Dagur - Tíminn Akureyri - 21.01.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.01.1997, Blaðsíða 4
4 - Þriðjudagur 21. janúar 1997 |Dagur-®TOmm Hálendið Stjómsýslima á hreint Oddvita Biskupstungna líst ekkert á frumvarp um hálendið sem kynnt hefur verið sfjórnar- flokkunum. Mér líst svo sem ekkert á þetta frumvarp, einsog það hefur verið kyimt fyrir mér. Aðalatriðið fyrir mér er hins vegar að fá að vita hver fari með stjórnsýsluna á hálend- inu, hvað sem öllum eignarrétti líður. Á þessum svæðum hálend- isins veit enginn hver fer með stjórnsýsluvaldið - og það þarf að komast á hreint," segir Gísli Einarsson oddviti. Einsog greint var frá í Degi- Tímanum hefur verið lagt fram til kynningar meðal stjórnar- flokkanna frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og af- rétta. Með frumvarpinu, en stefnt er að því að það verði að lögum í júh' á þessu ári, á að skera úr um það hverjir eiga ísland, eða að minnsta kosti þá hluta þess, sem enginn hefur til þessa getað slegið eign sinni á með ótvrræðum hætti. í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að nefnd á vegum for- sætisráðherra, svoköll- uð óbyggðanefnd, fari með stjórnsýslu á þjóðlendum, það er afréttum, óbyggðum og hálendinu. „Við sveitarstjórnarmenn er- um ósammála því að einhverjir aðrir en við eigum að fara með stjórnsýslu á hálendinu. Hér á landi eru aðeins tvö stjórnsýsl- ustig, það er ríki og sveitarfélög. Okkar vilji er sá að við önnumst áfram stjórnsýsluna á hálendinu einsog verið hefur - enda þótt deilt hafi verið um yfirráðarétt yfir einstökmn svæðum,“ segir Gísli. Minnti hann þar á hæsta- réttardóm sem féll fyrir fáum misserum um Þórsmerkursvæð- ið. Um yfirráðarétt og stjórn- sýslu þar deildu Fljótshlíðar- og Vestur-Eyjafjallahreppur. Niður- staða Hæstaréttar var hins veg- ar sú að Þórsmörk væri einskis manns land. Segir Gísli Einars- son að mikilvægt sé að eyða óvissu sem þessari. „Við höfum ljandakornið eng- ar tekjur af hálendinu," sagði Gísli, - og sagði að fráleitt væru sveitarstjórnarmenn ósammála megininntakinu í friunvarpi for- sætisráðherra vegna peninga- legra ástæðna. Fyrst og fremst væri vilji sveitarstjórnarmanna sá að stjórnsýslumörk á hálend- inu væru á hreinu. Að því hefðu nefridir á þeirra vegum unnið - sem og að skipulagsmálum á landssvæðum þeim, sem kallað- ar eru þjóðlendur í áðurnefndu frumvarpi. -sbs. BIBBI Eldsvoðum fækkar s tköll á eldvarnasvæði Slökkviliðs Reykjavíkur urðu alls 1474 á árinu 1996, þremur fleiri en 1995. Svæðið nær auk Reykjavíkur til Kópavogs, Seltjamarness og Mosfellsbæjar. Inni í þessari tölu er öll að- stoð slökkviliðsins, þ.e. eldsvoð- ar, efnalekar, vatnslekar, losun slasaðra úr bílflökum og ýmis önnur aðstoð. Útköll þar sem um eiginleg- an eld var að ræða urðu 440 á árinu en voru 548 árið 1995. Þar af voru sinubrunar 56. Vegna viðvörunarkerfa þar sem ýmist var um grun um eld að ræða eða bilun, var farið í 381 skipti og sjúkraflutningar urðu 11.857 móti 11.766 ári áður. BÞ Gísli Einarsson oddviti Biskupstungna „Aðalatriðið að vita hverfari með stjórn- sýslu á hálendinu, hvað sem öllum eignarrétti líður. “ Reykjavík Gatnamálastjóri telur að það þurfi að koma eitthvað meira til en að fiokka fernur frá öðru sorpi til endur- vinnslu til að skapa forsendur fyrir sorphreinsun á tveggja vikna fresti í stað hverrar viku. Hann fagnar hins vegar því átaki Sorpu og Mjólkursamsölunnar að hvetja fólk til að fara með pappafernur tii endur- vinnslu í stað þess að setja þaer í öskutunnurnar. Þótt tómar fernur kunni að verða sjaldséðar í öskutunn- um í náinni framtíð er enginn hörgull á sorpi frá neysluglöðum landanum til að fylla þær og halda sorp- hreinsunarmönnum við efnið alla virka daga vikunnar. -grh Sjávarútvegur Metár Innanlands varð aukning í öllum grein um nema botnfiski. s Asl. ári var framleiðsla og sala á frystum afurðum hjá íslenskum sjávaraf- urðum hf. meiri en nokkru sinni fyrr. Söluverðmæti þeirra nam um 20 milljörðum króna á móti um 14 milljörðum 1995. Sé allt talið með eins og t.d. mjöl og sala á Vöruhúsi ÍS nam heildar- salan alls rúmum 21 milljarði króna á móti um 15 milljörðum, eða um 41,5%. Framleiðsla á frystum afurð- um nam alls 135 þúsund tonn- um á móti tæpum 65 þúsund tonnum árið áður. Þetta er rúm- um 70 þúsund tonnum meiri framleiðsla á milli ára, eða 109%. Þar af var innlend fram- leiðsla 72.400 tonn á móti 59.300 tonnum 1995. Erlend framleiðsla var 61.100 tonn á móti 5.700 tonnum árið áður. hjá ÍS Aðalhlutinn af erlendu fram- leiðslunni er tilkominn vegna samstarfssamnings ÍS við rúss- neska fyrirtækið UTRF á Kamt- sjatka, eða 57.400 tonnum af heildinni. Af innlendri framleiðslu vek- ur athygli að framleiðsla á botn- fiskafurðxnn minnkaði um 12% á milli ára, eða úr 32.028 tonn- um 1995 í 28.305 tonn 1996. Ilins vegar jókst vinnsla loðnu- afurða einna mest, eða um 112%. í tonnum talið voru fram- leidd 20.660 tonn á móti 9.734 1995. Næst mesta aukning varð í rækju, 9.101 tonn á móti 4.953 tonnum árið áður, eða 84% aukning. Vinnsla síldarafurða jókst um 41%, 13.552 tonn á móti 9.576 tonnum 1995. Sem fyrr er Evrópa mikilvæg- asta markaðssvæðið miðað við verðmæti og þvínæst A-Asía og síðan Bandaríkjamarkaður. At- hygli vekur að hlutur Evrópu og Bandaríkjanna minnkaði um 8% á hvoru svæði. Aftur jókst hlutdeild A-Asíu um tæp 10% og svæði fyrir utan juku hlutdeild sína um 7% á milli ára. -grh Seðlabankinn V'il 1 ekki vaxtalækkun á peningamarkaði Stjórnvöld Húsbréfln í bankana Nefnd stjórnarflokkanna legg- ur til að samið verði við banka og sparisjóði um að þeir taki að sér afgreiðslu húsbréfa. Nefndin vill að gerðir verði sér- stakir þjónustusamningar við bankana og að flutningi hús- bréfanna til þeirra verði lokið eigi síðar en l.apríl næstkom- andi. Gert er ráð fyrir að greiðslumat og veðmat verði á ábyrgð viðkomandi lánastofnun- ar og hún verði að bæta lán sem tapast vegna þess að ekki hefur verið farið í einu og öllu eftir reglum um mat á greiðslugetu lántakanda. Nefndin telur ekki hægt að afnema ríkisábyrgð á húsbréfum að svo stöddu, en leggur til að gerð verði lang- tímaáætlun um það með það að markmiði að raska ekki öryggi ogjafnrétti í húsnæðismálum. Vegna skorts á ríkisvíxl- um hækkar Seðlabank- inn vexti á innistæðu- bréfum sínum til að sporna á móti vaxta- lækkun og þenslu. Eftirspurn eftir ríkisvíxlum hefur að undanförnu ver- ið miklu meira en fram- boðið. Til að koma í veg fyrir vaxtalækkun og þenslu á pen- ingamarkaðnum, í þeim til- gangi að viðhalda þeirri að- haldsstefnu í peningamálum sem bankinn greip til í septem- ber ákvað Seðlabankinn að gera svokölluð innstæðubréf sín eftirsóknarverðari fyrir ijár- festa með því að hækka vexti í 6,6 til 6,7%. Vextir á peninga- markaði eru nú kringum þrem prósentustigum hærri en í ná- grannalöndunum. Yngvi Örn Kristinsson, hag- fræðingur Seðlabankans, segir ýmsar ástæður fyrir umframeft- irspurninni eftir ríkisvíxlum. Minna framboð skýrist m.a. af því að ríkissjóður sé búinn að byggja upp þann stokk ríkis- víxla sem henta þykir, en þeim er fyrst og fremst ætlað að mæta árstíðasveiflum innan ársins. Eftirspurnin hafi á hinn bóg- inn aukist vegna svokallaðra peningamarkaðssjóða sem verðbréfafyrirtækin séu að byggja upp og fjárfesti sérstak- lega í ríkisvíxlum. í annan stað hafi reiðufjárstýring ýmissa lánastofnana verið að batna. Þriðji þátturinn sé flæði skammtímafjármagns inn og út úr landinu. Undanfarna mánuði hafi komið nokkur tímabil, m.a. í kjölfar vaxtahækkunarinnar í september, þar sem skamm- tímahreyfingar hafi streymt inn og þær leiti einmitt í ríkisvíxla. Innstæðubréf segir Yngvi Örn verðbréf með 45 eða 90 daga binditíma, sem bönkum og sparisjóðum hafa lengi stað- ið til boða, en með fremur lág- um vöxtum til að keppa ekki við ríkisvíxlana meðan nægt fram- boð var á þeim. „En þetta er staða sem seðlabankar flestra nágrannalanda okkar eru komnir í, þ.e.a.s. að ríkisvíxla- framboðið nægir ekki til að mæta þörfum markaðarins. Þá hafa þeir sett í gang svona inni- stæðubréf. Að sumu leyti er þetta þannig ákveðið þroska- merki á markaðnum.“

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.