Dagur - 27.02.2001, Blaðsíða 1

Dagur - 27.02.2001, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 27. febrúar 2001 84. og 85. árgangur -40. tölublað Miðlægur gagna- gruimiir í Smára Sérhver verslun tengd móðurtölvu. Stjóm- tæM íyrir húsið og verslunina. Þarf ekki leyfi Persónuvemdar. Trúnaðampplýsingar dulkóðaðar. Áform eru um að setja upp mið- lægan gagnagrunn á verslunarsviði í nýju risaverslunarmiðstöðinni sem opnar í Smáranum í Kópavogi næsta haust. Sérhver verslun verð- ur tengd þessum grunni en upplýs- ingar um veltu hverrar fyrir sig verða dulkóðaðar. Þessí gagna- grunnur mun byggjast á íslensku hugviti og sagt er að hann sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Ef vel tekst til binda menn vonir við að grunnurinn geti orðið verðmæt út- flutningsvara. Óttast persóniuijósnir Skiptar skoðanir eru þetta meðal verslunarmanna en sumir óttast að upplýsingar grunninum verði m.a. notaðar sem skatt- stofn, sía þá í burtu sem standa sig ekki og til annarra per- sónunjósna um versl- unina og viðskiptavini. Því neitar talsmaður Smáralindar sem segir að grunnurinn sé hugsaður sem stjórn- tæki fyrir allt húsið. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að þetta mál hafi ekki verið rætt innan stjórnarinnar né heldur hefur það verið kynnt fyrir samtökunum sem eru heildar- samtök kaupmanna í smásölu. Af þeim sökum sé erfitt að tjá sig um þessa nýjung að svo stöddu. Stjómtæki Pálmi Kristinsson talsmaður Smáralindar segir að með þessum gagnagrunni verður hægt að fylgj- ast með því hvenær á opunartíma „kaupin gerast á eyr- inni“ eins og hann orðar það. Hins veg- ar sé ekki ætlunin að fylgjast með því hver það er sem kaupir og selur. Hann segir að til- gangur þessa upplýs- ingakerfis sé m.a. til að fylgjast með um- ferð á bílastæðum verslunarmiðstöðvar- innar, fólksfjölda og viðskiptum í húsinu. Hann vísar því á bug að með þessu verði fylgst með veltu einstakra verslana og segir að upp- lýsingar um það verði dulkóðaðar. Þá sé þetta kerfi ekki til eftirlits heldur hugsað sem stjórntæld. Eltki mál Persónuvemdar Pálmi segir að í þessum gagna- grunni verði ekki safnað persónu- legum upplýsingum um hagi við- skiptavina hússins og því þarf ekki samþykki Persónuverndar fyrir þessum grunni. Þá reiknar Pálmi ekki með þvf að eitthvað verði „sýslað" með upplýsingar um veltu og afkomu einstakra verslana í þessum grunni, hvorki innan dyra hjá Smáranum eða á annan hátt, enda sé þar um trúnaðarupplýsing- ar að ræða. Hann segir að gagna- grunnurinn sé með upplýstu sam- þykki verslunareigenda í húsinu og um það sé kveðið í leigusamningi við hvern og einn. Til hagsbóta Af hálfu Smáralindar er talið að þetta sé verslunareigendum til hagsbóta. Því til staðfestingar bendir Pálmi á að almennar upp- lýsingar úr grunninum geti t.d. ver- ið á skjá hjá verslunarstjórum og jafnvel hjá starfsmönnum. Þannig sé hægt að fylgjast með fólksfjöld- anurn, hvað sé að gerast hverju sinni í húsinu og hversu heildar- veltan sé mikil frá hverjum tíma dagsins f\rrir sig. Það eigi síðan að geta nýst verslunareigendum t.d. í starfsmannahaldi með tilliti til álagstíma og við skipulagningu. - GRH Sigurður Jónsson fram- kvæmdastjór/ Samtaka versl- unar og þjónustu 16% aukning í sæðissölu Samkvæmt upplýsingum frá Nautastöð Landssambands kúa- bænda voru í fyrra seldir 2.400 sæðisskammtar úr holdanauta- stofnunum Angus og Limósín, sem er 16,1% fleiri skammtar en árið á undan. Ástæða aukning- arinnar er sögð sú að samkeppn- in á kjötmarkaði fer harðnandi ár frá ári. „Kúabændur hafa því þurft að leita allra leiða til að framleiða nautakjötið með hag- kvæmari hætti og er það fyrst og fremst ástæðan fyrír því að æ fleiri bændur nota sæði úr þess- um nýju stofnum við kjötfram- leiðslu sína, enda vaxtarhraði og fóðurnýting þeirra mun betri en íslenskra nauta,“ segir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Nautastöðvar LK. I ár eru liðin fjögur ár frá því að fyrst var farið að bjóða ís- lenskum kúabændum upp á sæði úr þessum holdastofnum. -BÞ Túkall. Neyslumenning þjóðarinnar tekur hamskiptum þessa dagana. í gær voru það bollur afýmsum toga. Salt- kjöt og baunir eru á matseðli sprengidagsins sem er í dag. Á morgun verður svo níðst á köttum í tunnu samfara gríðarlegu sælgætisáti. - mynd brink Ari Skú/ason. Ekki frágangssök. Mati á forsend- umsemkar Ovíst er hvort sameiginleg nefnd ASI og Samtaka atvinnulífsins um endurskoðun kjarasamninga kemst að niðurstöðu í þessum mánuði um hvort forsendur þeirra í verðlags- og launaþróun halda eða ekki. Ástæðan er sögð tímafrek vinna við að meta aðra samninga og komast að niðurstöðu Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að í starfi nefndarinnar hafi menn ekki bundið sig við einhvern dag til að skila af sér. Undir það tekur Ari Skúlason fráfarandi framkvæmda- stjóri ASÍ sem er annar af tveimur fulltrúum sambandsins í nefnd- inni. Hann segir að ekki frágangs- sök þó nefndin Ijúki vinnu sinni í byrjun næsta mánaðar. Til þessa helur verið skilningur margra að endurskoðun á forsend- um kjarasanininga eigi að liggja fyrir í febrúar ár hvert á samnings- tímanum. I þessu ákvæði er þó sleginn sá varnagli að niðurstöðu geti seinkað ef aðstæður á vinnu- markaði gefa tilefni til þess. Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusam- bands Vestljarða segist ekki sjá að neinar aðstæður sem réttlæta þessa seinkun. EkMsamningsbrot Halldór Björnsson starfandi forseti ASÍ segir að ef niðurstaða fáist ekki á þeim fáu dögum sem eftir eru af mánuðinum þýðir það ekki að menn hafi „glatað lestinni". Hann segir að það vera sameigin- legan skilning að það sé ekki samningsbrot þó nefndin skili ekki af sér fyrr en í rnars vegna þess hve viðamikil endurskoðun sé. Halldór segir að miðað við þróunina í verð- lags- og launamálum eigi menn erfitt með að trúa því að ekki hefði verið samið útfyrir þann launa- ramma sem markaður var með samningunum í fyrra. Sé svo blas- ir við að nefndin komist að sam- eiginlegri niðurstöðu um einhverja kauphækkun eða að félög segi upp samningum með þriggja mánaða fyrirvara. -GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.