Dagur - 14.03.2001, Blaðsíða 6

Dagur - 14.03.2001, Blaðsíða 6
6 - MIÐVIKUDAGVR 14. MARS 2001 ÞfÓÐMÁL tJjggtnr Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aöstoöarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á MÁNUÐI Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Netföng auglýsingadeildar: vatdemar@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@fí.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Amundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6191 Valdeniar valdeniarsson. Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK) Staða Bimaðarbaiikans í fyrsta lagi Almenningur hefur að undanförnu fylgst af undrun með frétt- um af málefnum Búnaðarbankans. Þau tíðindi hafa verið af tvennum toga. Annars vegar gerði Fjármálaeftirlitið alvarlegar athugasemdir við sumt í starfsháttum bankans og það svo að tilteknum atriðum var vísað til frekari rannsóknar hjá lög- regluyfirvöldum. Hins vegar hafa fjölmiðlar sagt frá harkaleg- um átökum stjórnmálamanna um yfirstjórn bankans, þar á meðal um ráðningu bankastjóra og skipan manna í bankaráð- ið. Fjölmiðlar hafa að sjálfsögðu fylgst með gangi þessara mála og birt af þeim fréttir eins og þeim ber skylda til að gera. í öðru lagi Pálmi Jónsson, fráfarandi formaður bankaráðs Búnaðarbank- ans, notaði aðalfund bankans til að veitast að fjölmiðlum f}TÍr umfjöllun þeirra um þau vandamál sem upp hafa komið inn- an bankans. Þetta er auðvitað hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem stjórnmálamenn gagnrýna íjölmiðla fyrir að segja frá ásökunum um mistök í rekstri opinberra stofnana og fyrir- tækja sem lúta forystu stjórnmálamanna. Slíkar yfirlýsingar endurspegla þann algenga grundvallarmisskilning sumra stjórnmálamanna að meðferð þeirra á opinberum fyrirtækjum sé þeirra mál en ekki almennings. Formanni bankaráðsins hefði verið nær að stunda sjálfsgagnrýni í stað þess að veitast að ljölmiðlum fyrir að flytja fréttir af atburðum sem varða alla landsmenn, því þjóðin á enn þennan banka. í þriðjalagi Það er frumskylda stjórnenda fjármálastofnana að tryggja með skýrum starfsreglum og öflugu innra eftirliti bæði löglega og siðlega viðskiptahætti. Vonandi verður niðurstaða yfirstand- andi rannsóknar á þann veg að Búnaðarbankinn standi með pálmann í höndunum. Það myndi vafalaust auðvelda stjórn- endum bankans að styrkja stöðu fyrirtækisins og tryggja að þjóðin fái sanngjarnt verð fyrir þá miklu eign sgm í bankanum felst og sem stjórnvöld eru staðráðin í að selja. Elías Snæland Jónsson Bjöm langflottastur Garri hefur verið að lýlgjast með stjórnmálahetjunni sinni af miklum áhuga síðustu daga. Þetta er auðvitað ofurmennið Björn Bjarnason borgarstjórn- arframbjóðandi, sem hefur sjaldan verið hressari eða hvassari en eftir að hann kom úr ferska fjallaloftinu í Olpun- um á dögunum. Björn er aug- ljóslega kominn vel af stað í undirbúningi sínum undir hallarbyltingu í borgarstjórnar- flokknum, því aldrei hefur hann talað eins ákveðið um borgarmál og einmitt nú - eftir að Inga Jóna sagðist ætla að slást við hann um oddvitastól- inn í borginni. Vonandi fer nú Inga Jóna að átta sig á því að hún á engan séns í Björn, hann hefur einfaldlega allt of mörg tromp á hendi. Bjöm er karl Þannig gæti Björn t.d. sem mennta- málaráðherra komið eins og frelsandi engill með nýtt menningarhús í Reykjavík og skorað enn Ileiri punkta hjá menning- arelítunni sem annars væri lík- leg til að fýlkja sér um R-Iist- ann. Björn helur Iíka þann líf- fræðilega ávinning í núverandi stöðu, að vera karlmaður, en Ijóst þykir að þeir sem á annað borð eru orðnir þreyttir á Reykjavíkurlistanum hafa mestan áhuga á að skipta alveg um ímynd og fá einhvern karl- fausk á toppinn og losna við pilsaþytinn. Og auk alls þessa er ljóst að Björn befur mun meiri pólitíska vigt en Inga Jóna, þó ekki væri nema bara vegna þess að hann hefur verið ráðherra í ríkisstjórninni og al- þingismaður. Það væri óneit- anlega nokkuð svalt hjá sjálf- stæðismönnum að sækja Björn Bjamason. landsmálapólitíkus til að færa sig yfir í sveitarstjómarmálin, því yfirleitt hefur þetta nú gcngið í hina áttina. Skjallar VG En það sem gerir Garra þó sannfærðastan um að Björn sé betri en Inga Jóna í jobbið er það hversu flinkur Björn er að tala við andstæðingana. Inga Jóna hefur tilbneiginu til að vera sífellt að rífast við þá, á meðan Björn situr föðurleg- ur og gefur þeim heilræði. Eða sumurn að minnsta kosti. Þannig ber Björn t.d. hag vin- stri grænna sérstaklega fyrir brjósti og hefur áhyggjur að þeir glati meydómi sínum og hreinleika með því að binda trúss sitt við Reykjavíkurlist- ann. Björn hefur í þætti hjá Agli Helgasyni á Skjá Einum lagt áherslu á að Steingrímur J. passi sig á R-listan- um og bjóði fram undir eigin merki í borginni. Engin ástæða er til að ætla annað en þarna búi ein- læg umhyggja að baki hjá Birni, enda hafa margir tekið eftir að sjálfstæðisforustunni er hlýrra til VG cn annarra stjórnmálaafla. Garri þorir ekki að dæma um hvort þess- um hlýhug öllum frá Birni fylgi tilboð um stjórnarsam- starf við „óspallað VG“ að af- loknum næstu alþingiskosn- ingum, en hitt er þó ljóst að aðferð Björns, að reyna að skjalla VG út úr R-listanum virðist líklegri til árangurs, en tilraunir Ingu Jónu til að komast til valda með því að rií’ast við allt og alla. GARRI V ODDUR ÓLAFSSON skrifar „Skyldur höfuðborgar" er nýtt hugtak sem hvergi mun vera að finna í stjórnsýslulögum né ákvæðum um skyídur og réttindi sveitarfélaga. En nú eiga iillum að vera Ijóst hverjar eru skyldur höf- uðborgar. Sú ábyrgð virðist ein- skorðast við móttökuskilyrði utan- bæjarmanna, enda hefur höfuð- borgin tekið Ijúflega við tugþús- undum aðfluttra sem kjósa frem- ur að búa þar en í öðrum byggðar- lögum. Veikburða tilraunir eru gerðar til að flytja höfuðborgina frá Reykjavík, sem því miður skila ekki tilætluðum árangri. Nú er komin fram merk tillaga l’rá sýslu- manninum á ísafirði um að Ilytja stjórnarrráðið í Keflavík. Rökin eru sú að stjórnsýslan þarf að vera 1' námunda við stóran flugvöll. Það er augljóst hagræði fyrir sýslu- manninn að þurfa ekki að milli- lenda í Reykjavík og aka óravega- lengd út á Suðurnes þegar hann bregður sér ó rokktónleika í út- landinu. 1 leiðinni getur hann svo Framtíð höfuðborgar komið við í stjórn- sýslunni, sem væntanlega verður í göngufæri við flug- stöðina. Það er líka sparn- aður fýrir stjórnar- ráðið að vera sem næst millilanda- fluginu til að sam- göngur verði sem greiðastar milli stjórnardeildanna og hinnar eiginlegu stjómsýslu í Brussel. Hentugt höfiiðborgarstæði Það er lítill skaði skeður þótt stjórnsýslan hverfi úr Reykjavík, enda kafnar sá bær undir nafni og er vafasamt að kalla hann höfuð- borg. Kaupmannahöfn hætti nefnilega að vera höfuðborg þegar Sigurður Jónasson gaf ríkinu nið- urnídda Bessastaði fyrir ríkis- stjórabústað 1941. Á lýðveldis- tíma hefur þjóðhöfðinginn haft þar aðsetur. \ð öllu jöfnu eru að- setur þjóðhöfðingja í höfuðborg. Því má allt eins telja Bessa- staðahrepp höfuð- borg Islands. Enda getur hreppurinn sem best tekið við þeirri höfuðskyldu að leggja flugbraut- ir þvers og kruss um Bessastaðanes- ið og vestur á Skans, eins og Ágúst Einarsson og Ileiri góðir menn benda á. En nesið atama er ef- laust ódýrasta og langhentugasta flugvallarstæði sem völ er á, jafn- vel á gjörvöllu landinu. Af þeirri ástæðu einni cr sjálfsagt að halda því utan við þrasið og þruglið um skyldur og réttleysi Reykjavíkur. Vafasöm smekkvísi Bessastaðir eru falleg og ágæt jörð. En dökkur skuggi hvílir yfir henni í nærendilangri Islandssög- unni. Norskur kóngur hirti stað- inn eftir að hafa látið myrða eig- anda hans, Snorra Sturluson. Fram á 19. öld sátu þar erlendir yfirdrottnarar með böðlum sínum og þrælakistu og var stutt i Gálga- hraun, þar sem hangar blöstu við úr stofum kúgaranna. Að velja þetta forna ból sem höfuðstað lýð- veldisins er vafasöm smekkvísi og bendir ekki til mikillar þekkingar á sögu staðarins. Er ekki mikils misst þótt flatt en landmikið Bessastaðanes sé tekið til hagnýtra nota og auðveldi emb- ættismönnum úti á landi aðgegni að stjórnsýslunni, sent er þeirra lífankeri að eigin sögn. Hins vegar rekst maður aldrei á Reykvíking sem veit hvað stjórnsýslan, með ákveðnum greini, er. En flugbraut vcrður að liggja í stjórnsýsluna. Og ósköp er huggu- legt að drekka morgunkaffið á G;ilé París við Austurvöll með hel- stu máttarstólpa Akureyrar við næsta borð. Þá skilur maður mik- ilvægi góðra samgangna. Höfuðbólið í Bessastaðahreppi. spuitm svatraid Erþai) spuming um tjá n i nga rfrelsi að Lína.Netfái að ilreifa klámmyndum fyrirStöð eitt? Sr. Karl V. Matthíasson þ ingmaður Samfylkingar og sóknarprestur. „Nei, það að beiðni um slíkt hafi verið synjað tel ég vera nauð- synlegar aðgerðir til að sporna við klámæðinu sem sumir virðast vera haldnir. Reyndar er það aumkunarvert ef menn þurfa endilega að bjóða uppá klám til þess að geta rekið fyrirtæki sín og það lýsir mikilli tilvistarkreppu þegar gripið er til röksemda um tján- ingarfrelsi í þessu samhengi." Lóa Aldísardóttir ritstjóri Uppeldis. „Satt að segja finnst mér að stjórnarformaður orkuveitu og Ijós- leiðarafyrirtækis eigi ekki að stun- da ritskoðun og koma í veg fyrir að sjónvarps- stöð í samkeppni geti sent út það efni sem hún vill - svo lengi sem það efni brýtur ekki í bága við landslög. Það er Alþingis en ekki stjórnarformanna að ákveða bvað er klám og bvenær og hvar má dreifa því. Þar hef- ur löggjalinn hins vegar staðið sig illa. Það er ólöglegt að dreifa klámi en „klám“ er hins vegar ekki skilgreint og á með- an er enginn greinarmunur gerður á léttbláu fullorðinsefni og argasta perraskap." Stefán Jón Hafstein jjölmiölamaóur „Hugtök eins og mannréttindi og tjáningarfrelsi eru farin að leika alltof lausum hala í umræðunni. Hér er þetta spurning um heildsölu á klám- fengnu efni frá útlöndum. Málið varðar því íýrst og fremst viðskiptafrelsi. I lögum eru settar skorður við viðskiptum nieð klám og því veröur að skera úr um hvað er hér á ferð lit frá þeim forsendum, en ekki því hvort einhver þykist vera að „tjá“ sig í sjoppunni." Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjórí Frjá Islyndajlokksins. „Skoða þarf þessi mál í Ijósi þeirra laga og reglna sem gilda um dreifingu og birt- ingu klámefnis á íslandi. Brjóti efnið 1' bága við lögin á að sjálf- sögðu ekki að dreifa efninu. Hins vegar verða menn að hala í huga að siðferðisramminn breytist í takt við tímana og þau viðhorf sem uppi eru hverju sinni. Eg er engin ofstopa- manneskja í baráttu gegn klámi.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.