Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Síða 19
|Dagur-‘33tmtmt
Laugardagur 11. janúar 1996 - 31
Umsjónarmaður
Magnús Geir Guðmundsson
Aðeins af uppgjöri
í lok nýliðins árs og nú í upphafi
þess nýja hafa hin ýmsu popprit
verið að kryfja gamla árið og birta
niðurstöður sínar um hvað þeim
líkaði best. Bresk popp- og rokkrit
eru ansi dugleg í þessum efnum og
eyða heilu og hálfu tölublöðunum
undir slíka umfjöllun/uppgjör. Eins
og gengur eru sjónarmiðin misjöfn
hvað varðar það sem upp úr stóð á
árinu 1996, enda misjafnar áhersl-
ur eftir blöðum, en í þeim stærstu
og víðlesnustu virðist þó viðhorfið
gagnvart bestu plötum ársins vera
nokkuð líkt. Allavega gildir það
sérstaklega um þær plötur sem eru
á eða við toppinn. Þrjú af þessum
mest áberandi tímaritum, eru mán-
aðarritið Vox og vikuritin Melody
Maker og Kerrang. Það síðast-
nefnda hefur lengst af skorið sig
nokkuð frá hinum tveimur og íleiri
slíkum, sérhæft sig að mestu í rokki
og þá langmest í þungarokki, en
hefur í seinni tíð nálgast þau með
breyttum tíma og áherslum, þó enn
sé munurinn merkjanlegur. Eru
þessi þrjú blöð nær sammála um
bestu plötuna í ár, þ.e. að hana eigi
Manic Street Preachers með Ev-
erything Must Go. Er hún á toppn-
um hjá bæði Vox og Melody Maker
(og reyndar víðar líka) og lendir í
öðru sæti hjá Kerrang. Þar er það
aðeins hin afbragðsgóða popprokk-
plata Screaming Trees (sem nú
virðist vera södd lífdaga, jafnvel
hætt) Dust, sem þykir vera betri. Er
það orðinn kapítuli út af fyrir sig
hversu vel Manic Street Preachers
hefur gengið og þá sérstaklega nú
tvö síðustu árin, eða frá því að sag-
an virtist vera öll hjá sveitinni þeg-
ar annar gítarleikari hennar, Rich-
ey James Edwards, hvarf sporlaust
frá hóteli í London. Hefur upp frá
því allt gengið upp hjá sveitinni.
Ekki aðeins er Everything Must Go
að hljóta þessa viðurkenningu frá
gagnrýnendum nú, heldur seldist
hún mjög vel í samræmi við góða
gagnrýni og var ein af þeim best
seldu í sumar í Bretlandi. Aðrir
listamenn, sem áttu plötur hjá fleiri
en einu þessara blaða á lista og hjá
fleirum, eru svo t.d. Tricky, Suede,
Skunk Anansie o.fl.
Manic Street Preachers hátt skrifaðir
sem aldrei fyrr eftir árið 1996.
Gylfasönavar
Blur byrja nýtt ár af krafti með útgáfu á nýju lagi.
Blur á
fulla ferð
- og Bofcnleðja hitar upp
s
slandsvinirnir í bresku stór-
hljómsveitinni Blur, Damon
Albarn og félagar, ætla að
taka daginn snemma, ef svo má
segja og ætla sér greinilega að
byrja hið nýja ár, 1997, með
miklum látum. Ný smáskífa,
Beatlebum, kemur nefnilega út
nú eftir röska viku, þann 20 og
er hún forsmekkur af því sem
koma skal í næsta mánuði. Þar
er að sjálfsögðu átt við nýju
stóru plötuna, sem eins og allir
aðdáendur hljómsveitarinnar
hér á landi vita, var að hluta
tekin upp hér á landi síðasta
sumar, en svo að öðrum huta í
London. Um er að ræða 14 laga
plötu, sem að líkindum mun
eftir því sem best fæst vitað ein-
faldelga nefnast eftir hljóm-
sveitinni sjálfri, eða þá eftir
smáskífulaginu, Beatlebum. Á
geislaútgáfunni af smáskífunni
verður eitthvert viðbótargóð-
gæti í kaupbæti, auk þess sem
fyrir þá sem engan eiga ennþá
geislaspilarann (þeir eru ennþá
mjög margir í hinu fátæka Bret-
landi) verður um 7 tommu vín-
ilútgáfu að ræða, í rauðum lit,
sem safnarar ýmsir kunna
einnig að girnast. Og sam-
kvæmt fréttum sem bárust fyrr
í vikunni, um líkt leyti og þessi
orð voru rituð, mun Blur halda
í tónleikaferð um Bretland
ásamt engri annarri en hinni ís-
lensku Botnleðju. Þeir piltar
þrír hituðu einmitt m.a. upp
fyrir Blur á tónleikunum hér
heima í haust og hafa greini-
lega fallið Damon og félögum
vel í geð. Þarf vart að fara
mörgum orðum um hversu
mikil upphefð þetta er fyrir
Botnleðju, en hana eiga þeir
hins vegar svo sannarlega skil-
ið, sem ein allra framsæknasta
sveit landsins.
Gylfa Ægisson tónlistar-
myndlistar, sjó- og síðast en
ekki síst skotkeppnismann frá
Siglufirði, (ekki frá Vestmanna-
eyjum eins og svo margir halda,
þó Gylfi hafi reyndar lengi dval-
ist þar og samið mörg af sínum
Gylfi Ægisson sendi frá sér ágætt
safn laga sinna fyrir jólin.
þekktari lögum í tengslum við
eyjarnar) þarf vart að kynna
fyrir nokkrum manni, sem á
annað borð er eitthvað kominn
til vits og ára. Gylfi, sem varð
fimmtugur seinni part nýliðins
árs, er án efa með þekktari tón-
listarmönnum þjóðarinnar og
tvímælalaust einn af fremstu og
afkastamestu tónsmiðum henn-
ar á poppsviðinu. Sá maður er
varla til sem ekki þekkir lög á
borð við Minning um mann,
Stolt siglir fleyið mitt, íslensku
sjómenn, Ég er bátsmanns-
glanni, Rauðhetta (úr sam-
nefndu söngævintýri, sem varð
geysivinsælt og skartaði m.a.
Hemma Gunn. og Páli Óskari
Hjálmtýssyni barnungum),
Hinsta bæn blökkukonunnar,
Þjóðhátíðarlagi Vestmanneyja
1974 o.s.frv., o.s.frv, að
ógleymdu í sól og sumaryl auð-
vitað, sem líklega verður að
teljast allra þekktasta og vin-
sælasta lag Gylfa í flutningi
Hljómsveitar Ingimars Eydal og
Bjarka Tryggva. Það Iag er ein-
faldlega orðið sígilt og að
margra mati eitt besta og fal-
legasta dægurlag íslandssög-
unnar. Skömmu fyrir jólin kom
út safnplata með flestum þess-
arra laga Gylfa, sem upptalin
voru hér að framan og kallast
hún, 20 bestu köstin. Þar er
auðvitað skírskotað til sjó-
mannsferilsins, en hann hefur
án efa verið hvað ríkastur í lífi
Gylfa og sjómannastéttin ætíð
verið honum hugstæð. Söng-
rödd Gylfa hefur aldrei verið
talin sú besta sem heyrst hefur,
en samt eins og hjá mörgum
túlkaranum, staðið fyrir sínu.
Það gerir hún líka enn og er
platan ágæt söguleg heimild um
Gylfa og hans mörgu söngva.
• Það er ekki svo ýkja langt
síðan að harmónikan var að-
alhljóðfærið og í mörgum til-
fellum það eina, í skemmt-
ana- og dansleikjahaldi ís-
lensku þjóðarinnar. Á seinni
árum hefur hún nokkuð
farið halloka fyrir kröfum
um meiri tilburði við
skemmtanahaldið, meiri
íburð og hávaða o.s.frv.,
en er samt enn vel fyrir
hendi og á sér að því er
virðist töluvert stóran og
dyggan fylgjendahóp.
Plötur með „nikkutónlist“
koma líka alltaf annars
slagið út og svo var nú
fyrir nýliðin jól, er a.m.k.
tvær slíkar litu dagsins
ljós.
• Karl Jónatansson hef-
ur um ártuga skeið verið
einn af kunnari nikku-
spilurum landsins. Fyrir íjór-
um árum gaf hann út ásamt
hljómsveitinni Neistum
snælduna Neistafiug og hefur
hún verið uppseld um langa
hríð. Vegna Qölda áskorana
var snældan endurútgefin nú
fyrir jólin í geislaplötuformi,
þar sem Karl og Neistarnir,
Ingi Karlsson trommari, Ed-
win Caaber gítarleikari og
Pétur Urbancic kontrabassa-
leikari, fara á kostum í
gömlu dönsunum og sí-
gildri sveiflu.
• Gömlu dansarnir og
sérdansarnir hka, er
nafnið á plötu sem Garð-
ar Olgeirsson sendi frá
sér fyrir jólin. Þar er að
finna heil 19 lög með
jafnmörgum danstilbrigð-
um, þannig að um sann-
kallaðan kjörgrip er að
ræða fyrir aðdáendur
gömlu dansanna og ann-
arra sem hallast að nik-
kunni.
Karl Jónatansson og Neistar með Neistaflug
að nýju.