Dagur - Tíminn Akureyri - 25.01.1997, Side 14
26 - Laugardagur 25. janúar 1997
Jlagur-'3KmQxn
Er hárið eins og
það á að vera?
Of þurrt, of matt, of feitt. Fallegt
hár fæst ekki áreynslulaust. Rétt
eins og húðin okkar, þarfnast hár-
ið líka næringar og umhirðu. En þó vilj-
inn sé fyrir hendi vitum við ekki alltaf
hvað er að eða hvað á að gera. Konur
eða karlar, sem í þessum vandræðmn
standa, verða því eflaust glöð að heyra
að til er lausn: hárgreiningartæki. Tæki
sem segir til um ástand hársins og mælir
með leiðum til úrbóta. Og greiningin er
ókeypis!
„Oft notum við tækið til að staðfesta
mat,“ segir Aldís Axelsdóttir starfsmað-
ur Redkenumboðsins, en það er sama
fyrirtæki og framleiðir Redken hárvörur
sem þróaði' þetta hárgreiningartæki. En
hvernig skyldi hárgreining í tækinu fara
fram?
Aldís segir að tekin séu 4-6 hár af
mismunandi svæðum. Tækið mælir um-
mál hársins, rakainnihald og prótein-
hlutfall. Út frá niðurstöðum gefi tækið
síðan upplýsingar um hverskonar efni
(sjampó, næring og djúpnæring) væri
æskilegt að nota til að bæta heilbrigði
hársins. Einnig hvort hárið þoli t.d. að í
það sé sett permanett. „Þetta er alveg
frábært hjálpartæki fyrir okkur," segir
Aldís en 3-4 ár eru síðan farið var að
nota þetta tæki.
rœoKLN
Næring nauð-
synleg
Aldís segir að almennt
sé ástand hárs á ís-
lenskum hausum nokk-
uð gott. Gott geti þó
alltaf orðið betra og
nauðsynlegt sé að næra
hárið þar sem litun,
permanett, sól og vind-
ar ræni hárið næringu.
„Við verðum að gefa því
eitthvað á móti því sem
við tökum,“ segir hún.
„Fólk er að verða með-
vitaðra um þetta nú en
áður,“ bætir hún við og
nefnir að oft kveiki við-
skiptavinir t.d. þegar
hún bendir á að hárið
þurfi að næra rétt eins
og húðina.
En það er ekki nóg
að setja næringu í hár-
ið, heldur þarf næringin
að vera rétt saman sett.
Og þar kemur hárgrein-
ingartækið til góða.
Næringar eru misjafnlega uppbyggðar
og Redken framleiðir t.d. 7-8 mismun-
andi tegundir djúpnæringar.
Sumar fyrir þá sem þurfa að
byggja upp prótein, aðrar ef
vandamálið er of mikiR eða
lítill raki og áfram mætti
telja.
Svona lítur tækið út.
Myndír. JHF
Aldís Axelsdóttir, frá Redkenumboðinu, plokkar hár úr höfði
Huldu Hafsteinsdóttur til að setja í hárgreiningartækið.
Reykjavík,
Hveragerði, Akureyri...
Sex stofur á landinu hafa fjárfest í hár-
greiningartæki frá Redkin. Fjórar þeirra
eru í Reykjavík, ein í Hveragerði og ein á
Akureyri. í Reykjavík eru það stofurnar:
Jói og félagar á Rauðarárstíg, Prima-
donna og Salon Ver (2 stofur). Á lands-
byggðinni eru það stofurnar Ópus í
Hveragerði og Medúlla á Akureyri. AI
Diskódrottning
Einhver á leiðinni til Bret-
lands? Þá er eins gott að
útvega sér einn svona áð-
ur en dansgólfin eru könnuð.
Samkvæmt bresku tískublaði
eru þröngir, stuttir kjólar úr
glansandi efni það alheitasta á
næturklúbbunum um þessar
mundir. Þú getur því verið viss
um að vekja athygli ef þú klæð-
ir þig eitthvað í líkingu við döm-
una á myndinni hér til hliðar.
Svona kjóll hentar þó sennilega
illa hér á Fróni, a.m.k. yfir vetr-
armánuðina!
Námskeið í myndlist og
skapandi yogadansi
Hagnýt litafræði og litameðferð, sem nýtist vel í
daglegu Iffi, einnig er áhersla lögð á að nemendur
læri um tjáningarmögluleika litanna.
Námskeiðið varir 3 kennslustundir í senn í 10 skipti.
Efniskostnaður er innifalinn.
Námskeiðið er haldið á þriðjudagskvöldum kl. 18.30 -
20.40. Verð 9.000 sé allt námskeiðið greitt samtímis í
byrjun, annars 10.800 ef greitt er mánaðarlega.
Yogadansnámskeiðið stendur í 8 vikur og er á mánu-
dögum kl. 17.00 - 18.00. Verð 2.400.
Leiðbeinandi: Pálína Guðmundsdóttir listmálari. Upp-
lýsingar og skráning í síma 462 4481.
Best og verst
Tískufrömuður eyða yfirleitt
heilmiklum tíma í að velta
sér upp úr klæðaburði frægra
leikkvenna. Um áramót er
t.d. hefð fyrir því að líta yfir
árið og benda á hverjar voru
smekklegar og hverjar ekki.
Við skulum skoða aðeins
hvað tískublaðið Vouge segir
um stílinn hjá stjörnunum á
síðasta ári.
Hárgreiðsla
Aðalhártísk-
an var að
setja hárið
upp en
greinilegt að
misvel tókst
til. Hér eru
tvö dæmi,
annað vel
heppnað en
hitt alveg
ómögulegt,
segja tísku-
spekúlantar.
Gwyneth
Paltrow er
rómantísk og
glæsileg með
sína greiðlu
en Rene
Russo, sem er
bara með
helming
hársins upp-
settan, h'tin-
út eins og
reytt hæna.
Stutta hár-
ið var líka í
tísku, en það
var eins með það og uppsetta
hárið, sumum fór það vel en
öðrum ekki.
Amanda de
Cadenet
vakti t.d.
mikla lukku
en sömu
sögu er ekki
að segja af
Demi Moore.
Óskarsverðalaunin
Haldi einhverjir að ástæða
þess að allir bíði spenntir eft-
ir Óskarsverðlaunaafhend-
ingunni sé sú að þeir vilji vita
hvaða mynd verði valin best,
hafa þeir hinir sömu rangt
fyrir sér. Stóra spurningin er:
Hver verður í hvaða kjól? í ár
voru það stöllurnar Elisabeth
Shue og Winona Ryder sem
slógu í gegn í einföldum, en
smekklegum kjólum. Susan
Sarandon
þótti hins-
vegar ekki
neitt sérstök
í risastóra
gullkjólnum
sínum.