Dagur - 27.02.2001, Blaðsíða 17

Dagur - 27.02.2001, Blaðsíða 17
ÞRIfíJUDAGUR 27. FEBRUAR 2001 - 17 WNPlWtl Hmeniiiingu lífig *y« Þrjár aldir hafa liðid frá þvísem menn kölluðu lögmál Isaacs Newtons um þyngdaraflið án þess að vísindamönnum hafi tekist að skilja það Prjú námskeið í Gunnþóra tæknilegum atrið- Gunnarsdótör um tengdum leiklist eru framundan á vegum Opna listaháskólans. Eitt þeirra er í leiktúlkun. Þar verðm' unnið með spuna og senur og kennt hvernig leikarar nálgast ný lilutverk. Kennari er Þór Tulin- íus leikari. Annað er í leik- myndahönnun. Þar verður skyggnst bak við tjöldin og rætt um hvernig leiksýning verður til með samspili margra ólíkra þátta. Kennari er Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður og leik- myndahönnuðm'. Þriðja nám- skeiðið er í búningahönnun. Þar verður fylgst með persón- um verða til í leik, búningum og gerfi. Kennari er Þórunn María Jónsdóttir búninga- hönnuður. Landið og birtan Hröim Eggertsdóttir myndlist- arkona og kennari sýnir þessa dagana í litla steinbænum að Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6. Þar er um að ræða olíumál- verk sem hún hefur málað á síðustu misserum. Myndefni Hrannar er landið og birtan Hrönn Eggertsdóttir myndlistarkona. yfir því, enda heita margar myndanna einfaldlega „Land- ið mitt“. Hrönn hefur tileinkað sér sérstaka tækni sem mýkir allar línur í myndunum og bregður yfir þær sérstökmn blæ. Þetta er áttunda einka- sýning Hrannar og auk þess hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum. í Stöðlakoti stendur sýning hennar til 11. mars og er opin daglega frá 15-18 alla daga nema mánu- ^ daga.____________________ Eftir 1998 fóru vísindamenn að rannsaka alvarlega hvort sú þrívíddartil- vera sem menn sjá alls staðar í hinum þekkta alheimi (lengd, breidd og hæð) gæti ekki verið hluti af hæri'i vídd eða vídd- um. Þessir nýju vfsindamenn leita að mælan- legum staðreyndum í heimi hins smáa. Ef slíkar víddir eru til, segja þessir vísindamenn, hlytu þær óhjákvæmilega að hafa áhrif á þyngdarailið og þær gerðu það sterkara. Strengjakenningar síðustu ára íjalla meðal annars um þetta. En í þeim fræðum hafa menn talað um ellefu vx'ddir eða jafnvel um íjölvíddartilveru. Bamsliöndin sigrar Þrjár aldir hafa liðið frá því sem nxenn kölluðu lögmál Isa- acs Newtons um þyngdaraflið án þess að vísindamönnum hafi tekist að skilja það. Newton lýsir aðeins því sem hann sér gerast. Ilann gefur engar skýxúngar á því hvað gerist og hvers vegna. Að- dráttaraflið virðist vera afar veikt: Það liggur nagli á jörð- inni og þarna er barn að leik með seguljárn í lxendinni. Barnið heldur seguljárninu yfir naglanum Öll jörðih togar á rnóti barninu og heldur í naglann en barnshöndin sigr- ar með þetta litla leikfang að vopni. Naglinn þýtur upp af jörðinni og festist við segul- járnið. Hvers vegna? Aðdrátt- araflið milli tveggja rafeinda er tíu í fertugasta og þriðja sinnum veikara en rafsegul- kraftarnir milli þeirra. Hæfilega sterkt til að halda okkur við jörðina Því fer víðsfjarri að nxenn í fortíðinni hafi nokkurn tímann skilið aðdráttaraflið. En við getum verið þakklát fyrir að það er eins og það er. Þessi hófstilling aðdráttaraflsins er okkur nxjög þýðingarmikil. Það er hæfilega stei'kt tii að halda okkur við jörðina og hindra það að við svífum út í geiminn og það er hæfilega veikt til þess að við getum hreyft okkur. Ef hlutfallið milli þessara tveggja krafta á jörð- inni væri öðruvísi gætum við með engu móti lifað í þessum heimi. Upphaflega einnkraftiir Það er engan veginn létt verk að uppgötva nýjar víddii'. Við vitum ekki einu sinni hvort þær eru til. En ef til eru aðrar víddir er aðeins hægt að finna þær vegna áhrifa þeirra á að- dráttaraflið. Menn eru að gera tilraunir sem eiga að sýna að kraftarnir ijórir eigi sama grundvöll. Þeir eru upphaf- lega einn kraftur og menn vilja sýna fram á að þeir séu í eðli sínu eitt afl. Þegar þriðja árþúsundið kemst að þeirri niðui'stöðu að aðdráttaraflið eigi sama grund- völl og rafsegulkraftarnir þá þýðir sú niðui'staða aðeins eitt: til eru óþekktar víddii'. En allt eru þetta spurningar sem bíða þi'iðja árþúsundsins. HORN HBM- SPEKINGSINS Þýtt til frægðar? Með jöfnu millibili er með til- heyrandi lúðrablæsti'i tilkynnt um sölu á íslenskum skáldverk- um erlendis. Þetta er vitanlega hið besta mál, en rétt er að taka fram að þótt íslensk bók sé þýdd á erlendar tungur jafngildir það ekki því að um hágæðaskáldskap só að í'æða. Ef leita skal til fortíð- ar eru bækur Kristmanns Guð- mundssonar gott dænxi, en í dag er ekki hægt að lesa þær án þess að fara hvað eftir annað hjá séi', og þaö er hreint óskiljanlegt að einhvei'jum skuli einhvern tíma hafi tekist að sannfæra sig um að þetta væri alveg ágætur skáldskapur. Úr nútíman- um vil ég nefna Stellu Blómkvist, en bók eftir hana mun hafa verið seld til virts fox'lags í Þýskalandi, og af því nxá ráða að hægt er að selja hvaða rusl sem er til útlanda. MENNINGAR UAKTIN skrifar Ég vil taka fram að ég hef ekki hugmynd um hver Stella Blómkvist er. Ég hef reyndar vei'ið að klína nafni hennar á hina og þessa menn sem ég ber ekki hlýjar tilfinningar til, en ég held því miður að mér skjátlist í þeim ágiskunum öllunx. Ég hef einnig spurt vini mína sem mér finnst stundum óþarflega uppá- tækjasamir og hef fengið stað- fest að Jón Baldvin er ekki Stella, og mér líður miklu betur að vita af því að hann hefur ekki verið að misstíga sig á ritvellinum. En sem sagt, kannski er Stella per- sóna sem mér er hlýtt til, en mér finnst hún arfavondur rithöfundur, og ef hún fær góða dóma í Þýskalandi þá eru þýskir gagnrýnendur enn verxá en þeir íslensku, sem hafa þó tekið upp á að lxrósa hinum furðulegustu afurðum. „Ég hef einnig spurt vini mína sem mér finnst stundum óþarf- lega uppátækjasamir og hef fengið staðfest að Jón Baldvin er ekki Stella, og mér líður miklu betur að vita afþví að hann hefur ekki verið að mis- stíga sig á ritvellinum." Nú veit ég að innan skammst kemur enn ein tilkynningin í tilheyrandi upp- hrópunarstíl frá Eddu unx sölu á ein- hverju íslensku skáldverki til útlánda. Vonandi er þar ekki um að ræða ein- hverja leiðindalanglokuna sem maður sárvoi'kennir útlendingum að brjótast í gegnum. P.S. Þegar ég var að setja punkt við þessa grein sendi Pétur Már Ólafsson mér tölvupóst um að Edda væri búin að selja Laxness í fyrsta sinn til Poi'túgals og Tókklands. Ég sé ekki ástæðu til að gera athugasemd við þá sölu, enda eru Heimsljós og Kristnihaldið engar leið- indalanglokur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.