Dagur - Tíminn Akureyri - 21.01.1997, Blaðsíða 3
|Dagur'®tmitm
Þriðjudagur 21. janúar 1997 - 3
F R E
Þjóðin velji milli ferða-
þjónustu og stóriðju?
Sitt sýnist hverjum um hvort nýtt álver yrði þjóðinni til hagsbóta.
Formaður Ferðamála-
ráðs óttast að ferða-
þjónustan verði undir
nái núverandi virkjunar-
og stóriðjuframkvæmd-
ir fram að ganga.
Náttúran hefur langmest
áhrif á ákvörðun þeirra
sem ákveða að heim-
sækja ísland, samkvæmt viða-
mikilli könnun sem Ferðamála-
ráð gekkst fyrir. Yíir 90% er-
lendra ferðamanna sem hingað
koma í sumarleyfl segja náttúr-
una hafa mikil áhrif á ákvörðun
sína. Hreinleiki, friðsæld lands-
ins og hálendið voru næst í röð-
inni. Einungis lítill hluti taldi
þessa þætti litlu/engu máli
skipta. „Þetta stangast illilega á
við núverandi áætlanir um virkj-
anir og stóriðjuuppbyggingu,"
sagði Birgir Þorgilsson formað-
xu- Ferðamálaráðs um þessar af-
dráttarlausu niðurstöður könn-
unarinnar. „Ég á erfitt með að
sjá þessa tvo þætti þróast hlið
við hlið til hagsældar fyrir báða.
Pvert á móti er ég hræddur um
að ferðaþjónustan verði undir
nái núverandi hugmyndir á veg-
um stjórnvalda fram að ganga.“
Birgir sagðist samt þeirrar
skoðunar að meiri hagnaðar
væri að vænta af ferðaþjónustu í
framtíðinni heldur en af stór-
iðju. Minnti hann á að ferða-
þjónustan skili nú þegar um 20
milljarða gjaldeyristekjum á ári
(um 100.000 kr. að meðaltali frá
hverjum gesti).
Þeir Magnús Oddsson ferða-
málastjóri eru sammála um að,
með nokkrum undantekningiun,
sóu niðurstöður könnunarinnar
tiltölulega hagstæðar fyrir ís-
lenska ferðaþjónustu sem at-
vinnugrein. Meðal þess sem
mönnum kom á óvart var að
þriðjungur fólks í sumarleyfi og
helmingur þeirra sem komu að
hausti höfðu bókað ferðina á
síðustu 2 vikunum fyrir brottför.
Yflr 90% sögðu þá ímynd af
fandinu sem kynnt sé í ferða-
bæklingum hafa staðist sam-
kvæmt þeirra eigin upplifun. Þá
kom á óvart að 20% Bandaríkja-
manna og 12% annarra höfðu
aflað sér upplýsinga um landið
á Internetinu. Enn kom á óvart
að helmingur allra ferðamanna
(yfir 70% á haustin) ferðast á
eigin vegum en ekki í pakka-
ferðum.
Höfuðborgarsvæðið
Verðhækk-
un gengin
tíl baka
Sú 7% verðhækkun sem
varð á íbúðum á höfuð-
borgarsvæðinu í júlí og
ágúst var öll gengin til haka í
október, samkvæmt útreikning-
um Fasteignamats ríkisins.
Meðalverð á fermetra í íbúðum
í Qölbýh var þá aftur orðið það
sama og í ársbyrjun. Fermetra-
verðið (nafnverð) í fjölbýlisíbúð-
um í Reykjavík, sem komið var í
tæplega 80 þús.kr. að meðaltali
mánuðina ágúsl/september,
lækkaði aftur í 77 þús.kr. að
meðaltali mánuðina septem-
ber/október — sem er hið sama
og meðalverð næstu 12 mánuða
þar á undan (nóv.’95 til
okt.’96).
Meðalverð 2ja herbergja
íbúða var um 86 þús.kr. á m2 í
september og október. Allra
bestu og nýjustu 2ja herbergja
íbúðirnar ná verði sem er um
og yfir 100 þús.kr. á fermetra,
en verð þeirra lélegustu og/eða
elstu fór niður í 70 þús.kr. á
fermetra eða minna.
Verðið fer síðan lækkandi
eftir því sem íbúðirnar stækka.
Meðalverð 3ja herbergja íbúða
var um 79 þús.kr.m2, 4ra her-
bergja íbúða 74 þús.kr.m2 og 5
herbergja íbúða tæplega 70
þús.kr. á hvern fermetra. Frá-
vikin eru síðan svipuð og áður
er lýst á 2ja hverbergja íbúðun-
um.
Kópavogur
Nýtt verknámshús Menntaskólans í Kópavogi var opnað á föstu-
daginn, að viðstöddum m.a menntamálaráðherra og bæjarstjóra.
Þar verða hýstar hótel- og matvælagreinar og eftir því sem næst
verður komist er þetta eina skólahúsið á landinu, sem er með bar.
Ferðamái
Jólafríin vinsæl
Islendingum sem koma til
landsins í desember hef-
ur ijölgað gífurlega á
síðustu árum, eða um 27%
frá árinu áður og 73% á
þrem árum. í báðum tilvik-
um er fjölgun utanferða í
jólamánuðinum um tvöfalt
meiri heldur en heildar-
fjöigun milli ára og á síð-
ustu þrem árum, samkvæmt
tölum Útlendingaeftirlitsins.
Tæplega 16.000 íslend-
ingar komu nú heim í des-
ember borið saman við
12.500 ári áður og aðeins
um 9.000 í desember 1993.
í ár hafa fleiri íslendingar
ferðast milli landa í desem-
bermánuði heldur en að
meðaltali alla aðra mánuði
ársins, sem líklega hefði
einhvern tíma þótt tíðindum
sæta.
En á hverju byggist þá
þessi gífurlega Ijölgun á
utanferðum landsmanna í
jólamánuðinum? Einar Sig-
urðsson, aðstoðarmaður
forstjóra Flugleiða, segir að
fyrst og fremst sé það mikil
ijölgun farþega í borgar-
ferðirnar, þ.e. stuttar ferðir
til ýmissa borga í nágranna-
löndum okkar. í öðru lagi
telur Einar að íslendingar
búsettir erlendis hafi nú í
meira mæli komið heim um
jólin.
Áfengismál
Sönnunargögn eyði-
lögð í örbylgjuofni
Rannsóknarlögregla ríkis-
ins rannsakar meinta
spillingu á blóðsýnum
sem send voru frá lögreglunni í
Vestmannaeyjum á Þorláks-
messu til Rannsóknarstofnunar
Háskólans í lyíjafræói. Þegar
blóðsýnin komu í hendur Há-
skólans til rannsóknar var búið
að vinna á þeim skemmdar-
verk. Að öllum líkindum hefur
sýnunum verið stungið inn í ör-
bylgjuofn með þeim afleiðingum
að þau eru ónýt.
Blóðsýnin voru tekin úr
tveimur ökumönnum sem voru
staðnir að meintum ölvunar-
akstri í Vestmannaeyjum
skömmu fyrir jól. Samkvæmt
heimildum blaðsins voru sýnin
ekki lengur á leiðinni til Rann-
sóknarstofnunar Háskólans en
venja þykir. Málinu var strax
vísað til RLR sem fer með rann-
Dómsmálaráðuneytið er
nú að endurskoða ör-
yggi við flutning blóð-
sýna milli landshluta
eftir að blóðsýni voru
eyðilögð með óvenju-
legum hætti.
sókn málsins. Á leið sýnanna
frá lögreglustöðinni í Eyjum og
til Rannsóknarstofnunar Há-
skólans eru a.m.k. fimm ör-
bylgjuofnar sem koma til greina
samkvæmt heimildum blaðsins,
m.a. á flugvellinum í Eyjum og í
Reykjavík.
Dómsmálaráðuneytið hefur í
kjölfar þessa máls tekið til
skoðunar öryggismál við flutn-
ing á blóðsýnum milli staða.
RLR varðist allra frétta en mál-
ið þykir í alla staði hið vand-
ræðalegasta fyrir lögregluna.
Þrátt fyrir að sönnunargögnin
séu ónýt sleppa hinir meintu
ölvuðu ökumenn ekki alveg. Má
búast við því að þeir fái sekt en
líklegt þykir að þeir sleppi við
ökuleyfissviptingu þar sem
helstu sönnunargögn eru ekki
lengur fyrir hendi.
ÞoGu/Eyjum
Þórshöfn
Grunur um bókhaldsfölsun
Skömmu fyrir jól sagði
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs
Þórshafnar og nágrennis
upp starfi sínu og óskaði eftir
að hætta þá þegar. Sparisjóðs-
stjórinn tók við starfinu í maí-
mánuði 1996 en áður var hann
sveitarstjóri Suðureyrarhrepps.
Viðskilnaður hans við það emb-
ætti er hins vegar kominn til
rannsóknar hjá Rannsóknarlög-
reglu rrkisins og það mun vera
ástæða uppsagnarinnar. Þegar
Suðureyri sameinaðist ísafirði,
Flateyri og Þingeyri í eitt sveit-
arfélag, /saíjarðarbæ, fór bók-
hald hreppsins til endurskoðun-
ar á ísafirði ásamt bókhaldi
annarra hreppa sem að sam-
einingunni stóðu. Þar kom í ljós
skekkja í bókhaldi sem reyndist
það alvarleg að málinu var vís-
að til rannsóknar hjá RLR.
Samkvæmt heimildum blaðsins
mun það m.a. vera fjárdráttur
upp á liðlega eina milljón króna
og tilburðir til fölsunar í bók-
haldi sveitarfélagsins, en velta
þess mun hafa numið nærri 30
milljónum króna.
„Málið er í rannsókn hjá
Rannsóknarlögreglu ríksins og
hún lýkur henni vonandi fljót-
lega. Þá verður ákveðið á
grundvelli niðurstöðu rann-
sóknarinnar hvort ástæða er til
að vísa málinu til Ríkissaksókn-
ara,“ sagði Kristján Þór Júlíus-
son, bæjarstjóri á ísafirði. GG