum beri að beita sér fyr-
ir þvf að framkvæmd viðskipta-
bannsins á Irak verði endur-
skoðuð nú þegar.
Einstrengingslegt útvarpsrád
Framkvæmdastjórn Sambands ungra framsóknarmanna (SUF)
harmar þá“einstrengingslegu ákvörðun útvarpsráðs að skylda þátt-
takendur Islands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að
syngja á íslensku og hefta með því frelsi listamannanna til tjáningar
á verkum sínum."
Svo segir í ályktun frá ungliðunum og lýsir stjórnin einnig yfir full-
um stuðningi við Gissur Pétursson, fulltrúa framsóknarmanna í út-
varpsráði, en hann var eini fulltrúinn í ráðinu sem lagðist gegn þess-
ari ákvörðun.
Jafnframt fer framkvæmdastjórn SUF fram á að útvarpsráð dragi
þessa ákvörðun sína til baka og leyfi íslensku keppendunum að njóta
jafnréttis á við keppendur annarra þjóða. -BÞ
Flugleiðir selja þrjú hótel
Gengiðvar í gær frá samningi milli Flugleiðahótela hf og Kaupfélags
Árnesinga um kaup á Flughótelinu í Keflavík, Hótel Flúðum og Hót-
el Kirkjubæjarklaustri. Samningurinn tekur gildi frá og með 1. mars.
Hótelin verða áfram rekin undir merkjum Icelandair Hotels og KA
mun hafa aðgang að bókunarkerfi félagsins. Þetta er liður í áherslu-
breytingu í rekstri Flugleiðahótelanna, þar sem aukin áhersla verður
lögð á uppbyggingu í Reykjavík og rekstur sumarhótela, en beinn
rekstur heilsárshótela á landsbyggðinni dregst saman. Auk sölunnar
á rekstri hótelanna þriggja til KA hefur Flugleiðahótelið á Höfn í
Hornafirði verið selt til heimamanna þar. -sbs
Spurt um minnisblað Davíðs
Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna,
Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni og Guð-
jón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, hafa
lagt fram á Álþingi fyrirspurn til Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra um minnisblað til starfsnefnd-
ar ríkisstjórnarinnar í öryrkjamálinu, þ.e. nefndar-
innar sem Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar-
lögmaður veitti forystu.
Fyrirspurnin cr einföld og skýr: „Hvernig hljóð-
aði minnisblað sem vísað er til í erindisbréfi sem
starfsnefnd ríkisstjórnarinnar í öryrkjamálinu fékk -
frá forsætisráðherra eða ríkisstjórninni í kjölfar Ogmun ur
dóms Hæstaréttar frá 19. desember sl.?“ - fþg Jónasson