Dagur - 17.03.2001, Page 9
32- LAUGARDAGUR 17. MARS 2001
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 - 33
SAMANTEKT
Þnima úr heiðskím lom
Akveðið uppnám er
víða eftir að forstjóri
Flugleiða lýsti því yfir
að FÍ myndi hugsan-
lega leggja niður inn-
anlandsflugið. Kosn-
ingin í dag um Reykja-
víkurflugvöll komin í
nýtt samhengi? Rikis-
styrkir eru notaðir í
nágrannalöndunum til
að þjónusta dreifðari
hyggðir.
Yfirlýsing Sigurðar Helgasonar,
forstjóra Flugleiða, að taprekstur
sé það mikill á innanlandsfluginu
að f’élagið muni e.t.v. hætta því,
hcfur varpað nýju ljósi á framtíð
Reykjavíkurflugvailar og stöðu
landsbyggðar gagnvart höfuð-
horg. I dag munu Reykvíkingar
kjósa um hvort völlurinn eigi að
fara eða vera eftir árið 2015 en
sumir telja sjálfgefið að völlurinn
þjóni litlum tilgangi nema þá í
mjög smækkaðri mynd ef þetta
verður. Aðrir telja að nýir aðilar
muni leysa FI af hólmi en lands-
byggðarmenn eru almennt ósáttir
við þessa yfirlýsingu. Eins má
velta upp spurningum um hvort
frjáls samkeppni í innanlands-
flugi hafi orðið þjóðinni til góðs
og hvort FI sé að kalla eftir ríkis-
styrkjum. Einnig má benda á að
stórframkvæmdir hafa staðið yfir
á Reykjavíkurflugvelli sem nema
milljörðum og miðuðust slíkar
framkvæmdir við óbreytt hlutverk
vallarins fram til ársins 2015.
Flugleiðir hafa reyndar aðeins
lýst því yfir að þessi kostur sé
einn þeirra möguleika sem félag-
ið sé að skoða. Einnig komi
rekstrarbreytingar og leit að
sterkum fjárfestum til greina en
til að það geti orðið þarf viðsnún-
ing í afkomunni. FI tapaði á
fjórða hundrað milljónum í fyrra
og hafa Flugleiðir alls tapað taep-
um níu hundruð milljónum á FI
frá því að félagið var stofnað árið
1997. Afkoma síðasta árs vekur
athygli í ljósi fjölgunar farþega og
einnig vegna þess að samkeppni
er nú nánast úr sögunni á helstu
flugleiðum.
Hefði mátt koma fyrr
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, segir að
þessi yfirlýsing forstjóra í-lugleiða
komi dálítið eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Reyndar megi
segja að loftið hafi ekki beinlínis
verið heiðskírt fyrir en óneitan-
lega hefði yfirlýsing sem þessi
þurft að koma fyrr.
Borgarstjóri telur þó að útspil
Flugleiða, sem rekur FI sem dótt-
urfélag, setji alls ekki umræðuna
og atkvæðagreiðsluna í dag um
staðsetningu Reykjavíkurflugvall-
ar í uppnám. „En það hefði verið
gott að horfast í augu við þcnnan
möguleika tjrr og þá er ég ekki
bara að tala um borgaryfirvöld
heldur yfir\'öld flugmála einnig,"
segir borgarstjóri.
Spurð hvort samvinna ríkis,
borgar og flugfélaga, þyrfti að
vera meiri þegar horft er til skipu-
lags og framtíðarmála, segist
Ingibjörg Sólrún vera þeirrar
skoðunar. Umræðan hafi litast
um of af einhliða hagsmunum
aðila. Nær væri að horfa á þessi
mál í heildstæðu samhengi.
Mun aldrei leggjast af
Arni Johnsen, formaður sam-
göngunefndar Alþingis, segist
enga trú hafa á þvf að innan-
landsflug leggist af en hann er
einnig þeirrar skoðunar að mjög
varlega eigi að fara í umræðu um
ríkisstyrki í þessu samhengi. En
hvaða leiðir sér Arni til að snúa
við afkomu félaga í innanlands-
fluginu? Flann segir að líta þurfi
m.a. til flugvélakostsins og hefur
það áður heyrst að nýju Fokker-
arnir henti innanlandsfluginu
illa.
Til skammar?
Arni segir að menn hafi um ára-
tugaskeið verið að berjast fyrir því
að ná saman endum í innan-
Iandsfluginu en hann gef’ur lftið
fyrir atkvæðagreiðsluna í dag um
framtíð Reykjavíkurflugvallar.
„Það er ótímabært rugl að vera að
fjalla um Reykjavíkurf’lugvöll
núna og hreinlega til skammar."
Aðspurður um þá Iágmarks-
þjónustu sem landsbyggðin þurfi
til að geta þrifist, segir formaður
samgöngunefndar að FI hafi ver-
ið nokkurs konar „Stóri bróðir"
hingað til en ef niðurstaðan verði
sú að „Stóri bróðir“ dragi sig í hlé,
hljóti aðrir flugrekendur að taka
við hlutverki félagsins. „Það er
engin spurning að það er grund-
völlur fyrir þessum rekstri. Við
erum með 460.000 farþega í inn-
aniandsflugi sem væntanlega tvö-
faldast á næstu tíu árum. Veltan
er þvílík að menn hljóta að sjá sér
hag í slíkum viðskiptum. Það á
ekki að stilla neinum ríkisstyrkj-
um upp fyrirfram í þessari um-
ræðu en þeir hafa verið notaðir
með ákveðnum hætti í t.d. sjúkra-
flugsþjónustu og það er annað
mál."
Kennir íslandsflugi um
Dagur spurði Arna hvort þróunin
undanfarið hefði sýnt að það
hefðu verið mistök að innleiða
frjálsa samkeppni í fluginu. Hann
telur svo ekki vera en kennir
ákvörðunum Islandsflugs að
hluta til um afleiðingar hinnar
frjálsu samkeppni. „Þegar Is-
landsflug snarlækkaði öil verð þá
var það vitlaus verðlagning.
Menn eru að súpa seyðiö af því í
dag og kannski þarf einhvern
tíma til að finna jafnvægi í þess-
um málum aftur. Eg tel að verðin
séu of há í dag vegna þess að
menn séu að losa sig við uppsafn-
aðan vanda. Það er öðruvísi með
þetta og ríkisbankana, þar sem
menn gátu hent milljörðum án
nokkurrar ábyrgðar," segir Árni.
Skiptir gríðarlegu máli
Akureyri er langstærsti áfanga-
staðurinn í innanlandsfluginu og
segir Asgeir Magnússon, formað-
ur bæjarráðs Akureyrar, að hann
sjái það ekki fyrir sér að innan-
landsflug verði lagt niður. „Ef við
horfum á Akureyrar- eða Eyja-
fjarðarsvæðið þá skipta þessi mál
gríðarlegu máli fyrir okkur," segir
Asgeir.
Ásgeir leiðir F-listann á Akur-
eyri, sem samanstendur af Al-
þýðuflokki, Alþýðubandalagi og
Kvennalista - sambærilegt R-list-
anum - en hann er ósammála kol-
lega sínum í höfuðborginni, Ingi-
björgu Sólrúnu, um að rétt sé að
Árni Johnsen: Nýir adilar geta tekið
við af FÍ.
ganga til kosninga í dag um fram-
tíð Reykjavíkurflugvallar.
Á öfugum enda
„Mér finnst þessi atkvæðagreiðsla
um flugvallarmálið vera mjög sér-
kennileg. Menn eru í raun og
vera bara að horfa á það að flug-
völlurinn eigi að fara en hvert?
Mér finnst miklu skynsamlegra
að menn velti því fyrir sér hvers
konar breytingar menn sjái fyrir
sér í innanlandsfluginu. Það er
byrjað á öfugum enda, að taka
fyrst ákvörðum um að völlurinn
eigi að fara án þess að menn viti
hvert. Að horfa á þetta sem skipu-
lagsmál höfuðborgarinnar, sem
engum öðrum komi við, finnst
mér einföldun á þessari stöðu.“
Asgeir segir að ef Reykjavíkur-
flugvöllur verði á hinn bóginn
lagður af og Ilugið fært til Kefla-
víkur, sé hægt að velta því lyrir
sér í alvöru að innanlandsflug
verði úr sögunni.
Slæm reynsla
Reinhard Reynisson, bæjarstjóri
Ásgeir Magnússon: Skilur ekki at-
kvæðagreiðsluna.
á Húsavík, hefur kynnst því hvern-
ig er að missa flugsamgöngur. I
fyrra hætti FI að fljúga milli Húsa-
víkur og Reykjavíkur en ýmislegt
hafði gengið á áður, s.s. tilraun
Mýflugs til að halda uppi áætlun-
arflugi á rnilli þessara staða. Rein-
hard segir reynslu Húsvíkinga og
nágranna afleita al’ því að þurfa að
fara til Akureyrar í flug. Það kosti
tíma og peninga og þótt ríkið
greiði fyrir rútuferðir á milli nýtist
það lítt þegar tímaáætlun fari úr
skorðum. Þá ónýtist heilu og hálfu
vinnudagarnir, enda sé rútan ekki
flugrúta sem slík heldur haldi að-
eins fyrirfram gefinni áætlun.
A hinn bóginn segir bæjarstjór-
inn á Húsavík að það komi honum
ekki á óvart að Flugfélag Islands
sé að gefa svona yfirlýsingar þessa
dagana: „Þetta er það sem við höf-
um talað um mánuðum saman.
Það að hætta flugi til Húsavikur í
fyrra hefur aldrei verið einangrað
við Húsavfk í okkar huga heldur
höfum við sagt að þetta væri hara
fyrsta skrefið í þvf sem myndi ger-
ast ef stjórnvöld eru ekki tilbúin til
Reinhard Reynisson: Úmurlegt að
missa flugið.
að takast á við innanlandsflugið
sem hluta af almenningssamgöng-
um á landinu. Við höfum mætt því
viðhorfi hjá samgönguráðuneytinu
að þetta sé málefni markaðarins
og ríkið hefur sagt að jrað væri
ekki þeirra að bjarga okkur. 1 Ijósi
þessa kemur þetta ekki á óvart,"
segir Reinhard og segist ekki sjá
hvernig flugið eigi að vera sam-
keppnishæft váð landflutningana
nema í undantekningartilfellum.
Flug = jámbraut
Bæjarstjórinn á Húsavík bendir á
að járnbrautakerfið sé víða ríkis-
styrkt í Evrópu og innanlandsflug-
ið sé nokkurs konar járnbrautar-
kerfi Islendinga. I |}ví efni bendir
hann á að járnbrautastöðvar í ná-
grannalöndunum séu almennt ná-
lægt miðborgunum en ekki í út-
jaðri. Sama eigi að gilda um flug-
v'allarmál í Reykjav'ík.
Eitt hefur þó komið jákvætt út
úr því að ekki er lengur flogið
áætlunarflug til Húsavíkur. Hús-
víkingar og nærsveitamenn ferðast
hreinlega minna og þar með
minnkar sá kostnaður sem annars
hefur farið í v'innufundi og fleira.
Reinhard segir að menn noti síma-
fundi og tölvupóst í ríkari mæli en
fyrr. Neyðin kenni naktri konu að
spinna. „Menn reyna eiginlega allt
áður en þeir leggja í jvessar ferðir.
Okkur var hreinlega kippt ein-
hverja áratugi aftur í tímann."
Um það hvort atkvæðagreiðslan
í dag sé ótímabær í Ijósi ofanrit-
aðs, segist Reinhard heilt yfir ekki
átta sig á þörf þess að línurnar séu
lagðar um þessi mál í dag af hálfu
Reykv'íkinga. Það er j>ví ljóst að at-
kvæðagreiðslan í Reykjavík nýtur
ekki sérstaks stuðnings hjá lands-
byggðarmönnum og skiptir þá ekki
máli hvar í flokki menn standa.
Milljarðar hjá Norðmönniun
Jón Karl Olafsson, framkvæmda-
stjóri Flugélags lslands, vísar því á
bug að rekstrarmistök séu orsök
bágrar afkomu félagsins þótt ef-
laust megi finna einhver dæmi um
jrætti sem mættu betur fara. Hann
telur ekki ómögulegt að reka inn-
anlandsflugið án ríkisstyrkja en
segir að til að halda úti jafn þéttu
neti og menn hafa gert, sé ómögu-
Iegt að láta inarkaðinn einn ráða.
Jón Karl segir að ríkisstyrkir séu
þekktir víðast hvar í nágranna-
löndunum og tekur sem dæmi að
Norðmenn værji milljörðum árlega
til Jiess að styrkja flugsamgöngu-
netið. Akure>TÍ hafi algjöra sér-
stöðu í þessum efnum, en hinar
leiðirnar séu erfiðar \'ið að eiga á
markaðsforsendum einum.
Sigur nýrra tíma
Ingibjörg Sólrún borgarstjóri vill
ekki spá fyrir um niðurstöðu kosn-
ingannaí dag, enda bendikannan-
ir til að mjótt verði á mununum.
Eftir standi að ef þátttaka verði
góð, sé það sigur fyrir borgarlýð-
ræðið sem felist í þessari atkvæða-
greiðslu með nýstárlegum hætti.
Ingibjörg Sólrún segir |>að enga
„stórdramatík" j>ótt niðurstaða
kosninganna verði á annan veg en
hún hefur sjálf talað fyrir; |>.e.a.s.
ef borgarbúar kjósa að hafa völlinn
áfram á sínum stað. Menn muni
auðvitað setjast niður með niður-
stöðuna - hver sem hún verður -
og reyna að vinna að lausn sem
allir geti lifað við.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ásamt leikskólabörnum að taka fyrstu skóflustunguna í gær. - mynd: ingó
Stærsta íþrótta-
hús landsins
Viima hafin í Grafar-
vogi viö langstærstu
og fjölbreyttustu
íþróttamiðstöð á ís-
landi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri ásamt leikskóla-
börnum úr Grafarvogi tók í gær
fyrstu skóflustunguna að stærsta
íþróttahúsi sem byggt hefur
verið á íslandi. Þetta er íþrótta-
miðstöðin við Víkurveg í Grafar-
vogi.
Iþróttamiðstöðin verður byggð
í tveimur áföngum: fyrri áfang-
inn er yfirbvggður knattspyrnu-
völlur í fullri stærð ásamt bún-
ingsaðstöðu. Áætluð verklok
hans er 1. mars 2002. A knatt-
spyrnuvellinum verður gervigras
af vandaðri gerð, sem sérstak-
lega ergert fyrir knattspyrnu. I
húsinu verður aðstaða fyrir 2000
áhorfendur. Gert er ráð fyrir að
knattspyrnulið af öllu Reykjavík-
ursvæðinu muni nýta húsið til
æfinga og keppni og stefnt er að
því að þetta verði aöalkeppnis-
hús landsins fyrir innanhúss-
knattspyrnu. Gæði grassins,
áhorfendaaðstaða og 20 metra
lofthæð yfir miðju vallarins upp-
fyllir ströngustu kröfur sem
gerðar eru til keppnishúsa fy'rir
innanhússknattspyrnu. Sá hluti
miðstöðvarinnar sem hýsir
knattspyrnuvöllinn er um
10.800 fermetrar. Fyrirhugað er
að nýta knattspyrnusalinn fý'rir
fleiri íþróttir en knattspyrnu s.s.
frjálsíþróttir, golf, fimleika, klif-
ur, skokk og göngu. Einnig er
ætlunin að í húsinu geti farið
fram stórar fjöldasamkomur
s.s.tónleikar og sýningar. Seinni
áfangi íj>róttamiðstöðvarinnar er
I 2.000 fermetra hliðarbygging á
fjórum hæðum vestan við knatt-
spyrnuhúsið. Aætluð verklok
hliðarbygginar eru 1. mars 2003.
I J>eirri byggingu er m.a, gert ráð
fyrir líkamsræktarstöð af full-
komnustu gerð og skautasvelli af
löglegri stærð fyrir ísknattleik,
listhlaup og almenning. Gert er
ráð fyrir að í húsinu rúmist flest-
ar gerðir íþrótta sem stundaðar
eru innanhúss s.s. fimleikar,
glíma, júdó, karate, kvondó,
borðtennis, skotíþróttir, íþróttir
fatlaðra, klifur, körfuknattleikur,
blak, keila, billjard, dans, lyfting-
ar og hnefaleikar ef j>eir verða
leyfðir.
Þá má búast við að ýmis þjón-
ustufyrirtæki með íþróttatengda
starfsemi verði með aðstöðu i'
hliðarbyggingunni. Hugmyndir
eru uppi um skrifstofur fyrir
íþrótta- og/eða ungmennafélög,
verslanir með sportvörur, snyrti-
vörur, snyrtistofa, hársnyrtistofa,
nuddstofa, sjúkraþjálfunarstofa
og jafnvcl læknastofur. Aðstaða
til sýningarhalds af ýmsu tagi
mun verða í anddyri miðstöðvar-
innar. Gert er ráð fyrir gistirými
fyrir íj>róttahópa,veitingasölu í
anddyri hússins og væntanlega
verður matsölustaður með út-
sýni yfir knattspyrnuvöllinn á
annarri hæð.
Níðmgur laus en
borgar milljón
Hæstiréttur hefur staðfest skil-
orðsbindingu 12 mánaða dóms
undirréttar yfir ungum manni
sem var fundinn sekur um mjög
alvarlegt kynferðisbrot gagnvarl
stúlku, sem var 8 ára J>egar brot-
in fóru fram, en ákærði 15 ára.
Hluti brotanna voru talin fyrnd
af undirrétti og féllst ákæruvald-
ið á það við áfrýjun.
Brotin áttu sér stað í hlöðu
sveitaheimilis 1991-92, en
brotaþolinn kærði atburöinn
1999, ekki síst í ljósi vaxandi
umræðu um þessi alvarlegu af-
brot og afleiðingar þeirra. Sam-
kvæmt ákæru hafði ákærði mök
við stúlkubarnið og fór margoft
höndum urn kynfæri telpunnar,
fróaði sér ( návist hennar og
sýndi henni klámmyndablöð.
Alvarlegar afleiðingar
Aka’rði neitaði staðfastlega öliu
nema því, að hafa farið höndum
uni kynfæri stúlkubarnsins. Við
meðferð málsins fyrir dómi var
sýnd upptaka af framburði
stúlkunnar í Barnahúsi og gerði
enginn athugasemdir við j>að.
Hæstarétti þótti ýmislegt í
svörum hins ákærða gefa til
kynna að hann hefði gengið
lengra en hann viðurkenndi og
taldi framhurð stúlkunnar trú-
verðugan,. Maðurinn var sak-
felldur fý'rir kynferðismökin og
dæmdur til að greiða stúlkunni
einnar milljón króna miskabæt-
ur, en stúlkan krafðist tveggja
milljóna. Hæstiréttur hækkaði
miskabæturnar, sem voru 800
j>úsund í undirrétti. Elstu brotin
voru sem fyrr segir talin fyrnd.
Afleiðingar brota mannsins hafa
verið miklar fyrir stúlkuna og
hún átt við mikla sálræna og lík-
amlega erfiðleika að stríða. Við
dómsuppkvaðningu tók Hæsti-
réttur tillit til ungs aldurs sak-
borningsins, þá er hann framdi
brotin. - FÞG