Dagur - Tíminn Akureyri - 25.01.1997, Qupperneq 19

Dagur - Tíminn Akureyri - 25.01.1997, Qupperneq 19
®agur-®ímmrt Laugardagur 25. janúar 1997 - 31 Umsjónarmaður Magnús Geir Guðmundsson IVIinning milljánavirði Asama hátt og tilkoma Nirvana með plötunni Nevermind árið 1991 var hressilegt spark í afturendann á bandarísku rokklífi, sem þá lítið hafði haft fram að færa um nokkurt skeið, var sjálfsvíg leið- toga hljómsveitarinnar, Kurt Cobain, u.þ.b. þremur árum síðar, sem versta kjaftshögg. Og það ekki bara fyrir bandarískt rokk, heldur fyrir rokkheiminn yfir höfuð. Reyndar má segja að sú skriða sem fór af stað með Kurt Cobain. Dauði hans hefur hefur bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á ímynd rokksins. zakk wyide book of shadom Gítarleikarinn með meiru, Zakk Wylde, hefur ýmislegt gott fram að færa á plötunni sinni, Book of Shadows. Góðir gítar- leikarasprettir Zakk Wylde var aðeins 17 ára gamall þegar þunga- rokksgoðið, Ozzy Osbo- urne, fékk hann öllum á óvart í hljómsveit sína árið 1988. Var hann ráðinn eftir að tugir, ef ekki hundruðir annarra höfðu verið prófaðir. Wylde var einn af þessum drengjum sem virð- ast fæddir með gítarinn í hönd og var kornungur þegar hann byrjaði að spila auk þess að syngja og semja lög. Eftir að hafa spilað með Ozzy í ein sex ár og verið með á plötunum No Rest For The Wicked og No More Tears, sem gengu vel, ákvað hann hins vegar að nóg væri komið af slíku og tími væri runninn upp að gera eitthvað annað og á eigin forsendum. Meðal þess sem heillað hafði hinn unga Wylde meðal annars í tónlistinni, var bandarisk þjóðlaga- og suðurríkjarokk- hefð. Á þeim grunni stofnaði hann hljómsveitina Pride 8i Glory árið 1993 og gaf út sam- nefnda plötu árið eftir. Vakti platan töluverða athygli og spil- uðu Wylde og félagar með mörgum þekktum hljómsveitum á tónleikum í kjölfarið, t.d. Gunsn’ Roses. Frekara fram- hald á Pride & Glory virðist þó ekki vera um að ræða, því seinni hluta nýliðins árs kom út plata þar sem Wylde er einn titlaður fyrir verkinu. Líkt og með fyrri plötuna er um að ræða gott rokk á þjóðlaganót- um m.a. en nýja platan, Book Of Shadows, hefur þó yfir sér öllu rólegra yfirbragð, þar sem kassagítarinn er mun meira j aðalhlutverkinu á kostnað bróður síns, rafmagnsgítarsins. Lög á borð við Beetween Hea- ven And Hell, Way Beyond Empty, The Thing You Do og I Thank You Child, eru ágætar smíðar, þar sem Wylde sýnir líka að hann er dágóður söngv- ari. Þessi plata hefur ekki risið sérstaklega hátt í útgáfufló- runni, en er full af góðum sprettum hjá frambærilegum tónlistarmanni. Nirvana, rymrokkið/Grungeið, síðan nýpönkið o.fl. hafi skilað meiru en brotthvarf Cobains, en allt moldviðrið sem þyrlaðist upp og segja má að hafi vart slotað fyrr en sl. sumar, að aska rokkarans komst loks í vígða mold eftir mikið erfiði hjá ekkj- unni, Courtney Love, hefur aft- ur á móti valdið því að ímynd rokksins og skilningurinn í garð þess hefur svo sannarlega ekki batnað. Hvað sem þessu þó líð- ur, er það á hreinu að Nirvana og þá sérstaklega Cobain, hafa markað djúp spor í rokksöguna á ofanverðri tuttugustu öld og skiptir þá ekki máli hvaða álit menn hafa haft á hljómsveit- inni, eða hversu mikinn í raun er hægt að eigna þessu tríói frá Seattle heiðurinn af rymrokk- bylgjunni. Pað segir líka sína sögu, að eftir fráfafl Cobains hafa plötur Nirvana selst sem aldrei fyrr og virðist þar ekki skipta máli að hljómsveitin hafi sjálfkrafa dáið Drottni sínum um leið og hann. Sem kunnugt er kom út „Unplugged" plata með Nirvana skömmu eftir dauða Cobains, sem varð met- söluplata um heim allan. Gef- fen, útgáfa Nirvana á seinni stigum, hefur því makað krók- inn vel með henni og það gerði hxín sannarlega líka síðastliðið haust, er áður óútgefnar tónlei- kaupptökur með Nirvana voru gefnar út undir nafninu, From The Muddy Banks Of The Wiskah. Eru þetta hráar og sumpart grófar upptökur, sem sýna vel hvernig Nirvana hefur þróast úr hreinni og klárri pönksveit í framsækna rokk- hljómsveit með ýmsum blæ- brigðum. Hefur þessi plata, ein- hverskonar minnisvarði um þessa merku rokksveit líkt og „Unplugged“, selst gríðarvel, sérstaklega í Bandaríkjunum. Það hefði verið skemmtilegra að fá slíka tónleikaplötu meðan sveitin var enn að, en örlögin leyfðu það ekki. En það skiptir kannski ekki öllu og segir salan sjálfsagt mest um það. Og for- kólfar Geffen núa saman hönd- um með ánægju, horfandi á peningana streyma inn, en þeir Krist Novoselic og Dave Grohl, félagar Cobains í Nirvana sjá hins vegar lítið af þeim gróða. Af Grammyverðlaunaútnefningum Ikvikmynda- og sjónvarps- myndaiðnaðinum í Banda- ríkjunum eru Golden Globe-, Emmy- og Óskarsverðlaunin, sú viðurkenning sem árlega eru veitt þeim sem þótt hafa skara fram úr það og það árið. Eru þessar verðlaunaveitingar, sem eins og kunnugt er, miklar skrautsýningar fyrir fræga fólk- ið, yfirleitt snemma árs og það gildir líka um sambærilega verðlaunahátíð í tónlistargeir- anum þar vestra, Grammy Aw- ards. Mun hún að þessu sinni fara fram í mars og verða með hefðbundnu sniði að því best er vitað. Er nú nýbúið að birta listá yfir þá sem tilnefndir eru í hinum ýmsu flokkum og má segja að þar séu tveir menn í algjörum sérflokki. Annars veg- ar er þar um að ræða, eins og svo oft áður, sjálfan Michael Jackson, sem samtals er til- nefndur til 11 verðlauna, en hins vegar þúsundþjalasmiðinn Babyface (Kevin Edmunds heit- ir hann að því er best er vitað réttu nafni, sem hefur m.a. samið lög, stjórnað upptökum og margt fleira fyrir stjörnur á borð við, Whitney Houston, Ce- line Dion, Toni Braxton, Babyl- on Zoo og marga fleiri auk þess að vera tónlistarmaður sjálfur) sem fær einni fleiri til- nefningar. Þær Celine Di- on og Toni Braxton eru tilnefndar í nokkrum flokkum, t.d. sem söng- konur ársins ásamt Gloriu Estefan og hinu aðeins 14 ára undrabarni, LeAnn Rimes. (sem sló rækilega í gegn með plötunni sinni Blue og þykir vera lík Patsy heitinni Cline um margt) m.a. og sem flytj- endur laga ársins ásamt Eric Clapton og Whitney Houston. Celine er svo líka tilnefnd til plötu árs- ins ásamt m.a. Smashing Pumpkins, kvik- myndaplötunnar Waiting to Exhale (þar sem Whitney Houston er ein- mitt í aðalhlutverki) fjöl- listamanninum Beck og Fugees. Til söngvara ársins eru svo tilnefndir þungavigtarkapp- ar á borð við Eric Clapton, Sting, Bryan Adams og John Mellemcamp. LeAnn Rimes. Aðeins 14 ára gömul, en strax orðin stjarna í sveitasöngvaheimin- um. .lih L 1 á ii Lt.áiUú t.ÍLll.áí á i i Ult iLi , iiáÁA 1 AjU 1 * , L ii.l . ,á i íLa i Úá * f 1:11 ' T W” ' f r P o p P r i mmA taákiii t F i,i , áiiik Ai ii L lii.., MmkkL VVIillWf '1 F|"'l f T ttiá • í örlitlu framhaldi af David Bowie og afmælistónleikunum hans í New York um daginn, er skemmst frá því að segja að þeir voru mjög vel heppn- aðir. Fékk fimmtuga poppgoð- ið mikið lof í blaðaumsögnum og er greinilegt að engan bil- bug er enn að finna á kappan- um. Ein fyrirsögnin hljóm- aði t.d. eitthvað á þá leið, að „Allir ungu gaurarnir standast Bowie gamla ekki snúning" (All the young du- des can’t outdo Bowie), og er þar vitnað í hið fræga lag Bowies, All the young du- des, sem Mott The Hoople gerðu gríðarvinsælt fyrir rúmum 20 árum. • Hinn frægi djasssaxófón- leikari Ronnie Scott, fannst nú fyrir jólin látinn á heim- ili sínu í London. Var hann 69 ára að aldri og hafði auk saxófónleiksins rekið djass- klúbb um nokkurt skeið undir eigin nafni. Eftir því sem fregnir herma er dauða- orsök hans ekki ljós, en grun- ur er á að Scott hafi svipt sig lífi. • Á síðustu vikum nýliðins árs tóku að berast fregnir þess efnis frá Ameríku, að söngvari stórrokksveitarinnar Aero- smith frá Boston, Steven Tyl- er, (pabbi nýstirnisins í kvik- myndaheiminum, Liv Týler) væri að nýju kominn á kaf í drykkju og eiturlyfjaneyslu, sem hann stundaði mjög á sínum yngri árum, en hafði verið laus við í yfir tíu ár. Svo rammt kvað af þessum orð- rómi og kjaftagangi í kjölfarið, sem alltaf virðist fylgja þegar slíkt kemur upp, að hljóm- sveitin hafði nær hætt. Var nefnilega þessari vitleysu log- ið í aðra af meðlimum sveitar- innar og tóku einhverjir það því miður trúanlegt. Sárnaði Tyler þetta, þar sem ekkert var til í þessu og vildi hrein- lega að þeir hættu. Það tókst hins vegar að leysa ágreining- inn og allt er nú með kyrrum kjörum að nýju. Steven Tyler er ekki farinn að sukka á ný.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.