Dagur - 22.02.2001, Blaðsíða 17

Dagur - 22.02.2001, Blaðsíða 17
FIMMTVDAGUR 22. FEBRÚAR 2001 - 17 Ð^ur. ERLENDAR FRETTIR Igor Sutyagin var nýlega handtekinn í Moskvu og er sakaður um njósnir í þágu erlendra ríkja. Myndin var tekin 1986. Alríkislögreglumenn bera tölvur og gögn út afhe/mili Hanssens eftir að hann var handtekinn s.l. sunnu- dag. Njósnir í anda kalda stríðsins Bandaxíkjameim og Rússar gera nú mikið úr uppljóstnmiun landráðamanna og njósnir eru aftur komnar á dagskrá. Kaldastríðsástand virðist vera að skapast á ný í samskiptum Banda- ríkjanna og Rússlands. Njósnarar eru teknir á báða bóga og eru sak- aðir um Iandráð. Síðan kalda stríð- inu lauk fyrir rúmum áratug hurfu fréttir og spennusögur af hetju- dáðum njósnara, sem voru fýrir- ferðarmiklar þegar Bandaríkin og Sovétríkin Iitu á hvort annað sem höfuðóvini. Það vakti mikla at- hygli þegar Bandaríkjamaðurinn Robert P. Hanssen, sem stafaði fyrir alríkislögregluna, FBI, var handtekinn s.l. sunnudag, sakað- ur um njósnir fyrir Sovétríkin og síðar Rússland. Hann starfaði um 25 ára skeið í gagnnjósnadeildinni og bjó yfir mikilli vitneskju um njósnara sem unnu fyrir njósna- stofnanir risaveldanna. Honum var greitt ríkulega fyrir upplýsing- ar, sem hann lét Rússum í té. Það þykir sannað að Hanssen hafi fengið sovéskum njósnurum mikilvæg skjöl rétt undir lok kalda stríðsins. Og árið 1985 gaf hann Rússum upplýsingar um að minnsta kosti þrjá njósnara sem unnu á vegum KGB, en létu Bandaríkjamönnum einnig í té upplýsingar. En samkvæmt því sem nú er upplýst vann Hanssen fyrir Rússa og veitti þeim margvís- legar upplýsingar allt til þess tíma að hann var handtekinn. Ef hann verður fundinn sekur um landráð getur hann átt dauðadóm yfir höfði sér. Nýlega náðaði Putin bandarísk- an kaupsýslumann sem handtek- inn var í Rússlandi og var sakaður um að njósna fyrir Bandaríkin. Fyrir lok þessa mánaðar mun Rússinn Igor Sutyagin varða leidd- ur fyrir rétt í borginni Kaluga, skammt frá Moskvu. Hann verður ákærður fyrir njósnir. Igoir er sér- fræðingur í öryggismálum og hef- ur starfað að því, að safna upplýs- ingum úr rússneskum blöðum og skilgreina þau fyrir Bandarísk- kanadísku stofnunina í Moskvu. Mannréttindasamtök í Rúss- landi segja að handtaka og ákæran á hendur Sutyagin sé sönnun þess að verið sé að efla KGB á nýjan leik undir handleiðslu Pútins for- seta, sem áður var einn af foringj- um þeirrar stofnunar. Er bent á að öryggislögreglan sé að ná fyrri völdum og stefni Rússland í átt að því að verða lögregluríki. Þeir sem fylgjast með málum í Rússlandi telja að áhrifa leyni- þjónustunnar gæti á sífellt fleiri sviðum og að margir af áhrifa- mestu ráðgjöfum og samstarf- mönnum Putins forseta komi úr röðum fyrrverandi félaga hans í KGB. Mál Sutyagins kemur upp á yfir- borðið skömmu eftir að Banda- ríkjamaðurinn Edmund Pope, sem var foringi í flotanum áður en hann fór á eftirlaun, var dæmdur í 20 ára fangelsi. Er hann fýrsti Bandaríkjamaðurinn sem dæmdur er fyrir njósnir í 40 ár. Dómurinn féll í desembermánuði s.l. , en Putin náðaði hann til að milda Bandaríkjastjórn. Margir andstæðingar Putins segja óhikað að ákæran á hendur Igor Sutyagin sé til þess gerð, að sýna hver hefur völdin og svo þurfi yfirvöldin á „óvinum ríkisins" að halda. Sem stendur hallast lítið á í njósnamálum þeirra ríkja sem voru í fremstu víglínu kalda stríðs- ins. Er nú engu líkara en að þau þurfi að koma sér upp einhvers konar strjðsástandi og endurvekja njósnahneyksli og básúna út handtökur og ásaknir á hendur landráðamönnum. - OÓ Alineiinir borgarar trufluðu HONOLULU - Áhafnarmeðlimir á kafbátnum USS Greeneville hafa sagt það við sjóslysarannsóknarnefnd Bandaríkjanna að almennir borgarar hafi truflað athvgli skipverja þegar kafbáturinn var að und- irbúa aö koma úr kafi þann 9. febrúar síðastliðinn. Þegar kafbátur- inn kom úr kafi klessti hann á japanskt kennsluskip og sökkti því. Níu manns er enn saknað og eru þau talin af eftir áreksturinn en 26 var bjargað, en í skipinu voru framhaldskólanemar frá Japan. Á blaðamannafundi í Honolulu í gær kom fram að einn skipverja, sá er standa átti vaktina á radarnum og skanna hvort nokkur skip væru í nágrenninu hafi ekki náð að skanna umhverfið nægjanlega vel vegna hóps almennra borgara sem verið hafi á svæðinu og truflað hann og verið fý'rir. Ljóst er að borgaralegum gestum sem voru þarna urn borð var boðið í skoðunarferð um stjórnklefann og sá sem var á radarnum hafði ekki rænu á að hiðja fólkið um að færa sig. Ekki er þó talið víst að þetta sé ástæðan fyrir því sem gerðist en ljóst er að þetta skipti einhverju máli. 44 nýir kardinálar VATIKANIÐ - Jóhannes Páll páfi lagði í gær lokahönd á undirhún- inginn fyrir þá athöfn þegar kosinn verður nýr páfi, en þá skipaði hann 44 nýja kardínála sem hafa m.a. með það að gera að greiða nýj- um páfa atkvæði þegar þar að kemur. Talið er að samsetning þessa kardínálahóps sé þannig að líkur séu verulegar á því að næsti páfi komi annars staðar frá en frá Ítalíu. Fjörutíu hinna nýju kardínála eru undir áttræðu og eru því gjaldgengir til að taka sæti í hinni leyni- legu samkundu sem kýs nýjan páfa, en þar er aldurshámark. Það mun þó ekki koma til þess að samkoma þessi taki til starfa fyrr en eft- ir að núlifandi páfi, er allur. Hinu er ekki leynt að hinn pólskættaði Jóhannes Páll er veill heilsu. Sahaf til New York BAGHDAD - Mohammed Saeed al-Sahaf utanríkisráðherra Iraks fór f gær til New York til að vera viðstaddur umræður á vegum Samein- uðu þjóðanna í tilefni af því að 10 ára eru liðin frá Persaflóastríðinu þar sem refsiaðgerðir gegn Irak verða aðalumræðuefnið. „Eg mun halda mínu striki og ræða málin við aðalritarann Kofi Annan,“ sagði Sahaf blaðamönnum í gær þegar hann var spurður hvort loftárásirn- ar á föstudag myndu ekki hafa áhrif á för hans. Barak hættir í pólitík P< Sna JERUSALEM - Ariel Sharon leiðtogi Likudbandalagsins sagðist í gær enn vonast til að geta stofnað þjóðstjóm í Israel þrátt fyrir að hinn hógværi leiðtogi Verkamanna- flokksins, Ehud Barak, hafi Iýst því yfir að hann ætlaði að hætta afskiptum af stjórn- málum og draga sig í hlé. Hann ætlaði m.ö.o. ekki að taka sæti í stjórn Sharons. Sharon gekk meira að segja svo Iangt að segja að þessi ákvörðun Baraks kynni að auðvelda myndun þjóðstjórnar Likudbandalagsins og Verkamannaflokks- ins. Margir málsmetandi flokksmenn Verkamannaflokksins höfðu áður risið upp gegn áformum Baraks um að mynda stjórn með Sharon, en svo virðist sem upp úr hafi soðið þegar Sharon vildi að fulltrúar öfgafiokka til hægri fengju ráð- herrasæti í nýju stjórninni. Ehud Barak. FRÁ DEGI TIL DflGS FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 53. dagur ársins, 312 dagar eftir. Sólris kl. 8.59, sólarlag kl. 18.25. Þau fæddust 22. febrdar • 1817 Niels Gade, danskt tónskáld. • 1857 Robert Stephenson Smyth Baden- Powell, breskur herforingi og upphafs- maður skátahreyfingarinnar. •1891 Jón Stefánsson listmálari. • 1900 Luis Bunuel, spænskur kvik- myndaleikstjóri. •1921 Giulietta Masina, ítölsk leikkona og eiginkona Federicos Fcllini kvik- myndaleikstjóra. •1921 Jean-Bédel Bokassa, herforingi, forseti og síðar keisari Miðafríkulýðveld- isins. • 1932 Edward M. Kennedy, bandarískur öldungadeildarþingmaður og hróðir Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta. • 1947 Jóhann G. Jóhannsson tónlistar- niaður. Þetta gerðist 22. febrúar •1819 keyptu Bandaríkin Florida af Spáni. • 1967 tók Suharto herforingi við öllum völdum í Indónesíu af Achmad Sukarno forseta, en tveimur árum áður hafði Suharto beitt her sínum til að berja nið- ur uppreisn gegn Sukarno. • 1978 stofnaði bandaríski kaupsýslumað- urinn Frank Winfield Woolworth fyrstu verslun sfna með ódýrum vörum í New York, og átti ekkert að kosta meira en fimm sent. Vísa dagsins Undir skýjum, rfir mold, innan hafs og regihfjalls, aleinn treð égfótnm fold, fagna engu, - minnist alls. Einar Benediktsson Afmælisbam dagsins Þýski heimspekingurinn Arthur Schopenhauer komst ungur að þeirri niðurstöðu að heimurinn væri annars vegar einhver óskilgreindur vilji og hins vegar þær hugmyndir sem einstakling- arnir gera sér um heiminn. Hann átti litla samleið með samtímamönnum sfn- um í heimspeki, en hafði töluverð áhrif á marga sem síðar komu. Schopen- hauer fæddist í Danzág í Prússlandi, þar sem nú heitir Gdansk og er í Póllandi, þann 22. fehrúar árið 1788. Hann lést í Frankfurt árið 1860. Lausnin liggur í vandanum. Milton Katselas Heilabrot Þorvarður lagði dag nokkurn leið sína inn í verslun þar sem hann spurði eftir ákveðinni vörutegund. Varan var til. „Hvað þarf ég að borga fyrir fimm?“ spurði Þorvarður. „Fjögur hundruð krónur," sagði afgreiðslumaðurinn. „En hvað þarf ég þá að borga fyrir átta?“ spurði Þorvarður þá. „Það gera einnig fjögur hundruð krónur," sagði afgreiðslumaðurinn. „En ef ég vil tíu, hvað þarf ég þá að horga?“ spurði Þorvarður loks. „Þá þarftu aðeins að borga þrjú hundruð krónur,“ sagði afgreiðslu- maðurinn. Nú er spurt: Hvaða vöru var Þor- varður að spyrja um? Síðasta gáta endurbirt: Hver dagur hyrjar á því, hvert kvöld endar á því og það er að finna í miðju hverrar skáldsögu. Um hvað er rætt? Lausn: Bókstafinn ‘d’, að sjálfsögðu. Vefur dagsins Á þessari síðu má skoða fjölmargar íslenskar Ijósmyndir sem teknar eru á litla myndavél: kristk.klaki.net/casio

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.