Dagur - 27.02.2001, Blaðsíða 20

Dagur - 27.02.2001, Blaðsíða 20
20- PRIBJVDAGU K 27. FEBRÚAR 200 1 Akureyri-Norðurland Ttegtír Ný húsakyimi tekin í notkun í H.A. í gær. Ný deild hefur starfsemi í haust. Um 70% nemenda Háskólans á Akur- eyri koma af nærliggjandi svæðum. Háskólinn á Akureyri opnaði dymar á nýju húsnæði að Sólborg upp á gátt fvrir gestum og gangandi síðastliðinn laugardag. Fleiri hund- ruð manns heimsóttu skólann og skoðuðu húsakynnin, þáðu veitingar, hlýddu á ívrirlestra og nutu leiðsagnar nemenda um deildir skól- ans: Heilbrigðis-, kennara-, rekstrar-, og sjáv- arútvegsdeild sem koma til með að hafa aðset- ur í hinu nýja húsnæði. Einnig var kvnnt ný deild, upplýsingatæknideild. sem mun hefja starfsemi haustið 2001 og er stofnuð í sam- vinnu við Islenska erfðagreiningu og verður byggt sérstaklega utan um hana. Nýir stúdentagardar Það er fastur liður í starfsemi H.A. að standa fyrir Opnu húsi á ári hverju, þar sem boðið er upp á íjölbreytta dagskrá og áhugverðar kynningar á starfseminni og sjá nemendur alfarið um kynninguna með aðstoð námsráðgjafa og kvnningar- fulltrúa H.A. Jóna Jónsdóttir er nemandi á siðasta ári í Rekstrardeild H.A. og var það hluti af hennar námi að setja upp kynninguna að Opnu húsi. „Tilgangur- inn með Opnu húsi Háskólans á Akur- eyri er fyrst og fremst að kynna starfsemi hans fyrir áhugasömum krökkum sem hafa áhuga á að fara í háskóla, en við erum einnig að sinna skyldum okkar við Jóna Jónsdóttir nemandi á sfðasta ári í Rekstrar- deildar H.A., var ein afþeim sem stóðu fyrir kynn- ingunni að Opnu húsi H.A. sl. iaugardag. Hún ásamt öðrum nemendum á markaðssviði hafa auk þess unnið að því i vetur að endurnýja allt kynn- ingarefni skólans, sem lá frammi þennan dag. hlutföllunum úr VMA. Það er nýlega búið að taka í notkun stúdentagarða í Drekagili sem er skammt frá háskólasvæðinu að Sólborg. Það ætti því enginn sem hefur hug á að stunda nám við Háskóann á Akureyri að þurfa að setja hús- næðisskort fyrir sig“, segir Jóna að lokum. samfélagið svo almenn- ingur fái tækifæri á að fylgjast með. Svo lyftum við okkur líka upp og fengum að þessu sinni hljómsveitina 200.000 þúsund naglbíta til að koma og spila fyrir gesti", segir Jóna. -Hvaðan koma nem- endur í H.A. aðallega? „Um 70% nemenda koma héðan af svæðinu restin úr öðrurn lands- hlutum, aðallega af Stór- Reykjavíkursvæðinu. Helmingurinn kemur úr VMA og einn fjórði úr MA. Markmið okkar er að auka hlutföll nem- enda úr MA, okku r lýst svo vel á þau, en jafn- framt viljum við halda 200.000 þúsund naglbítar sáu um að lyfta fólki upp í hæstu hæðir í nýju húsnæði H.A., sem formlega var tekið i notkun í gær. Stígamót komatíl Akurcyrar Stígamót, samtök sem sérhæfa sig í viðbrögðum við kynferðis- legu ofbeldi eru að færa þjónustu sína út um landið og munu í dag helja starfsemi á Akureyri. Sam- tökin munu bjóða upp á viðtöl einu sinn í viku, á þriðjudögum, auk þess sem stefnt er að því að hrinda af stað svokölluðum sjálfs- hjálparhópum. Mikil þörf er tv rir starfsemi af þessu tagi á Evja- fjarðarsvæðinu og Norðurlandi, ekld síður en á höfuðborgarsvæð- inu. Umfangsmikið ráðgjafarstarf hefur farið og fer fram í gegnum síma, og hefur það einkum verið fólk á landsbyggðinni, sem not- færir sér þessa leið, hæði þolend- ur, aðstandendur þeirra, fólk í barnaverndarnefndum, svo og kennarar og lcikskólakennarar, sem hafa grun um að barn í þeir- ra umsjá kunni að hafa verið beitt kynferöisofbeldi. Fundiir um skólamál Nefnd á vegum Héraðsnefndar Eyjafjarðar sem skipuð var til að koma á auknu samstarfi milli skóla og skólastiga á Eyjafjarðar- svæðinu hefur skipulagt sam- ráðsfund fyrir grunn- og frarn- haldsskóla á Eyjafjarðarsvæðinu 2. mars n.k. kl. 14:00 í Gryfj- unni í VMA. A fundinum verður fjallað um valkvætt nám í 9. og 10. bekk grunnskóla, Eltir fram- söguerindi fara fram umræður í hópum. Fundurinn er opinn öll- um sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál. TeUaiistofur sameiuaðar Frá síðastliðnu hausti hefur Árni Olafsson, arkitekt og fyrrverandi skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, rekið vinnustofu á Akureyri í samstarfi við Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar, arkitekts í Reykjavík. I ársbyrjun voru teiknistofurnar sameinaðar í einu fyrirtæki, Teiknistofa arki- tekta, Gylfi Guðjónsson og fé- lagar ehf. með vinnustofum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Eigendur fyrirtækisins eru auk þeirra Gylfa og Árna arkitekt- arnir Arnfríður Sigurðardóttir og Sigurður J. Jóhannsson. Teiknistofa Gylfa Guðjónsson- ar á að baki rúmlega 20 ára far- sælan feril. Teiknistofan hefur unnið að fjölþættum verkefnum á nær öllum sviðum skipulags- og byggingamála og hefur á að skipa starfsfólki með fjölbreytta reynslu af hönnun, skipulags- vinnu, áætlanagerð og verkefna- stjórn. Nýja fyrirtækið byggir því á gömlum merg og áratuga reynslu á sínu sviði. Eigendur teiknistofunnar: Gylfi Guðjónsson, Árni Úlafsson, Arnfríður Sig- urðardóttir og Sigurður J. Jóhannsson. Vinnustofurnar eru tölvuvædd- ar og hafa yfir að ráða öflugum vélbúnaði og hugbúnaði fyrir hönnunar- og skipulagsvinnu. Teiknistofan getur því boðið sveitarfélögum, byggingaaðilum og einstaldingum alhliða þjón- ustu, sem byggir á Iangri reynslu og staðgóðri þekkingu. Vinnu- stofur fyrirtækisins eru að Klapp- arstíg 16, Reykjavík og Kaupangi við Mýrarveg, Ákureyri. SKODANIR BRYNJÓLFS Borgarpólitúaisar Sú þráhyggja sem kemur stöðugt fram í fréttum af áformum um byggð í Vatnsmýr- inni vekur mér stöðuga undrun. Ekki er að sjá af umræðunni að þeir hafi tekið eftir því sem vís- indamenn segja um láglendið í heiminum og framtíð þess. Eg hefi áður látið þessa undrun mína í ljós og svo skemmtilega vildi til að daginn sem Dagur birti þann pistil eftir mig kom bráðfallegur jarðfræðingur á skjáinn sem er gift þingmanni og upplýsti um þessa framtíðar- sýn um hækkun sjávar og hvernig fara mun um þá staði sem standa lágt yfir sjó. Á sama tíma kom þessi frétt frá vísinda mönnum á vegum Sameiðuöu þjóðanna um að hiti á jörðinni muni hækka um sex gráður. Samt vaða þessi byggingará- form uppi í umræðunni. Eg sé fyrir mér byggð sem muni fara undir sjó og verður erfitt að eiga veð í þeirri byggð. Dómarar með síðustu ferð sem féll niður Forysta Handknattleikssam- bands Islands hefur oft á tíð- um legið undir gagnrýni fyrir framkvæmd móta, dómaramál, útbreiðslu og fleira. Því miður á sú gagnrýni oft við rök að styðjast. Valur átti að leika við KA í Nissan-deildinni í hand- bolta á sunnudagskvöld, og tók Valslið flug úr Reykjavík kl. 14.00, en ekki dómarar leiksins þrátt fyrir að veður- horfur væri ekki góðar. Þeir áttu svo flug kl. 17.00, en þá var orðið ófært. Reynt var að fljúga norður á sunnudag og fór vél norður en varð að snúa við yfir Eyjafirði. Þá hafði leik- urinn verið settur á kl. 21.45, þrátt fyrir mótmæli heima- manna, KA. Ekkert varð af leiknum á sunnudag og var honum því fresta þar til í gær- kvöld, mánudag kl. 20:00. Árni Freysteinsson, formað- ur handknattleiksdeildar KA, segir þessa framkomu móta- nefndar HSl forkastanlega, og Ijóst að bæði lið tapi á svona klúðri. Sé t.d. miðað við að leikurinn farið fram kl. 20.00 sé Ijóst að tap handknattleiks- deildar KA sé ekki undir 300 þúsund krónum, Valsliðið sé andstæðingur sem ævinlega dragi að sér fjölda áhorfenda, en t.d. börn og unglingar mæti ekki á leiki sem ekki er Iokið fyrr en undir miðnætti. Tap Valsmanna sé einnig umtals- vert, þeir þurfi að dvelja á Ak- ureyri í einn aukasólarhring og halda liðinu uppi, og þá er ekki reiknað með tapi ein- stakra Ieikmanna vegna vinnu- taps. Jón Hermannsson, formað- ur mótanefndar HSÍ, segir regluna þá að dómarar fari alltaf með liðinu þegar fljúga þurfi í leiki, og hann viti ekki ástæðu þess að það hafi ekki gerst í gær, sem full ástæða hafi verið til vegna veðurútlits. „Liðin hafa meira að segja gefið eftir sæti í flugvélum ef svo ber undir, eins og t.d. í leiguflugi. Þetta eru mistök, og ekki vinnulag sem er notað enda hefur þetta kostnað í för með sér fyrir bæði lið, og jafn- vel tekjutap fyrir KA, þar sem börn og unglingar fá ekki að mæta í leiki seint að kvöldi þegar mæta þarf í skóla næsta morgun. En menn voru að reyna að vinna sig út úr vand- anum á sunnudagskvöldið," segir formaður mótanefndar HSÍ. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.