Dagur - 17.03.2001, Qupperneq 10
34 - LAUGARDAGUR 17. MARS 200 1
ÞJÓÐMAL
Verjum Bessastaði
1Jwptr
„Nýlega hafa miklar endurbætur verið gerðar á forsetasetrinu. Að fara nú að ræða um að flytja það burt er fásinna," segir greinarhöfundur.
I sambandi við umræður um
Reykjavíkurflugvöll hefur komið
fram sú hugmynd að flytja völl-
inn út á Alftanes. Rétt er að at-
huga þann möguleika, að því til-
skvldu að ekki sé of nærri geng-
ið forsetasetrinu á Bessastöðum.
Hitt er fráleitt, sem fram hefur
komið hjá Agúst Einarssyni vara-
þingmanni og að vissu leyti hjá
Oddi Olafssyni í pistli í Degi, að
flytja eigi forsetasetrið þaðan.
Fyrir sextíu árum var um það
deilt hvort gera ætti Bessastaði
að þjóðhöfðingjasetri vegna
minninga um dvöl erlendra
valdsmanna þar. Sú ákvörðun
var þó tekin og blandast engum
hugur um að það var vel ráðið.
Nýlega hafa miklar endurbætur
verið gerðar á forsetasetrinu. Að
fara nú að ræða um að flytja það
burt er fásinna, enda þekkist
það ekki hjá þjóðum sem nokk-
urs virða erfðir sínar að hreyfa
við setri þjóðhöfðingjans nema
brýna nauðsyn beri til. Og furðu-
legt er að hlýða á þann fornfá-
lega boðskap að Bessastaðir, eft-
ir að hafa verið þjóðhöfðingja-
setur í sextíu ár og þarmeð sér-
stakur virðingarstaður í fslenskri
samtímasögu, séu nú ekki verð-
ugir hlutverks síns vegna búsetu
danskra hirðstjóra fyrr á öldum!
Enda gerir meira en að vega upp
á móti henni sú glæsilega menn-
ingarsaga sem Bessastöðum er
tengd. Þar var frægasti skóli Is-
landssögunnar, þar fæddust
skáldin Benedikt Gröndal og
Grímur Thomsen og þar bjó
Grímur síðar lengi og andaðist.
Og stjórnmálaforustu síðustu
aldar tengjast Bessastaðir líka
með búsetu Skúla Thoroddsens.
Enginn hefur gert þeim rökum
sem lágu að baki vali Bessastaða
sem þjóðhöfðingjaseturs betri
„Það er imdnmarefni
að möimum skuli
detta í hug að vekja
upp draug í óðagoti
út af flugvelli sem
eftirfáeina áratugi
verður horfinn úr-
Vatnsmýrinui. “
skil en Hákon Guðmundsson
fyrrum yfirborgardómari í út-
varpserindi um forsetaembættið
árið 1968: „Var það táknrænt
fyrir stefnumið hins unga ís-
lenska lýðveldis, að snúa til vegs
og frama sögu þess staðar, er svo
margar minningar um ánauð er-
lends vald voru tengdar við.
Þannig skyldi unnið á öðrum
sviðum þjóðlífsins, að snúa alda-
langri lægingu lands og þjóðar til
reisnar og framfara.“
Það er undrunarefni að mönn-
um skuli detta í hug að vekja
upp draug í óðagoti út af Ilug-
velli sem eftir fáeina áratugi
verður horfinn úr Vatnsmýrinni,
hvernig sem sú atkvæðagreiðsla
fer sem nú stendur fyrir dyrum.
Slíkt er ekki annað en óvirðing
við forsetaembættið og sæmir
sérlega illa þeim sem sitja eða
sitja vilja á Alþingi.
BARÐUR
HEIÐAR SIG-
URÐSSON
SKRIFAR
Ys
„Hvað þarflag að hafa til að verða vinsælt og til að vinna þessa keppni? Þurfi það endilega að hafa enskan texta
og grípandi viðlag efast ég um að fslendingar séu eina þjóðin í Evrópu sem hefur dottið það í hug, reikna má
með að flestar þjóðir sendi frá sér slík lög, “ segir Bárður m.a. í grein sinni. Myndin er af Evróvision fulltrúum Is-
lands.
Margir urðu mjög ósáttir við þá
ákvörðun útvarpsráðs að framlag
Islendinga til Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva skyldi
flutt á íslensku. Helstu ástæð-
urnar fyrir þessari óánægju virð-
ast vera tvær. Annars vegar sú,
að sé lagið flutt á íslensku dragi
það verulega úr möguleikum
þess til sigurs og hins vegar sú,
að verið sé að hefta tjáningar-
frelsi flytjendanna.
Heklur einhver f alvöru að
hægt sé að semja „sigurstrang-
legt" lag? Á hverju ári velta
menn því fýrir sér fram og aftur
hvaða lag muni sigra og gefnar
eru út spár sem aldrei hafa stað-
ist, a.m.k. ekki síðan Islendingar
hófu þátttöku. Hvers vegna í
ósköpunum ætti nokkur maður
að halda að einhverjar teljandi
líkur séu á því að Island sigri í
þetta skipti, frekar en árið 1986
þegar þjóðin var sannfærð um að
Gleöibankinn yrði sigurlagið?
Hvað þarf lag að hafa til að
verða vinsælt og til að vinna
þessa keppni? Þurfi það endilega
að hafa enskan texta og grípandi
viðlag efast ég um að Islendingar
séu eina þjóðin í Evrópu sem
hefur dottið það í hug, reikna má
með að flestar þjóðir sendi frá sér
slík lög. Samkeppnin er hörð og
Islendingar auka varla sigurlíkur
sínar með því að senda alveg eins
lag og allar hinar þjóðirnar. Fleiri
þjóðir en Islendingar tala tungu-
mál sem mun vera þeim fjötur
um fót í þessari keppni, t.d.
Finnar. Síðan þeir fengu að syn-
gja á ensku hefur þeim gengið
litlu skár. Allar þjóðir sem senda
lög í keppnina keppa til sigurs,
nema helst þær sem senda frá sér
lög sem einhver hefur lagt örlít-
inn tónlistarlegan metnað í.
Besta lagið hefur aldrei unnið og
það breytist örugglega ekki þótt
allir syngi á sömu tungu, heppn-
in (eða óheppnin) mun að lokum
ráða úrslitum og þar með er til-
gangslaust að senda „sigur-
stranglegt“ lag.
Margir tónlistarmenn sem
koma fram í keppninni vonast
eftir alþjóðlegum frama í kjölfar
hennar og stundum hefur það
gengið eftir. Páll Oskar
Hjálmtýsson, einnig (betur?)
þekktur sem Paul Oscar, hefur
fullyrt að hann hafi fengið mörg
tilboð erlendis frá, beint eða
óbeint vegna frammistöðu hans
keppninni. Ekki var þaö vegna
þess hve vel honum gekk í
keppninni eða hve grípandi við-
Iagið var og varla vegna þess hve
textinn var auðskiljanlegur? Páll
Óskar braut upp keppnina með
því að vera frumlegur og ögr-
andi, frammistaða hans var eftir-
minnileg, burt séð frá því á
hvaða tungumáli hann söng.
Auðvitað ber að virða tjáning-
arfrelsi, en að verið sé að hefta
það með því að gera mönnum að
syngja á íslensku í Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva er
kjaftæði, enda sorglegt ef lista-
menn geta ekki lengur tjáð sig á
móðurmáli sínu. Höfundar og
llytjendur lúta fleiri reglum sem
á sama hátt mætti kalla heft-
andi. Sjónarmið keppenda um
að íslenska dragi úr möguleikum
þeirra til frægðar og frama er
skiljanlegt, en að kalla slíkt
framapot listræna tjáningu
finnst mér bera vott um hræsni.
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva er varla svo alvarleg-
ur viðburður að grófari mann-
réttindabrot finnist ekki.
Annars vildi ég óska þess að
keppnin væri alvarlegur menn-
ingarviðburður þar sem þjóðir
Evrópu sameinuðust í söng og
deildu með sér af menningararf-
Ieiðum og þjóðareinkennum
hverrar annarrar, en ekki bara
skrípaleikur þar sem keppendur
koma fram, hvorki í þágu þjóða
sinna né Evrópu í hcild, heldur í
von um að „meika það“.
og þys út af engu