Dagur - Tíminn Akureyri - 21.01.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.01.1997, Blaðsíða 11
IDagur-ltomnn Þriðjudagur 21. janúar 1997 -11 KNATTSPYRNA • íslandsmótið innanhúss Ovæntur sigur hjá Þrótturum s slandsmótið í innanhúss- knattspyrnu fór fram í Laug- ardalshöll um síðustu helgi. í karlaflokki var leikið í íjórum riðlum. B og C riðlarnir voru mjög sterkir því í þeim riðlum voru flest bestu lið landsins. í B-riðli voru íslandsmeistarar ÍA, ÍBV, Valur og Keflavík. Svo fór að ÍA vann riðilinn en Vals- menn máttu bergja á þeim beiska bikar að falla í 2. deild. C-riðillinn státaði af KR, Fram og Stjörnunni úr 1. deildinni og Höttur frá Egilsstöðum var þar ijórða lið. KR vann þennan riðil og Framarar fylgdu þeim í átta liða úrslitin. Ur A-riðli komust Þróttur og FH áfram í 8-liðaúr- slitin og úr D-riðlinum voru það Fylkir og KA sem komust áfram. Það voru því fjögur lið úr 1. deildinni og íjögur úr þeirri 2. sem kepptu í 8-Uða úrslitunum. Það óvænta gerðist að þrjú af íjóruin liðum úr annarri deild komust í undanúrslitin, KA sló til að mynda íslandsmeistara sl. tveggja ára, KR út úr keppn- inni. innanhússknattspyrnu eftir 13 ára bið og nú er stefnan sett á sigur í annarri deildinni í sum- ar. Þeir eru greinilega með gott lið, blöndu af ungum leikmönn- um og gömlum og reyndum jöxlum. Maður mótsisns: Heiðar Sigurjónsson Þrótti. Úrslit eftir bókinni Það þarf ekki að fara mörgum orðum um kvennaboltann. Hann fór eins og við var búist, Breiðablik mætti á svæðið og fór heim með bikarinn að vanda. Það voru Valsstelpurnar, KR-ingar og Stjörnustúlkurnar sem komust í undanúrslitin og svo fór að Blikar og Valur unnu sína leiki og léku til úrslita. Valsstelpurnar stóðu vel í stöll- um sínum úr Kópavogi og voru þær t.d. eina liðið sem skoraði fleni en eitt mark hjá Breiða- bliki. Það er afrek út af fyrir sig. Stúlka mótsins: Laufey Óla- dóttir Val fyrir markið sitt gull- fallega sem hún skoraði á móti Blikum. gþö Páll Rúnarsson fyrirliði Þróttar með sigurlaunin á íslandsmótinu. Sigrún Óttarsdóttir tók við enn einum bikarnum fyrir hönd Breiðabliks. KARFA • DHL deildin Stórsigurhjá Keflvíkingum Undanúrslit ÍA - FH 2 -1 Skagamenn voru heppnir vinna FH í þetta sinn. Hafnfirðingarn- ir stóðu sig mjög vel og áttu ekki færri marktækifæri en ÍA sem getur þakkað markvörðum sínum að fá að leika til úrslita á mótinu. Þróttur - KA 5-2 Eftir að KA-menn höfðu rutt KR-ingum úr vegi bjuggust menn við betri frammistöðu af þeirra hálfu gegn Þrótti en raun varð á. KA-menn treystu á varnarleikinn og skoraðu fyrsta mark leiksins úr skyndiupp- hlaupi. Fjalar Þorgeirsson markvörður Þróttar skoraði hins vegar tvfvegis með tuttugu sekúndna millibili undir lok fyrri hálfleiksins. Það var svo engin spurning um það hvort liðið var betra í síðari hálfleikn- um. Þróttarar yfirspiluðu KA- menn og unnu sanngjarnan sig- ur. Úrslit ÍA - Þróttur 5 - 3 Þróttarar komu, sáu og sigruðu á þessu íslandsmóti. Skaga- menn, sem eru með mjög skemmtilegt innanhússlið virt- ust ætla að taka leikinn í sínar hendur frá fyrstu sekúndu. Þeir skoruðu strax 1-0 og voru mun beittari í upphafi. Þrátt fyrir að Þróttur næði að jafna virtist ekkert benda til þess að þessi titill gengi meisturuniun úr greipum. En frábær leikur Heiðars Sigurjónssonar og mik- ill baráttuandi fleytti Þrótti langt í þessum leik. Þeir tóku leikinn í sínar hendur og fætur og röðuðu inn mörkum og sum þeirra voru með glæsilegra móti. Skyndilega var staðan orðin 2-5 fyrir Þrótt og þeir komnir með með báðar hendur á bikarinn þó svo að ÍA næði að skora eitt mark enn. Þróttur er aftur orðinn íslandsmeistari í Tveir leikir fóru fram í DHL-deildinni á föstudag- inn. ísfirðingar tóku á móti Breiðabliki í Jakanum og Grindvíkingar brugðu sér til Keflavíkur. KFÍ-Breiðablik 92-63 Blikar mættu ákveðnir til leiks og stóðu í heimamönnum í fyrri hálfleik. Reyndar höfðu þeir forustu í leikhléi, 30-35. ísfirð- ingar, sem nýlega höfðu rekið Andrew Wallejo, telfdu nú fram nýjum leikmanni, Chiedu Odiau og stóð hann vel fyrir sínu eftir því sem heimildir herma. Altént settu þeir á fulla ferð, léku eins og þeir best geta og unnu auð- veldan og stóran sigur, 92-63, á botnliði úrvalsdeildarinnar. Keflavík-UMFG 95-69 Grindvíkingar riðu ekki feitum hesti frá Keflavík. Þeir mættu að vísu ekki með sitt sterkasta lið þar sem 3 leikmenn úr byrj- unarliði þeirra, Helgi Jónas, Marel og Páll Axel, voru íjarri góðu gamni vegna veikinda. Páll hóf að vísu leik en varð að hætta eftir örfáar mínútur. Þá var Herman Myers einnig að standa upp úr flensu. Því varð viðureign þessara toppliða aldrei sú skemmtun sem menn vonuðust eftir, til þess var getu- munurinn alltof mikill. Þrátt fyrir það stóðu unglingarnir frá Grindavík sig vel og geta borið höfuðið hátt eftir þennan leik. Þeir voru að keppa við þá bestu og það á þeirra heimavelli. gþö KNATTSPYRNA norðanupp i1. deildina Leiftur, Þór, Selfoss og Leiknir úr Reykjavík unnu sér sæti í 1. deildinni í innanhússknatt- spyrnu á sunnudaginn, en leik- ið var í íþróttahúsinu við Aust- urberg. Liðin tóku sæti KS, Vals, Ilattar og Breiðabliks sem urðu í neðstu sætunum í riðlum sín- um í 1. deildinni. í A-riðhnum tryggði Leiftur sér sigur með 4:3 sigri gegn helstu andstæðingxun sínum, Skallagrími og HK, en Bolung- arvík féll niður í 3. deildina. Selfoss sigraði Víking Reykjavík 4:3 í leik sem reyndist ráða úr- slitum um það hvort liðið færi upp, en Einherji féll niður í 3. deild. Þór komst upp með sigri á ÍR 4:2 og Völsungi 5:2, en það voru Haukar sem féllu niður. Leiknismenn unnu stóra sigra í leikjum sínum í D-riðli. Þeir byrjuðu á því að sigra „gamla innanhússstórveldið" FISÞ-b 10:0, en Þingeyingar leika í 3. deildinni að ári. KNATTSPYRNA Geir ráðinn Snorri Finnlaugsson hefur látið að störfum sem framkvæmda- stjóri Knattspyrnusambandsins, en hann hefur gegnt þeirri stöðu sl. sex ár. Geir Þorsteins- son var ráðinn eftirmaður hans á stjórnarfundi KSÍ um helgina, en Geir hefur verið skrifstofu- stjóri undanfarin ár. Kristinn féllúrleik Kristinn Björnsson, skíða- maður frá Ólafsfirði, féll úr keppni í fyrri umferðinni í heimsbikarmóti í svigi, sem fram fór í Wengen í Sviss á laugardaginn. Kristinn sem varð 60. í rásröðinni keyrði út úr brautinni eftir átján sekúndur. ÍSHOKKÍ Björninn sigraði SR Björninn gerði sér lítið fyrir og lagði SR að velli, 7:6, um helgina og mun þetta vera fyrsti sigurinn sem Björninn vinnur á íslandsmóti meist- araflokks. Björninn byrjaði mjög vel og skoraði fimm fyrstu mörkin í leiknum. Úr- slit í einstökum lotum urðu 4:0, 2:3 og 1:3. Clark McCormick, fyrrum leikmaður SR, reyndist sín- um gömlu félögum mjög erf- iður í leiknum og hann skor- aði sigurmarkið þegar rúm- ar fjórar mínútur voru til leiksloka. Mörk Bjarnarins: Clark McCorm- ick 5, Andri Þ. Óskarsson 1, Sig- urður Sveinbjarnarson 1. Stoðsendingar: Jónas Breki Magnússon 3, Sigurður Svein- bjarnarson 2. Brottvísanir: 18 mínútur. Mörk SR: Heiðar Ingi Ágústsson 4, Pétur Már Jónsson 1, Sigur- björn Þorgeirsson 1. Stoðsendingar SR: Kristján Ósk- arsson 3, Heiðar 1. Ágústsson 1. Brottvísanir: 24 mínútur. BLAK Þróttur lagðiKA Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla. Þróttur úr Reykjavík sigraði KA 0:3 í viðureign liðanna í KA- heimilinu á föstudagskvöld. Hrinunum lyktaði 8:15, 10:15 og 5:15 og leikurinn tók 61. mínútu. Þá unnu Stúdentar sigur á botnliði Stjörnunnar 3:2 (15:13, 15:10, 9:15, 11:15 og 15:11.) Leikurinn stóð í 102. mínút- ur. Staðan er þessi í 1. deild karla: Þróttur R. 10 8 2 27:10 27 Þróttur N. 10 8 2 24:11 24 ÍS 9 4 5 14:19 14 KA 826 9:19 9 Stjarnan 7 0 7 6:21 6 Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna. Stúdínur styrktu stöðu sína á toppn- um með sigri á Víkingi 3:0 (15:6, 15:6 og 15:9). HANDBOLTI ÍBAmætir Haukum ÍBA og Haukar mætast í kvöld í 1. deild kvenna og fer leikurinn fram í KA- heimilinu og hefst kl. 20:45. Leikurinn átti upphaflega að fara fram annað kvöld, en var flýtt að beiðni Hauka- stúlkna, sem vilja fylgjast með karlaliði félagsins, sem mætir FH í bikarnum annað kvöld.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.