Dagur - 27.02.2001, Blaðsíða 12

Dagur - 27.02.2001, Blaðsíða 12
12 - ÞRIÐJVDAGV R 27. FF.BRÚAR 2001 ÞRIDJVDAGVR 27. FEBRÚAR 2001 - 13 FRÉ TTASKÝRING rDwytr Dwyxr. Stólaskipti og vinstri snúningur FRIÐRIK ÞOR GUÐMUNDS SON SKRIFAR Flokksþing Framsókn- arflokksins framiuidan. Titringiir vegna vara- formannskjörsins. Stólaskipti innan ríkis- stjómarinnar rædd á miðstjómarfundi. Bú- ist við heitum umræð- uni um sjávarútvegs- ináliii og einkavæðing- una. Þingflokksformað- uriim vill flokkinn til vinstri. Flokksþing Framsóknarflokksins hefst um miðjan mars og hefur fiokkslifið borið þess merki að und- anförnu, með lítlegum umræðum um einstök málefni og brambolti í kringum yfirlýst og hugsanleg fram- boð til embættis varaformanns flokksins. Enn hafa aðeins Guðni Agústsson og Olafur Orn Haralds- son lýst yfir framboði, en nokkrir þingmenn eru sagðir heitir. Flokk- urinn hélt miðstjórnarfund um helgina, þar sem endanlegar tillög- ur að ályktunum og lögum flokks- ins voru lagðar fram og mun það vera stóreflis bunki. Fyrir utan titr- ing vegna varaformannskjörsins má húast við heitum umræðum um nokkur mál, einkum sjávarútvegs- mál, Evrópumál og einkavæðingar- mál. Þá eru raddir farnar að heyrast um nauðsyn uppstokkunar innan ríkisstjórnarinnar, með innkomu nýrra ráðherra flokksins og jafnvel nýja skiptingu stjórnarflokkanna á ráðuneytum. Arnþrúður Karlsdóttir, cinn mið- stjórnarmanna gerði hugsanleg stólaskipti í ríkisstjórninni á miðju kjörtímabili að umræðuefni undir lok f’undarins. Hún vill að fram- sóknarmenn skipti \áð sjálfstæðis- menn á ráðuneytum þannig að í hlut framsóknarmanna komi fjár- málaráðuneyti og sjávarútvegsráðu- neytið en sjálfstæðismenn f’ái í staðinn heilbrigðisráðuneytið og fé- Iagsmálaráðuneytið. Arnþrúður segir að ef menn séu í alvöru að tala um einhverja uppstokkun á míðju Halldór Ásgrimsson: Stuðla að sátt sem byggir á skýrslu auðlindanefndar. Rætt um tvær leiðir en formaðurinn telur að hægt sé að fara blandaða leið. byggða og að hugað verði að því að treysta grundvöll fiskveiðiráðgjafar- innar. Kristinn H. Gunnarsson hefur hins vegar sent inn tillögu til áfýkt- unar, þar sem hans áherslur koma fram. I hans útgáfu er lagt til að náttúruauðlindir verði þjóðareign, sem tímabundin afnot verði heimil- uð af gegn gjaldi. Kristinn telur að núverandi aflahlutdeildarkerfi með frjálsu afsali leiði til mikillar sam- þjöppunar veiðiheimilda í æ færri fyrirtæki, valdi oft á tíðum skyndi- Iegum flutningi starfa og setji þar með atvinnuöryggi Iaunafólks í ein- stökum bvggðum í uppnám, leiði til stöðnunar í greininni, þar sem ný- liðun revTiist nánast ógerleg og leiði til röskunar á samkeppnisskilyrðum í greininni vegna mismunandi verð- lags á veiðiheimildum. Kristinn leggur því til í sínum til- lögum að flokksþingið álykti að veiðiheimildir í botnfisktegundum verði innkallaðar og þær leigðar á markaði. Þriðjungur til fjórðungur verði á forræði sveitarfélaganna. Tekjur af útleigu veiðiheimildanna skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Hann leggur til fýrningarleið, þan- nig að 3-5% fvrning fari fram árlega. Allur óunninn liskur verði boðinn upp til sölu innanlands. Embættið kallar ekki á harðan slag Kristinn segir aðspurður að hann muni standa fast að því að ná sínum áherslum í sjávarútvegsmálum fram á flokksþinginu. „Eg stend að öllu leyti að því sem fram kemur um sjávarútvegsmál í þeim ályktunar- drögum sem tekin hafa verið sam- an, nema að einu mikilvægu leyti. 1 ályktun starfshópsins er Iagt til að veiðigjaldaleiðin verði farin, en ég vil fara fyrningarleiðina." Kristinn er sammála um að búast megi við fjörugum umræðum um þetta mál og fleiri málefni. „Flokks- þingið á að vega og meta þær breyt- ingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu á undanförnum árum og hvernig Framsóknarllokkurinn \all staðsetja sig gagnvart þeim. I þ\á sambandi legg ég mikið upp úr félagslegum áherslum. Ég er þannig ekki í nokkrum vafa um að flokksmenn vilji undirstrika þessar félagslegu áherslur gagnvart einkavæðingar- málum almennt. Eg hygg að það sé mikill hljómgrunnur fvrir því innan flokksins að færa áherslurnar lengra til vinstri og sé fyrir mér að það muni birtast í stefnu flolvksins varð- andi byggðamál, sjávarútvegsmál, einkavæðingarmál og fleira.“ Kristinn er sagður íhuga varafor- mannsframboð, en segist aðspurður ekki eiga von á börðum slag. „Þetta er ekki embætti sem býður upp á börð slagsmál. Það er og hefur ver- ið smáhiti, en það er tímabundið og þessi mál leysast þegar á hólminn er komið." Siv med engar yfirlýsingar Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- hcrra hefur verið orðuð viö varafor- mennskuna, en segist í samtali \ið Dag engar vfirlýsingar um það vilja gefa. Hvað helstu málefni varðar segir Siv að bún eigi ekki von á ágreiningi um Evrópumálin, þar sem góð niðurstaða sé komin frá starfshóp flokksins og því litlar líkur á deilum. Siv segist ekki heldur eiga von á grundvallarbreytingum á stefnunni í sjávarútvegsmálum aðspurð um til- löguflutning Kristins H. Gunnars- sonar. „Þetta verður auðvitað rætt í þaula og ekki útilokað að einhverjar breytingar komi fram, en ekki grundvallarbrevtingar." Þá segir Siv að flokkurinn hafni einkavæðingu í skóla- og heilhrigð- iskerfinu. „Ég hafna því að verið sé að hverfa frá þessari stefnu. Málið í Hafnarfirði lýtur að gerð þjónustu- samnings, sem Hafnarfjörður hefur sjálfur ákveðið að efna til og ég geri engar athugasemdir við það,“ segir Siv. Tillaga uni ritara gagnrýnd Hjálmar W. Arnason þingmaður Reyknesinga hefur lýst yf’ir fram- boði í stöðu ritara og vakti í því sam- bandi athygli að skrifstofa flokksins hefur lagt til að ritari flokksins verði ekki jafnframt ráðherra. „Eg lít á þetta sem tvö aðskilin mál. Á mið- stjórnarfundinum kom fram tölu- verð gagnrýni á það vinnuplagg þar sem þessi hugmwd er \áðruð og tek ég fvllilega undir þá gagnrýni. Rök- stuðningurinn gegn þessu er ein- faldur; þetta er atriði sem eklii ber að festa í lög, heldur meta eftir ein- staklingum og aðstæðum." Hjálmar segist ekki eiga von á hörðum slag um embætti varafor- manns. „Aðalatriðið er að það séu frambærilegir einstaklingar sem bjóða fram krafta sína. Ég á hins vegar von á líflegum umræðum um ýmis málefni, svo sem um Evrópu- málin, sjávarútvegsmálin, hyggða- málin, einkavæðingarmálin og fjöl- skyldumálin. I þeim efnum kemur flokkurinn vel undirbúinn til starf- anna.“ Hjálmar segist ekki vilja skilgreina hvort flokkurinn sé eða eigi að lara til hægri eða vinstri. „Þó að því gefnu að flokkurinn stendur sem fyrr á þeim grunni að manngildið sé ofar auðgildinu. Mesta íhaldið í dag er að ntinni hvggju vinstri grænir, en við framsóknarmenn horfum til beggja hliða. 1 dag eru svo margir að leita inn á miðjuna, þar sem breiður faðmur Framsóknarflokksins er." Rétt að stokka upp stjómina Olafur Orn Haraldsson segist horfa á varaformannskjörið út frá þeirri staðreynd að enn hafi aðeins hann og Guðni boðið sig fram. „Þetta eru ólíkir frambjóðendur sem (lokks- rnenn geta valið um, sem er ákjós- anlegt. Við tölum vissulega báðir til vinstri og viljum báðir fara varlega í Evrópumálunum, en að öðru leyti eru áherslurnar ólíkar og efst á blaði hjá mér eru fjölskyldumálin, menntamálin, umhverfismálin og alþjóðavæðing utan Evrópusam- bandsins. Mér finnst að það þurfi að breyta ásýnd Framsóknarflokks- ins og vonast til að baráttan milli okkar Guðna verði skemmtileg og heiðarleg. Hún verður áreiðanlega spennandi." Olafur telur að mestu athyglina muni ná varaformannskjörið, en að öðru leyti verði mest rætt um breyt- ingar á lögum llokksins, um Evr- ópumálin, fiskveiðimálin og byggða- málin. Olafur tekur undir með Arnþrúði Karlsdóttur að það væri „mjög hollt að gera breytingar á ríkisstjórninni nú þegar kjörtímabilið verður hálfn- að. framsóknarflokkurinn hefur átt undir högg að sækja, með þetta 12 til 16 prósent í skoðanakönnunum. Hann þarf að rífa sig upp úr þessu fari og þá koma meðal annars til greina tilfærslur á ráðherrum og ráðuneytaskiptingu. Þegar illa geng- ur er rétt að huga að því að skipta inn á eða breyta um Ieikkerfi. Það eru nægar vinnufúsar bendur sem eru tilbúnar til að takast á við þessi verkefni," segir Olafur Örn. kjörtímabili þá sé orðið löngu tíma- bært að ræða þessa hluti, enda verði kjörtímabilið hálfnað eftir 3 ntánuði. Hún segir að kvótamálin verði að koma til endurskoðunar á seinnihluta kjörtímabilsins og þá sé eðlilegt að framsókn geri kröfu til þess að stýra því máli. Framsóknar- fiokkurinn hafi verið í forustu um að koma kvótakerfinu á og það sé rökrétt að flokkurinn taki við og hafi forustu um að sníða af því agn- úana. A sama hátt segir hún að það sé einfaldlega komið að sjálfstæðis- mönnum að axla ábyrgð í félags- og heilbrigðismálum, sem séu mjög erfiðir málaflokkar. Hún vellir því fvrir sér hvort það sé tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki vilj- að stýra þeim málaflokkum frá ár- inu 1985. Flokksjjing aldrei svo vel iindirbúið Halldór Asgrímsson, formaður flokksins, segir að komandi flokks- þing sé betur undirbúið en nokkurn tímann fyrr. „Það er hluti af ástæðunni fyrir því að flokks- þinginu var frestað til mars, að við vildum undirbúa það mjög vel. Það er margt sem liggur fi'rír að þurfi að gera, bæði breytingar á lögurn flokksins og endurskoðun á grund- vallaratriðum í stefnuskrá hans. Við höfum lagt fram drög að ályktun, sem með opnum hætti hafa farið til flokksmanna, sem síðan hafa haft tök á því að koma tímanlega og á undirbúinn hátt fram með ábend- ingar eða breytingatillögur, en vanalega sjá menn slík drög fýrst við komuna á flokksþing. Og það er greinilegt að flokksmenn ætla að nýta sér þetta, því það hafa komið fram margar nýjar tillögur og at- hugasemdir. Sem bendir eindregið til þess að markmiðið með þessu, um aukið lýðræði og aukið vægi hvers flokksmanns í stefnumótun- inni, muni heppnast." Halldór segir að virku lýðræði fylgi áhætta fyrir forystuna. „Menn kunna að verða ósammála um ákveðna hluti og það verður þá bara að leysa það.“ Formaðuriiui með málamiðlimarleið? Halldór segist ekki telja að heitt verði í kolunum á flokksþinginu. „Ég átta mig ekki almennilega á því hverjir ættu þá að kynda undir slík- an eld. Það verða vissulega uppi mismunandi áherslur í einstökum málum, en ég reikna með því að það verði allt saman leyst á frið- samlegan hátt. Eg nefni t.d. að í sjávarútvegsmálum er sama grund- vallarhugsunin uppi hjá öllum Arnþrúður Karlsdóttir: Tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað stýra félagsmálunum frá árinu 1985? Þingflokkur Framsóknarflokksins eins og hann leggur sig. Formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson, segir aukið lýðræði innan flokksins. flokksmönnum, að stefnan þjóni sem flestum Iandsmönnum og að atvinnugreinin verði rekin með sem bærilegastri afkomu, þannig að hún geti borgað fólkinu góð Iaun. Það hafa verið og verða sjálfsagt áfram deilur um hvernig best er að ná þessum markmiðum fram, en þannig eru nú einu sinni stjórnmál- in.“ Halldór segir um áherslur Krist- ins H. Gunnarssonar í kvótamálum að Kristinn sé afskaplega einlægur í áhuga sínum á því að styrkja sjávar- byggðirnar. „Ég tel það auðvitað mikilvægt. I mínum huga þurtum við að stuðla að sátt sem byggir á skýrslu auðlindanefndar. Þar eru lagðar til tvær leiðir, gjaldtökuleið og íýrningarlcið og báðar hafa þær sína kosti og galla. Persónulega hef ég talið að hægt sé að fara blandaða leið og tel það vera í samræmi við tillögu síðasta fiokksþings, um að ákveðið hlutfall veiðiheimilda fari á markað upp að tilteknu hámarki. Það verður hins vegar að fara var- lega í þetta, því afkoma sjávarút- vegsins er slæm og aldeilis ekki Kristinn H. Gunnarsson: Kvóti verði innkallaður og þriðjungur til fjórðungur verði á forræði sveitarfélaganna. Leggur til fyrningarleið, þannig að 3-5% fyrning fari fram árlega. hugmyndin að fara að drepa þessa atvinnugrein - við verðum að varast kollsteypur. Greinin verður einmitt að styrkjast, öðruvísi stendur hún ekki undir velferð þjóðarinnar." Tryggja á atvúmuhagsmuiii launafolks Halldór \áll ekki kalla mörg frarn- boð til varaformennsku „slag“, seg- ir mjög gott ef einstaklingar eru til- búnir til að taka þátt í forystustörf- unum. Aðspurður um orðaskipti milli Olafs Arnar Haraldssonar og Valgerðar Sverrisdóttur vegna stuðnings Valgerðar við Jónínu Bjartmarz, segir Halldór að skoðan- ir verði alltaf skiptar í opnu þjóðfé- lagi. „Það er um Ieið þannig í Ijöl- miðlunarsamfélaginu að fjölmiðlar hafa hundrað sinnum meiri áhuga á því sem menn eru ósammála um, en hinu sem samstaða ríkir um. Aherslur eru oft margfaldaðar í þessari fjölmiðlun og vantar olt jafnvægi í þessa æsifrétta- mennsku," segir Hídldór. Búasl má við því að sjávarútvegs- málin og kvótakerfið verði mjög ol’- Siv Friðleifsdóttir: Málið í Hafnarfirði lýtur að gerð þjónustusamnings, sem Hafnar- fjörður hefur sjálfur ákveðið að efna til og Siv gerir engar athuga- semdir við það. arlega á baugi á fiokksþinginu, ekki síst vegna útspils þingfiokksfor- mannsins Kristins H. Gunnarsson- ar. Fyrir flokksþinginu munu liggja almenn ályktunardrög undirbún- ingsnefndar, sem Kristinn hefur átt sæti í, en í drögurn þeim segir um sjávarútvegsmálin: „Enn sem fýrr er sjávarútvegur undirstaða góðra lífskjara á íslandi og skilar um 100 milljörðum króna árlega í þjóðarbúið. Miklu skiptir að löggjöf og leikreglur fiðhaldi áfram þeim styrk og sveigjanleika atvinnugreinarinnar sem felst í vinnslufyrirtækjum um land allt og útgerð skipa af öllum stærðum með margvfslegum veiðarfærum. Við endurskoðun laga um stjórn fisk- veiða sem nú stendur yfir verður því hvort tveggja í senn að Iíta til þýðingar sjávarútvegsins fyrir al- menn lífskjör þjóðarinnar og þess að greinin veitir bcint og óbeint tugum þúsunda Islcndinga atvinnu í byggðarlögum þar sem atvinnulíf er einhæft og fátt um störl’ að öðru levti. Undanfarin ár hafa veiði- heimildir færst saman í færri og Hjáimar W. Árnason: Segir tillöguna um að ritari verði ekki ráðherra hafa verið harðlega gagnrýnda á miðstjórnarfundinum um helgina. stærri fyrirtæki og því hefur fylgt röskun á vinnumarkaði í einstökum byggðarlögum. Gera verður ráð lýrir við endurskoðun laganna að at- vinnuhagsmunir launafólks verði treystir í sessi.“ Kristimi vill fýmingarleiðlna Síðan segir að Framsóknarfiokkur- inn leggi m.a. áherslu á að stefnt verði að því að auka vinnslustig fisks hérlendis, að starfsskiþ'rði land- vinnslu og sjóvinnslu verði jöfnuð í því skyni að bæta samkeppnisstöðu Iandvinnslunnar, að kvótaþing verði aflagt í núverandi m\Tid, að áfram verði byggt á tvískiptu kerfi, afla- markskerfi annars vegar og hins vegar smábátakerfi sem verði bland- að aflamarkskerfi og sóknarmarks- kerfi, að við endurskoðun á liigum um stjórn iiskveiða verði bvggt á því samkomulagi sem náðist í auðlinda- nefnd. Tekið verði upp hóflegl gjakl fi'rir afnotarétt af aflaheimildum er taki mið af afkomu sjávarútvegsins. Tekjur af afiaheimildum renni í rík- issjóð. Að byggðakvóti verði aukinn til að treysta grundvöll minni sjávar- Ólafur Örn Haraldsson: Til greina koma tilfærslur á ráðherrum og ráðuneytum. „Þegar illa gengur er rétt að huga að því að skipta inn á eða breyta um leikkerfi“. Jóhanna Sigurðardóttir: Vill að ráðherrar beiti sér gegn okurlánastefnu. Sjálfskaparvíti íaiidsmaima? Efnahagsmál urðu Jóhönnu Sig- urðardóttur enn bugstæð á Alþingi í gær. Skuldir heimilanna og yfir- dráttur eru vandamál og spurði Jó- hanna viðskiptaráðherra hvort hún teldi ekld tilefni til aðgerða. Hvort Valgerður óttaðist ekki að heimilin væru að stefna í verulega greiðsluerfiðleika. Valgerður svaraði því til að van- skil færu minnkandi en viður- kenndi að henni hefði orðið illt við þegar hún sá aukningu „d\Tra“ lána. Hún sagðist hafa spurt bank- ana hve frjálslega þeir veittu \fir- dráttarlán og sagðist telja að hvatning bankanna á því sviði væri hugsanlega orðum aukin. Mestu máli skipti að vanskil hefðu minnkað. Jóhanna sagðist ekki sjá að ráð- herra hefði miklar áhyggjur. Hún spurði hvort minni vansldl þýddu ekki einlaldlega að búið væri að breyta þeim í vfirdráttarlán. Sú hefði verið tíðin að framsóknar- menn hefðu haft áhyggjur af skuldastöðu einstaklinga en það virtist liðin tíð. Ráðherrann gæti beitt sé gegn þessari okurlána- stefnu sem ríkisstjórnin stendur fi'rír," sagði Jóhanna og lýsti eftir forsætisráðherra í umræðuna. Valgerður sagði aðalatriðiðið hvort fóllvið réði við lántökurnar. „Fólk má skulda fyrir mér ef það getur borgað. En auðvitað er lólk alltof duglegt \að að spenna bog- ann of hátt. Eg held \ið verðum Iíka að tala svolítið við einstakling- ana. Fók þarf að vita að það þarf að borga lánin sín aftur," sagði Val- gerður. — BÞ Gengislækkiuiiii „Gengislækkun krónunnar hækk- aði útistandandi útlán um 4 millj- arða króna," segir m.a. f frétt frá Búnaðarbankanum um afkomuna árið 2000. í ljósi þess að hlutdeild Bí í útlánunum var tæp 19% má allt eins ætla að skuldir lands- manna hafi kannski hækkað um eina 20 milljarða bara vegna geng- islækkunar krónunnar. Bankinn sjálfur hafði nær 300 milljóna gengishagnað af gjaldeyrisvið- skiptum á árinu. Búnaðarbankinn gerir árið 2000 upp með aðeins um 200 ntilljóna hagnaði, rúmum 1.000 milljónum rninni en árið áður. Hreinar vaxta- tekjur voru rúmir 4,2 milljarðar, sem var 775 milljóna (22%) aukn- ing og hreinar þóknunartekjur rúmir 2 milljarðar, sem var 411 milljóna (25%) aukning. En geng- istap upp á 977 milljónir al’ hluta- bréfum og 437 milljónir af skulda- bréfum át upj> drjúgan hluta tekn- anna, sem var stór viðsnúningur frá nær 1,3 milljarða gengishagn- aði á síðasta ári. — HEl 1E kvnntl betri nelmi ÍE boðaði til fundar til að kynna afar já- kvæð svör lækna við einni spumingu í Gaflup-könnun en þagði yfir svörum þeirra við annarri spumingu. Mikill meirihluti landsmanna og lækna eru fylgjandi - flestir mjög fý'lgjandi - uppbyggingu á mið- lægum gagnagrunni á heilbrigðis- sviði að uppfi'lltum ákveðnum skilyrðum. Þetta er rneðal niður- staðna könnunar sem Gallup gerði meðal allra starfandi lækna í landinu til að kanna afstöðu þeirra til gagnagrunnsins að beiðni íslenskrar erfðagreiningar eftir að stjórn Læknafélag Islands igiim sleit viðræðum um gagnagrunn- inn við IE. Islensk erfðagreining boðaði til sérstaks blaðamanna- fundar fyrir helgi til þess að kvnna helminginn af niðurstöður könnunarinnar. „HálfsaitnleikuT oftast er..„“ ÍE láðist nefnilega að segja frá því að Gallup var einnig falið að kanna afstöðu læknanna til við- ræðuslitanna. Það var ekki fvrr en daginn eltir, að talsmenn jE fengust loks til að upplýsa að 57% læknanna lýstu sig sammála við- ræðuslitunum en 39% voru á móti. Von sem Kári Stefánsson lýsti á fundinutn, um að víðtæk sátt væri orðin urn þetta mál, í Ijósi stuðnings yfirgnæfandi meirihluta læknanna og þjóðar- innar við grunninn, virðist því byggð á veikari grunni en þar var látið í veðri vaka. — HEl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.