Dagur - 14.03.2001, Blaðsíða 17

Dagur - 14.03.2001, Blaðsíða 17
MIDVIKVDAGU R 14. MARS 2001 - 17 jjmL (AMDiHM Gunnþóra Gunnarsdóttir MENNINGAR LÍFIÐ Nýtt líf í gamalt pakkliús Fyrirhugað er að endurreisa Græn- lensk-íslenska pakkhúsið á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn og gera að menningarsetri. íslenskir, danskir, færeyskir og græn- lenskir áhugamenn um þessa endurreisn hafa stofnað með sér félagið Norðurbryggju, formaður þess er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti. Umrætt hús er fyrsta pakkhúsið sem reist var á svæðinu (1766-67) af Johan Christian Conradi múrara- meistara. Það er á ílmm hæðum og er ein af glæsileg- ustu byggingunum á hafnar- svæðinu, um sjö þúsund fer- metrar að stærð og býður upp á margvíslega mögu- leika. Stefnt er að því að starfsemi geti hafist þar í lok ársins 2002 og að þar verði meðal annars sendiráð ís- lands í Danmörku og stjórn- Grænlensk-íslenska pakkhúsið á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. arskrifstofur Færeyja og Grænlands til húsa. í pakk- húsinu verður góð aðstaða fyrir listsýningar á efstu hæðunum og veitingahús og upplýsingamiðstöð á jarð- hæð. Fyrirséð er að lista- og menningarstofnanir, félaga- samtök og einstaklingar muni geta efnt til sýninga í húsinu og það verði kjörið fyrir kynningar og fyrir- lestra. Fleiri görnul og reisu- leg hús eru í endurbyggingu á þessu sögufræga athafna- svæði í hjarta Kaupmanna- hafnar. kraftarnir íjórir: þyngdaraflið, rafsegulkraftar, veiku og sterku kraftarnir séu upphaf- lega eitt. Allt sem gerist í okk- ar þekkta alheimi gerist vegna þessara fjögurra krafta. Segja má að Albert Einstein hafi fylgt grunnhugsun Þales- ar. Hann segir til dæmis í bréfi til Marchel Grossmann: Það er dýrðleg tilfinning að komast að raun um að allt sem við skynjum sem flókna aðskilda hluti reynist þegar betur er að gáð vera af einni rót. Einstein varði öllum síðustu árum ævi sinnar til að leita að rökum fyrir þessari staðhæfingu. Skilningurinn hefur lækmngamátt Það er góð HORN HEIM- byrjun í þekk- SPEKiniGSIIUS ingarleit að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Eftir að menn höfðu flokkað alla hluti í jörðu og á, gefið öllum lilutum sitt rétta nafn, komust menn að raun um að þetta var ekki kyrrstæður veruleiki. Allir þessir hlutir voru að breytast, allir þessir hlutir voru á hreyf- ingu. Næsta skref var því eðli- lega það að samræma flokk- un, þróun og breytingar. Þeg- ar því var lokið breyttist kyrr- stæður veruleiki í fijótandi til- veru þar sem stökkbreytingar gátu átt sér stað og breytt gen gátu fjölgað tegundum í stór- um stíl. Næsta skref er eðlilegt. Það er að maðurinn heíji leit að rót allra hluta, að þeirri ein- ingu sem iiggur að baki öllum vísindum. Þessi leit á samleið með gamalli trú á uppsprett- una sem allt er komið frá. Þetta byggist á þeirri sannfær- ingu að tilveran sé skipulögð tilvera sem stjórnast af lög- málum samræmisins. Trú og vísindi eiga samleið Að sjá og skilja veruleikann er hin eina sanna opinberunar- bók. Þar er engin forneskja gamalla orða höggvin í stein fyrir árþúsundum. Allt er andi, líf og kraftur, ný sýn, ný von. Skilningurinn hefur lækningarmátt. Það er mikil andleg og líkamleg heilbrigði í því að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Trú og vísindi eiga samleið. Þau eru bæði leit mannsins að veruleika, innri og ytri veruleika. Trú og þekking nærast á sömu opin- berun. Gáfumenn tuttugustu aldarinnar deildu iðulega á þeim forsendum að þetta væru tvær grundvallar andstæður. Segja má að Albert Einstein hafi fylgt grunnhugsun Þalesar. Hann segir til dæmis í bréfi til Marchel Grossmann: Það er dýrðleg tilfinning að komast að raun um að allt sem við skynjum sem flókna aðskilda hluti reynist þegar bet- ur er að gáð vera af einni rót. Einstein varði öllum síðustu árum ævi sinnar til að leita að rökum fyrir þessari staðhæfingu. Allt af einiii rót Þetta er fyrsta hugsunin í vestrænni heimspeki, hugsun Þalesar heimspekings í Mí- letos í Tyrklandi á sjöttu öld fyrir Krist. Hann er kallaður fyrsti gríski heimspekingur- inn. Þetta er líka grundvallar- hugsun Pýþagórasar og Platós. Þessi sama hugsun kemur fram í nýjustu vísind- um í byrjun þriðja árþúsunds- ins þar sem menn tala um að Þekkmgin gerir okkur frjáls Það er von mín að þriðja ár- þúsundið skilji að trú og þekk- ing eiga samleið, að veröld án guðs sé innantóm veröld, ver- öld án merkingar. Hvað stoðar það manninn að eignast heim- inn og týna sál sinni? Það er þekkingin sem gerir okkur frjáls, ekki síst þekkingin á einingu lífsins og tilverunnar. Það fær okkur til að skilja hvaðan við komum, hver við erum og hvers vegna við erum hér. Við erum hér til að taka þátt í mikilli leit og mikilli sköpun sem varir meðan heimur stendur. Þegar menn þykjast vera að kanna fram- tíðina þá eru menn oftast að teygja úr nútímanum án þess að hafa minnstu hugmynd um hið óvænta sem bíður. Samt er ekki hægt að komast hjá því að reyna að kortleggja fram- tíðina og reyna að móta hana með skapandi hugsun. Þetta er göngulag okkar til framtíð- arinnar og aðra leið getum við ekki gengið. Flokksblöðin lifa í umræðum um íjölniiöhm fyrir fimm til tíum árum var almenn skoðun manna sú að ílokksblöð í þeirri mynd sem við þekktum þau væru ekki lengur í takt við tún- ann. Blöð ættu að vera frjáls og síðast óháð og segja fréttir, en ekki boða línur einstakra flokka eða stjórnmálahreyfinga. í fram- haldi af þessu fóru tlokksblöðin, hvert af öðru að týna tölunni og eru öll liðin undh- lok - enda þótt það sé síðan ekkert leyndarmál að blöð sem í dag starfa fylgi áfram hvert um sig ákveðnum stefnum og viðhorfum - þótt þau séu liins vegar ekki bundin á klafa einstakra stj órnmálahreyfinga. Formið og aiidinn... En tengjum málið þá við fortíðina og setj- um ])aö í annað samhengi. Laust uppúr 1950, þegar atómskáldin svonefndu voru fyrst aö kveða sér liljóðs, var í Reykjavík efnt til kappræðufundar um hinn nýstárlega kveðskap. Siunh- töl- uðu um ljóðlist en aðrir um leir- burð. „Það er formið sem deyr en andinn sem lifir,“ sagði Steinn Steinarr á þessum fundi og bætti við að hver tími fyndi sé form við hæfi, sem yxi, þróaðist, hrörnaði og dæi að lokum - án þess að nokkur fengi rönd við reist. Sama má segja um flokksblöð- in. Formið þeirra dó en andinn lifir. Menn halda áfram að ræða og skrifa um stjórnmál enda þótt Tími, Þjóövilji, Alþýðublað og Frjáls þjóð komi ekki lengur út. Á Netinu blómstrar nefnilega merkilega frjó um- ræða manna um stjórnmál og keppikefli virðist vera fyrir stjórmnálaflokka og -fé- lög að taka virkan þátt og að rödd þeirra heyrist og sjáist í umræðum á Netinu. Og það sem gerir umræðuna í netheimum skemmtilega er live óþvinguð hún er; menn þora að láta hlutina flakka. 1 lring- Flokksblöðin frægu. „Formið þeirra dó en andinn lifir. Menn halda áfram að ræða og skrifa um stjórnmál enda þótt Tími, Þjóðvilji, Alþýðublað og Frjáls þjóö komi ekki lengur út.“ ferð á Maddömuna, VG-vefinn, Samfylk- ingu.is, Kreml, Frelsi Ileimdellinga, heimasíðu Björns Bjarnasonar og fieiri slíka vefi getur því oft verið bráð- skennntileg lesning. Umræða á öðrum vettvangi Kostur netmiðlanna er líka sá að þeir eru meðfærilegir, nokkuð ódýrir í rekstri og eru víðlesnir, það er að segja ef menn setja þar eitthvað fram sem á virkilegt erindi við samtíðina. Menn þurfa að öskra sig inn í mnræðuna. Stærsti plús- inn er þó líklega gagnvirknin; fyrirhafn- arlítið geta menn komið sínu á framfæri og fengið svör á móti hið snarasta. Svona skoðanaskipti eru af hinu góða og efla lýðræðið. í fyrirsagnasamfélaginu freistast menn gjarnan til að kveða upp algilda dóma, svo sem að fiokksblöðin væru öll. í raun er ekkert fjær sanni. Enda mun það sjálfsagt seint gerast að menn hafi ekki áhuga á að ræða stjórnmál. Umræðan hefur einfaldlega færst yfir á annan vett- vang. Stjórnmálaumræðan í dagblöðum hefur líka breyst; blöðin eru ekki lengur hlutdræg en taka afstöðu - en á þessum hugtökum er mikill munur. sigurdur@dagur. is MEIMGAR VAKTIN Sigunður Bogi Sævarsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.