Dagur - 10.03.2001, Side 11
Ð^ur
LAUGA RDAGVR 10. MAHS 2001 - 3S
ERLENDAR FRETTIR
tmi iwm
Sharon reifar hugmyndir um hvernig hægt sé að stöðva átökin á herteknu svæðunum.
Sharon sendir
Arafat Mðarbréf
Sharon býður til Mð-
arviðræðna á meðan
spenna magnast á her-
teknu svæðiumm og í
ísrael.
Aricl Sharon, nýbakaður forsæt-
isráðherra Israels sendi í gær
hréf til Yassers Arafáts lcitoga
Palestínumanna |>ar sem reifaðar
cru hugmyndir um hvernig hægt
sé að stöðva átökin og ofbeldið á
herteknu svæðunum og hvernig
hugsanlega mcgi tengja start-
kapla á friðarviðræðurnar til að
koma þeim í gang að nýju. Þetta
kom fram hjá einum aðstoðar-
manni Sharons í gær.
Spenna magnast
A sama tíma skiptust ísraelskir
hermenn og palcstínskir byssu-
menn ;í skotum á Ga/asvæðinu
og Vesturbakkanum, cn segja má
að það hali verið lýrstu alvarlegu
árekstrarnir milli lylkinga eftirað
Sharon tók formlega við völdum.
Einnig voru öryggissveitir Gyð-
inga í gær settar í viðbragðsstöðu
til að verjast því sem skilgreint er
sem „sjálfsmorðs sprcngjuárásir"
frá Palestínumönnum cða öfga-
flokka úr þeirra röðum. I gær var
trúarhátíð í ísracl svokölluð
„Purim" og hafa I lamas-samtök-
in áður notað þá hátíð lil að gera
Israelsmönnum skráveifur. Því
mátti í gær sjá ísraclska hermenn
standa vörð við flestar verslunar-
miðstöðvar, en ótti Israelsmanna
er ekki að tilefnislausu því Ham-
as-samtökin hétu því að sprengja
10 sjálfsmorðssprengjur þegar
Sharon væri kominn til valda.
Ekki minnkaði það taugaspcnn-
una að á Vesturbakkanum höfðu
í gær um 10.000 Palcstínumenn
safnast saman lil að mótmæla
drápum ísraelsmanna á palest-
ínskum borgurum og börnum, og
hrópuðu „hefnd, hefnd" og hvöt-
tu til þess að látið yrði verða af
hótunum urn sjálfsmorðs-
sprengjur.
Vill hitta Arafat
En þrátt fvrir þessa spennu-
mögnun, fullyrða aðstoðarmenn
Sharons að hinn nýi forsætisráð-
herra hafi mjög mikinn áhuga á
að hitta Arafat sjálfan til að ræða
við hann um hvernig best sé að
Ijúka þessu átakaástandi. Ilins
vegar fyigir það jafnan skýrt í
skilaboðum Sharons að ckki
komi til greina að hefja Iriðarvið-
ræður fyrr en búið cr að scmja
um vopnahlé og ofbeldið og
mótmælin séu hætt. I bréfi
Shárons til Arafats er talað um
nauðsyn þess að þeir komi upp
persónulegum samskiptum til að
endurnýja friðarferlið. „Eg vona
að við getum fundið einhverja
leið til að eiga persónuleg sam-
skipti í mjög náinni framtíð til að
stöðva blóðbaðshringekjuna,
hatrið og ollreldið, og koma á ör-
yggi og efnahagslegri samvinnu
sem muni varða leiðina að sönn-
um friði," segir orðrétt í bréfi
Sharons.
Sovétmenn voru tilbúnir
í Kúbudeilunni
PRINCETON, N.J.- Skjöl scm levnd var
svipt af í gær og fjalla um mat hinna ýmsu
deilda bandarísku Ieyniþjónustunnar á því
hversu nálægt kjarnorkustríði heimurinn
komst í Kúbudeilunni árið 1962 sýna að
menn voru mjög ósammála um hættuna þeg-
ar ákvarðanir voru teknar. Skjölin eru dagsett
ári eftir að sjálf deilan náði hámarki og kem-
ur þar í ljós að hluti leyniþjónustunnar taldi
að Sovétmenn væru ekki með nægilegan við-
búnað til þess að mæta því þegar þáverandi
forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy setti hnefann í borðið og
hótaði hernaðarátökum ef Sovétmenn drægju ekki hernaðarviðbún-
að sinn sem fara átti í Svínaflóa á Kúbu til baka. Á þessi rök var
hlustað. Nú hefur hins vegar komið í Ijós að annar hluti leyniþjón-
ustunnar hafi upplýst að Sovétmenn væru tilbúnir með þennan bún-
að og viðbrögð, þannig að kjarnorkustyrjöldin hefur því verið enn
nær en menn ætluðu!
John F. Kennedy, fyrr-
um Bandaríkjaforseti.
Risa-Búddar sprengdir upp
KABUL - Stjórnarandstæðing-
ar í Afganistan sögðu í gær að
talibanastjórnin í landinu væri
búin að brjóta niður risa-Búdd-
halíkneskin tvö í Bamiyan hér-
aði, þrátt fyrir ákall umheims-
ins um að gera það ekki. Tals-
maður stjórnarandstæðinga
sagði að stjórnvöld hefu
sprengt stytturnar niður með
dýnamíti og þær væru nú al-
gerlega horfnar.
Mitterand segist saklaus
PARIS - Jean-Christophe Mitterrand, sonur
fyrrum forseta Frakklands, sagðist í gær vera
saklaus af ásökunum um vopnasölu til
Angóla. Mitterand yngri svaraði hvasst fyrir
sig og skaut á rannsóknarnefndina sem á að
vera að rannsaka spillingu í embættismanna-
kerfinu þar á meðal hans mál. Hann sagði
það ekki vænlegt til árangurs að málið væri
rekið á þeim forsendum að hann væri sekur í
þessu máli þar til hann gæli sannað með
óyggjandi hætti að hann væri saklaus. Hann
sagði þetta allt öfugsnúið og hálfgerðar
nornaveiðar.
Mitterrand.
Risa-Búddharnir eru nú rústir einar.
Gin- og klanfaveiM í Rwanda
KIGALI, Rwanda - Ljóst er að gin- og klaufaveikin hefur nú borist
til Afríkuríkisins Rwanda en þar hefur nú vcrið staðfest fyrsta tilfelli
þessarar veiki frá því árið 1932. Isidore Gafarsi, sem stýrir búfjár-
deild landbúnaðarráðuneytisins þar í landi telur að veikin hafi horist
til landsins í síðasta ntánuði og sé nú að breiðast út um landið eins
og eldur í sinu. Þessi vandi er af slíkri stærðargráðu að fimm af ell-
efu héruðum landsins eru nú komin í einangrun. Fyrir vikið hefur
höfuðborg landsins Kigali, verið skorin frá helsla matarbúri sínu og
forða af bæði mjólkurvörum og kjöti.
■ FRÁ DEGI TIL DflGS
LAUGARDAGUR 10. IVIARS
69. dagur ársins, 296 dagar eftir.
Sólris kl. 8.03, sólarlag kl. 19.14.
Þetta gerðist 10. mars
• 1991 var Davíð Oddsson kosinn for-
maður Sjálfstæðisflokksins.
• 1985 lést Konstantin U. Tsjernenko, 73
ára gamall, eftir að hala gegnt leiðtoga-
embætti Sovétríkjanna f aðéins 13 mán-
uði.
• 1969 játaði James Earl Ray að hafa myrt
Martin Luther King, en tók játninguna
síðar til baka og hélt fram sakleysi sínu
til dauðadags.
• 1967 brunnu til grunna þrjú timburhús
á horni Lækjargötu og Vonarstrætis, auk
þess sem miklar skemmdir urðu á luisi
lðnaðarbankans.
• 1944 var Ilnglélagið Loftleiðir hl. stofn-
að.
• 1880 kom I Ijálpræðisherinn til Banda-
ríkjanna frá Englandi.
• 1876 sagði Alexander Graham Bell:
„Mr. Watson, komdu hingað. Ég þarfn-
ast þín," en þetta voru fyrstu orðin sem
mælt voru í talsíma, scm Bell var þá ný-
búinn að finna upp.
Vefföng dagsins
Upplýsingar um tövluvírusa frá veiruspek-
ingi einum miklum, og hvenær þessar
veirur eru veirur og hvenær ekki, er að
finna á wwvv.vmyths.com/
Okeypis forrit af ýmsu tagi má einnig
finna víða ;í Internetinu, t.d. eru nokkur
nytsamleg á vvw w.analogx.com og ógrynn-
in öll af forritum er að finna
www.winfiles.com
Vísa dagsins
Svei þeim Trölla- svarta dal,
sól þar aldrei skíni bjarta,
ástarkisa cin þar stal
ólyrirsynju mínu hjarta.
Bólu-Hjálmar
Þau fæddust
10. mars
• 1967 Sharon
Stone, banda-
rísk leikkona.
• 1947 Rúnar
Gunnarsson
tónlistarmaður.
• 1940 Chuck
Norris, banda-
rískur hasarleik-
ari.
• 1928 James
Earl Ray, mað-
urinn sem var
sakfelldur fyrir
morðið á Martin Luther Ixing.
• 1903 Bi.x Beiderbecke, bandarískur
d j a s s t ó n 1 i s t a r m a ð u r.
• 1892 Arthur Flonegger, franskt tón-
skáld.
• 1845 Alexander III. Rússakcisari, scm
ríkti frá 1881 til 1894.
• 1772 Friedrich von Schlegel, þýskur
rithöfundur.
Þeir sem skilja ekkert annað en það sem
hægt er að útskýra, þeir skilja mjög lítið.
Marie von Ebner-Eschenbach (1830-1916)
Heilabrot
Sumt geri ég hart, en sumt mjúkt; marga
geri ég fátæka, en fleiri ríka; ef ég er of
nærri, þá eyði ég öllu, en allt deyr ef það
missir mín.
Siðasta gáta: Eftirfarandi nöfnum er raðað
eftir einföldu kerfi: Guðtnundur, Rósa,
Andrés, Sigurlaug, Gunnar, Ragna, Albert.
Hvert þessara þriggja nafna gæti komið
næst: Torfi, Sigríður, Andrésina?
Lausn: Torfi, vegna þess að Albert endar á
'T'. Reglan cr sú að síðasti stafurinn í hver-
ju nafni er fvrsti slafurinn í næsta nafni í
röðinni.
Sharon Stone.