Dagur - 24.02.2001, Side 11

Dagur - 24.02.2001, Side 11
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2001 - 35 D^mt. ERLENDAR FRÉTTIR Powell til ísraels UtanríMsráðherra Bandaríkjaima heim- sækir ísraelsmenn og Palestínumenn um helgina. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Israels í dag og ísraelski her- inn notaði tækifærið til þess að þjarma svolítið betur að Palest- ínumönnum. Israelski herinn herti vega- tálmanir sem skipta Ga/.asvæð- inu í tvennt. ísraelskir skriðdrek- ar skutu auk þess á tvær bæki- stöðvar palestínsku lögreglunnar í gær, og var það svar við árásum Palestínumanna á tvær land- nemabyggðir Gyðinga. Einn Palestínumaður lét lífið og ann- ar særðist lífshættulega. Powell ætlar sér tvo daga til þess að ferðast um lsrael og sjálfstjórnarsvæði Palestínu- manna, en þetta er fyrsta heim- sókn hans til þessa heimshluta í embætti utanríkisráðherra. Á sunnudaginn hittir hann bæði Ariel Sharon, nýkjörinn forsæt- isráðherra Israels, ogYasserAra- fat, leiðtoga Palestínumanna. Sharon segist vonast til þess að tengsl ísraels og Bandaríkj- anna verði að einhverju leyti skilgreind upp á nýtt í viðræðum þeirra Powells, og vonast Sharon til þess að minni áhersla verði lögð á friðarviðræður við Palest- ínumenn en verið hefur. Hann segir friðarviðræðurnar vissulega vera mikilvægar, en önnur sam- skipti Israels og Bandaríkjanna hafi beðið skaða af því að áhersl- an á þær hafi verið of mikil. Powell ætlar hins vegar að krefjast þess að ísraelsmenn dragi úr þeirri einangrun sem þeir hafa lagt á Palestínumenn og sjái til þess að ekki verði al- gert efnahagshrun á sjálfstjórn- arsvæðum Palestínumanna af þeim sökum. Engu að síður virð- ist sem Bandaríkjamenn ætli að draga að einhverju leyti úr hlut- verki si'nu sem milliliður í friðar- ferlinu og leggja í staðinn áher- slu á að það séu ísraelsmenn og Palestínumenn sem þurfi að finna sjálfir lausnir á eigin vanda. Palestínumenn fóru í gær í mótmælagöngu gegn Bandaríkj- unum og brenndu bæði ísraelska og bandaríska fánann ásamt pappalíkönum af flugskeytum með myndum af Powell, George Bush Bandaríkjaforseta og Ehud Barak, fyrrverandi forsætisráð- herra-ísraels. Fatah, hreyfing Arafats, dreifði í gær blöðum þar sem Palestínu- menn voru hvattir til þess að skjóta ekki á ísraelskar land- nemabyggðir né herbækistöðvar frá íbúðasvæðum Palestínu- manna, enda megi þá búast við að lsraelsmenn endurgjaldi það með skothríð. Meira en 400 manns hafa lát- ið lífið í átökum ísraelsmanna og Palestínumanna frá þ\'i í sept- ember, þar af meirihlutinn Palestínumenn og á annan tug eru ísraelskir Arabar. HEIMURINN Rándýrar eldflaug- ar hittu ekki WASHINGTON - Bandarískar flugvélar hafa gert loftárásir á loft- varnarstöðvar í norðurhluta íraks. Þetta er f annað sinn á nokkrum dögum sem slíkar árásir eru gerðar. Þótt George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, segði á blaða- mannafundi að árásirnar hefðu tekist vel, hafa hernaðaryfirvöld játað að fjöldi eldflauga hafi misst af skotmörkum sínum í árásunum sem gerðar voru fyrir rúmri viku síðan. Sumar þeirra lentu hátt í hundrað kílómetrum frá þeim stað sem þær áttu að hitta. Flaugar þessar eru rándýrar - kosta um 300 þúsund Bandaríkjadali stykkiö. Blair viU ræða Stjömustríðsáætliuiina WASHINGTON - Tonv Blair, forsætisráðherra Bretlands, er kominn i' opinbera heimsókn til Bandaríkjanna og mun eiga fundi með Geor- ge W. Bush forseta. Hann sagði á blaðamannafundi í gær að það væri „rétt og skynsamlegt" að ræða áætlanir bandarfskra stjórnvalda um varnarkerfi gegn eldflaugaárásum, en þær hugmyndir hafa mætt mikilli andstöðu leiðtoga Rússa, Kínverja og fleiri þjóða. Ef þessum hugmyndum verður hrundið í framkvæmd þarf að endurnýja ratstjár- kerfi í Bretlandi. Margir óttast að uppsetning kerfisins kunni að leiða til nýs vígbúnaðarkapphlaups. Öryggisheltið gaf sig ROCKINGHAM - Rannsókn hefurleitt í Ijós að kappaksturskappinn Dale Earnhardt lét lífið vegna þess að öryggisbeltið slitnaði. Hann lenti f árekstri í Daytona 500 kappakstrinum síðastliðinn sunnudag og lést af höfuðáverkum sem hann fékk þegar beltið slitnaði. Á aiuiað hundrað bílar í árekstri WASHINGTON. - Að minnsta kosti 120 bílar lentu í árekstri á þjóð- vegi 95 í norðurhluta Virginíuríkis þegar hríðarbylur skall á. Einn lét Iífið en á annað hundrað slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Fyrst rákust tvö ökutæki saman þegar ökumenn þeirra sáu ekki út úr aug- um, en síðan hver bíllinn af öðrum. Þrátt fvrir mjög slæmt skyggni voru margir bílanna á allt að níutfu kílómetra hraða. Blindbylurinn hefur geisað á stóru svæði á austurströnd Bandaríkjanna og kostað að minnsta kosti 11 manns lffið að sögn yfirvalda. Margir falla á Bomeo SAMPIT, INDÓNESÍU. - Þúsundir manna flýja nú harkaleg átök á eyjunni Borneo. Átökin eru á milli ólíkra þjóðflokka og hafa þegar kostað að minnsta kosti 165 mannslíf. Her lndónesíu hefur sent flutningaskip til átakasvæðisins til þess að flytja flóttafólkið til hafn- árborgarinnar Surabaya á eyjunni Jövu. Átökin eru á milli innfæddra af Dayak-ættum og innílytjenda frá eyjunni Madura. Borgin Sampit er í urn 480 rnílna fjarlægð frá höfuðborg Indónesíu, Jakarta. ■ FRÁ DEGI LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 55. dagur ársins, 310 dagar eftir. Sólris kl. 8.52, sólarlag kl. 18.31. Þau fæddust 24. febrúar • 1786 Wilhelm Grimm, annar þýsku Grimmsbræðranna sem söfnuðu þjóð- sögum og ævintýrum. • 1791 Sveinbjörn Egilsson skáld og rektor. • 1871 Sigríður Tómasdóttir í Brattholti. • 1924 Guðrún Á. Símonar óperusöng- kona. • 1932 John Vernon, bandarískur leikari. • 1941 Engilbert Jensen trommuleikari og söngvari. Þetta gerðist 24. fehrúar • 1868 samþykkti fulltrúadcild Banda- rtkjaþings að kæra Andrew Johnson forseta til embættismissis, og var það í fyrsta sinn í sögunni sem það gerðist. TIL DAGS • 1946 var Juan Domingo Peron kosinn forseti Argentínu. • 1991 hófst innrás landhers Bandaríkj- anna og bandamanna þeirra í Kúveit og írak eftir sex vikna loftárásir. • 1992 fórst á Halamiðum skuttogarinn Krossnes frá Grundarfirði. Vísa dagsins Þó að formi björgin brotni, bili himinn og þorni upp mar, allar sortni sólimar, aldrei deyr, þótt allt um þrotni, endurminningin þess, sem var. Grínnir Thomsen Þegar ríkisstjórn nær árangri, þá er um einræði að ræða. Harry S Truman Afmælisham dagsins Gunnar Eyjólfsson leileari er 75 ára í dag og heldur upp á daginn með því að fara með valda kafla úr Pétri Gaut í Þjóðleik- húsinu. Gunnar sté lýrst á sviö hjá Leik- félagi Reykjavíkur árið 1945, en réðst til Þjóðleikhússins árið 1961. Hann hefur leikið Ijölmörg af stærstu hlutverkum leikbókmenntanna, meðal annars Hamlet Danaprins, Odipus konung, Faust og fyrir aldarfjórðungi fór hann með hlutverk Péturs Gauts sem hefur verið honum hugleikið undanfarið. Heilahrot Sex nemendur v'oru að taka próf í tslands- sögu með þremur spurningum og voru svör þeirra sem hér segir: Árni svaraði: 1) Jón Sigurðsson, 2) Jón Sig- urðsson, 3) Jónas Hallgrímsson. Bjarni svaraði: 1) Jónas Hallgrímsson, 2) Jónas Hallgrímsson, 3) Jón Sigurðsson. Davíð svaraði: 1) Hannes Hafstein, 2) Hannes Hafstein, 3) Jón Sigurðsson. Einar svaraði: 1) Jónas Hallgrímsson, 2) Jón Sigurðsson, 3) Hannes Hafstein. Finnur svaraði: 1) Hannes Hafstein, 2) Jónas Hallgrfmsson, 3) Jónas Hallgríms- son. Gunnar svaraði: 1) Jónas Hallgrímsson, 2) Hannes Hafstein, 3) Hannes Hafstein. Allir svöruðu þeir a.m.k. einni spurningu rétt. Hver eru þá réttu svörin? Sfðasta gáta endurbirt: Eftirfarandi hókstafir eiga allir eitt einkenni sameigin- legt: S, H, O, N, I, X. Auk þessara stafa er einn bókstafur í viðbót sem hefur þetta sama einkenni. Hvaða stafur er það? Lausn: Það er bókstafurinn Z. Þessir stafir eiga það sameiginlegt að þeir líta eins út ef þeim er snúið á hvolf.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.