Dagur - Tíminn Akureyri - 25.01.1997, Síða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 25.01.1997, Síða 6
18 - Laugardagur 25. janúar 1997 |Dagur-®{mQm „Galdurimi liggiir í |m að fá fólkið með sér“ Rœtt við Þráinn Jónsson oddvita í Fellabœ um Þorrablótshald á Héraði fyrr og nú Á þorrablótum er mikið skálað og minni drukkin. í Fellahreppi eiga menn sérstakt drykkjarhorn sem veislustjóri drekkur úr undir borðhaldi. Hornið er gjöf frá Þórarni Pálssyni, sem látinn er fyrir nokkrum árum, og lét hann útbúa gripinn sérstaklega til þessara nota. orri er genginn í garð og þar með tími þorrablót- anna. Flestir landsmenn stinga undir stól öllum áformum um það sem kallað er hollt mataræði og ráðast með áfergju á hin margumtöluðu kjötíjöll. Borð svigna undan trogum og ókjör af hangikjöti, sviðum, súr- um hrútspungum, reyktum magálum, harðfiski og hákarli hverfa eins og dögg fyrir sólu of- an í landann. Nánast ekkert úr jurtaríkinu sést á borðum að undanteknum stöppum úr róf- um og kartöflum og grænu Ora baununum sem auðvitað eru ómissandi. Inn á milli vökva menn svo lífsblómið með tilheyr- andi söngvatni. Segja má að vagga þorrablóta sé á Héraði, en talið er að fyrsta þorrablótið í þeirri mynd sem þau þekkjast nú hafi verið haldið í Fella- hreppi árið 1880. Þráinn Jóns- son, oddviti og veitingamaður í Fellabæ, fór fyrst á þorrablót í fæðingarsveit sinni Hróarstungu fyrir 55 árum. Síðan hefur hann setið mörg þorrablót, stundum verið í hlutverki veislustjóra og hefur því frá mörgu að segja. Þá var bruggað á prestssetrinu Fyrsta þorrablótið sem ég fór á var haldið á Kirkjubæ veturinn 1942. Ég var þá á ellefta ári og var í barnaskóla á Kirkjubæ, en þar var þá farskóli. Ég man að við krakkarnir sem vorum þarna í skólanum neituðum að fara heim og vorum síðan á þorrablótinu með fullorðna fólk- inu og þótti engum tiltökumál. Það var bruggað öl fyrir þetta þorrablót, það hlýtur að vera allt í lagi að segja frá opinber- lega eftir öll þessi ár. Ef ég man rétt var lagt í þrem vikum fyrir blótið og mjöðurinn látinn gerj- ast í stórum sláturpotti í eldhús- inu á Kirkjubæ. Við krakkarnir höfðum mikinn áhuga á að fylgjast með hvernig þetta gengi fyrir sig og fórum til skiptis nið- ur í eldhús til að fylgjast með gangi mála og bárum okkur síð- an saman. Blótið var haldið í litlum sam- komusal sem var á Kirkjubæ. Fólkið kom með matinn með sér að heiman og þar mátti sjá margan feitan hangikjötsbita. Á þeim árum var ekki að tala um neina eiginlega dagskrá á þorrablótum, en algengt var að framámenn í sveitarfélaginu héldu ræður. Ég man að þarna töluðu þeir Björn á Rangá og Sveinn á Heykollsstöðum og svo .móðir mín Anna Ólafsdóttir. Á þessu þorrablóti var Friðfinnur Runólfsson, þá kominn undir sjötugt. Friðfinnur þessi var óvenjulegur maður. Það má eig- inlega segja að hann hafi verið nokkurs konar förumaður, því hann ferðaðist á milli bæja á Út- héraði og víðar og dvaldi yfir- leitt nokkra daga á hverjum bæ. Hann var ákaflega góður sögu- maður, einhver sá besti sem ég hef heyrt og var okkur krökkum mjög kærkominn gestur. Á blót- inu hélt hann langa ræðu og sótti efnið mest í fornsögur. Ég man að hann bar saman tímana þá og nú og þótti flestu hafa far- ið aftur. Þarna var mikið sungið eins og alltaf á þorrablótum, en þá var algengt og er reyndar enn að góðir söngmenn tækju sig saman í hóp og svo voru sungin ættjarðarlög, jafnvel klukkustundum saman. Af þessu eimir eftir enn þann dag í dag og íjöldasöngur er eitt af því sem gerir þorrablótin okkar svo sérstök. Á vetrum þegar hjarn var yfir öllu og gott sleðafæri var stund- um ferðast um á hesti og sleða. Ég man t.d. að í þetta sinn komu foreldrar mínir akandi á hesta- sleða til Kirkjubæjar kvöldið fyr- ir blótið. Þá var töluvert um að fólk kæmi ríðandi og svo auðvit- að gangandi. Eftir að vélaöld gekk í garð, urðu jeppar aðal farartækin. Einnig man ég eftir að menn kæmu á dráttarvélum á mannfagnaði. Þá var spilað á orgel fyrir dansi Það er mikið dansað á þorra- blótum á Héraði. Algengt er að menn leggi til hhðar jakka og hálsbindi til þess að vera frjáls- ari í dansinum og sumir verða svo sveittir að vinda má skyrt- urnar. Út í sveitum þekkist ekki kynslóðabil, þar sjá ungu menn- irnir um að ömmurnar vermi ekki bekkina. En hvernig var þetta þegar Þráinn man fyrst. Það var byrjað að dansa fljót- lega eftir borðhald og dansað til morguns. Oftast var leikið á eina harmóníku. Á allra fyrstu þorra- blótunum sem ég man eftir var spilað á orgel fyrir dansi. Á þessu fyrsta þorrablóti sem ég hef verið að vitna til var það Jón Sigfússon, bóndi í Hallfreðar- staðahjáleigu, faðir Halldórs Jónssonar heildsala, sem spilaði á orgelið. Hann hafði reyndar fleiri embætti með höndum því hann var líka bruggmeistari þegar ölið var bruggað í slátur- pottinum góða. Á þessum árum spöruðu menn sig ekki í dansin- um. Mér er minnisstætt annað Þorrablót í Hróarstungu. Ég var þá upp á mitt besta, á duggara- bandsárunum eins og stundum er sagt. Þetta blót að var haldið í Blikkholti, sem við kolluðum, en það var samkomustaður í bragga við Þórisvatn sem er á milli Kirkjubæjar og Hallfreðar- staða. Það lá ansi vel á mér á þessu blóti og ég setti mér það markmið að dansa við allar kon- ur í sveitinni. Þetta gekk býsna vel fyrir sig og á endanum voru aðeins tvær eftir. Önnur þeirra neitaði alfarið að dansa við mig, sagðist aldrei hafa dansað á ævi sinni og ætlaði ekki að fara að byrja á því þarna. Ég var helvíti þrjóskur þá eins og nú og vildi ekki gefa mig. Það endaði á því að mér tókst að draga hana fram á gólfið þar sem við víxluð- umst um af lítilli list. Konan sem þarna átti í hlut var Aðalheiður frændkona mín, húsfreyja á Galtastöðum fram, mikil sóma- kona. Hann Ómar Ragnarsson spjallaði við hana í sjónvarpinu fyrir fáeinum dögum. Heitt hangikjöt og sætsúpa Fyrir rúmum 25 árum flutti Þrá- inn í Fellabæ og kynntist þorra- blótsmenningu þar. Frá því fyrsta hafa mér fund- ust afar skemmtilegir þorra- blótsmenn hér í Fellunum, hér var miklu léttara yfir fólki og menn tóku sig ekki eins hátíð- lega eins og út í Tungu. Þegar ég fór fyrst á þorrablót hér í sveit fyrir u.þ.b. 25 árum fór það fram svipað og gerist í dag, þ.e. með heilmiklum skemmtiatrið- um s.s. annál, gamanvísum og leikþáttum þar sem óspart er gert grín að sveitungunum. Þetta blót var haldið á Rauðalæk í gamla samkomuhúsinu sem nú er aflagt. Þarna söng gamanvís- ur bóndi hér í sveitinni, mikill raddmaður sem hækkaði sig með hverri vísu og á endanum var ég orðinn dauðhræddur um að hann mundi annað hvort springa á limminu eða að þakið færi af húsinu, en hvorugt skeði. Hér á Héraði, er að mér finnst örlítill stigsmunur á blótunum eftir hreppum. Við hjónin áttum t.d. um tíma heima upp á Hall- ormsstað og vorum þá á nokkr- um þorrablótum á Völlum. Yfir þeim skemmtunum var svolítið annar sjarmi. Mér fundust þau þorrablót að mörgu leyti menn- ingarlegri en ég hef kynnst ann- ars staðar. Þar eimdi eftir af gömlum siðum t.d. voru þeir stundum með heitt hangikjöt og sætsúpu á borðum. Það þekki ég ekki annars staðar frá. Þar var líka þessi mikli söngur. Þegar hlé var á dansinum kallaði Sig- urður Blöndal skógarvörður alla saman, það var sungið af mikilli innlifun í góða stund og svo byrjað að dansa aftur. Eitt árið sem við vorum á Hallormsstað held ég að við höfum verið á sjö þorrablótum hjónin. Það er nú metið okkar. Á þorrablótum fá ráðamenn sveitarfélaga óspart að finna til tevatnsins og hefur Þráinn oft fengið óvægin skot, en hann hef- ur um árabil verið oddviti í Fellahreppi. Hefur það aldrei eyðilagt fyrir honum skemmtun- ina? Nei það held ég ekki. Þessi umfjöllun á þorrablótum er svo sem ekkert ólik því sem tíðkast hjá Spaugstofunni. Það eru rifj- aðir upp einhverjir atburðir og þeir skopfærðir. Ég hef aldrei verið viðkvæmur fyrir slíku. Ég held bara, að ef ég fæ ekki pillur á þorrablóti á meðan ég er hér oddviti þá megi ég fara að hugsa minn gang. Ég hef í gegnum tíð- ina oft fengið að sjá sjálfan mig í ugluspegli. Ég minnist þess þó ekki, að ég hafi farið sár heim af þorrablóti, en það getur svo sem verið að einhvern tímann hafi eitthvað setið í mér þó það sé gleymt nú. Viðtal: Arndís Þorvaldsdóttir Fyrr á árum voru haldin svokölluð boðsblót á Héraði. í hverjum hreppi var komið á fót tveimur til þremur þorra- blótsnefndum sem báru til skiptis veg og vanda af þorrablótshaldinu. Vel var veitt af mat og drykk og áfengi bor- ið á borð. Boðsblót heyra nú sögunni til en í einstaka tilfellum er enn veitt vín undir borðum. Flestar nefndir hafa þó þann hátt á að selja áfengi á borðin í 150 ml pyttlum og er innihald þeirra í daglegu tali kallað hundaskammt- ur. Þráinn á töluvert safn af slíkum glösum og er í sumum þeirra enn svolítil lögg.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.