Dagur - 22.02.2001, Blaðsíða 10

Dagur - 22.02.2001, Blaðsíða 10
10- FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2001 FRÉTTASKÝRING Bamavemd bendir á Nýtt fnunvarp mn bamavemdarlög. Bamavemdarrád lagt niður. Bamavemdar- nefndum fækkar um ca. 20. Afskipti af þunguðum sukkurum. Upplýsingagjöf um kynferðisbrotadóma. Eftirlit með fegurðar- samkeppnum. Per- sónuvemd ekki í sam- ráði. Á næstu dögum leggur Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra fram frumvarp til nýrra barnaverndar- laga, sem án efa á eftir að kalla fram töiuverða umræðu. Frum- varpssmfðin hefur verið í gangi undanfarna mánuði hjá sérskip- aðri nefnd, undir forsæti Davíðs Þórs Björgvinssonar lagaprófess- ors, og Ijóst að í umræðum innan nefndarinnar hafa mikiJ skoðana- skipti átt sér stað, ofan í fréttir af dómum um forræðismál, þar sem starfsemi barnaverndarnefnda hafa verið í deiglunni, nektar- búllumál og kynferðisbrotamál. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir að markmiðið með þessari heildarendurskoðun barnaverndarlaganna hafi verið að gera barnaverndina skilvirkari og traustari. „Þarna er gert ráð fyrir því að Barnaverndarráð verði lagt niður en sett upp kærunefnd í staðinn. Barnaverndarnefndirn- ar eru efldar mjög, og skulu sveit- arfélög gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil. Umdæmin eru stækkuð, þannig að minnst 1.500 íbúar eru á bak við hverja nefnd, ekki síst til að þægilegra vcrði að fá fólk með sérmenntun í nefndirnar." Afskipti af sukki óléttra kvenna Páll segir hvað þetta síðarnefnda varðar að í upphattegum drögum hafi verið gert ráð fyrir mínnst 2.000 íbúum á bak við hverja nefnd, en sér hafi þótt það of strangt og ráðuneytið ákveðið að miða víð töluna 1.500. Athygli vekur að í frumýarpinu er gert ráð fyrir virkum afskiptum af málefnum þungaðra kvcnna, þegar ástæða þykir til að ætla að þær geti með framferði sínu skað- að ófætt harn. „Þetta eru nýmæli og á sjálfsagt einkum við þar sem glímt er við alkóhólisma og eitur- lyfjanevslu. Það er ekkert vanda- mál þegar hin verðandi móðir er undir Iögræðisaldri. En þegar manneskjan hefur náð lögræðis- aldri og vill ekki fara í afvötnun eða meðferð, eða neitar að leita sér lækninga, eru hér sett úrræði til að svipta viðkomandi lögræði tímabundið. Þá þarf dómari að koma að aðgerðinni. Þetta er að mínu mati nauðsynlegt úrræði, en hefur vissulega vakið upp ein- hverja tortryggni um að slíkar konur kunni að hlífa sér við því að mæta í mæðraskoðun, en ég held að þetta úrræði verði að vera fyrir hendi. Því miður eru sumar verðandi mæður þannig að þær eru líklegar til að skaða börnin og dæmi til um að það hafi gerst.“ Þar sem „sýslað“ er með böm Að undanförnu hafa pcrsónu- verndarmál verið til umræðu vegna upplýsingagjafar lögreglu og/eða tollgæslu til fyrirtækja um einstaklinga og á slík umræða án efa eftir að blossa upp í tengslum við þetta frumvarp, því í því er gert ráð fyrir að Barnavcrndar- stofa eigi rétt á upplýsingum úr sakaskrá um menn sem hlotið hafa dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum. „Þetta á við um menn sem sækja um störf þar sem sýslað er með börn, ef svo má að orði kom- ast,“ segir Páll. „Það er gert ráð fvrir því að yfirmenn stofnana, þar sem börn koma saman, svo sem skóla, leikskóla, sumardval- arheímila og fleiri eigi rétt á upp- lýsingum úr sakaskrá, hvort til- tekinn maður sem sækír um störf þar hciur hlotið slíkan dóm. Það dugar ekki að maður hafi verið grunaður, heldur verður að vera um dóm að ræða." Engin bum í súludansinn I frumvarpinu eru ákvæði um úr- skurðarvald gerð skýrari - í for- sjármálum er þetta vald flutt til dómstóla frá barnaverndarnefnd. „Það eru miklu ítarlegri ákvæði um meðferð barnaverndarmála hjá nefndunum og málsmeðferð fyrir dómi. Nefna má að þegar barn er 15 ára öðlast það með þessum lögum rétt til að teljast málsaðili. Þá eru miklu skýrari ákvæði um það, þegar börn fara í lóstur." Páll nefnir og agaviðurlög á heimilum/stofnunum. „Loks mætti nefna að með þessum lög- um, verði þau samþykkt, þarf að tilkynna Barnaverndarstofu ef stelpur innan 18 ára eru í fegurð- arsamkcppnum og stúlkum undir þessum aldri er bannaður svo- kallaður súludans eða öðrum sýn- ingum af kynferðislegum toga, þar til þær verða 1 8 ára. „Það eru væntanlega ekki margar stelpur undir 18 ára í þessum súludansi eða nektarsýningum, skyldi mað- Páll Pétursson félagsmálaráðherra: „Þad eru vænt- anlega ekki margar stelpur undlr 18 ára í þessum sú/udansI eða nektar- sýningum, skyldi maður ætla, en það er töluvert af þeim í þessum fegurðarsamkeppnum." ur ætla, en það er töluvert af þeim í þessum fegurðarsam- keppnum. Þær eru út frá því að flæmast um allan heim og ólag á því að okkar mati." „Til verulegra bóta“ Frumvarpið felur ekki í sér bann við þátttöku stúlkna undir 18 í fegurðarsamkeppnum. „Þetta lít- ur fyrst og fremst að tilkynningar- skyldu skipuleggjenda og ábyrgð- araðila fyrirsætu- og fegurðar- samkeppna til Barnaverndar- stofu. Hennar er að fylgjast með því að allt fari skikkanlega fram.“ Félagsmálaráðherra segir að feiknarlega mikil vinna hafi farið í frumvarpssmíðina og mörgum aðilum hafi gefist kostur á að tjá sig um málið. „Eg hygg að flestir séu sáttir, þótt frumvarpið sé ekki Hrefna Friðriksdóttir, Barnaverndarstofu: Framvegis á f vissum tilfellum að horfa til vilja barnanna þegar til standa meiri- háttar ákvarðanir og þegar barnið er 15 ára þarfað liggja fyrir sam- þykki þess. nákvæmlega eins og nefndin lagði til. Aðalbreytingin lítur að því sem ég nefndi áðan, að um- dæmi barnaverndarnefnda miðist við 1.500 en ekki 2.000 íbúa á hverja nefnd. „Allmörg sveitarfé- lög með milli 1.500 og 2.000 íbúa ættu að vera fullburðug til að halda uppi barnaverndarstarfi með öflugri félagsþjónustu." Ráðherra segist vera ánægður með væntanlegt frumvarp. „Ég held að þetta verði til verulegra bóta. Oll þessi mál eru ákaflega viðkvæm og ýmsir agnúar hafa verið að koma fram undanfarna mánuði og ár,“ segir Páll. Úrskurðarstigum fækkað Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðing- ur Barnaverndarstofu átti ásamt Braga Guðbrandssyni forstjóra Sigrún Jóhannesdóttir, Persónuvernd: Nauðsynlegt að barnaverndaryfir- völdum verði settar ákveðnar reglur um hversu lengi megi geyma slíkar upplýsingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.