Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Blaðsíða 11
JDagur-'Œftttrám Þriðjudagur 11. febrúar 1997 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLICIÐ Svart virðist ekki á hraðleið út þótt ís- lenskar kaupkonur séu orðnar heldur leiðar á því að afgreiða sömu svörtu síð- kjólana ár eftir ár. Fyrirmyndarfólkið í tískuheiminum telur sig a.m.k, þokka- lega flott í svörtu og síðu, eða eins og tískufrömuðir segja: Hafðu hann síðan, svartan og einfaldan og þú verður ímynd hins klassíska glœsileika... Og ef þú átt ekki þennan síða svarta sem þú sást í nýjasta hefti Vogue um daginn til að fara í á árshátíðina, keyptu þér þá bara nýja slœðu, hálsfesti eða einn þess- ara höfðinglegu fjaðratrefla sem upphef- ur hverja konu til prímadonnu. Nadja nokkur berar axlirnar f kjól frá Donnu Karan. Svo eru til konur sem hafa að engu orð kaupkvenna um að fylgihiut- irnir séu útí kuld- anum og að háir hanskar geri þig einfaldlega dúð- aða. Hún Kristen McMenamy tekur sig allavega nógu déskoti vel út þótt hún brjóti gegn fyrirmælum hátískunnar. Þótt klass- ískt sé vissu- lega alltaf klassískt þá þykja beinar línur fremur til vansa um þessar mundir þó kjólarnir skuli hafa á sér sí- gilt yfirbragð. En hálsmál og klauf- ar skulu helst vera ósymmetr- ísk. Svona mætti Naomi Camp- hell í gala- kvöldverð í Washing- ton. blómstrað árum saman heldur það að nú sé það að upplifa sitt síðasta og blómstrar af öllum lífs og sálarkröftum. Og eins og hann hafði skorið af rótum hennar, eins blómstraði hún sem aldrei fyrr. Og drengurinn fór að sjá eftir öllu saman. Þeg- ar hún mætti síðan á jólaballið í eldrauðum kjól þurfti ekki meira til, hún var búin að heilla hann. Hvort það var smá frí eða rauði kjóllinn sem hafði þessi áhrif skiptir ekki máli. Hún fékk það sem hún vildi, hann líka. Borgarafundur á Akureyri um skólaskipan grunnskólanna sunnan Glerár Miðvikudaginn 12. febrúar kl. 20,30 er boðað tii borgarafundar í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Efni fundarins verður kynning á tillögum skólanefndar um skólaskipan grunnskólanna sunnan Glerár. Dagskrá: Ávarp bæjarstjóra, Jakobs Björnssonar. Kynning á tillögum skólanefndar: Jón Ingi Cæsarsson, starfandi formaður skóla- nefndar. Ingólfur Ármannsson, skólafulltrúi. Ávarp fulltrúa foreldraráða grunnskólanna sunnan Glerár. Fyrirspurnir til frummælenda. Umræður. Fundarstjóri verður Kristján Sigurjónsson, frétta- maður Ríkissjónvarpsins á Akureyri. Fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir. Skólanefnd Akureyrar. Finnist þér fjaðratrefilUnn of prímadonnulegur þá er ekki síður afgerandi að ganga inn í dekkaðan árs- hátíðarsalinn með fjaðra- skúf á höfði. Eins og sjá má á þessum fögru fljóðum er það háls- málið sem tekur af skarið. Œatcvdífið Teitur Þorkelsson skrifar Einn rauð- ur kjóll Hann sagðist ekki vera viss um að þau ættu saman lengur, sagðist þurfa að taka smá frí til að átta sig á því hvað hann vildi. Fyrir hana var þetta algjört reiðarslag, hún hætti næstum að borða og var óhugg- andi lengi á eftir. En þegar hún hafði náð sér eftir fyrsta áfallið byrjaði hún að rífa sig upp úr leiðindunum. Enn var hún döp- ur og leið og enn saknaði hún hans, satt og rétt. En það er ekki svo auðvelt að laga brotið hjarta og slíkt getur tekið lang- an tíma. En á meðan maður bíður eftir betri tíð er allavega hægt að breyta því sem maður getur breytt. Og það gerði hún, fór að stunda líkamsrækt af kappi, heimsótti sólbaðsstofur og tískuverslanir bæjarins og tók musteri sálar sinnar í gegn. Þegar skorið er framan af rótum trés sem hefur ekki AKUREYRARBÆR Ifffl Fræðslumiðstöð |il Reykjavíkur Lausar stöður við grunnskóla Reykjavíkur BREIÐAGERÐISSKÓLI Leikskólakennari eða kennari, óskast til starfa við heilsdagsskóla Breiðagerðisskóla nú þegar. Vinnutími erkl. 12.00-17.15. Upplýsingar veita Svava Arnardóttir, umsjónarmaður heilsdagsskóla, í síma 553 6570 og Ingibjörg Sigur- geirsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 553 4744. FOLDASKÓLI Kennari óskast frá 1. mars til loka skólaárs. Um er að ræða almenna kennslu í 5. bekk, 22 kennslustundir á viku. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 567 2222. Svart er ekki á íítleið I T T— i...,

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.