Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Side 17

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Side 17
|Dagur-®ímtrm Laugardagur 11. janúar 1997 - 29 Land og þjóð Sigurður Bogi Sævarsson skrifar "W" 7íð hleypum hér af stokk- 1/ unum þœtti þar sem V bornar eru upp spurning- ar sem lengjast landinu og þjóðinni. Um þetta verður spurt í helgarblaði Dags-Tímans á nœstunni. 1. Kaupstaður þessi, sem hér sóst á myndinni er á Vestijörð- um. Sami maðurinn átti á sínum tíma flest atvinnufyrirtæki byggðarlagsins. Alnafni hans er nú fyrsti þingmaður Vestfirðinga. Hver er kaupstaðurinn? 2. Hellir þessi er í sveit á Suður- landi, þar sem yfirleitt vorar fyrr en vfðast annars staðar. Ein frægasta ástarsaga íslenskra bókmennta tengist hellinum, en þar hafðist elskhugi við um lang- an tíma. Á meðan beið ástkona hans í festum, á sama tíma og bróðir hennar meinaði þeim tveimur að njóta hvors annars. Hver er hellir þessi? 3. Á bæ þessum á Suðurlandi fæddist eitt af þekktustu skáld- um þessarar þjóðar. í alþekktu kvæði sagði hann að löngum hefði á æskuheimili sínu verið í koti kátt. Hver var bærinn og hvert var skáldið? 4. Álfabyggðir eru óvíða meiri en í þessu kauptúni á Austurlandi. Listmálarinn Jóhannes Kjarval var uppalinn þar og í kirkju staðarins er altaristafla eftir meistarann. Hvert er kauptúnið? 5. Á bæ við Örlygshöfn við Pat- reksfjörð hefur verið komið upp byggðasafni, þar sem lögð hefur verið áhersla á að safna munum er tengjast flugsögu íslands. Hver er bærinn? 6. Spurt er um bæ í Skagafirði sem e.t.v. er frægastur fyrir að þar fundust fyrr á öldinni fjalir úr býsönskum sið, sem sýna myndir er tákna eiga dómsdag mannkyns. Um íjalir þessar skrifaði Selma heitin Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns fs- lands, í doktorsritgerð sinni. I-Iver er bærinn? 7. Spurt er um fjall á Suðurnesj- um, sem nú er að miklu leyti horfið - svo rösklega hefur verið á það gengið vegna malartekju. Samnefnt fjalli þessu er verslun í Keflavík. Hvert er fjallið 8. í veitingaskála í Borgarfirði réði lengi húsum maður sá er nefndur var Fúsi vert, sem nefndur er einn af frumkvöðlum nútíma ferðaþjónustu á íslandi. Hver er skálinn? 9. Spurt er um eyju úti fyrir Norðurlandi. Þar bjó fólk allt fram til ársins 1967, þegar síð- ustu íbúarnir fluttu í land - flest- ir til Húsavíkur. Hver er eyjan? 10. Frá bæ í Reyholtsdal í Borg- arfirði var alþekkt skáld og mál- vísindamaður, sem þekktastur er fyrir hið kyngimagnaða ljóð, Afanga. Hvert er skáldið og bær- inn? •jliSsQnuH bjj uosbSjoh uof oi •T?þuHjiBr>js V Wejd '6 ■IJB5JSSUJBABQ0JH '8 uajuduís 'L ? BSuniBjuij 9 •ujoqsSÁÍjQ i JnjofuH S •jjjsÁo jnQjpQjuSJog ^ JOJJBpUOJUQlJH £ jjnoqjBSipujBd z jjiAJuSunjoa 'i :jjusnuT Kolefni og súrefni í eina sæng Ari Trausti Guðmundsson skrifar I. Algengasta samband frumefn- anna kolefnis og súrefnis í nátt- úrunni, koldíoxíð (eða koltvísýr- ingur; sumir segja kolsýra), ætl- ar seint að vera til friðs. í and- rúmslofti jarðar er koldíoxíð langt innan við 1% rúmmálsins. Engu að síður er lofttegundin afar mikilvæg. Hún á stóran þátt í að halda hitastigi við yfir- borð jarðar í notalegri kantin- um. Hafið, þar á móti, á stóran þátt í að tempra koldíoxíð- magnið í loftinu með því að binda það. Hinn aðalþáttinn má heimfæra upp á ljóstillífandi plöntur: Tré, gras, þörunga o.fl. Lífverur þessar taka til sín efnið og vinna úr því orku en skila súrefni aftur út í andrúmsloftið. II. Koldíoxíð kemst út í andrúms- loftið á margvíslegan hátt. Við sumu geta menn ekkert gert en á öðru hafa þeir vald. Sem dæmi um náttúrulega koldíox- íðmengun er koldíoxíð úr eld- gosum og af hverasvæðum og koldíoxíð sem dýr gefa frá sér með öndun. Sem dæmi um manngerða mengun er brennsla á kolum, olíu, gasi og bensíni. Talið er að síðar- nefnda mengunin hafi átt stór- an þátt í að hækka meðalhita- stig á jörðinni um 0,5 stig á fá- einum áratugum og sér ekki fyrir endann á afleiðingum þess og enn hærra hitastigi. III. Við íslendingar erum afar dug- legir, miðað við höfðatölu, að dæla umdeildri lofttegund út í loftið; má t.d. rekja til marga bfla og margra skipa, jarðhita- orkuvera og töiuverðrar olíu- kyndingar. Eins og aðrar iðnað- arþjóðir höfum við skuldbundið okkur með alþjóðlegum samn- ingum til að _ halda aftur af menguninni og minnka hana í áföngum. í raun stöndum við alls ekki við það; teljum efnahagslega nauðsyn að stækka flotann og Qölga bflun- um; auka iðn- aðinn. Verður ekki séð hvernig ráðamenn hafa hugsað sér að minnka notkun kolefnisríkra brennslu- efna og þá af hverju skrifað var undir umræddar yfírlýsingar. Eitt hefur þó komið upp úr Eins og aðrar iðnaðarþjóðir höfum við skuldbundið okk- ur með alþjóðlegum samn- ingum til að halda aftur af menguninni og minnka hana í áföngum. í raun stöndum við alls ekki við það. dúrnum. Menn virðast halda að fleiri tré á íslandi geri okkur kleift að standa við loforðin. Vissulega bindur gróður nokk- uð af koldíoxíði, en bæði er erf- itt að reikna út hve mikið og eins minnkar þessi hæfileiki jurta með aldri hverrar plöntu. f sannleika sagt er hugmyndin að baki minnkandi koldíoxíð- mengun sú að spara minnka orku, sót- og hita- mengun hamla stigshækkun. Trjárækt ætti þá að vera aukabónus en ekki tilraun til að fela vaxandi brennslu eða jafna metin. ís- lendingar eiga auðvitað að gera hvoru tveggja: Bæta gróðurfarið og setja nýjar reglur um brennslu kolefnaríks eldsneytis sem leiða til sparn- aðar þess. Fluguveiðar að vetri Stefán Jón Hafstein skrifar Lærimeistari minn í flugu- veiði var á ferð í Dan- mörku um daginn, sá þarlenda berjast við klaka- hröngl í fjörunni með stangir, kasta fyrir fiska í hrag landa. Bónda- sonur í Mý- vatns- sveit lagði net í jólafrunu undir ís; 4-6 punda urriðar lágu. Vorið liggur í loftinu! Fluguveiðar að vetri stundar maður í huganum; janúar allt- af tíðindasamur þegar maður rifjar upp kjarnann í bestu at- vikum sumarsins. Atvikin of marglifuð til að kalla fram hjartslátt, en minningin svo tegld og fáguð að hún kemur áreynslulaust fram í hugskotið, fegurstu stundir dagsins. Næsta sumar verður alltof stutt eins og önnur, maður á sínar föstu hefðir sem ekkert fær haggað, og óbarin vötn of mörg til að yfir verði komist. En um hver áramót ætti maður að strengja þess heit að kanna að minnsta kosti eina ókunna veiðistigu. Fara á heiði, kanna íjörulón, kasta í hylinn sem maður hefur bara heyrt um... Halda í heiðri hefðir og reyna nýja staði. Nú er orðið brýnt að hnýta nýjar flugur. Sumir eiga nóg af öllu, en það er ekk- ert til sem heitir fyrir peacock með kúluhaus í sumar. Fyrir þá sem enn eru ekki með á nótunum skal út- skýrt: kúluhausarnir eru gegn- umboraðar málmkúlur sem þræddar eru upp á öngullegg- inn og færðar alveg fram að auganu. Fyrir aftan (og um kring) eru hnýttar hefð- bundnar flugur eða púpur. Pe- acock er pottþétt; Watson’s fancy; Ilare’s ear; Sawyer. Hvers vegna vill silungurinn stundum kúlu- hausa og ekkert ann- að? Glampinn á kúlunni dreg- ur athyglina að flugunni. Hún sekkur hratt og vel niður á æskilegt dýpi. Og svo er ég viss um að stór þáttur í veiðisæld kúluhausa felist í skrykkjóttum hreyfingum í vatninu þegar flugan er dregin inn þegar ótruflað rek hefur ekki fengið töku. Hvernig veiðir maður með kúluhaus? Púpur með kúluhaus virka bæði í straumvatni og stöðu- vötnum. Þær eru hrattsökkv- andi og eiga að leita niður á botn. í straumvatni gefur besta raun að láta púpuna reka frjálst með botni. Geysigaman er að kasta uppstreymis og draga slaka línunnar inn jafn hratt og straumurinn ber hann til manns. Púpuna ber fyrir flskinn á eðlilegan hátt og tak- an er oft mjög róleg. Línan bara eins og hikar á rekinu í straumnum og þá þarf að bregð- ast við nog af flug- um. Þær hlæja að okkur kerlingarnar sem baka sautján sortir fyrir jólin, en engir eru vitlausari en flugu- veiðimenn. Enginn þó frægari en Nors- arinn sem kom í Mývatnssveit með nýhnýttar flugur: 700 stykki. Allt Hólmfríði! Ætli það hafi verið í fyrra- sumar sem kúluhausarnir náðu að ryðja sér almennt til rúms? Gylltir, silfraðir og bronsaðir kúluhausar skreyta flugur æ fleiri silungsveiði- manna. Við höfum notað þær í mörg ár í Laxá í Mývatnssveit á urriðann, ég og mínir félag- ar. Með frábærum árangri. og festa áður en hann spýtir draslinu út úr sér. En svo fær maður líka stundum árás með offorsi um leið og kúluhausinn lendir á vatninu! Ég nota flotlínu við þessar veiðar, óháð dýpi og straum- lagi, til að sjá strax tökuna. Taumurinn er hins vegar mis- langur, allt eftir dýpt. Stundum aðeins metri, t.d. í hröðu og grunnu straumvatni Laxár í Mývatnssveit. Stundum er taumurinn tvö- föld lengd stangarinnar, eins og í sumar þegar ég tók 13 bleikjur í 15 köstum í Hlíðar- vatni. Ég skil ekki enn hvers vegna fimmta og áttunda kast klikkaði! Það er janúar, nú er tími til að hnýta kúluhausa! Bleikjan í Hlíðarvatni kolféll

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.