Dagur - Tíminn Akureyri - 25.01.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 25.01.1997, Blaðsíða 5
Jkgur-©mmm Laugardagur 25. janúar 1997 -17 STRAUMAR OG STEFNUR Byggðu tröllauknar karUígúrur íslenskt samfélag? Um helgina verður ráðstefna um karl- mennskuímyndina haldin íFinnlandi og þar œtlar ungur bókmenntafrœðingur, Jón Yngvi Jóhannsson, að troða upp með fyrirlestur um íslensku athafnamennina í nokkrum ný- legum skáldsögum. Ein af stúdíukreðsum Nor- ræna sumarháskólans pælir reglulega í karl- mennskuímyndinni og stendur hún fyrir ráðstefnunni. Jón Yngvi ætlar að íjalla um karl- mennskuímyndina eins og hún birtist í mafíubókum Einars Kárasonar, íslenska draumin- um hans Guðmundar Andra Thorssonar og Tröllakirkju Ól- afs Gunnarssonar. - Eru karlmennskuímyndir í bókum þeirra Einars, Guð- mundar Andra og Ólafs sem sagt keimlíkar? „Þær ijalla náttúrulega allar um ákveðinn tíma í íslenskri sögu þegar menn hugsuðu ofsa- lega stórt, byggðu stórt, létu sig dreyma dálítið brjálaða draurna og framkvæmdu þá. Þær íjalla kannski aliar um uppbyggingu íslensks nútíma sem hefur verið svolítið stórkarlalegur. Því eiga aðalpersónur þess- ara bóka það sameiginlegt að vera einhvers konar holdtekja íslenska draumsins, þessa at- hafnaæðis sem fslendingar hafa lifað og hrærst í meira og minna alla þessa öld og farið kannski svolítið illa út úr því. Bækurnar eru svolítið krít- ískar á þetta æði og þennan karlmann sem byggir trölla- kirkjur og liflr í þessum geggj- aða íslenska draumi." - En þeir eru ekki allir at- hafnaóðir, karlarnir? „Nei. Ég fjalla lfka aðeins um hvernig frásögninni er miðlað í gegnum annars konar menn, þ.e. sögumennina í mafíubók- unum og íslenska drauminum, sem standa svolítið ráðlausir frammi fyrir öllum þessum tröllauknu karlfígúrum og eru svolítið týndir og litlir og í leit að einhverju hlutverki til að passa inní.“ - Hvernig reyna þessir litlu karlar að fóta sig í nærveru stórkarlanna? „Þeir eru ekki beint litlir, þeir eru bara öðruvísi og vita kannski ekki alveg hvað þeir eru eða hvernig þeir eiga að bregðast við.“ - Eigum við þá ekkert bita- stætt hlutverk eða ímynd fyrir þá karla sem ekki passa inní stórkarlatýpuna? „Ég er kannski ekki beint að pæla í því. Ég er að reyna að greina þetta sem mýtuna af körlunum sem byggðu upp þetta ísland. En í öllum þessum bóktrm reynist mýtan af þessum öfluga athafnamanni ekki halda því það eru brestir í henni. Og sögumennirnir hjá Einari og Guðmundi Andra verða vitni að því. Þetta er ekkert dæmi um velheppnaða feður og syni í kröm. Þetta er ekki svo banalt. Ég er reyna að sýna hvernig þeir eru að vinna með ákveðna frumsögn þar sem fara saman uppbygging á íslensku nútíma- samfélagi í athafnaæðinu og karlmennskugoðsögn.” - Hefur karlmennskuímyndin verið eitthvað stúderuð upp í Háskóla? „Nei, nei blessuð vertu. Ekki svo ég viti til.“ - Það hefur bara verið kven- ímyndin sem hefur vakið áhuga? „Ja. Ég verð nú reyndar að kenna tveggja vikna hluta af námskeiði í kvennafræðunum um rannsóknir á karlmennsku- ímyndinni sem eru náttúrulega innblásnar af femínisma en h'ta frekar á sig sem hliðstætt fyrir- bæri. Ekki sem svar karla við femínismanum, né framhald á femínismanum, heldur eitthvað sem þarf að sinna líka til að fylla upp í myndina." lóa Sigurborg Hannesdóttir Anda að... andafrá... Maðurinn er við besta heilsu þegar hann er í jafnvægi. í jafnvægi eru hvorki átök né togstreita milli líkama, hugar, tilfinninga eða anda. Jafnvægi þýðir þó ekki að það sé algjör kyrrstaða, því þá liði okkur væntanlega alltaf eins, og reyndum fátt og þrosk- uðumst lítið. Það má hugsa um þessa eðlisþætti mannsins sem póla sem eru á stöðugri hreyf- ingu og leita að innbyrðis jafn- vægi í hreyfingunni. Þessa hreyfingu upplifum við sem breytingar á líðan okkar eða aðstæðum. Stundum vill það gerast í lífsins ólgusjó, að jafn- vægið tapast og þá dregur úr möguleikum manneskjunnar til að vinna gegn sjúkdómum og heilsubresti. í vestrænum þjóðfélögum er mjög landlægt ójafnvægi milli hugar og líkama. Líkleg skýring er sú að við erum komin úr tengslum við náttúruna og áherslan á hugvit og skynsemi hefur kennt okkur að leysa allt með huganum. Ef við hins veg- ar viljum endurheimta raun- verulega heilsu, eða með öðr- um orðum jafnvægi, þá er það ekki varanleg lausn að halda okkur uppi á margvíslegum lyljum, einni tegund til að hressa okkur við og annarri til að ná að slaka á. Við þurfum að endurheimta tengslin við líkam- ann. Hér skulum við skoða eina einfalda aðferð sem samstillir huga og líkama. Þegar við erum fullkomlega einbeitt eru Iíkami og hugur eitt. Oftar en ekki erum við aft- ur á móti stödd á einum stað að fást við ákveðið verkefni, en hugurinn er kannski staddur víðs Ijarri. Við erum ekki í nú- inu. Þess vegna er öflugasta leiðin til að stilla saman líkama og huga, að hafa hugann með í því sem við erum að gera með líkamanum eða er að gerast í líkamanum. Og af því að öndun er grundvöllur þess hvernig við lifum og hvernig okkur líður, þá felst þessi einfalda aðferð í því að láta hugann fylgja öndun- inni. Þú hugsar ákveðna setn- ingu á innöndun og aðra á frá- öndun. Lítum á nokkur dæmi. Ég anda að mér orku... anda frá mér þreytu. Ég anda að mér fyrirgefningu... anda frá mér reiði. Ég anda að mér kyrrð... anda frá mér spennu. Ég anda að mér sátt... anda frá mér ósátt. Ég anda að mér auðmýkt... anda frá mér stjórnsemi. Ég anda að mér kœrleika... anda frá mér dómhörku. Hér mætti endalaust bæta við og þú skalt endilega gera tilraunir með hvað virkar helst fyrir þig hverju sinni. Þetta er einföld aðferð sem hægt er að nota hvar sem er og hvenær sem er. Hún er lykill að vellíðan vegna þess að hún tengir lík- ama og huga og skiptir út nei- kvæðum hugsunum eða tilfinn- ingum fyrir jákvæðar. Gangi þér vel, og megir þú lifa heil(l) og sæl(l). Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Samkomuhúsið 90 óra, söngur, gleði, gaman Frumsýning fimmtudaginn 30. jan. kl. 20.00. 2. sýning laugard. 1. febr. kl. 20.00. UPPSELT Athugið breyttan sýningartíma. Handrit: Hallgrímur Helgi Helgason. Utsetning og stjórn tónlistar: Roar Kvam. Búningar: Freygerður Magnúsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikstjórn: Sunna Borg. Einsöngvarar: Aóalsteinn Bergdal og Sigríöur ElliÓadóttir. Hljóðfæraleikarar: Gréta Baldursdóttir og Richard Simm. Afmælistilboð MiSaverS 1500 krónur. Undir berum himni eftir Steve Tesich Sýningar á „Renniverkstæðinu" (Strandgötu 49) Laugard. 25. jan. kl. 20.30. Föstud. 31. jan. kl. 20.30. Sýningin er ekki viS hæfi barna. Ekki er hægt aS hleypa gestum inn í salinn ertir a5 sýning er hafin. MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram aS sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miSasölu: 462 1400. - besti tími dagsins! ÞJÓDLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 VILLIÖNDIN ettir Henrik Ibsen 8. sýn. í kvöld laugard. 25. jan. Uppselt. 9. sýn. fimmtud. 30. jan. Uppselt. 10. sýn. sunnud. 2. febr. Uppselt. Fimmlud. 6. febr. Nokkur sæti laus. Sunnud. 9. febr. Nokkur sæti laus. Laugard. 15. febr, ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Sunnud. 26. jan., 80. sýn. Föstud. 31. jan., föstud. 7. febr., föstud. 14. febr. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson Miðvikud. 29. jan. Nokkur sæti laus. Laugard. 1. febr. Uppselt. Laugard. 8. febr., fimmtud. 13. febr., sunnud. 16. febr. LITLl KLÁUS OG STORI KLAUS eftir H.C. Andersen 2. sýn. á morgun sunnud. 26. jan. kl. 14.00. Sunnud. 2. febr. kl. 14.00. Sunnud. 9. febr. kl. 14.00. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford í kvöld laugard. 25. jan. Uppselt. Fimmlud. 30. jan. Nokkur sæti laus. Laugard. 1. febr. Uppselt. Laugard. 8. febr., sunnud. 9. febr. Athygli skal vakin á aö sýníngin er ekki við hæfi barna. Ekkl er hægt að hleypa gestum Inn í salinn eftlr að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úifsson Á morgun sunnud. 26. jan. Nokkur sæti laus. Föstud. 31. jan., föstud. 7. febr. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn - eftlr að sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þríðjudaga kl. 13- 18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS Mánud. 27. jan.ki. 21.00 KONUR MEÐPENNA Dagskrá ítilefni 90 ára afmælis Kvenréttindaféiags íslands. Einstök bókmennfadagskrá, þar sem flutt verður úr verkum nokkurra ólíkra skáldkvenna frá síðustu aldamótum. Samantekt Maríu Sigurðardóttur. Auk hennar koma fram Kristbjörg Kjeld, Edda Heiðrún Backman og Halldóra Geirfiarðsdóttir. Bókmennta ráðunautur er Soffía Auður Birgisdóttir. Dagskráin hefst kl. 21.00, en húsið ognað kl. 20.30.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.