Dagur - 02.03.2001, Page 12
12- FÖSTUDAGUR 2. MARS 2 00 1
-Dagur.
FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 - 13
FRÉTTASKÝRING
FRÉTTIR
L
SamfyLkmgm vill
þjóðarsátt um aðgerð-
ir á leigumarkaði.
Áætlun til fjögurra
ára. Kostar 4 - 6 millj-
arða. Um 2 þúsund á
biðlistum eftir hus-
næði. Leigjendasam-
tökin fagna. Borgin
óskar eftir virkiim
leigumarkaði.
Allur þingflokkur Samfylkingar-
innar, eða 17 þingmenn, hefur
lagt fram á Alþingi þingályktunar-
tillögu um átak til að auka fram-
boð á leiguhúsnæði. Þingflokkur-
inn telur að neyðarástand sé á
leigumarkaðnum og því sé nauð-
syn á þjóðarsátt um aðgerðir til
lausnar þessum vanda. Svipuð
skoðun hefur einnig komið frá
þingmönnum Vinstri hreyfingar-
innar - grænu framboði. Þá hafa
Leigjendasamtökin ítrekað lýst
eftir aðgerðum til að fjölga leigu-
íbúðum. Ekki náðist í Pál Péturs-
son félagsmálaráðherra í gær, en
hann svaraði ekki skilaboðum um
skoðun sína á tillögum Samfylk-
ingarinnar né gagnrýni þing-
manna hennar á verk hans og rík-
isstjórnar í húsnæðismálum.
Um 2 Jjúsund á lnðlistiun
Nálægt 2 þúsund einstaklingar
og fjölskyldur munu vera á
biðlistum eftir leiguíbúðum og
sýnu mest á höfuðborgarsvæð-
inu. Eins og fram hefur kornið í
Degi hefur víða verið pottur brot-
inn á leigumarkaðnum á höfuð-
borgarsvæðinu. Þar hafa menn
verið að leigja út alls kvns hús-
næði sem íbúðarhúsnæði og m.a.
niðurgrafna kartöflugeymslu,
íbúðir með moldargólfi og á ann-
an hátt heilsuspillandi, svo dæmi
séu tekin.
Þá hefur borgarstjóri lýst því
yfir að 300 fjölskyldur séu á von-
arvöl f húsnæðismálum. Lára
Björnsdóttir félagsmálastjóri
borgarinnar hefur m.a. sagt að
ástandið á leigumarkaðnum i
borginni hefði aldrei verið
jafnslæmt frá því hún hóf störf
sem félagsmálastjóri fyrir sex
árum.
Af hálfu Leigjendasamtakanna
hefur komið fram að fjöldi fólks
eigi hvergi þak yfir höfuðið og
verði að hírast inni á ættingjum
og vinum og nánast livar sem því
verður við komið.
í forgang
I tillögu þingflokksins sem lögð
var fram á Alþingi í gær kemur
m.a. fram að það sé forgangsmál
að grípa þégar til aðgerða til
lausnar þeim brýna vanda sem
skapast hefur á leigumarkaðnum
og þá einkum á höfuðborgar-
svæðinu. I því skyni vill þing-
að auka við sig á sama tíma og
fólk flutti í miklum mæli frá
landsbyggð og til höfuðborgar-
svæðisins. Hún segir að þetta hafi
m.a. haft þær afleiðingar að eftir-
spurn eftir húsnæði jókst, hús-
næðisverð hækkaði og sömuleiðis
fasteignagjöld, eignaskattar, vísi-
tala og verðbólga. Þetta hefði því
haft gífurleg áhrif á afkomu
venjulegs launafólks.
Beðið eftir ríkinu
Helgi Hjörvar formaður félags-
málaráðs Reykavíkurborgar telur
svona fljótt á litið að tillögur Sam-
fylkingar til að leysa vandann á
leigumarkaðnum séu í anda nið-
urstaðna sem fram komu hjá
starfshópi félagsmálaráðuneytis-
ins um aðgerðir á leigumarkaðn-
um. Honum sýnist þó að hjá Sam-
fylkingunni sé gert ráð fvrir ívið
meiri fjármunum en voru í kerf-
inu.
Hann bendir á að ríkið hafi ver-
ið að setja rétt urn 800 milljónir í
vaxtaniðurgreiðslur á ári. Þá séu
fyrirheit urn annaðhvort stofn-
styrki eða auknar húsaleigubætur
eða að skattar verði felldir niður
af þeim. Það sé hins vegar ekki
enn komin niðurstaða hjá ríkinu
um þessar tillögur sem starfshóp-
urinn lagði til. Helgi segir að
menn séu að híða eftir því. Hann
segist þó binda vonir við að af-
staða stjórnvalda til tillagna
starfshópsins muni sjá dagsins
ljós á næstu vikum.
Það sem skiptir mestu máli í
sambandi við leigumarkaðinn
segir Helgi vera að reynt verði að
skapa almenn skilyrði fyrir félaga-
samtök, fyrirtæki og húsnæðis-
samvinnufélög til að bvggja og
reka leiguhúsnæði. Þannig að til
verði almennur og virkur leigu-
markaður. Því í sjálfu sér séu
mörg sveitarfélög og þar á meðal
Reykjavík að setja inn á markað-
inn miklu fleiri félagslegar leiguí-
búðir en áður hefur verið gert.
Hesthús sem leiguibúdir?
Jón Kjartansson formaður Leigj-
endasamtakanna segir að það
veiti ekki af þjóðarátaki til að
leysa það neyðarástand sem ríki á
leigumarkaðnum. Eins og ástand-
ið er á markaðnum sé það spurn-
ing hvenær menn fara að leigja
hesthúsin sín sem leiguíbúðir.
Hann segist því fagna öllum til-
lögum sem miða að lausnum á fé-
lagslegum forsendum. Það sé
vegna þess að markaðsöflin virð-
ast ekki hafa neinn áhuga á þess-
um markaði. Hann bendir líka á
að staðsetning leiguíbúða skiptir
miklu máli þar sem fólk vill vera
nálægt miðbænum, en ekki í
hyggð sem staðsett er langt ofan
við snjólínu.
Hann vekur einnig athygli á því
að það sé mjög mikill skortur á
leiguíbúðum fyrir einstaklinga.
Það sé því ekld nóg að fjölga stór-
um íbúðum fyrir fjölskvldufólk
þótt það þurfi auðvitað líka. Þá
skipti líka miklu máli að leiguhús-
næði taki mið af aldurssamsetn-
ingu leigjenda. I því sambandi
bendir hann á að það sé til lítils
að leigja t.d. aldaðri konu íbúð á
þriðju hæð í Breiðholti, og hún
komist varla niður f forstofu til að
ná í póstinn sinn. Það sé því að
mörgu að huga í þessu máli.
flokkurinn að ríkisvaldinu verði
þegar í stað falið í samráði við
sveitarfélög, verkalýðshreyfing-
una, félagasamtök og lífeyrissjóði
að ráðast í sameiginlegt átak sem
byggi á framkvæmdaáætlun til
fjögurra ára.
Kostar 4-6 miUjarða
Markmið með þeirri áætlun á að
vera að leysa húsnæðisvanda
þeirra sem eru á biðlista eftir
leiguhúsnæði og þeirra sem eiga
nú hvorki rétt til almennra né fé-
lagslegra lána. Lagt er til að fram-
kvæmdaáætluninni verði hrundið
af stað eigi síðar en 1. júlí n.k.
Aætlaður kostnaður vegna þess-
arar áætlunar er talinn nema um
4-6 milljörðum króna, eða 1-1,5
milljörðum á ári í fjögur ár.
Jóhanna Sigurðardóttir, sem er
fyrsti flutningsmaður tillögunnar
bendir á að það sé hægt að fjár-
magna þetta átak á ýmsan hátt
hjá ríkinu. Meðal annars sé hægt
með útboðum á aðkeyptri sér-
fræðiaðstoð ráðuneyta og ríkis-
stofnana að ná 1-1,5 milljarði á
ári. Hún segir að þessi sérfræði-
kostnaður hafi aukist frá 1994 úr
einum milljarði í 3,5 milljarða og
þar sé því hægt að spara. Hún
vekur einnig athygli á því að Rík-
isendurskoðun hefur gert athuga-
semdir við þetta mák
Þá telur hún að hægt sé að ná í
tekjur til átaksins með skattlagn-
ingu söluhagnaðar. I því sam-
bandi bendir hún á að Samfylk-
ingin hefði viljað fara allt aðra
leið en stjórnarflokkarnir þegar
þessi skattur var lækkaður úr
38% í 10%. Við fjárlagagerðina
var talið að óbreyttur skattur gæti
gefið 2,6 milljarða króna.
95% lán
Til að þurrka upp biðlista eftir
leiguhúsnæöi leggur þingflokkur
Samfý'lkingar m.a. til að heimilt
verði að veita 95% lán til sveitar-
félaga og félagasamtaka og ann-
arra sem hafa það að markmiði
að koma á fót leiguhúsnæði á við-
ráðanlegum kjörum fyrir lág-
launafólk. Jóhanna Sigurðardótt-
ir segir að þarna sé um um 5%
hækkun að ræða frá því sem nú
er.
Skilyrt er að þeir sem fái þessi
lán fylgi reglum um eftirlit með
byggingakostnaði, leiguverði og
þinglýsingu á leigusamningi. Lagt
er til að stofnað verði til sérstaks
lánaflokks hjá íbúðalánasjóði þar
sem settar verði samræmdar regl-
ur og skilyrði fyrir slíkum lánum.
I tillögunni er gert ráð fyrir að
ríkissjóður greiði 85% þess sem
þarf til að ná markmiði átaksins
og sveitarfélögin 1 5%.
I greinargerð með tillögunum
kemur fram að hlut sveitarfélaga
mætti skoða í samhengi við
áframhaldandi vinnu við tekju-
skiptingu milli ríkis og sveitarfé-
Iaga. Sérstaklega þegar fyrir ligg-
ur að sveitarfélögin hafa borið
þar skarðan hlut frá borði.
Leigúkjör
Þá er lagt til að vaxtaendur-
greiðslur og eða stofnstyrkir svo
og húsaleigubætur tryggi að
leigjukjör fari ekki yfir 6% af
stofnverði íbúðar. I greinargerð
með tillögunni er gert ráð fyrir að
vaxtaendurgreiðslur og eða stofn-
styrkir verði 2-3 milljónir króna á
Tveir fyrrverandi félagsmálaráðherrar, þær Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir ásamt Bryndísi Hlöðversdóttur formanni þingflokks Samfylkingar vonast eftir breiðri samstöðu um átak
til að auka framboð á leiguhúsnæði.
tveggja til þriggja herberja íbúðir
væri 70 - 90 þúsund krónur og
jafnvel enn meira. Þá væru fjöl-
margir í þeirri stöðu að fá ekki
íbúðir jafnvel þótt þeir hefðu efni
á greiða hátt leiguverð lyrir þær.
Aflurhvarí til fortíöax
Á fundinum vakti þingflokksfor-
maður Samfylkingar athygli á því
að í skýrslu nefndar á vegum fé-
lagsmálaráðuneytisins frá því í
fvrra hefði komið fram að það
vantaði 1250 leiguíbúðir til að
tæma biðlista eftir Ieiguíbúðum
hjá sveitarfélögum og 679 íbúðir
hjá félagasamtökum, eða hátt í
2000 leiguíbúðir.
Þá bentu nýlegar upplýsingar til
þess að í Reykjavík séu 600 - 700
einstaklingar og tjölskyldur í þörf
fyrir leiguíbúðir. A síðasta ári
Helgi Hjörvar
formaður félagsmálaráðs
segir að tillögur Samfylkingar
séu í anda niðurstaðna
starfshóps á vegum félagsmála-
ráðuneytis.
hefði t.d. Félagsstofnun stúdenta
borist 835 umsóknir en gat aðeins
leyst úr þörf 50-60% nemenda. 1
ársbyrjun hefðu 440 manns verið
á biðlista hjá Oryrkjabandalaginu
og á þann lista bætast árlega um
100 manns. Bryndfs sagði því
Ijóst að það þyrfti að bregðast við
þessu neyðarástandi með öflugu
átaki. Ella stefnir í afturhvarf til
ömurlegrar húsnæðisaðstöðu
þeirra lægstlaunuðu eins og var í
upphafi og fram eftir sfðustu öld.
Hún segir að ríkisstjórnin hefði
aðeins svarað þessari miklu neyð
með sérstakri vaxtahækkun á hús-
næðislánum til þeirra sem verst
eru staddir. Sem dæmi nefndi
hún að frá árinu 1998 hefðu þess-
ir vextir hækkað úr 1% í 3,9% og
frekari hækkanir séu áformaðar.
Ef ekkert verður að gert og ef rík-
isstjórnin heldur áfram á sömu
braut sé það mat Samfylkingar að
félagsleg uppbygging félagslegra
úrræða á húsnæðismarkaði muni
stöðvast.
Vítahringur
Rannveig Guðmundsdóttir þing-
maður Samlý'Ikingar segir að nið-
urfelling á félagslega húsnæðis-
kerfinu hafi haft gífurleg og afger-
andi áhrif á húsnæðismarkaðinn.
Meðal annars hafi engin tekið við
því hlutverki sem sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu hafi gengt í
húsnæðismálum eftir að kerfið
var lagt niður. Aður höfðu á veg-
um sveitarfélaganna verið byggðar
hátt í 300 nýjar íbúðir á ári
hverju.
Fyrir vikið vantaði inörg hundr-
uð íbúðir á húsnæðismarkaðinn
áður en byggingamarkaðurinn fór
hverja íbúð og að hætt verði
skattlagningu á húsaleigubætur.
Bent er á að fjárhæð stofnstyrkja
sé byggð á útreikningum nefndar
félagsmálaráðuneytisins.
Þar kom fram að 2-3 milljón
króna stofnstyrki þyrfti að greiða
með tveggja til þriggja herbergja
íbúð til að viðhalda sömu niður-
greiðslu á leiguíbúðum og var
með 1% vaxtakjörum og 90% láni
til leiguíbúða.
Jóhanna Sigurðardóttir segir að
með þessum aðgerðum gæti
leiguverð á tveggja og þriggja her-
bergja íbúðum numiö um 25-30
þúsund krónum á mánuði. Hún
bendir einnig á að el hætt verður
að skattlcggja húsaleigubætur
eins og þingflokkurinn leggur til
gæti leiguverð á tveggja herbergja
íbúð orðið alll að 4 þúsund krón-
um lægra. Jafnframt er lagt til að
réttur til húsaleigubóta verði
rýmkaður. Hún telur að það sé
brot á jafnræðisreglu stjórnar-
skrár og jafnræðisreglu skattalaga
að skattleggja húsaleiguhætur en
ekki vaxtabætur.
Þingflokkurinn vill einnig að
stimpilgjöld falli niður hjá fram-
kvæmdaaðiium leiguíbúða, enda
verði slík niðurfelling skiiyrt út-
leigu á íbúðum. Jafnframt verði
kannað hvort rétt sé að veita af-
slátt af gatnagerðargjöldum
vegna bygginga slíkra íbúða. Jó-
hanna segir að þctta sé mjög mik-
ilvægt enda vegi gatnagerðargjöld
þungt í byggingakostnaði, eða um
300 þúsund af tveggja herbergja
íbúð.
Samstarf við lífeyrissjóði
I tillögunum er lagt til að leitað
veröi eftir samstarfi við lífeyris-
Jón Kjartansson formaður Leigj-
endasamtakanna segir að eins og
ástandið sé á leigumarkaðnum sé
það aðeins spurning hvenær reynt
verður að leigja hesthús sem íbúð-
arhúsnæði.
sjóðina um að styrkja átakið með
kaupum á sérstökum húsnæðis-
bréfum. Jóhanna segir að það sé
mikilvægt að stórir fjárfestar eins
og lífeyrissjóðirnar taki þátt í
þessu átaki með fjármögnun. 1
því sambandi bendir hún á að
þeir sem þurfa að leita á leigu-
markaðinn séu félagsmenn í líf-
eyrissjóðum.
I tillögunum er ennfremur lagt
til að rýmkuð verði tekjuskilyrði
fyrir rétti lil Ieiguíbúða lý'rir fólk
sem nú á hvorki rétt til almennra
né félagslegra lána. Jóhanna seg-
ir að þessi tekjuskilyrði séu nokk-
uð þröng, eða 1,7 milljónir króna
hjá einstaklingi og 300 þúsund
fyrir hvert harn og 2,4 milljónir
fyrir hjón.
Á ábyrgð ríkisstjómar
A blaðamannafundi sem þing-
Jóhanna Sigurðardóttir
segir að aðgerðir til að leysa
neyðarástand á leigumarkaði
séu forgangsverkefni.
flokkur Samfylkingar efndi til í
gær lýsti Bryndís Hlöðversdóttir
þingflokksformaður Samfylkingar
ábyrgð á hendur ríkisstjórninni
fyrir að leggja niður félagslega
íbúðakerfið. Það væri ein aðalá-
stæðan fyrir því hvernig komið
væri auk mikilla búferlaflutninga
fólks frá landsbyggð til höfuð-
borgarsvæðisins. Hún gagnrýndi
stjórnvöld harðlega fyrir það að
hafa ekki komið með neitt annað
í staðinn til að greiða úr húsnæð-
isvanda þeirra tekjulægstu. í
þeim efnum virðist ríkisstjórnin
vera alveg úrræðalaus.
Hún benti einnig á að verðlag á
leiguhúsnæði á höfuðborgar-
svæðinu væri þannig að verka-
mannalaun duga ekki til að
greiða fyrir mánaðarleigu á al-
mennum markaði. Sem dæmi
nefndi hún að algengt verð fyrir
Fagna stefnu
Kristins H.
Svanfríður Jónasdóttir og Jóhann
Arsælsson, fulltrúar Samfylking-
ar í sjávarútvegsnefnd Alþingis,
hafa Iýst yfir fögn-
uði nteð að helsti
Framsóknarflokks í
um, Kristinn H.
Gunnarsson, hafi
lýst yfir að hann Svanfríður
telji að innkalla eigi Jónasdóttir.
veiðiheimildir með
kerfisbundnum hætti og úthluta
upp á nýtt með jafhræði að leiðar-
ljósi.
Svanfríður og Jóhann telja að
með hugmyndum sínum vísi
Kristinn til fymingarleiðar, sem
auðlindanefnd gerði tillögu um
„til að mæta þeirri mildu gagnrýni
sem verið hefur á það hvernig
veiðiréttinum hefur verið úthlut-
að. Þannig mætti leysa úr þeim
mikla ágreiningi sem ríkir um það
hvernig aðgangi að nýtingu auð-
linda sjávar skuli háttað".
Þingflokkar samræmi tillögur
Þau minna á, að þingflokkur Sam-
fylkingar hafi á síðasta þingi lagt
fram frumvarp til
breytinga á lögun-
um um stjórn fisk-
veiða í þá veru að
veiðiheimildir yrðu
í áföngum innkall-
aðar og boðnar út.
Jóhann þannig hafi |ling.
Arsælsson. flokkurinn iýst
þeirri skoðun sinni
að jafnræði ætti að ríkja meðal
þeirra sem fást við útgerð á Is-
landsmiðum og að eðlilegt endur-
gjald kæmi fyrir; gjald sem útvegs-
menn ákvæðu sjálfir og tæki þá
mið af stöðu greinarinnar eins og
þeir mætu hana hverju sinni. Þau
telja að vel megi samræma hug-
ntyndir Kristins við þau markmið
sem tillögur Samfylkingar byggja
á; að trvggja óskoraðan eignarrétt
þjóðarinnar á auðlindinni og jafn-
ræði þegnana til nýtingar hennar í
framtíðinni". — FÞG
Smiðum
efUr máli
*
nerum
tílboð
'AFLRAS
Bnhöfða 14 • 110 Reykjavik
símí 587 8088* fax587 8C87
: SJ 'Á\ A í ISA ] T1 _ i . pffT \ ; L Jr\.> ir% K
Kraftur sjávarsaltsins í bólgu- og verkjameðferð
Tilvalin tækifærisgjo f til allra sem þér er anní um
Sjávarsaltpúðarnir
• hafa góð áhrif á vöðvabólgu og gigt
• draga úr verkjum spennu
(t.d. tíðaspennu og höfuðverk),
krampa í vöðvum og pirringi í fótum
• bæta blóðrás og draga úr bjúgmyndun
• eru góðir við þrota-eymslum
og hverskonar sárum
• styrkja húðina og gera hana fallegri
• eru mjúkir og þægilegir
• innihalda sérunnið íslenskt heilsusalt
• eru ætlaðir jafnt börnum sem fullorðnum
• sjávarsaltið inniheldur rúmlega 80 efni
sem eru í vökva mannslíkamans
Frí póstkröfusending f desember Sendi í póstkröfu
Framleiðandi:
Lilia Guðnadóttir
Sími 483 4535
Púðarnir eru hitaðir í bakaraofni
í 10-20 mín við 120-140°C og
síðan lagðir upphitaðir á meinið
og látnir vinna á því.