Dagur - 10.03.2001, Qupperneq 6

Dagur - 10.03.2001, Qupperneq 6
30- I.AUGARDAGUR 10. MARS 2 00 1 . Dogur ÞJÓÐMÁL jy&jmttr' Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstodarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 1A, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang rilstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 kr. Á mánuði Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: valdemar@dagur.is- augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: creykjavík)563-i615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRIJ460-6192 Valdemar Valdemarsson Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 creykjavík) Menn og málefni í fyrsta lagi Línur virðast nú vera að skýrast í forustukjöri Framsóknar- flokksins sem fram mun fara á flokkþinginu sem hefst í næstu viku. Ljóst er að í það minnsta þrír frambjóðendur munu slást um varaformannsembættið en tveir um ritarastöðuna. Allir hafa frambjóðendurnir lýst því yfir að fyrst og fremst sé verið að velja á milli einstaklinga til að gegna forustu. Vissulega er það rétt að framsóknarmenn munu velja milli einstaklinga, en flest bendir til að þeir muni í leiðinni taka pólitískar ákvarð- anir um þær áherslur sem flokkurinn ætlar að leggja í náinni framtíð. í öðru lagi Olíkra stefnumiða gætir ekki síst í varaformannskjörinu þar sem sýnilegur munur er milli frambjóðenda. Það kom t.d. berlega fram í frétt í Degi í vikunni að þessir frambjóðendur hafa ólíkar áherslur gagnvart því hitamáli sem útboð almennr- ar grunnskólakennslu í Hafnarfirði er. Einmitt þetta mál er ágætis prófsteinn á grundvalldarviðhorf stjórnmálamanna, því þrátt fyrir aulafyndni forsætisráðherra á þingi í vikunni, þá er hér á ferðinni grundvallarmál sem varðar kjarna allra stjórn- mála. í Jiriðja lagi Ljóst er að af varaformannsefnunum er Jónína Bjartmarz ein fylgjandi því að gera tilraun með kennsluútboð, enda virðist hún þar dálítið á skjön við meginstraum flokksins. Ólafur Örn hefur aftur komið með mjög afgerandi yfirlýsingar um einkavæðingu Landsímans, sem ríma ekki við stefnu núver- andi forustu. Þessi málefnaágreiningur mun auðvelda mörg- um að átta sig á frambjóðendunum, hvað sameinar þá og hvað skilur þá að. Því eiga þeir skilyrðislaust að gefa sig upp á fleiri sviðum, t.d. í Evrópumálum og heilbrigðismálum. Það er gott og gilt svo langt sem það nær að halda á lofti persónum, en það er ekki síður mikilvægt að málefnapólitíkin týnist ekki í hringiðu persónupólitískrar fegurðarsamkeppni. Sérstaldega þegar málefnaágreiningurinn er fyrir hendi. Birgir Guðmundsson SMS sjónvarp á uppleið Samkeppni er alltaf til góðs, enda eingöngu keppt í þágu neytenda, sem kunnugt er og í anda lögmála framboðs og eftirspurnar. Samkeppni hef- ur verið komið á í flestum greinum atvinnulífsins og drýpur nú alls staðar smjör af stráum og fjölbreytni eykst. Ekki síst á sjónvarpsrásunum þar sem þúsund blómum er Ieyft að spretta í þágu áhorf- enda. Og nú er loksins, og þó fyrr hefði verið, að hefjast sam- keppni í sjónvarpsút- sendingum á klám- efni á Islandi. Sjón- varpsstöðin Sýn hef- ur um skeið staðið fyrir sýningum á svokölluðum léttblá- um myndum fyrir svefninn en aðrar stöðvar ekki haft sig í frammi í þessum geira hingað til. En nú stefnir allt í hörkusamkeppni í þess- um efnum. Teikniklám? Breiðband Landssímans hef- ur hafið dreifingar á alþjóð- legu klámefni og mun selja það Skjá einum til útsending- ar. Og ný sjónvarpsstöð, Stöð 1, ku vera með fínustu klám- rás á „teikniborðinu" eins og segir í DV og er væntanlega um að ræða bláar teikni- myndir um fígúrur á borð við Mjallhvít og dvergana sjö og þeirra samfarir harla góðar. Ennfremur mun þegar vera hægt að horfa á þýskt klám á Breiðbandinu og er örugglega ekki ófyndnara en þættirnir um Derrick og þá fúlu frænd- ur alla saman. Það má því gera því skóna að klámhundar landsins og kannski lands'menn allir fái nægt klámefni við sitt hæfi á næstunni, enda segir for- V stöðumaður Breiðbandsins að „þetta sé ágætis efni sem eng- an svíki“. Sadó, Masó, Sódó? En hér eins og svo víða, fylgja bögglar skammrifi. Það hefur til dæmis komið fram að Stöð 2 og Ríkissjónvarpið ætla ekki að hcfja sýningar á klámefni, þannig að framboðið verður minna en efni stæðu annars til. En vonandi bætast þessar siðprúðu stöðvar í hópinn sem fyrst, þ.e. um leið og þær sjá að þetta skilar hagnaði. En svo er einnig hætt við að margar þeirra þúsunda klám- mynda sem í hoði verða á hin- um stöðvunum, hjóði ekki upp á nógu fjölbreytt efnis- tök. Þannig má búast við að þær sýni einkum og aðailega myndir þar sem menn fara upp á konur og konur fara upp á menn og öfugt. Og þetta gæti orðið svolítið til- breytingarlaust til lengdar. Því er nauðsynlegt að sjón- varpsstöðvarnar sérhæfi sig og marki sér hver sinn bás á kynlífsrásunum. Þannig gæti Ríkissjónvarpið haldið úti klámrás um hefðbundnar uppáferðir manna og kvenna hvort á annað; Stöð tvö Iagt áherslu á efni þar sem maður íer upp á mann og annan og kona ofaná konu; Skjár einn einbeitt sé að samney'ti manna og dýra merkurinnar og Stöð 1 snúið sér að SMS rás, sem sé Sadó, Masó, Sódó. Og una þá allir glaðir við sitt og flestum þörfum full- nægt á öldum ljósvakans. GARHÍ JÓHANNES SIGURJÓNS SON skrifar Bændur hafa verið grátt leiknir af fjölmiðlum um áratugaskeið. Rauðvínspressan hefur hamast á hændastéttinni svo til upp- styttulaust, ekki síst með um- fjöllum um bændabæturnar og aöra meinta aðstoð sem bændur hafa þegið af almannafé. Og síð- an hafa alls kon;ir hallar og laddar komið fram á mannamót- um og í sjónvarpi og gert grín að bændum og málað þá harla ókræsilegum dráttum á stund- um. Islenskir bændur eiga sem sé við nokkurn ímyndarvanda að stríða, þrátt fyrir að framleiða bestu mjólkur- og kjötafurðir á byggðu bólí og hljóti því að telj- ast í hópi heimsins bestu bænda. En bændur eiga auðvitað sjálfir ærna sök á eigin ímynd og viðurkenna það raunar llestir. Þeir hafa sem sé ekki staðið sig nógu vel í áróðursstríðinu og látið um of valta yfir sig í þeim eínum, í stað þess að snúast til Bændaferð án bænda varnar og jafnvel blása til sókn- ar. Þeir hafa einfaldlega ekki haldið vöku sínni þegar á þeírh hafa staðið öll spjót. Eins og ljóslega hefur komið fram í stóra bændaferðarmálinu síðustu daga. Feigðarflan? Það er mikið búið að óskapast í fjölmiðlum út af gin- og klaufa- veildhópferð bænda til Bretlands. Bændaleið- toginnn Ari Teitsson var hreint forviða yfir áformum kollega sinna að stor- ma til Stóra-Bretlands, nánast í því skyni í hefja innflutning á gin- og klaufaveiki til íslands, á meðan jafnvel örgustu borgar- búar væru að afskrifa utanlands- ferðir af öryggisástæðum. Og Guðni landbúnaöar kvaðst varla trúa því að bændur sýndu slíkt ábyrgðarleysi og væri auðvitað hiirmulcg kaldhæðni ef bændur sjálfir yrðu til þess að flytja nauta- og sauðasjúkdóma inn í landið. Og fleiri hafa lagt orð í belg um hina ógurlega bændaför til Bretlands og allir sammála um að annað eins feigðarflan hafi ekki verið áformað írá því ís- lenskur landbúnaður hófst. Undir þessari orrrahríð hafa bændur setið þegjandi og til dæmis hefur ekki einn einasti af þeim stóra hópi bænda sem hafði skráð sig til ferðar látið í sér heyra í fjölmiðlum. Sf ormiir í glasi Að þessu sin-ni var ástæðan reýndar einföld. Bændaferðin skelfilega er sem sé engin bændaför, heldur her aðeins þetta nafn frá fornu fari frá þvi að bændaferðir voru einkum ætlaðar hændum, að siign tals- manns ferðaskrifstofunnar. I auglýstar bændaferðir fer því alls konar fólk, enda öllum opn- ar. Og svo skemmtilega vill til að í þessa tilteknu bændaferð til gin- og klaufaveikilanda er cng- inn starfandi bóndi skráður, cf marka má DV sem aldrei lýgur verulega, a.m.k. ekki í þágu bænda. Það var því ekki kyn þó enginn úr hinum meinta og margnídda bændahópi svaraði fyrir sig þeg- ar hneykslunaraldan gekk yfir þjóðina. Málið var sem sé stormur í vatnsglasi frá upphafi til enda og enginn bóndi sekur um ábyrgðarleysi. I sama tölublaði DV og þetta var upplýst, hirtist önnur frétt undir eftirfarandi fyrirsögn: „Bændur kærulausir með flutn- ing niilli svæða." Sem sé, þegar ábyrgða rleys i s u m ræðan u m bændur er búin, þá hefst kæru- leysistímræðan. Uverju svara bændur nú? Erný kjii rd;u m :i sk ipn n „arfavitlaus“? (Þetta sagði Guðjón Guð- mundsson alþingismaður á AI- þingi þegar rætt var um til- lögu Sverris Hermannsson sem vill að ný kjördæmaskip- an verði endurskoðuð.) Þuríður Badunan þiiigmaðurVG á Austurlandi. „Undir þau orð get ég tekið. Landsbyggðar- kjördæmin eru mjög stór og brjóta upp félags- legt samstarf sem skapast hefur milli sveitarfélaga innan gömlu kjördæmanna, sem voru miklu eðlilegri samstarfsvettvangur landfræðilega séð. Reykjavík er í hugum allra eitt kjördæmi og mun skipting borgarinnar í tvö kjördæmi örugglega valda rugl- ingi í aðdraganda alþingiskosn- inga. Það verður farið að huga að breytingum á kjördæmaskipan- inni við fyrsta tækifæri, eins og þegar hefur komið fram." Kjartan Magnússon borgarfldltriíiSjáifstæðisflokks. „Það er margt at- hugavert við nýju kjördæmaskipan- ina en aðalatriðið er að með henni verður stigið langþráð skref í átt til jöfnunar at- kvæðisréttar. Töluvert misvægi verður þó enn ríkjandi sam- kvæmt nýju skipaninni og leyfi ég mér að vona að þess verði ekki langt að bíða að allir landsmenn hafi jafnan atkvæðisrétt óháð búsetu." Ólafur Helgi Kjartansson sýslúmaðurá Isafirði. „Kjördæmaskipan er í sjálfu sér ekk- ert annað en að- ferð til þess að velja þjóðinni þingmenn. Sam- göngur hafa batn- að mikið á síð- ustu árum og nú er orðið auö- veldara að ferðast innan nýju stóru landsbyggðarkjiirdæmanna en var til dæmis innan hins forna Sléttuhrepps fyrir fimmtíu árum. Með siimu rökuirt má segja að landið allt geti verið ein heild, en ef litið á einkakosningu Reykvíkinga um framtíð mið- stöðvar innanlandsflugs þá þarf enn aðlögunartíma svo íbúar Is- lands skilji að þeir verða að vera ein heild í þessu fámenna landi." Skúli Þórðarson bæjarstjðri á Blönduósi. „Ný kjördæma- skipan er ekki „arfavitlaus" en hefur verulega annmarka sem ég hef trú á að komi fram þegar frá líður. Skynsam- legra hefði verið hæði út l’rá lýð- ræðissjónarmiðum og hagsmun- um þéttbýlis og dreilbýlis að ganga skrefið til fulls og gera landið að éinu kjördæmi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.