Dagur - 02.03.2001, Qupperneq 16
16- FÖSTUDAGUR 2. MARS 200 1
XfcS^MIT
MML
lanWm
Frá Eddukvæðum
til Indriða G.
íslands þúsund ár. Guðlaug Ingólfsdóttir formaður Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík veitir
fyrstu bókunum viðtöku. mynd: hilmar þór.
íslensk úrvalsritfrá öllum tím-
um. íslands þúsund ár.
Breiddin trúverðug. Hentugtí
heimilisbókasafnið.
í gær komu út fyrstu bækurnar í nýrri
ritröð sem íslensku bókaklúbbarnir,
sem eru deild innan Eddu - miðlunar
og útgáfu, hafa hleypt af stokkunum og
ber yfirskrifina íslands þúsund ár. Þar
er um að ræða úrval öndvegisbók-
mennta frá þúsund árum ritlistar í
landinu, eins konar þverskurð af því
merkasta sem ritað hefur verið á ís-
lenska tungu frá Eddukvæðum til okk-
ar daga, eins og segir í frétt frá forlag-
inu. Bækurnar eru allar í sama bandi
og mynda þannig fallegt og eigulegt
safn.
Trúðverðug breidd
Að sögn Halldórs Guðmundssonar for-
stjóra Eddu - miðlunar og útgáfu er út-
gáfa á bókum í ritröð sem þessari einn
af þeim möguleikum sem menn sáu fyrir
sér þegar til hinnar sameinuðu útgáfu
var stofnað á síðasta ári. Forlögin sem
að Eddu standa eiga meira en hálfrar
aldar starfssögu að baki og útgáfurétt-
inn að afar mörgum viðurkenndum úr-
valsritum. „Ef svona útgáfuröð á að
verða trúverðug verður breiddin að vera
sem mest. Ella er hún ekki trúverðug,"
segir Halldór og segir að í íslands
þúsund árum verði bæði þekkt og viður-
kennd verk en jafnframt perlur sem h'tt
hafa verið áberandi á liðnum árum. Pá
verði einnig settar saman athyglisverðar
bækur með úrvali úr smásögum eða
ljóðum tiltekins tímabils, stefnu eða höf-
undar. Hverju verki er jafnframt fylgt úr
hlaði með ítarlegum og fróðlegum inn-
gangi sem eykur gildi þess og ánægjuna
af lestrinum. „Það er nú svo gott með ís-
lendinga og bókavenjur þeirra að þeim
dugar ekki að fá bækur á bókasafni,
heldur verða þeir að eiga sitt heimilis-
bókasafn. Og hér gefst íslendingum
væntanlega kærkomið tilefni til þess að
viða að sér í það,“ bætir Halldór við.
Elstu bækurnar sem gefnar verða út
undir merkjum Islensks þúsund ára
verða frá upphafi ritaldar á íslandi en
þær yngstu frá síðustu árum liðinnar
aldar. Til stendur að árlega komi út tíu
bækur í þessum flokki og verða seldar
með áskrift, en ekki í almennum bóka-
búðum. Meðal verka í ritröðinni verða
79 af stöðinni eftir Indriða G. Þorsteins-
son, Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson,
Gerpla eftir Halldór Laxness, Ljóð og
sögur Jónasar Hallgrímssonar, Ólafs
saga hins helga eftir Snorra Sturluson,
Passíusálmar og önnur kvæði eftir Hall-
grím Pétursson og Eyrbyggja saga, svo
nokkuð sé nefnt.
Gefið á sjukrahúsin
Útgáfa íslands þúsund ára var kynnt á
blaðamannafundi í Iðnó í Reykjavík í
gær. Þar veitti Guðlaug Ingólfsdóttir for-
maður Kvennadeildar Rauða krossins
fyrstu bókunum móttöku, en deildin rek-
ur bókasafn á sjúkrahúsum borgarinnar
til að gera sjúklingum kleift að stytta sér
stundir með lestri góðra bóka. Munu
þeir væntanlega hafa ánægju af því að
lesa íslensk úrvalsrit, rétt eins og aðrir.
-SBS.
Perluhænusúpa
og eplatum
Framandlegir réttir ogflinkur kokk-
ur. Háfurmeð spínati og humri í
humarsósu meðal rétta. íslands-
meistaramótið erum helgina.
Meistarakokkurinn Björgvin Mýrdal náði góðum
árangri þegar hann tók þátt í Norðurlandakeppni
matreiðslumanna sem haldin var í Kaupmanna-
höfn í vikunni. Þar lenti hann í þriðja sæti, en
fulltrúi Svíþjóðar í því fyrsta og Noregs í öðru.
Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem ís-
lenskir matreiðslumenn ná afbragðsgóðum ár-
angri í keppnum á erlendri grund, en ekki eru
nema fáar vikur liðnar síðan Hákon Már Örvars-
son tók þátt í heimsmeistarakeppni matreiðslu-
manna sem haldin var í Lyon í Frakklandi, en þar
náði hann bronsverðlaunum.
Einn frá hverju Noröurlandauna
Fimm matreiðslumann, hver frá sínu Norður-
landanna, tóku þátt í keppninni í Kaupmanna-
höfn. Það var sigur í keppni hér heima í fyrra um
matreiðslumann ársins 2000 sem gaf Björgvini
þátttökurétt í Norðurlandakeppninni nú, en ís-
lenskir keppendur hafa raunar verið nokkuð sig-
ursælir þar á undanförnum árum. Má þar nefna
áðurnefndan Hákon Má sem í hitteðfyrra, rétt
eins og Björgvin, vann þá til bronsverðlauna.
Keppendurnir fimm fengu allir sama hráefnið til
þess að vinna úr og það sem Björgvin töfraði
fram var forréttur sem var perluhænusúpa með
shitakisveppum og perluhænuspjóti „brochet";
aðalrétturinn var pönnusteiktur skötuselur og
háfur með spínati og humri í humarsósu; og eftir-
rétturinn var eplaturn með limeís og
calvadorskaramellusósu.
Afbragðsgóðir kokkar
Keppnin um matreiðslumann ársins hér heima,
sem veitir sigursælum íslenskum meistarakokki
einmitt þátttökurétt í Norðurlandameistaramót-
inu, verður haldin nú um helgina. „Mouton Cadet
- matreiðslumaður ársins 2001“ er yfirskriftin, en
seljendur vína frá Baron Philippe de Rothschild
S.A. og Klúbbur matreiðslumeistara hafa samein-
ast um framkvæmdina. Verður keppt um titilinn
„Mouton Cadet - matreiðslumaður ársins" og að
sögn snilldarkokksins Bjarka Hilmarssonar munu
margir afbragðsgóðir kokkar frá ýmsum af helstu
veitingahúsum þjóðarinnar taka þátt í keppninni
og hefur Bjarki raunar fulla trú á að sá sem út-
valinn verður um helgina nái langt og muni
spjara sig vel í Norðurlandakeppninni sem haldin
verður hér heima að ári.
Ellefu af fremstu matreiðslumeisturum hafa
skráð sig til keppni í „Mouton Cadet“ og má þess
vænta að spennan verði allsráðandi á laugardag í
Hótel- og veitingaskóla Islands í Kópavogi þar
sem keppnin verður haldin. Eru áhugasamir
boðnir þangað velkomnir til þess að fylgjast með
og fá vatn í munninn. -sbs.
Meistarakokkurinn Björgvin Mýrdal. í keppni íKöben náði hann góðum ár-
angri og varð í þriðja sæti sem matreiðslumeistari Norðurlandanna.