Dagur - Tíminn Akureyri - 25.01.1997, Page 4
16 - Laugardagur 25. janúar 1997
|Dagur-'3Ktmrat
STRAUMAR OG STEFNUR
Sunnudaginn 27. janúar
1907 hittust nokkrar kon-
ur í Þingholtsstræti 18 í
Reykjavík, heimili Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur. Tilgangur
fundarins var að stofna félag
sem hefði að markmiði að
starfa að því að íslenskar konur
fengju fullt
stjórnmálajafn-
rétti á við karl-
menn, kosn-
ingarétt, kjör-
gengi svo og
rétt til embætta
og atvinnu með
sömu skilyrðum
og þeir.
Félagið hlaut
nafnið „Kven-
réttindafélag ís-
lands“ og á
mánudaginn
eru liðin 90 ár
frá stofnfundin-
um. Hefur eitt-
hvað áunnist á
þessum 90 ár-
um? Dagur-
Tíminn ræddi
við formann fé-
lagsins, Bryn-
dísi Hlöðvers-
dóttur, og
spurði m.a.
hvað henni væri
efst í huga á
þessum tíma-
mótum.
„Mér, og
okkur sem hjá félaginu starfa,
er mjög ofarlega í huga hversu
þátttaka kvenna í stjórnmálum
og í stjórnun samfélagsins er
enn slök,“ segir Bryndís og
bendir á að félagið hafi einmitt
verið stofnað gagngert til að
vinna að réttindum kvenna í
stjómmálum. „Konur fengu
kosningarétt og kjörgengi árið
1915 en þó formleg réttindi séu
komin er enn langt í land. Ekki
nema tæp 25% þingmanna eru
konur og ástandið í sveitar-
stjórnarmálum
er svipað. Lítil
þátttaka
kvenna í
stjórnmálum
er því. enn
áhyggjuefni."
Nálægt
byrjunar-
reit?
Bryndís segir
að við lestur
sögu félagsins
sjáist greini-
lega að í upp-
hafi aldarinnar
hafi konur trú-
að því að bar-
átta þeirra
myndi skila sér
fyrr og betur
en raunin varð
á. Staðan sé
hins vegar sú
að segja megi
að enn séu
konur nálægt
byrjunarreitn-
um. Hún við-
urkennir þó að
eitthvað hafi staðan orðið betri
en björninn sé þó langt frá því
að vera unninn. „Ég er staðföst
í þeirri trú minni að ekkert
muni gerast ef engin jafnréttis-
hreyfing er í gangi. Ég trúi ekki
Eghef
stundum
líkt þessu við
réttindabaráttu
svartra í Suður-
Afríku. Ætli eitt-
hvað hefði gerst
þar efMandela
hefði bara setjið
og beðið eftir
viðhorfs-
breytingu?
Hinn 19. mars 1908 tók kona fyrst tii máls í bæjarstjórn Reykjavikur. Það var Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sem flutti til-
lögu um að veita 150 kr. til sundkennslu kvenna. Náði það fram að ganga og um vorið hóf Ingibjörg Guðbrands-
dóttir, hér tii vinstri við stökkpallinn, sundkennslu kvenna og hafði hana á hendi í tvo áratugi. Úr gömlu laugunum
í Laugardal; vert er að gefa gaum að baðfatatískunni.
að þessi margfræga viðhorfs-
breyting komi af sjálfu sér held-
ur þurfi að vera markvisst starf
í gangi. Ég hef stundum líkt
þessu við réttindabaráttu
svartra í Suður-Afríku. Ætli eitt-
hvað hefði gerst þar ef Mandela
hefði bara setjið og beðið eftir
viðhorfsbreytingu? Við þurfum
að vinna stöðugt að því að
koma staðreyndum um stöðu
kvenna á framfæri. Staðreynd-
irnar liggja fyrir en ég held að
þurfi að koma þeim betur á
framfæri, t.d. í fræðslu inn í
grunnskóla og framhaldsskóla.
Þá er ég að tala um staðreyndir
eins og laun karla og kvenna.
Margar kannanir sýna að rúm
10% af launamuni kynjanna er
eingöngu hægt að skýra út frá
kynjamismun. Við getum líka
nefnt dæmi eins og hversu lítið
hlutfall forstjóra hjá stærstu
fyrirtækjum landsins eru konur.
Samkvæmt tölum sem ég sá hjá
Hagstofunni fyrir árið 1995
minnir mig að það hafi verið
3%. Þetta er sá veruleiki sem
við búum við í dag og mér
finnst mikilvægt að hann sé
okkur öllum kunnur. Einnig, að
unnið sé stöðugt að því að
reyna að breyta þessum veru-
leika þannig að konur búi við
sömu mannréttindi og karlar."
Sérstaða Kvenrétt-
indaféiagsins
Til eru fleiri samtök en Kven-
réttindafélagið sem berjast fyrir
réttindum kvenna. Nægir þar
að nefna Kvennalistann og t.d.
Sjálfstæðar konur. En hver ætli
sé sérstaða Kvenréttindafélags-
ins?
„Fyrst og fremst að þetta eru
þverpólitísk samtök," svarar
Bryndís og bendir á að stjórnin
sé t.d. byggð upp með það í
huga að konur í öllum stjórn-
málaflokkum eigi þar sæti.
„Þetta tryggir félaginu ákveðinn
trúverðugleika. Önnur sérstaða
er hve lengi félagið hefur verið
til og það nýtur virðingar út á
aldurinn,“ heldur hún áfram.
Bryndís Hlöðversdóttir þingkona
og formaður Kvenréttindafélags
íslands.
Kvenréttindafélagið hefur
unnið að ýmsum málum sem
snerta réttindi kvenna, bæði
sem ráðgjafaraðili, og einnig
með beinum hætti. „Við fáum
t.d. oft frumvörp til umsagnar
og við eigum fulltrúa í jafnrétt-
isráði, þannig að okkar sjónar-
mið komast þar að. Auk þess
erum við í beinum tengslum við
sambærilegar fjöldahreyfingar
á Norðurlöndunum og tökum
þátt í alþjóðastarfi,“ segir Bryn-
dís.
Nýjar baráttuaðferðir?
Undanfarin misseri hefur borið
á nýrri rödd í jafnréttisbarátt-
unni sem prédikar að þörf sé á
meiri samvinnu kynjanna í
jafnréttisbaráttunni. Konur eigi
ekki að líta á karlmenn sem
óvini heldur samstarfsmenn. Er
Bryndís því sainmála að breyta
þurfi um baráttuaðferðir?
„Já, ég held að það sé mjög
mikilvægt. Þó við höfum náð ár-
angri höfum við ekki náð ár-
angri sem við erum ánægð
með. Þess vegna finnst mér
mikilvægt að endurskoða alltaf
aðferðinar sem við beitum. Ég
er mjög ánægð með að karl-
menn skuli vera farnir að sýna
jafnréttismálum meiri áhuga og
tel það mikilvægt skref í átt til
hins betra. Á stefnuskrá Kven-
réttindafélagsins er m.a. auk-
inn réttur karla til fæðingaror-
lofs. Til að konur geti sótt fram
í atvinnulífinu teljum við mikil-
vægan þátt að karlar taki meiri
ábyrgð á heimilishaldinu og
uppeldi barna.“
Þátttöku karla í jafnréttis-
baráttunni er fagnað. En eiga
karlmenn einhverja samleið
með félagi sem heitir Kvenrétt-
indafélag íslands? „Félagið er
opið bæði konum og körlum.
Ástæðan fyrir að félagið heitir
Kvenréttindafélag en ekki
mannréttindafélag, eða eitthvað
annað, er fyrst og fremst sögu-
leg hefð. Þetta eru aðallega
konur sem hafa verið að berjast
fyrir réttindum sínum. En karl-
ar eiga vissulega hagsmuna að
gæta í jafnréttisbaráttunni
líka.“ AI
Morgunverðar-
firndur á Sögu
Itilefni 90 ára afmælisins
stendur Kvenréttindafé-
lagið fyrir morgunverðar-
fundi í Skála á Hótel Sögu á
afmælisdaginn sem er á
mánudag. Síðdegis verður
hátíðardagskrá í Tjarnarsal
Ráðhúss Reykjavíkur.
Morgunarverðarfundurinn
ber yfirskrifina „Kosningar
og lýðræði". Dr. Ólafur Þ.
Harðarson flytur erindi þar
sem hann veltir fyrir sér
kjördæmaskipan okkar ís-
lendinga og mun m.a. leitast
við að svara því hvort geti
verið að kosningakerfið sé
konum þrándur í götu. Að
loknu erindi Ólafs verða um-
ræður. Fundurinn stendur yf-
ir frá 8.15-9.30 og aðgangs-
eyrir er 900 krónur.
Síðar um daginn, eða kl.
17-18, verður afmælishátíð
félagsins haldin í Ráðhúsi
Reykjavíkur þar sem Guðrún
Katrín Þorbergsdóttir, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir og
Inga Jóna Þórðardóttir flytja
ávörp, sýnd verða atriðið úr
dagskrá Listaklúbbs Þjóðleik-
hússins „Konur með penna“,
Sophie Schoonjans leikur á
hörpu og Arnbjörg Sigurðar-
dóttir og Berglind María
Tómasdóttir, nemendur Tón-
listarskólans í Reykjavík,
flytuja flautu-dúetta. Þrjár
konur verða að þessu sinni
tilnefndir heiðursfélagar, þær
Vigdís Finnbogadóttir, Sigríð-
ur Th. Erlendsdóttir og Björg
Einarsdóttir. Félagar í Kven-
réttindafélagi íslands eru vel-
komnir á afmælishátíðina.
Viðhorfm breytast ekki af
sjálfu sér