Dagur - 14.03.2001, Blaðsíða 12

Dagur - 14.03.2001, Blaðsíða 12
12- MIDVIKUDAGUR 14. MARS 2001 MIDVIKUDAGUR 14. MARS 2001 - 13 FRÉTTASKÝRING i. FRÉTTIR Áralöngu markaðsstarfl ógnað GEIRA. GUÐSTEINS- SON SKRIFAR Ekki reiknað með af- skiptum stjómvalda af sj ómaimadeiliumi. Sj ómannaverkfall gæti haft þó nokkur ahrif á gengi krónunn- ar og þar með verð- bólgu, vexti og vísitöl- ur til verri vegar fyrir þjóðarbúskapinn. Krafa sjómanna um löndunarfrí á uppsjáv- arfiski vegur þungt. Fátt, eða jafnvel ekkert, virðist geta komið í veg fyrir að verkfall sjómanna bresti á aðfaranótt föstudagsins. Viðræðunefndir hafa fundað á hverjum degi í Karphúsinu, en nánast ekkert miðar í samkomulagsátt. Fundur var eftir hádegi í gær, en hljóðið í samninganefndarmönnum var þungt áður en haldið var á þann fund. Komi til verkfalis sjómanna skulu þau skip er verkfallið nær til hætta veiðum strax og verkfall- ið tekur gildi. Er skipverjum þá ekki heimilt að framkvæma aðra vinnu í þágu útgerðar en að sigla skipinu til hafnar, landa úr skip- inu, samkvæmt ákvæði samnings um löndun afla, og undirbúa skipið að öðru leyti undir hafnar- legu. Þó skal heimilt ef útgerð kýs, að landa aflanum í annarri höfn þ.m.t. erlendri höln, og skulu skipverjar þá sigla skipinu í heimahöfn strax að löndun lok- inni. Stjómvöld grípa ekki iim sjó- mannadeiluna Landsamband íslenskra útvegs- manna telur engar líkur á því að komast megi hjá verkfalli sjó- manna, enda hafi ekki náðst sam- komulag um nokkurt einasta at- riði, engin lausn liggi á borðinu. Verkfallið muni hafa gríöarlcg áhrif á allt þjóðarbúið, ekki bara útgerð og fiskvinnslu, en erfitt sé að verðleggja það. Sjómenn verði einnig fyrir tjóni. Friðrik Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LIU, segir að þegar t.d. fækki í áhöfn vegna framþróunar í fisk- veiðum, vilji útgerðarmcnn að sá hagnaður sem af því hljótist skiptist milli útgerðarmanna og sjómanna. I dag sé hins vegar betra fyrir útgeröina að hafa 12 menn í áhöfn þó ekki sé þörf á nema 10! „Við erum með hátt launahlut- fa11 í öllum samanburði, hvort sem samanburðurinn er við er- Iendar útgerðir eða við annan at- vinnurekstur. Okkar svigrúm er því ekki stórt, en við þurfum lyrst og fremst að ná Iram hagræðingu og aðilar þurfa að skipta því á milli sín. I því liggja möguleikarn- ir,“ segir Friðrik. Hann kveðst ekki hafa trú á því að stjórnvöld muni grípa inn í deiluna með lagasetningu, og reyndar hafi útgerðin fengið um það skýr skilaboð. „Stjórnvöld munu heldur ekki koma að þess- ari deilu með því t.d. að leggja eitthvað til lausnar nema að við komum okkur saman um eitt- hvað, t.d. ef þarf lagabreytingu til. Það kemur engin hönd að ofan til þess að leysa þessa vinnu- deilu með því að leggja eitthvað í púkkið," segir Friðrik Arngríms- son. Deildaskipta þarf Sjómanna- sambandinu Loðnuskipið Súlan EA var á leið úr Iöndun í Grindavík í gærmorg- un á Ieið á loðnumiðin vestan Vestmannaeyja. Allar þrær eru nýttar til að tryggja sem mest af hráefni áður en skipin verða bundin við bryggju, jafnvel þrær sem ekki hafa verið notaðar árum saman. Ekki er þó landað á tún eða í hraungjótur eins og stund- um áður. Núgildandi heilljrigðis- reglugerð hindrar það. Bjarni Bjarnason, skipstjóri, segist reik- na með að hann sé í næstsíðasta túr fyrir verkfall. „Það hefur verið mjög óeðlilegur gangur í þessari vinnudeilu. Því veldur m.a. að hagsmunir sjómanna eru svo mis- munandi eftir því á hvaða veiðum þeir eru. Það eiga ekki saman hagsmunir vertíðarbáta, loðnu- báta og frystiskipa, þar sem það eru unnin svo gjöróh'k störf um borð. Það þarf að semja fyrir hvern hóp fyrir sig. Það þarf ekki endilega að stofna ný stéttarfélög, heldur að hafa Sjómannasam- bandið deildaskipt," segir Bjarni Bjarnason. Krafa um löndunarfrí „Það hefur alls ekkert þokast í samkomulagsátt," segir Sævar Gunnarsson formaður Sjó- mannasambandsins. „Við Iögðum fram hugmynd að skammtíma- samningi í janúarmánuði sl. þar sem við fórum ekki fram á neitt annað en það sem samið hefur verið við aðra launþega um, þ.e. greiðslur í sjálfseignarsjóði lífeyr- issjóðanna, kauptryggingu og launaliði auk lagfæringa á slysa- tryggingum. Það er algjörlega óviðunandi að sjómenn skuli alltaf þurfa að sanna að eitthvað hafi verið að hjá útgerðinni um borð til þess fá eðlilegar slysa- greiðslur," segir Sævar. Samtök atvinnulífsins hafa samið við skipafélögin í fraktinni um þetta atriði við alla farmenn og einnig um greiðslur í séreignasjóði líf- eyrissjóðanna sem og launahækk- anir á föstu launaliðunum. Þess- um atriðum neituðu útgerðar- menn að ganga að, og síðan hafa þcssi atriði ekki fengist rædd. „Við höfum einnig reynt að ræða við þá um verömyndunina í heild sinni og boðist til þess að leggja það mál til hliðar í von um að komast áfram í öðrum málum, en það hefur ekkert gengið," segir Sævar. Hann segir kröfu sjómanna skýra hvað varðar verðmyndun. Þeir vilji að allur fiskur fari á markað eða að það verði í gangi markaðstengt verð. „Við höfum boðið upp á allar aðrar leiðir til þess að leysa það mál, en útgerðarmenn hafa ekki komið með neinar hugmyndir eða leiðir sem gætu leitt til lausn- ar þess máls þrátt fyrir að þeir Pétur Bjarnason: Ekki hægt að horfa fram hjá því að traust íslend- inga á fiskmörkuðum eriendis mun rýrna og allt markaðsstarf mun truflast. hins vegar ekki á óvart að ekki hafi tekist að semja ef Iitið er til þrigg- ja síðustu samninga sem hafa allir leitt til verklalls og síðan hafa stjórnvöld höggvið á hnútinn," segir Gunnar Svavarson, forstjóri SH. Verkfallið alvarlegast fyrir vetrarvertíðina Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunar í Neskaupstað, segir að áhrif sjómannaverkfalls verði ekki mikil til að byrja með á starfsemi Síldarvinnslunar, en hafi áhrif á markaði fyrir íslenskan fisk verði það mjög langvinnt. Fyrst gæti áhrifanna á bolfisk- mörkuðum, t.d. fyrir frystan fisk til Bretlands og saltaðan fisk til Spánar. I gangi sé vetrarvertíð sem gefi af sér milda framleiðslu salt- fisks, og þá komi að landi vænsti fiskurinn. Einhverjar birgðir séu í landinu af mjöli og lýsi svo áhrif á þeim mörkuðum gætir síðar. Björgólfur Jóhannsson óttast að verkfallið geti oröið langvinnt og snúið, en hann trúir ekki að stjórnvöld láti það óátalið að þjóð- arbúið missi af miklum útflutn- ingstekjum. „Allur fiskur á markaði er ekki á samningsborðinu. Það er óeðlilegt að einhverjir aðilar ákveði hvað t.d. Síldarvinnslan eigi að borga fyrir fiskinn, ég treysti mínum sjó- mönnum til að semja um það. Eg er ekki tilbúinn að standa í þeirri stöðu fyrir Síldarvinnsluna þegar skip kemur inn að vita ekki hvort ég fái aflann til vinnslu eða ekki. Rekstraröryggi fyrirtækisins og at- vinnuöryggi starfsmanna yrði þá fyrir borð borið. Við erum að slep- pa fyrir horn með loðnuvertíðina þó það væri hægt að lengja hana um hálfan mánuð meðan verið væri að ná öllum kvótanum, en þetta verkfall veldur vetrar\'ertíð- inni miklum skakkaföllum, er nijög alvarlegt fyrir hana fljótlega. Það græðir enginn á verkfalli," segir Björgólfur Jóhannsson, fra m kvæ md a s tj ó r i S í 1 d ar vi n n s I - unnar. Persónulegur ágreiningur Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Fiskifélags Islands, segir það augljóst að langvinnt sjómanna- verkfall muni hafa gífurlega skað- vænleg áhrif og tekjurýrandi fyrir þjóðlélagið, ekki bara fyrir það fólk sem hefur atvinnu af sjávarút- vegi, heldur allt þjóðfélagið. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að traust Islendinga á fisk- mörkuðum erlendis mun rýrna og allt markaðsstarf mun truflast. Við veröum ekki taldir eins ábyggileg- ir birgjar og annars væri. Aðilum að þessari deilu hefur lengi geng- ið illa að ná samningum og rnikil nauðsyn er til þess að á því verði breyting. Jafntíð sjómannaverkföll og hjá okkur eru auðvitað engum til góðs og það óska allir eftir að deiluaðilar nái saman og ekki þurfi að búa við jafntíð sjómanna- verkföll og raunin er." Aðspurður hvort hann teldi að samningaviðræður gengu erfiðlega vegna persónulegra viðhorfa meðal forustumanna deiluaðila sagði Pét- ur: „Eg trúi ekki að tregðu við það að ná samningum megi rekja til persónulegs ágreinings forsvars- manna samningsaðila. Ég trúi ekki öðru en að þeir leggi allir persónu- leg mál til hliðar og vinni að heil- indum að því verkefni sem þeir hafa tekið að sér. Eg ætla þeim ekki annað," sagði Pétur. Getur haft ábrif gengið Ásgeir Daníclsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, segir að verð- mæti þess loðnuafla sem ekki veiðist vegna sjómannaverkfalls - ef við bætist 100 þúsund tonn - sé tæplega 2 milljarðar króna. Ut- hafskarfaveiði og kolmunnaveiði sé að hefjast, og langt verkfall kynni að hafa þau áhrif að nánast ekkert veiddist af þessum tegundum á þessu ári. Verðmætasti þroskurinn veiðist á vetrarvertíð veiðist nú í salt, og sú vertíð stendur sem hæst, og það fólk sem að því vinnur hleypur ekki í aðra vinnu. Kostnað- ur verður af atvinnuleysi land- verkafólksins gæti nurnið hund- ruðurn milljóna króna vegna at- vinnulevsisbóta. „Ef íslendingar verða af völdum verkfalls óábvggilegir birgjar missa þeir viðskipti sem erfitt gæti orðið að ná aftur. Einu fréttirnar af samningum voru um tíma þær að samningsaðilar gætu ekki verið saman í einu herbergi. Það boðar ekki gott, en ég held að llestir reikni með verkfalli. I verkfalli tap- ast gjaldeyristekjur, viðskiptajöfn- uðurinn versnar enn frekar, hann kann að virka neikvætt á gengi ís- lensku krónunnar. Tveggja millj- arða króna tekjutap er ekki stór partur af þeim viðskiptahalla sem verið hefur og er stórt vandamál, og lagar ckki þá stöðu. En ef það er dropinn sem fyllir mælinn varð- andi gengisóvissuna gæti það haft þó nokkur áhrif á gengi krónunnar og þar með verðbólgu, vexti og vísi- tölur til verri vegar fyrir þjóðarbú- skapinn," segir Asgeir Daníelsson. Björgólfur Jóhannsson: Óttast að verkfallið geti orðið langvinnt, en trúir ekki að stjórnvöld láti þjóðar- búið missa af svo miklum útflutn- ingstekjum. Fátt, eða jafnvel ekkert, virðist geta komið í veg fyrir að verkfall sjómanna bresti á aðfaranótt föstudagsins. viðurkenni að þetta sé vandamál. Við viljum halda inni Verðlags- stofu skiptaverðs, enda er hún að vinna þarft verk f upplýsinga- streymi og undanfarin þrjú ár hafa málin verið mun skýrari en annars væri fyrir tilstilli hennar. Krafan um löndunarfrí á upp- sjávarfiskveiðum er mjög þung af okkar hálfu, en hún hefur ekki fengist rædd frekar en allar hinar kröfur okkar í Karphúsinu. Við miðum okkur við nálægar þjóðir eins og Norðmenn og Færeyinga, en þar hefur það tfðkast í áratugi að sjómenn séu ekki að landa grútnum eftir túrana. Loðnusjó- menn leggja þunga áherslu á þetta atriði nú. Við Ijáum ekki rnáls á því að breyta hlutaskipt- unum, en á því hafa útgerðar- menn verið að klifa," segir Sævar Gunnarsson. Friðrik Arngrímsson: Þegar fækkar i áhöfn vegna framþróunar í fisk- veiðum, vilja útgerðarmenn að sá hagnaður sem afþví hljótist skiptist milli útgerðarmanna og sjómanna. Versta hjá þeim sem borga minnst Sævar Gunnarsson segir umræð- ur um meinta þátttöku sjómanna í kvótakaupum ekki eins háværar nú og áður en krafa Sjómanna- sambandsins sé enn sú sama, að sjómcnn séu ekki neyddir til þátt- töku í kvótakaupum útgerðar- manna gegnum verðið. Afkomu- tölur margra sjávarútvegsfyrir- tækja sem birst hafa að undan- förnu sýna í flestum tilfellum slæma afkomu. Sævar segir að þau fyrirtæki sem séu að borga lægsta hráefnisverðið séu að sýna verstu afkomutölurnar, málið sé ckki flóknara. Margra ára markaðssetning tapast Gunnar Svavarsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- Bjarni Bjarnason: Það þarf ekki endilega að stofna ný stéttarfélög, heldur að hafa Sjómannasam- bandið deildaskipt. Sævar Gunnarsson: Það hefur alls ekkert þokast I samkomulagsátt. kemur upp sú staða að ekki er hægt að afgreiða fisk inn í kerfið þar sem menn eru vanir að ganga að honum og fá hann keyptan, sérstaklega þar sem verið er að þjóna mörgum aðiium. Það hefur áður orðið til þess að stórir not- endur eöa matsölustaðir taka hann út af sínum matseðli vegna þess að veitingastaðirnir hætta að treysta á þennan fisk með íslensk- um uppruna, og þá er mjög erfitt að koma honurn inn aftur vegna þess að þessir aðilar nenna ekki að standa í því að varan sé stunduni til og stundum ekki. Þannig tapast marga ára markaðssetning á skömmum tíma," segir Gunnar. Það er því mikiö í húfi að samn- ingar takist, helst ckki síðar en á fimmtudag. Langt verkfall hefur mjög alvarlegar afleiðingar að dómi Gunnars. „Það kemur mér Gunnar Svavarsson: Augljóst að verkfall sjómanna mun hafa mjög truflandi áhrif á markaðinn erlendis. anna, segir augljóst að verkfall sjómanna muni hafa mjög trufl- andi áhrif á markaðinn erlendis. Raunar hafi yfirvofandi verkfall þegar haft áhrif J)ar sem kaup á fiskafurðum frá íslandi hafi auk- ist mikið þar sem ekki sé hægt að reikna með íslenskum fiski á markaðnum, t.d. eftir vikutíma. Skortur á vörunni geti ennig leitt til verðóróleika, og þá spennist verðið upp. Þess má geta að eftir að kúariðufárið hófst fyrir nokkrum árum jókst sala á ís- lenskum fiski en eftir að gin- og klaufaveiki varð kunn hefur orðið algjör sprenging í eftirspurn eftir fiski á Bretlandi. Þeirri aukningu kunna íslendingar að missa af vegna sjómannaverkfalls. „Ef verkfallið verður mjög lang- vinnt og það fer að gæta skorts á fiski á erlendum mörkuðum, Of þröngt sjónar- hom rannsókna Halldór Blöndal gagn- rýnir Rannsóknastöð- ina við Mývatn og frantkvæmd laga mn vemdun Laxár og Mý- vatns. Hann fagnar nýjum náttúmvemd- arsamtökum. Halldór Blöndal forseti Alþingis og fyrsti þingmaður Norðurlands eystra kveðst fagna því ef heima- nienn í Mývatnssveit stofni nátt- úruverndarsamtök þar sem víð- tækari náttúruverndarsjónarmið verði höfð að leiðarljósi en verið hefur til þessa. Eins og fram kom í Degi í gær eru samtök af þess- um toga í undirbúningi og eitt af stefnumáluin félagsins verður að berjast fyrir breytingu á lögunum um verndun Laxár- og Mývatns- svæðisins. Of þröng í rannsóknuni „Lögin um verndun og friðun Laxár og Mývatnssvæðis in s voru samþvkkt vorið 1974 og í um- ræðunni um þau kom skýrt fram að ætlast var til þess að Náttúru- rannsóknastöðin í Mývatnssveit yrði rekin þar og gæti orðið sveit- inni til gagns," segir Halldór Blöndal. „Og ég er auðvitað mjög feginn því ef stofnuð verða sam- tök í Mývatnssveit sem leggja áherslu á friðun svæðisins norð- an Vatnajökuls og horfa á það sem eina heild. En Náttúrurann- sóknastöðin í Mývatnssveit hefur verið allt of þröng í sínum rann- sóknum. Eg hef ekkert út á ein- staka yísindamenn að setja, enda kann ég ekki að meta þeirra verk, en það fer enginn í grafgötur um að störf forstöðumanns stofunar- innar hafa að öðrum þræði beinst að því að byggja upp rannsóknar- aðstöðu í Reykjavík, en ekki í Mý- vatnssveit. Hann hefur unnið úr rannsóknunt sínum að verulegu leyti í Reykjavík, við Háskóla Is- lands. En hugmyndin var sú að miðstöð rannsóknanna yrði í Mý- vatnssveit," segir Halldór. Að- spurður um hv'ort það væri ekki sama hvar unnið væri úr rann- sóknunum þar sem það væri fyrst og fremst vísindagildið sem skipli máli sagði Halldór að menn hafi séð fyrir sér að við Mývatn yrði byggð upp merkileg starfsemi, sem snerist ekki um Mýv'atn í' þrengsta skilningi þess orðs, heldur um svæðið allt. Að þarna risi meningarsetur með tilheyr- andi starfsemi, fyrirlestrum, rannsóknum og öðru slíku og að starfsemin yrði ekki einskorðuð við sumarið og kannski haustið. Til bölvunar Halldór telur að lögin um vernd- un Laxár- og Mývatnssvæðisins séu barn síns tíma og hann sé að því leyti til sammála þeirn sem standa að stofnun hinna nýju samtaka. Hann segir að lögin hafi einfaldlega ekki dugað til að efla betra aðgengi ferðamanna að svæðinu og þannig náð að stuðla að betri umgengni um svæðið og náttúruvernd í víðum skilningi. En eins og framkvæmd laganna hafi verið þá megi segja, að hv'að þetta varðar hafi þau frekar verið til bölvunar en hitt. „Auðvitað vilja menn vernda þetta svæði, það er enginn á móti því. Það cr eins og sumir haldi að ef ekki væru til þessi Iög urn verndun Laxár og Mývatns, þá væru Mý- vetningar búnir að stórspilla sinni sveit. Eg skil ekki slíkan hugsun- arhátt," segir Halldór Blöndal. Styður Mývetninga Gísli Már Gíslason, prófessor og stjórnarfor- maður Náttúrurann- sóknastöðvarinnar við Mýv'atn, segist styðja framtak Mýv'etninga sem v'inna nú að stofn- un Náttúruverndarsam- taka Mýv'atns. Dagur skýrði frá þessu í gær og segja aðstandendur sko- rta á að raddir heima- manna heyrist í urnræð- unni um náttúruvernd svæðisins. „Mér líst ágætlega á þetta, ekki veitir af. Eg er búinn að skoða stofnskrá þeirra og hún er metn- aðarfull. M.a. eru þarna ákvæði um að allir alþjóðasamningar verði virtir þannig að ég get ekki annað en fagnað þessu," segir Gísli. Einn áhugamanna unt stofnun félagsins sagði í Degi í gær að lögin um v'ernd- un Mývatns og Laxár frá árinu 1974 þyrfti að endurskoða og hefur margoft heyrst í umræð- unni að Mývetningar eru óhressir með hve lít- ið forræði þeir hafa aagnvart framkvæmdum í sveitinni. Spurður sér- staklega um þetta segir Gísli að lögin beri með sér að þau séu 27 ára gömul og til hafi staðið að breyta þeim. Hann segist gera ráð fyrir að hugur fé- lagsmanna sé að friða Svðri-flóa vatnsins en breytingartillögur í þá áttina hafi komið fram. „Það má vel vera að ég skrái mig í þessi sanitök," segir stjórn- arformaður Náttúrurannsókna- stöðvarinnar við Mvvátn. - BÞ Gísli Már Gíslason: Gott framtak heimamanna. 'í.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.