Dagur - Tíminn Akureyri - 25.01.1997, Síða 17
Jlagur-®TOttmt
L f F O G
Laugardagur 25. janúar 1997 - 29
L A N D
Land og þjóð
3. Spurt er um eyju á ísaijarðardjúpi, sem dregur
nafn sitt af fulgategund, sem er alfriðuð. Lög-
reglustjórinn í Reykjavík á ijórða áratugnum var
þó sakaður um að hafa skotið fugla af þessari
tegund og var fyrir vikið nefndur kollubani. Hver
er eyjan?
4. Á kirkjustað í Húnvatnssýslu var sett á fót
klaustur á tólftu öld og á margan annan hátt var
staðurinn menningarsetur. Nú á sendiherra ís-
lands í Þýskalandi aðsetur sitt á íslandi þarna.
Hver er staðurinn?
5. Á kirkjustað í Ólafsfirði var á íjórtándu öld
settur á fót, fyrir tilstuðlan Hólabiskups, spítali
fyrir uppgjafa presta. Hver er staðurinn?
6. Njarðvíkurskriður á Austurlandi hafa löngum
verið skeinuhættar. Við Naddakross sem er í
skriðimum hafa margir vegfarendur farið með
bæn, sem forðað hefur þeim frá slysum. Að hvaða
kauptúni liggur vegurinn um skriðurnar?
7. Spurt er um bæ í Grímsnesi. Þar fæddist og ólst
upp eitt af þjóðskáldunum - og sá maður sem
kallaður hefur verið borgarskáldið. Hver er bær-
inn?
8. Spurt er um kirkju á Norðurlandi eystra, sem
hér sést á mynd, sem reist var að tilstuðlan
Tryggva Gunnarssonar bankastjóra, sem fæddist
og ólst upp á þessum stað. Hver er staðurinn
QjpffBpfg qia SBjmn -g
njg-uja 'L
TQJ9gn>[>[Ba '9
jn>[5[0qBiAg s
idpH i jbjáoSuicI 'p
•Á0Q3^ £
uuiupjna So jqjOAjpijAU -g
•qiAupuuo x
Eldfjöll í vestan-
verðum Vatnajökli
Ari Trausti
Guðmundsson
skrifar
I.
Árum saman hafa mælst jarð-
hræringar í Bárðarbungu í
Vatnajökli. Oftast eru þetta
skjálftahrinur sem standa dög-
um saman og er einn skjálft-
anna jafnan stærstur; 4-5 stig á
Richter-kvarða. Skoðun á
skjálftahnuritum gerir sérfræð-
ingum kleift að segja til um
hvers konar hreyfmgar í jarð-
lögum framkalla hræringarnar.
f Bárðarbungu sýnast margir
skjálftar hafa orðið vegna þess
að ijalllendið sígur; gengur
saman. Reyndar breyttist
skjálftamunstrið á síðustu árum
og nú um daginn kom fram
mikil hrina sem var undanfari
kvikustreymis til yfirborðsins og
þar með eldgossins sem þekkt
er orðið. iírinan átti upptök í
Bárðarbungu eða í nánd við
hana en gosið kom upp austar.
II.
Þegar flugvélinni Geysi hlekkt-
ist á uppi á Bárðarbungu, sem
er 2000 metra há, árið 1950,
vissu menn ekkert um hvers
konar íjalllendi leyndist undir
Mikil skjálftahrina í Bárðarbungu
var undanfari kvikustreymis til yfir-
borðins og þar með eldgossins
sem allir muna eftir fyrr í vetur.
jökulhvelinu er myndar bung-
una háu. Gervitunglamyndir á
8. áratugnum sýndu mikla skál
undir ísnum og síðar afhjúpuðu
íssjármælingar stórt eldfjall
undir jökhnum en í kolli þess er
mörg hundruð metra djúp
dæld, meðalstór askja, alveg
hulin jökulís. í vestri sér dálítið
í hlíðar ijallsins á milli skrið-
jökla sem ganga þar ofan
brekkur. Undir jöklinum leynist
breiður dalur á milli Bárðar-
bungu og Kverkfjalla en hryggir
ganga norður úr Grímsvötnum,
sem er miðja eldstöðvakerfis
(megineldstöð). Sunnan við
Bárðarbungu er stór eldstöð í
jöklinum, Hamarinn. Um henn-
ar sögu er ekkert vitað. Milli
Hamarsins og Grímsvatna er
fjallshryggur og sunnantil yfir
hryggnum eru sigkatlar í ísn-
um. Undan þeim koma Skaftár-
hlaup en jarðhitasvæði bræða
ísinn þar. Þarna er miðbik eld-
virks svæðis sem telst sjálfstætt
eldstöðvakerfi: Loka-kerfið, þar
sem 2-3 smágos hafa líklega
komið upp undir Skaftárkötlun-
um undanfarin ár.
III.
Bárðarbunga er megineldstöð;
eldfjall sem gýs oft á löngum
tíma. Henni tengd er löng
sprungurein og myndar eldfjall-
ið og aflangt sprungusvæðið eitt
stærsta eldstöðvakerfi landsins.
Norðurhluti sprungureinarinn-
ar liggur um Dyngjujökul og
Dyngjuháls en þar varð gos-
hrina á 18. öld. Suðurhluti
sprungureinarinnar nær um
eyðisvæðin hjá Jökulheimum
suður um Veiðivötn og Vatna-
öldur. í Vatnaöldum gaus upp
úr 870 en í Veiðivötnum og líka
í jökli um 1480. Síðast gaus
norðan við Jökulheima 1862
(Tröllahraun). Um eldvirkni í
sjálfri megineldstöðinni, Bárð-
arbungu, er ekkert vitað. Gosið
sem hófst um mánaðamótin
sept.-okt. 1996 byrjaði norðan
við Grímsvötn; nánast á mörk-
um eldstöðvakerfanna sem hér
hafa verið kynnt.
Sigurður
Bogi
Sævarsson
skrifar
1. Myndalegur kaupstaður á Reykjanesi var í
öndverðu aðeins þrjár litlar bæjarþyrpingar, það
er Staðar-, Þórkötlustaða- og Hraunshverfi. Hver
er kaupstaður þessi.
2. Þekkt laxveiðijörð í Borgarfirði, sem í kringum
aldamót var í eigu erlends manns. Eftir þessum
manni er nefnd gata í Reykjavík, sem meðal ann-
ars Heilsuverndarstöð Reykjavíkur stendur við.
Hver er þessi jörð og hvað var maðurinn sem
byggði hana kallaður?
Fluguveiðar að vetri (3)
Sagnamennska
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Fluguveiðar að vetri ganga
í draumum og sögum.
Draumarnir eiga griðlönd
í minningaheimi, kvöldin löng
þegar vetrar geysa hríðir úti;
sögurnar í mannheimi þegar
kaffisopinn og félagar eiga
samveru. Meistari minn leit inn
á sunnudag: „Merkilegt að hún
hefur ekki komið á prent ennþá
sagan frá Grenlæk í fyrra.“ Þeir
voru í merkingum, og veiðin
svo mikil að það var „leiðin-
legt“. Röltu tveir þangað sem
var svo mikil veiði að það varð
óbærilega leiðinlegt, svo þeir
sendu hina á staðinn til að hvíla
sig. Hver hafði poka til að veiða
fiskinn í, ullarballa, sem þeir
tóku saman með snæri. Þar var
fiskurinn geymdur í vatni með-
veiði. Með Black Ghost. Og sem
einn þeirra losar flugu sína úr
rokna fiski sér hann hvar önnur
- Black Ghost - stóð í kjaftvikinu
líka. Og meira til. Hún var með
taum. Og línu. Og nú vita allir
hvernig sagan endar: upp kom
stöngin góða með hjóli og öllu,
búin að vera fiskinum fylgi-
nautur þessar tvær vikur.
Nú veit ég ekki hver lærdómur-
inn er af þessai sögu. En hann
hlýtur að renna upp síðar. Eins
og þegar ég lærði af sögu sem
ég heyrði úr Grímsá: Allt sum-
arið hafði stór hængur legið
fyrir augum veiðimanna þar
sem áin rennur í þröngum
stokki. Fiskurinn neðst í
strengnum, rétt fyrir ofan þar
sem áin breiðir úr sér. Állir
höfðu kastað fyrir þennan fisk,
skáhallt niður strokkinn og lát-
ið ótal fagrar flugur flögra fyrir
hann, sem aldrei rótaði sér. Nú
bar til tíðinda. Frægur amerísk-
ur veiðimaður á heimsmæli-
kvarða var kominn í ána. Það
fyrsta sem menn sýndu honum
an þeir veiddu slatta í áður en
þeir færðu til merkingarmanna.
Nú gerðist einn félaginn djarf-
tækur: setti í fisk og tók í
háfinn, en var svo ör að hann
mátti til að kasta aftur strax,
(stórum Black Ghost), og setti
um leið í annan fisk. Þessi var
stærri og nú þurfti hann að
bjástra við að koma þeim seinni
í háfinn, en gæta þess að sá
fyrri slyppi ekki. Ekki var það
áhlaupaverk því skepnan var
ósamvinnuþýð, og sú í háfnum
líka. Þá ákvað félaginn að
reyna að hella þeim hinum fyrri
fiski úr háfnum í pokann. Sá
gerðist nú alveg ósamvinnuþýð-
ur og smellti sér framhjá poka-
opinu og í flóðið, meðan sá
seinni ólmaðist á færinu. Nú
reyndi félaginn að hrifsa þann
burtsloppna, en samtímis tók sá
á færinu roku. Vegna þess að
félaginn var bara með tvær
hendur, og báðar uppteknar við
háf og poka, hafði gleymst að
halda um stöngina, sem nú fór
beint í uppsparkað og gruggugt
vatnið. Og hvarf. Kom fyrir ekki
að leitað væri fram í myrkur. Á
leið í hús reiknuðu félagarnir út
að þarna hefðu farið 60 þúsund
krónur, helmingur í stöng og
hinn í hjóli, lína og fluga ekki
taldar með. Daginn eftir hafði
gruggið flotið burt en engin lá
stöngin á botninum.
Líður nú. Tveimur vikum síð-
ar kemur hópur. Og lendir í
var hængurinn. „Ef þú ert veiði-
maður á heimsmælikvarða hlýt-
ur þú að geta veitt hann þenn-
an,“ lá einhvern veginn í lát-
bragði manna. Og gesturinn tók
áskoruninni. Hann óð út í ána.
Langt fyrir neðan fiskinn! Sem
lá í strengnum. Nú tók Kaninn
þessa líka hlussu flugu, gott ef
ekki svartan „zonker“ (leður-
skott með hárum og öllu!) og
hnýtti á steinsökkvandi línu. Nú
horfðu menn agndofa á hann,
standa langt fyrir neðan fisk-
inn, þrusa línunni beint upp,
andstreymis, langt upp fyrir
fiskinn. Skrímslið svarta fór
beint til botns og valt niður
strokkinn fyrir miðju með stríð-
um straunxnum - og beint upp í
laxinn. Sem fór í reyk.
Mér vitraðist lærdómurinn af
þessari sögu í Ytri-Rangá. Hafði
farið niður stinnan streng milli
bakka þar sem þröngt er á
milli. Vissi af laxi. Kastaði Black
Ghost no. 2 skáhallt niður. Fyrst
með flotlínu, þá með hægsökkv-
andi, og nú með steinsökkvandi
línu. Var kominn niður allan
strenginn, fisklaus, og litið upp-
eftir. Það var þá - auðvitað -
sem ég mundi eftir Grímsár-
undrinu. Kastaði eins langt og
ég gat uppeftir. Miðja vegu á
leið flugunnar til mín kom of-
boðs roka, upp úr strengnum
lyftist 10 punda dreki, allur, og
hlammaðist niður með þungu
skvampi. Hann fór í reyk.