Dagur - Tíminn Akureyri - 25.01.1997, Side 11
IDagur-'ðRttmm
Laugardagur 25. janúar 1997 - 23
^agur-ÍEítttmn
Upp er vaxin ný matarkyn-
slóð á íslandi. Kynslóð sem
er með pitsurnar, pastað og
lasagneréttina á hreinu,
en kann ekki að búa til
venjulegan íslenskan mat.
Sjálf er ég lifandi dœmi.
Að hugsa sér að ég, komin vel á
þrítugsaldurinn, hafl aldrei orðið
svo fræg að matreiða hrygg eða
lambalæri og brúnaðar kartöflur. Skyr
kann ég að hræra, bara vegna þess að
ég neyddist til þess þegar ég vann á veit-
ingahúsi fyrir nokkrum árum, og slátur-
gerð tók ég þátt í sem lítil stelpa en
aldrei eftir að ég varð fullorðin. Saltkjöt
og baunir gæti ég sjálfsagt matreitt, ef
mikið lægi við, en verð að viðurkenna að
aldrei hefur á það reynt. Kannski er ég
óvenjuslæmt dæmi, en hef þó grun um
að víða leynist ungt fólk sem hafi sömu
sögu að segja.
Grænar línur fyrir mæðgur
Hugsanlega hefur það skipt máli að
fyrstu árin á eigin vegum bjó ég erlend-
is, langt frá mömmu, ömmu og öllum
frænkum. Nýskriðin úr menntaskóla og
áhuginn á eldamennsku í algeru lág-
marki. Ég átti það til að kvarta hressi-
lega yfir því að ekki væru til sérstakar
grænar línur fyrir dætur sem þyrftu
nauðsynlega að fá húsráð hjá mæðrum
sínum. En þær voru sem sagt ekki til og
málið því leyst með pakkamat, samlok-
um og pasta. Hver nennir að eyða tím-
anum í að elda þegar hann er ungur?
En nú er ég komin með leið á pakka-
matnum. Og þó pastað sé ágætt er hægt
að borða of mikið af öllu. Ég er líka búin
að átta mig á að ég á bara einn líkama
og honum fæst víst ekki skipt. Þannig að
það þýðir ekki annað en að hugsa eitt-
hvað um þennan eina. En einhvern veg-
inn enda ég alltaf í grænmetinu, mexí-
kóskum mat, indverskum mat eða
einhverju öðru framandi, þegar ég er í
tilraunaskapi og langar til að auka við
fjölbreytnina. Af hverju ekki þennan ís-
lenska? Er það bara ég, eða er hefð-
bundinn íslenskur matur kominn úr
tísku? Kannski fékk ég bara nóg af hon-
um sem barn!
Hefðin og tískan
Nú megið þið ekki misskilja mig og
halda að ég hafi eitthvað á móti íslensk-
um mat en finnist allt þetta nýja frá út-
löndum vera eitthvað flottara. Soðna ýs-
an, kartöflurnar, kjötbollurnar og skyrið
eru ágæt af og til. Reyndar finnst mér
skyrið vont, því miður, því þetta er hofl-
ur matur og fljótlegur. En sumt í þessum
hefðbundna mat er svosem ekkert sér-
staklega hollt. Fáir næringarfræðingar
mæla t.d. með tólginni, nú eða þá öllrnn
rjómasósunum með lambakjötinu. Mér
finnst engin ástæða til að halda í hefð-
ina, bara vegna þess að þannig hefur
það alltaf verið. Ekki frekar en það er
gáfulegt að taka öllu utanaðkomandi
opnum örmum vegna þess að það sé
nýtt og spennandi. Nei, ætli það sé ekki
sambland af þessu tvennu sem sé besta
leiðin. Ofurlítið gamalt og ofurlítið nýtt í
bland. Og þó, þetta er alveg ómöguleg
meðalvegs niðurstaða. Pistlahöfundar
eiga jú að vera afgerandi og hafa
ákveðnar skoðanir, ekki satt? Jæja, það
verður þá bara að hafa það!
Ég ætla samt að halda mig við græn-
metið og ávextina í bili. Er ekki í til-
raunaskapi nema í mesta lagi einu sinni
í viku og þykir vissara að færast ekki of
mikið í fang. Geymi lambalærið fram að
páskum. En ég var víst búin að lofa að
segja frá því hvernig gekk með græn-
metisréttinn um síðustu helgi. Ætlaði
jafnvel að koma með uppskrift. Valdi
þennan líka fína rétt með eggaldin, osti
og tómatsósu. En svo voru bara engin
eggaldin til þegar á reyndi. Karfan sem
þeim var ætluð var full af mangóávöxt-
um. Ég þakkaði mínum sæla fyrir
skoðunarferðina fyrr í vikunni. Annars
hefði ég sennilega tekið nokkra mangó-
ávexti, haldið að þeir væru eggaldin, og
komist þar með í heilmikil vandræði.
Kannski gengur betur þessa helgi....?
qlO
ittei
eimilis-
homið
Perukaka
Tertubotn:
125 g smjör
200 g hveiti
1 dl flórsykur
1 eggjarauða
Fylling:
5 perur
125 g marsipan
2 egg (skipt í rauður og hvít-
ur)
2 msk. sykur
50 g mjúkt smjör
2 msk. perusafi
3 msk. rjómi
Smjörið mulið saman við
hveitið og flórsykurinn, hnoðað
saman með eggjarauðunni.
Deigið fiatt út með smávegis
kartöflumjöli og sett í smurt
mót ca. 20 sm. Bakað við 180° í
10 mín. Skrælið perurnar, sker-
ið þær sundur í tvo helminga,
fjarlægið kjarna, látið í 4 dl
vatn og VA dl sykur í ca. 10
mín. Soðið við vægan hita.
Hrærið eggjarauðurnar hvít-
ar, með sykri, rífið marsipanið
saman við og bætið smjöri og
rjóma í deigið. Eggjahvíturnar
stífþeyttar og þeim blandað
saman við deigið. Meirihlutinn
af deiginu settur í tertubotninn,
perunum raðað ofan á, afgang-
inum af deiginu stráð yfir per-
urnar. Bakað við 180° í ca. 30
mín. Sigtið flórsykri yfir síðustu
10 mín. Þeyttur rjómi borinn
með.
Sunnudagskakan
150 g smjör
175 g sykur
3 egg
1 tsk. vanilla
250 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
150 g suðusúkkul.
1 msk. kakó
50 g smátt muldar hnetur
1 dl kaffirjómi
Skraut:
150 g brœtt súkkulaði og
rsapað appelsínuhýði í
strimla.
Smjörið er hrært með sykrin-
um vel og lengi. Eggjarauðun-
um bætt út í einni í senn.
Blandið lyftidufti, muldum
hnetum og vanillusykkri saman
við hveitið. Bræðið súkkulaðið
með kakóinu og rjómanum.
Látið það kólna áður en því er
hrært saman við hræruna,
ásamt hveitiblöndunni. Eggja-
hvíturnar stífþeyttar og blandað
varlega saman við. Deigið sett í
vel smurt form (ca 22 sm) og
kakan bökuð við 175° í ca. 50-
60 mín. Losið kökuna frá könt-
unum á forminu, en takið hana
ekki úr því fyrr en hún er orðin
alveg köld. Þá er bræddu
súkkulaði smurt yfir hana og
appelsínubarkarstrimlum stráð
yfir kökuna. Og svo þeyttur
rjómi í skál, borinn með - auð-
vitað.
Kramarhús
125 g smjör
125g sykur
125 g hveiti
2 egg
Fylling:
2’A dl. þeyttur rjómi og jarða-
berjasulta.
Hrærið mjúkt smjörið saman
við sykurinn. Hrærið eggjunum
út í einu í senn. Þá er hveitinu
hrært saman við hræruna.
Deigið smurt í þunnar kringl-
óttar kökur á bökunarpappírs
klædda plötu. Bakað við 200° í
ca. 5 mín. Kökurnar teknar af
plötunni ein í senn og vafin
saman í horn, meðan þær eru
heitar. Hvert horn er sett í glas
á meðan það er að kólna. Rétt
áður en hornin eru borin fram
eru þau fyllt með þeyttum
rjóma og tsk. af jarðaberjasultu
sett ofan á.
Kramarhús án smjörs:
4 egg þeytt saman með 150 g
flórsykri. 150 g hveiti hrært
saman við og bakað á sama
hátt og hin hornin, þar sem
smjör er haft í deiginu.
Kartöflu- og
gulrótamús
500 g kartöflur
250 g gulrœtur
25 g smjör
salt og pipar
Skrælið og hreinsið kartöfl-
urnar og gulræturnar. Skerið
þær í lítil stykki og sjóðið í vatni
sem aðeins hylur þær. Sjóðið í
ósöltu vatni þar til þær eru
soðnar eða ca. 30 mín. Vatninu
hellt af, en geymt. Kartöflurnar
og gulræturnar músaðar saman
og hrærðar, gjarnan með
rjómaþeytara, grænmetissoðinu
bætt út í, ekki þó svo miklu að
maukið verði of þunnt. Síðast
er smjörinu bætt út í og bragð-
að til með salti og pipar. Þetta
er sérlega gott meðlæti með
fiski, kjöti, bollum, svo og öðr-
um kjötfarsréttum. Ef annað
grænmeti er notað aukaleg í
„músina" skal uppistaðan alltaf
vera kartöflur, og þá er rétt að
mota ca. 500 g, annars vill
„músin“ verða of þunn.
Síld í kvöldmatinn
2 síldar úr edikslegi
1 laukur
2 msk. tómatkraftur
Síldarflökin skorin í 2-3 sm.
bita. Raðið þeim á fat. Laukur-
inn er skorinn í þunnar sneiðar
og þær látnar ofan á sfldina.
Látið tómatkraft eftir endilöngu
yfir sfldina. Stráið steinselju yf-
ir. Berið svo sfldina fram með
sýrðum rauðrófum, harðsoðn-
um eggjum, soðnum kartöflum
og góðu seyddu rúgbrauði með
smjöri.
Bakaðar kartöflur
með kavíar
5 stórar kartöflur
l'A sýrður rjómi
1 lítil dós kavíar
smjör
Kartöflurnar hreinsaðar vel,
og þær bakaðar í 200° heitum
ofni í ca. 1 klst. Skerið djúpan
kross í kartöflurnar og þrýstið á
þær að neðan, þar til þær opna
sig.
Smá smjörbiti settur í opið
og ríilega kavíar þar ofan á.
Hálfþeyttum eða hrærðum
sýrðum rjóma hellt yfir, rétt áð-
ur en þær eru bornar fram.
Þetta er oft haft sem forréttur
að máltíð.