Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Side 12
24 - Laugardagur 11. janúar 1997
jOctgur-ÍEmúmT
^Dagur-'QItmhm
'IVlatarkrókur
Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, leggur til
uppskriftir í Matarkrók í dag og að sjálfsögðu eru það hollir
og góðir grœnmetisréttir sem hann býður lesendum upp á.
„Þessar uppskriftir eru frá Sólveigu Eiríksdóttir í Grœnum
kosti, “ segir hann, en má segja má, að Sólveig sé matmóðir
hans þennan veturinn. Guðjón hefur því ekki búið þessa rétti
til sjálfur en hefur hins vegar borðað þá og gefur þeim bestu
meðmæli. „Á þessu nœrist ég og þrífst þessa dagana og
grennist í leiðinni. “ Guðjón skorar á Össur Skarphéðinsson,
þingmann, í matarkrók að viku liðinni. „Hann er líka í megr-
un og skoraði á mig í Dagsljóssþœtti að við kæmum út að
trimma saman. Nú skora ég á móti á hann að koma með
einhverja góða
uppskrift fyrir mig. “
Tofu og Wok
grœnmeti Sósa:
300 ml grœnmetiskraftur
2 msk. tamari fsojasósa)
1 msk. ristuð sesameolía
1 rif hvítlaukur (pressaður)
2 cm engiferrót (rifin)
300 g tofu í lxl cm bitum
grœnmeti:
olía til steikingar
1 rif hvítlaukur (pressaður)
1 fennikelhnýði (í bitum)
1 rauð paprika (í strimlum)
3 gulrœtur (í löngum striml
um)
225 g spergilkál
150 g baby maís (má sleppa)
Sósan: Öllu blandað saman
og hellt yfir tofuið. Látið standa
í'A - 1 klukkustund.
Grænmeti: Olían hituð á
wokpönnu og hvítlaukurinn
mýktur þar í ca. 5 sek. Græn-
metinu bætt útá einni tegund í
einu í sömu röð og gefið er upp
í uppskriftinni. Tofuið og sósan
sett útá og allt látið malla í ca.
5 mínútur, eða þar til sósan er
farin að þykkna og grænmetið
að mýkjast.
Guðjón Sigmundsson, Gaui litli, býður upp á holla og góða grænmetisrétti.
AB sósa með hvítlauk
’A l AB mjólk
3 hvítlauksrif (pressuð)
smá sjávarsalt
cayenne pipar (á hnífsoddi)
Allt sett í matvinnsluvél
hrært saman í skál.
Agúrkusalat
4 bollar agúrka (í sneiðum)
3 bollar tómatar (í bátum)
eða
Mynd: S
% bolli rauðlaukur (í sneiðum)
1 bolli sellerístönglar (í bitum)
’/ b steinselja (söxuð)
Grænmetinu blandað saman
í skál.
Reyndar er varla á það bœtandi að
koma með fleiri salat uppskriftir. En
það er nú einu sinni janúar, mánuð-
ur aðlögunar eftir desemberátið.
Sœlkerar, ykkar tími mun koma
aftur - bara ekki alveg strax!
litla-kaffistofan
Heimilismatur
í hádeginu
Fiskmáltíð m/súpu frá kr. 490,-
Kjötmáltíð m/súpu frá kr. 590,-
Afgreitt úr hitaborði í sal og til að taka út.
Velkomin til okkar.
Starfstúlkur og kokkurinn.
Ilrísgrj ónasalöt
Grœnmeti og hrísgrjón
200 g hrísgrjón
150 g grœnar baunir (frosnar)
2 litlar paprikur (1 grœn og 1
rauð)
3 tómatar
2 litlir laukar
1 lítið epli
125 g maísbaunir (niðursoðnar)
1 búnt graslaukur
150 g hrein jógurt
50 g majones
sítrónusafi
salt
pipar
örlítill sykur
4 harðsoðin egg
2 sneiðar skinka
2 sneiðar Gouda ostur
Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbein-
ingum. Setjið frosnar baunir í
pott og þíðið yfir mjög lágum
hita án þess að setja vatn út á.
Hreinsið paprikurnar, takið
kjarnann úr og skerið í litla
bita. Þvoið tómatana og sneiðið
í báta. Saxið laukinn og eplið,
hreinsið
graslaukinn
og saxið
smátt. Hellið
vatninu af
maísbaunun-
um.
Búið til
sósu úr jóg-
úrtinni og
majonesinu.
Kryddið með
sítrónusafa,
salti, pipar og
sykri. Blandið
hrísgrjónun-
um og græn-
metinu saman
og setjið sós-
una yfir.
Takið
skurnina af
eggjunum og
skerið í báta.
Setjið saman
eina sneið af
skinku og eina af osti, rúllið
upp og skerið hvora rúllu í fjóra
bita. Skreytið salatið með eggj-
unum og skinkurúllunum.
Grískt hrísgrjónasalat
250 g hrísgrjón
1 stór laukur
1 lítil agúrka
2 tómatar
1 paprika
200 g grískur fetaostur
20 svartar ólífur
salatblöð (til skrauts)
Sósa:
2-3 hvítlauksrif
6 tsk. olífuolía
4-5 tsk. sítrónusafi
salt
pipar
sykur á hnífoddi
'/ tsk. oregano
Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbein-
ingum, sigtið vatnið frá og
geymið í skál. Skerið laukinn x
þunnar sneiðar. Þvoið, þurrkið
og saxið agúrkuna (með hýði).
Skerið tómata í báta. Takið
kjarnann úr paprikunni og
skerið í strimla.
Þurrkið fetaostinn og skerið í
teninga. Blandið ostinum og
ólífunum saman við grænmetið
og hrísgrjónin.
Sósan: Merjið hvítlauksrifin.
Hrærið saman olífuolíu,
sítrónusafa, oregano, salti, pip-
ar, sykri og hvítlauk. Hellið yfir
salatið og látið bíða í a.m.k.
hálftíma áður en borið er fram.
Hreinsið salatblöðin og notið
til að skreyta salatið.
NJÓTIÐ VEL!