Dagur - 17.03.2001, Page 7

Dagur - 17.03.2001, Page 7
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 - 31 DMptr. RITS TJÓRNARSPJALL Helj arslóðaromista alþj oðavæðingaríimar 8 DDUR LAFSSON Visindin kunna engin ráð við faraldri búfjársjúkdóma önnur en þau eldgömlu, að fella dýrin og brenna til að koma í veg fyrir að veikin berist á ósýkt svæði. Bændur sjá fram á gjaldþrot og neytendur kjötskort. Mikið kapp er lagt á að fella dýr og einangra sýkt svæði þar sem faraldur búfjársjúkdóma geisar. Getgátur eru uppi um hvað veld- ur því að skyndilega fara skæðir smitsjúkdómar eins og eldur í sinu um landbúnaðarhéruð Bretlands og þaðan yfir til meg- inlandsins og jafnvel enn víðar. Lítt þekktur sjúkdómur sem leg- gst á fólk sem dýr virðist hafa náð mikilli útbreiðslu án þess að menn yrðu þess varir fyrr en hann skýtur upp kollinum í mörgum löndum en þá er orðið of seint að byrgja brunninn. Varúðarráðstafanir eru að hvetja neytendur til að hætta að éta kjöt af tilteknum dýrategund- um, en umfrarn allt að hætta flutningi dýra og dýraafurða milli svæða og landa. Farið er að sótt- hreinsa ferðafólk á landamærum og tollstöðvum. Fæstum bland- ast hugur um að gegndarlaus flutningur dýra og búfjárafurða milli landa og heimsálfa býður hættunni heim. I vikunni birtist í Degi frétt um faraldur dýrasjúkdóma, sem byggð var á rannsóknum sem gerðar voru á vegum stofnunar sem kallast Veraldarvaktin, og fylgist með ýmis konar hættu- mörkum sem steðja að lífríkinu. Þar er fullyrt að verksmiðjubú- skapur þar sem ótölulegum fjöl- da dýra og fugla er hrúgað sam- an séu gróðrarstía sjúkdóma, sem séu nútímavísindum um megn að fást við. Svokallaðar kynbætur, sem allar miðað að því að auka vöxt dýra, dregur úr við- námsþrótti búfjárins. Flluti af þessum sífelldu breytingum á erfðaefnum dýra er að flytja þau fram og til baka um heimsbyggð- ina og vill þá sitthvað slæðast með sem dýrum og mönnum er ekki hollt. Erfðabreytingar, hormónagjaf- ir og sýklalyf eru fastir liðir í verksmiðjubúskapnum. Vísindi og tækni eru notuð til að ná fram hámarksframleiðslu á sem skemmstum tíma. Veikluð dýr og misjafnlega heilnæm fæða fylgir þeim árangri sem fæst af svona búskap. MiMð fyrir lítið Höfuðmarkmið verksmiðjubú- skapar er, að framleiða mikið magn af ódýrri vöru. í neyslu- samfélaginu er krafa neytenda að fá sem mest fyrir sem minnst. Gæði og heilnæmi matvæla eru þá ekki forgangsverkefni fram- leiðenda. Það er magnið og verð- ið sem skiptir máli. Samkeppnin á markaði á svo enn að þrýsta verðinu niður. En það eru takmörk fyrir því hveð hægt er að framleiða mat- væli, sem annað, fyrir verð sem ekki stendur undir kostnaði. A þetta hafa einstakir menn bent, en tala fyrir daufum eyrum. Minna má á að Ari Teitsson for- maður Bændasamtakanna vék að þessu í ræðu á nýafstöðnu búnaðarþingi. Þegar upp er stað- ið er það ekki einvörðungu hag- ur bænda að fá sanngjarnt verð fyrir framleiðsluvöru sína, held- ur er það einnig hagsmunamál neytenda að búandfólk hafi fjár- hagslegt svigrúm til að reka bú- skapinn með þeim hætti, að af- urðirnar verði bæði heilnæmar og eftirsókarverðar. Á þetta við um hvers kyns búskap sem stundaður er hér á Iandi. Ofgnóttin Ofgnótt neysluþjóðfélaganna er orðin meiri en svo að við verði ráðið. Uppsöfnun sorps og hús- dýraúrgangs er vandamál sem flestir vilja líta fram hjá. Drykkj- arvatn er rándýr lúxusvara. Mengun lofts, jarðvegs og sjávar er óhjákvæmilegur lýlgiliskur of- boösneyslunnar á orku sem framleiðsluvarningi. Takmark fyrirtækja í bvers kvns framleiðslugreinum er að ná fram hámarksmagni með lág- markstilkostnaði. Samkeppnin þrýstir verði niður og neytendum er talin trú um að þeir eigi að fá sem mest fyrir sem minnst. Samkeppnin felst í því að framleiða og selja ódýrari vöru en keppinautanir. I þeirri Heljar- slóðarorrustu alþjóðavæðingar- innar er allra bragða neytt. Hagræðing þrældómsins Odýrt vinnuafl er ein af forsend- um þess að neyslusamfélögin njóti þess aö kaupa mikið fyrir lítið. Margrómuð alþjóðavæðing felst ekki síst í því, að leita uppi ódýrasta vinnuaflið sem hægt er að fá á jörðu hér. Milljónir manna í sárafátækum hörmung- arríkjum, ekki síst konur og börn, strita við að sauma föt og búa til alls kyns glingur tfu og upp í sextán tíma á sólarhring til að fullnægja þörfum markaðs ríku landanna. Hráefnið og frumstæð tæki og vélar eru fluttar á svona vinnu- staði, sem líkt er við þrælabúðir. Þar fær vinnukrafturinn smánar- laun, sem rétt nægja til brýnustu lífsnauðsynja. Umboðsmenn og milliliðir, sem útvega vinnuaflið og stjórna því taka bróðurpartinn af því sem stórfyrirtækin greiða fyrir að njóta hagkvæmninnar. Hráefnið og fullunnin vara er llutt fram og til baka um jarðar- kringluna og flutningafyrirtækin bjóða hvert annað niður. Utgerð- armenn komast upp með að skrá skip sín í löndum þar sem eftirlit er lítið sem ekkert með öryggi skipa og áhafna og komast hjá að borga lágmarkslaun og jafnvel tilskyldar tryggingar. Allt til að halda vöruverði í efnuðu löndun- um niðri. I gær var frétt í Degi um manndrápsdollu sem flutti nær þúsund farþega í lestum og átti að smygla fólkinu á land í Evr- ópu, en skipið kom að austan. Ryðkláfurinn var skráður í Kam- bódíu, útgerðarmaðurinn var frá Sýrlandi og áhöfnin grísk. Sjó- ferðin átti sér ömurlegan endi. Fjöldi stórslysa á sjó er rakin til þeirrar hagkvæmni, að skrá skip í löndum þar sem engar kröfur eru gerðar til öryggisráð- stafana né hæfni skipshafna, en skipin eru yfirleitt rnönnuð mönnum úr þriðja heims lönd- um, sem litlar Icröfur gera til launa né aðbúnaðar. Kunnáttu- og reynsluleysi verður oft dýr- keypt í kröppum sjó og þar við bætist takmörkuð málakunnátta, sem verður bagaleg þegar á reyn- ir og skipshöfn þarf að vinna saman. Eru dæmi um, jafnvel á Norðurlöndum, að mannfrek stórslys hafi orðið vegna þess að allt fór í handaskolum á hættu- stund þar sem skipanir og skila- boð komust ekki til skila vegna þess að áhöfnin var sitt úr hverj- um heimshluta og gat ckki unn- ið samhent. Stór olíuskip lenda í villum og á ströndum vegna ókunnugleika og vanhæfni skipstjórnarmanna. Sú hagkvæmni útgerðanna að tíma ekki að greiða sjómönnum eðlileg laun er oft svo dýru verði keypt, að það er með öllu óskilj- anlegt hvernig sá sparnaður er reiknaður út. Kaupæði og svikin vara Krafan um lágt vöruverð er í sjál- fu sér vel skiljanleg. En verður ekki einnig að huga að því hvað er eðlilegt gjald fý'rir vöru. Það er ekki endilega hagur neytandans að borga sem minnst fyrir til- tekna vöru eða þjónustu. Það gctur boðið þeirri hættu hcim, að framleiðendur eða milliliðir taki upp á alls kyns hundakúnst- um til að blekkja neytandann. Hver kannast ekki við brimsalta og rennvota skinku innan úr loft- þéttum umbúðum? Svoleiðis varning mætti allt eins selja í lítratali eins og að miða magnið við kíló. En neyslusamfélagið heimtar mikið fyrir lítið og dugir ekki í móti að mæla. Sérfræðingar hafa gott lag á að halda við kaupæði og séð er urn að alltaf sé eitthvað nýstárlegt á boðstólum, sem maður getur með engu móti ver- ið án. Allt þarf að endurnýja með stuttu millibili, því það sem keypt var í fyrra eða hittiðfyrra er orðið úrelt og gamaldags. Bílar, innréttingar, húsgögn, fatnaður, hugbúnaðrgræjur og tól alls kon- ar verður að endurnýja með stuttum fresti. Nú er til að mynda uppi gríðarleg herferð um nauðsyn þess að hvert manns- barn frá fimm ára aldri verði sér úti um lífsnauðsynina „ þriðju kynslóð farsíma", sem kvað vera að koma á markað. Að nýta það sem til er er fjarri hugarheimi þeirra sem hrærast í nýjungagirni og kaupæði of- boðsneyslunnar. Enda eru ótal hendur á lofti að bjóða lán ef einhvern skortir fé til að kaupa það sem hugurinn girnist hverju sinni. Dýru verði keypt Ofveiði villtra tegunda á láði og í legi er talandi dæmi um að of lengt er gengið í að nýta sjálf- bærar náttúruafurðir og afleið- ingin er sú að soðningin á Is- landi er orðin rándýr lúxusfæða. En markaðurinn ræður og við því er ekkert að segja. En kjúklingar og svín eru orðin hversdagsmatur vegna nýrra bú- skaparhátta. En þeim fylgir líka magapína í fólki og niðurgangur þegar svo vill verkast. Fárið sem nú hefur gripið um sig vegna húsdýrasjúkdóma er aðeins eitt dæmi um hvaða verði alþjóðavæðingin er keypt. Upp- blásin vísindahyggja stendur ráð- þrota gegn hörmungunum og kann ekki að ráðleggja neitt nema fella búfénað og brenna. Gengdarlaus ferðalög og bú- setuskipti heimshorna á milli fly- tja einnig með sér skæða sjúk- dóma sem herja á fólk og ný af- brigði veira og sýkla herja á heim sem hélt sig vera lausan við margan þann vágest sem leikur lausum hala á nýrri öld og í nýju hagkerfi. Þegar upp er staðið fer best á því að hver hlutur sé seldur og keyptur á sannvirði og að hver búi sem best að sínu, en beri jafnframt umhyggju fy'rir náunga sínum hvar sem hann býr á hnettinum. Alþjóðavæðing og markaðshyggja eru trúarbrögð gróðapunga og miskunnarlausra stórfyrirtækja sem eiga í sífelldu stríði sín á milli og hagræða til þess eins að styrkja sig á mark- aði. Eftir þeirra pípum dansa svo þegnar nevslusamfélaganna og þakka gullkálfinum fyrir kaup- máttinn á meðan matvælafram- leiðslan hrynur vegna þess hve afurðirnar eiga að vera ódýrar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.