Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 17. MARS 2 00 1 - 29
FRÉTTIR
„Háloftaútköll“ eru
orðiit nokkuð algeng
Lækni fúmst snautlegt
að heyra ekki bofs frá
Flugleiðum eftir „há-
loftaútkall44 um horð
yfir miðju Atlantshafi.
Félagið naut aðstoðar
a.m.k. 16 lækna í há-
loftunum í fyrra.
„Læknirinn cr ekld að sinna sjúk-
lingum fyrir hönd flugfélagsins,
sem tekur heldur ekki að sér milli-
göngu ef læknir telur eðlilegt að
sjúklingurinn greiði fyrir læknis-
þjónustuna," sagði Guðjón Arn-
grímsson blaðafulltrúi Flugleiða,
sem segir félagið aldrei áður hafa
fengið kvörtun frá lækni í þeim
dúr sem fram kom í síðasta
Læknablaði (3/2001). En þar lýs-
ir Hrafnkell Oskarsson því hvernig
hann eyddi hálfri heimferð frá Or-
lando sl. haust, bograndi í flugeld-
húsinu eða standandi yfir manni
(Lundúnarbúa á heimleið) sem
skyndilega hafði veikst yfir miðju
Atlantshafí.
EkM einu sinni svei þér
„Einhver veltir því örugglega fýrir
sér hvernig sé með umbun fyrir
háloftaútkall og ef til vill einhverra
klukkustunda vánnu við erfið skil-
yrði,“ segir læknirinn. Þótt flug-
freyjur hafi skilmerkilega tekið
niður nafn hans og númer og látið
að því liggja að hann yrði eflaust
uppfærður á Saga class í næstu
ferð, hafi ekkert slíkt gerst þau tvö
skipti er hann hafi flogið síðan.
„Reyndar átti ég hvorki von á flug-
punktum né uppfærslu frá þessu
félagi, því miður, en átti hálft í
hvoru von á stöðluðu þakkarbréfi
eða jólakorti, en, nei ekkert slíkt.
Félagi minn á slysadeild hefur
sömu reynslu af þessu félagi, há-
Ioftaútkall, nafn og númer skráð
vandlega en síðan ekki einu sinni,
svei þér.“
Viimuregla að spyrja
inn lækiii
Guðjón segir svarið í sjálfu sér ein-
falt. Flugfélagið geti hvorki skuld-
bundið sig til þess að veita læknis-
þjónustu í flugvélum sínum né
gert kröfu um að læknar sem
kunni að vera um borð sinni fólki
sem veikist, en þegar slíkt gerist sé
það vinnuregla áhafnar að spyija
hvort læknir eða hjúkrunarfræð-
ingur sé um borð. Abyrgð flugfé-
lagsins felist í því að láta sjúkling-
inn hafa forgang og félagið geri
ekki kröfu um endurgreiðslu t.d.
fyrir millilendingu á næsta flug-
velli. „Eg held aö hvort sem maður
er læknir eða ekki þá sé umbunin
við svona aðstæður fyrst og fremst
þakklæti þess sem maður kemur til
aðstoðar og, eins og í þessu tilfelli,
betri líðan hans,“ segir Guðjón.
A.m.k. 16 „háloftaútköll“
í fyrra
En það breyti því ekki að Flugleið-
ir séu þakklátir læknum og öðrum
sem bregðist við þegar á reynir. ,A
síðasta ári sendum við 15 læknu m
þakkarbréf fyrri bjálp þeirra um
borð í vélum okkar og á þessu ári
eru bréfin orðin tvö. Augljóslega
hafa orðið mistök í því tilfelli sem
Hrafnkell lýsir þannig að upplýs-
ingar um aðstoð hans hafa ekki
borist áfram innan fyrirtækisins.
Mistökin ber að harma því hann á
þakkir skyldar og þeim er hér með
komið á framfæri," sagði Guðjón
Arngrímsson.
I kjölfar ferðarinnar segist
Hrafnkell líka m.a. hafa farið að
velta meira fyrir sér ábyrgð lækna
við óvenjulegar aðstæður. „Hefði
maðurinn t.d. látist af lungnaem-
bólfu eftir að ég leyfði honum að
halda áfram för (frá Islandi), hvers
er þá ábyrgðin?“ — HEI
Frá upphafi flokksþings í gær. Hér
má sjá Guðna Ágústsson ræða við
einn þingfulltrúann.
Kjósa á
suimdag
Kosningar til formanns, varafor-
manns og ritara Framsóknar-
flokksins fer fram eftir kl. 13:45
á sunnudag, þegar flokksþings-
fulltrúar hafa að mestu jafnað
sig eftir kvöldverðarhófið kvöld-
ið og nóttina áður.
Mikil spenna rfkir um útkomu
kosninganna. Enginn býður sig
fram gegn Halldóri Ásgrímssyni
í stöðu formanns, en yfirlýstir
frambjóðendur í varaformanns-
kjörinu eru Guðni Ágústsson,
Jónína Bjartmarz og Olafur Orn
Haraldsson og í kjöri til ritara
þau Siv Friðleifsdóttir og Hjálm-
ar Árnason.
Á undan kosningunum verða
afhent „Bjartsýnisverðlaun
Framsóknarflokksins 2000“ og á
eftir kosningunum verða mál
þingsins afgreidd og þingi slitið.
- FÞG
Pirraöir hjá ríkinu
Töluverdur pirriugur
er meðal félagsmauua
Starfsmaunafélags
ríMsstofnana, SFR
yfir j»ví hversu seint
og illa hefur gengid
við gerð nýs kjara-
samnings við ríkið.
I vikunni slitnaði uppúr viðræð-
um við ríkið en kjarasantningur
SFR rann út í lok október sl.
Ekki hefur verið boðað til nýs
fundar né heldur hefur deilunni
verið vísað til ríkissáttasemjara.
Jens Andrésson.
Deilt um 112 þúsund
Jens Andrésson formaður SFR
segir að „uppstytta" hefði komið
í viðræðurnar eftir að menn
höfðu áður eygt „landsýn" með
þeim óformlegu tilboðum sem
höfðu gengið á milli samninga-
nefnda ríkisins og þeirra um
hækkun lægstu launa með út-
færslu vinnustaðasamninga.
Þegar á reyndi hefði hins vcgar
komið í ljós að ríkið hafði rýrt
það sem áður hafði verið rætt
um sem hugsanlegan samnings-
flöt. Krafa SFR er að lægstu
laun verði ekki undir 112 þús-
und krónum á mánuði. Uni
3800 félagsmenn eru í SFR auk
þess sem kjarasamningur þeirra
tekur til um eitt þúsund starfs-
manna á sjálfseignarstofnunum
hjá ríkinu. — GRH
INNLENT
Minnihluti vill ný lög á vændið
Harkalegar aðgerðir gegn vænclt virð-
ast eldd eiga upp á pallborðið hjá
þeim sem atkvæði greiða á Netinu.
Dagur spurði á Netinu: Á að setja
strangari lög um ólögmæti vændis?
Atkvæði greiddu 3.220. Meirihlut-
inn, eða 55%, var andvígur slíkri
lagasetningu, en 45% lýstu sig fylgj-
andi nýjum lögum.
D amtir
vísir.is
Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja Dags-spurningi á Netinu, en
hún hljóðar svo: Á Alþingi að banna sjómannaverkfallið með lögum?
Slóðin er sem fyrr: visir.is
Helbert kjaftæði!
Ekki voru líkur á því síðdegis í gær
að samkomulag væri í sjónmáli í
sjómannadeilunni cn verkfall sjó-
manna hófst skömmu fyrir mið-
nætti aðfaranótt föstudags og nær
það til liðlega 6.000 sjómanna víðs
vegar um land. Útgerðarmenn
munu hafa lagt fram tilboð til sjó-
manna í deilunni, sem sjómanna-
forystan var að skoða. Það fjallar
m.a. um nýjar hugmyndir um
verðmyndun sjávarfangs, en það
hefur verið ein helsta krafa sjó-
manna að allur fískur fari á mark-
að eða verð hans verði mark-
aðstengt.
„Við erum enn í fréttabanni sem
ríkissáttasemjari setti á okkur, en
ég heyrði í útvarpinu að LÍÚ hefði
Iagt fram tilboð af okkar hálfu sem
margir í sjómannnaforstunni vildu
ræða frekar. Við höldum áfram að
funda og reynum að ná samning-
um. Meira get ég ekki sagt,“ sagði
Friðrik Árngrímsson, fram-
Sævar Gunnarsson.
kvæmdastjóri LÍÚ.
Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambands Islands var
spurður að því hvort eitthvað nýtt
útspil hefði komið fram frá útgerð-
armönnum.
„Ég þekld það ekki. Það hefur
ekkert tilboð borist frá útgerðar-
Friðrik Arngrímsson.
mönnum, allt annað er helbert
kjartæði. Staðan er nákvæmlega
sú sama og hún hefur verið síð-
ustu daga, þ.e. algjörlega á byrjun-
arreit," sagði Sævar Gunnarsson,
formaður Sjómannasainbands Is-
lands, síðdegis í gær í Karphúsinu.
— GG
Bláfugl að hefja fragtflug
Fragtllugvél nýja flutningaflugfélagsins Bláfugls er væntanleg til landsins
í dag, eftir viðamiklar breytingar í Bandaríkjunum úr farþegavél í fragt-
vél. Ef allt gengur að óskum fer vélin, af Boeing 737-300F tegund, í sitt
fyrsta fragtflug með almennan útflutning til Kölnar sunnudaginn 25.
mars og með innflutning til baka.
Að sögn Þórarins Kjartanssonar framkvæmdastjóra Bláfugls er flug-
rekstrarleyfi frá hendi Flugmálastjórnar komið að því undanskyldu að
Flugmálastjórn á eftir að gera úttekt á flugvélinni. „Samskipti fyTÍrtælds-
ins við Flugmálastjórn hafa verið með ágætum". Aðspurður um hvort
breytingarnar uppfylltu allar kröfur sem Flugmálastjórn miðar við sagði
Þórarinn að þessar breytingar væru viðurkenndar af öllum flugmálayfir-
völdum og í framkvæmd hjá tjölmörgum fíugfélögum, eins og Flugleið-
um, Islandsflugi og Lufthansa. - FÞG
Stjómarráðið samþykkti
MikiII meirihluti félagsmanna í Félagi háskólamenntaðra starfsmanna
Stjórnarráðsins samþykkti nýgerðan kjarasamning félagsins við ríkið. I
atkvæðagreiðslu um samninginn sögðu 126 já, eða 76,4%. Aðeins 39
sögðu nei, eða 23,6% og einn seðill var ógildur. Á kjörskrá voru 290 og
þátttakan var því 56,8%. - GRH
Hagnaður hjá Lyfjaverslimiimi
Hagnaður af rekstri Lvfjaverslunar lslands hf. nam 41,8 milljónum króna
eftir skatta á síðasta ári á móti 58 milljónum árið áður. Hagnaður §am-
stæðunnar af reglulegri starfsemi fyrir fjármagnsliði nam 81,2 milljónum
króna en nain 69,7 milljónum árið 1999. Veltufé frá rekstri nam 66
milljónum ltróna.