Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.02.1997, Blaðsíða 15
wmmwmmmm Musœmn Þriðjudagur 11. febrúar 1997 - 27 Uppufíuídó lítuuxpó- ag, ójénuœípóefoii Skotin í Catalano, Mulder og Clooney Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfrœðingur og þolfimileiðbeinandi Eg horfi alltaf á Ráðgátur af því ég er svo skotin í agent Fox Mulder og á Lífið kallar af því ég er svo skotin í Jordan Catalano. Stundum á Frasier, einfald- lega af því að hann er svo þétt upp að Ráðgátum en það er líka mjög gaman að honum.“ Ragnheiður er „dauðfegin" því að Bráðavaktin er að byrja aftur „vegna þess að ég er náttúrulega mjög skotin í George Clooney barnalækni" og segist hún jafnfegin því að kvöldvakt strandvarðanna sé á útleið, „hann höfðar nefni- lega alls ekki til mín hann Mitch.“ Jafnframt vill hún „Þorpið og Hemma og allt hans happaflipp út.“ Af íslensku þáttaefni horfir Ragnheiður stundum á Árna og Ingó, „reyndar ekki af því að ég er skotin í þeim heldur finnst mér oft spennandi að heyra í viðmælendum. Það var t.d. voða sætur þátturinn með prestunum tveimur, Hönnu Maríu og Auði Eir.“ Á tímum kvöldfrétta er Ragnheiður iðu- lega að lesa fyrir son sinn. „En ég reyni að koma því við að horfa á dúllurnar tvær, Antony Andrews og Jeremy Irons, í Brideshead Revisited." Útvarpið er oftast stillt á X- ið „en stundum ofbýður mér ruglið í þessum djö... útvarps- mönnum sem eru þarna frá 10-16 á daginn. Svo hlusta ég á Rás 1 með ömmu í bílnum." AHU Ct A V E R T I K V Ö L D Sjónvarpið kl. 22.00 Stöd 2 kl. 20.20 Fangelsisstjórinn Stjömur framtíðarinnar Næstu þriðjudagskvöld sýnir Sjónvarpið nýja syrpu úr breskum framhaldsmyndaflokki sem nefnist Fangelsis- stjórinn og var sýndur fyrir nokkrum misserum. I þátt- unum segir frá ungri og metnaðargjarnri konu, Helen Hewitt, sem er skipuð yfirmaður fangelsis. Helen er staðráðin í því að sanna hæfni sýna og hrinda í framkvæmd hugmyndum sínum um breytta skipan fangelsismála. Hún sýnir dirfsku og áræðni í starfi en vissulega er við ramman reip að draga. Höfundur þáttanna er Lynda La Plante, einn fremsti sjónvarpshöfundur Breta um þessar mundir, og aðalhlutverkið leikur Janet Mc- Teer. Iþrótta- og tómstundaþátturinn Fjörefnið er á sínum stað í dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þátturinn hefur vakið mikla at- hygli og nýtur aukinna vinsælda enda er ávallt boðið upp á fjölbreytt efni. Piltarnir í Qórða flokki Þróttar koma mikið við sögu í kvöld en Guðjón Guðmundsson brá sér í Laugardalshöll- ina á dögunum og fylgdist með þeim á knattspyrnuæfingu. Óhætt er að segja að þar séu stjörnur framtíðarinnar á ferðinni en sjón er sögu ríkari. Þá verður einnig rætt við Lúkas Kostic, þjálfara KR-inga, en hann er að gera góða hluti með Vesturbæj- arhðið og stefnir hátt á árinu 1997. Lúkas lék lengi með Skaga- mönnum og stóð sig frábærlega og hefur nú líka sýnt að hann er snjall þjálfari. Þá er einnig ætlunin að heimsækja nýja lík- amsræktarstöð í Grafarvogi og ef tími vinnst til verður líka kíkt á hresst fólk sem stundar pflukast. Tákn um vitleysinga Sjónvarpsauglýsingar gera gjarnan út á grínið. Stundum veit maður ekkert hvað er verið að auglýsa, en hlær og hlær að vitleysunni, - fyrst í stað. Síðan birtist auglýsingin æ ofan í æ, og brandarinn þynnist stöðugt. Loks kemur að ælumörkunum. Síðan kem- ur pirringurinn. Sumar aug- lýsingar eru hreint bull allt frá fyrstu birtingu og ekkert annað en tákn um vitleysinga sem stjórna. Þær geta unnið gegn hagsmunum auglýsand- ans. Gott dæmi um það eru heimskuauglýsingar Benett- on, sem eru að leggja það fyr- irtæki í gröfina á alþjóðlegum vettvangi. Eitthvert ömurlegasta dæmið um vitlausa auglýs- ingu ríður yfir þjóðina þessa stundina kvöld hvert á tveim sjónvarpsstöðvum í það minnsta. Þar er átt við aug- lýsingu þar sem reynt er að selja annars ágæta bfla, Toy- ota. Sú auglýsing mun vera sú versta frá upphafi sjónvarps- auglýsingagerðar. Hún er óskiljanleg og fer afskaplega í pirrur fólks, það hefur pistla- höfundur sannreynt á sínum nánustu og samstarfsfólkinu. Önnur auglýsing sem skapar mikinn pirring er Cheerios- auglýsingin sem lengi hefur farið í taugar landslýðs. Á heimili höfundar þessara orða er vörumerkið Cheerios nánast að verða bannyrði. Það er ekki bara hundurinn í auglýsingunni sem ekki þolir bulltextann sem strákurinn er látinn fara með í auglýsingunni. Auglýsingar eiga að vera málefnalegar og veita neyt- endum upplýsingar. Þær eiga ekki að höfða til bjálfa. S J O N V A R P - TJTVARP b o 13.30 Alþlngl. Bein útsending frá þing- fundi. 16.20 Helgarsportlð. Endursýndur þáttur frá sunnudagskvöldi. 16.45 Leiðarljós (577) (Guiding Light). 17.30 Fréttir. 17.35 Auglýslngatíml - Sjónvarpskringl- an. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Barnagull. 18.25 Mozart-sveitin (13:26) (The Moz- art Band). 18.55 Andarnir frá Ástralíu (12:13) (The Genie from Down Under). 19.20 Ferðalelðir. Frönsk þáttaröö frá fjarlægum ströndum. 19.50 Veður. 20.00 Fréttir. 20.30 Dagsljós. 21.05 Perla (6:22) (Pearl). Bandariskur myndaflokkur í léttum dúr um miðaldra ekkju sem sest á skólabekk. 21.30 Ó. Ritstjóri er Ásdís Ólsen en um- sjónarmenn Markús Þór Andrésson og Selma Björnsdóttir. 22.00 Fangelsisstjórlnn (1:6) (The Governor II). Framhald af breskum myndaflokki, geröum eftir sögu Lyndu La Plante um daglegt amstur ungrar fangels- isstýru. 23.00 Ellefufréttir. 23.15 Viðsklptahornlð. 23.30 Dagskrárlok. 09.00 Línurnar í lag. Léttar æfingar og heimaleikfimi fýrir byrjendur og lengra komna. Allir geta tekiö þátt í aö liöka sig og létta undir stjórn Ágústu Johnson og Hrafns Friöbjörnssonar. 09.15 SJónvarpsmarkaðurlnn. 13.00 Blanche (1:11) (e). 13.45 Chlcago-sjúkrahúslð (16:23) (e). 14.30 Sjónvarpsmarkaðurinn. 14.50 Engir englar (2:6) (Fallen Engels) (e). 15.15 Mörk dagsins (e). 15.40 Hope og Glorla (5:11) (e). 16.00 Krakkarnir viö flóann. 16.25 Sögur úr Andabæ. 16.50 Lísa í Undralandi. 17.15 Glæstar vonir. 17.40 Línurnar í lag. 18.00 Fréttlr. 18.05 Nágrannar. 18.30 Sjónvarpsmarkaöurlnn. 19.00 19 20. 20.00 Eiríkur. 20.20 Fjörefnið. 20.50 Barnfóstran (18:26) (The Nanny). 21.20 Þorpslæknirinn (5:12) (Dangerfi- eld). 22.10 New York löggur (18:22) ( 23.00 Sagan af Kltty Dodd (e) (Convicti- ons: The Kitty Dodd Story). Aöalhlutverk: Veronica Hamel og Kevin Dobson. Bönn- uð börnum. 00.35 Dagskrárlok. STÖÐ 08.30 Heimskaup - verslun um víða ver- öld. 18.15 Barnastund. 18.35 Hundalíf (My Life as a Dog) (16:22). Myndaflokkur geröur eftir sam- nefndri verölaunamynd Reidars Jönsson. 19.00 Borgarbragur. 19.30 Alf. 19.55 Kyrrahafslöggur (Pacific Blue) (9:13). Bandarískur framhaldsmynda- flokkur. 20.45 Nærmynd (Extreme Close-Up). David Charvet lék lífvöröinn Matt Brody í Strandvöröum og hefur undanfariö heillaö áhorfendur upp úr skónum í sápuóper- unni Melrose Place. í hlutverki Craigs Fields finnst David hann vera aö fást viö algera andstæöu Matts Brodys og hann er mjög ánægöur meö þetta tækifæri. 21.10 Mál Simpsons í hnotskurn (O.J. Simpson: Beating the Rap). 22.00 Rýnirlnn (The Critic). Meinfýndinn bandarískur teiknimyndaflokkur frá Simp- son-framleiöendunum. 22.25 48 stundlr (48 Hours). Frétta- menn CBS-sjónvarpsstöövarinnar brjóta nokkur athyglisverö mál til mergjar. 23.15 David Letterman. 00.00 Dagskrárlok Stöbvar 3. • sfn 0 17.00 Spítalalíf (MASH). 17.30 Beavls og Butthead. Ómótstæði- legir grínistar sem skopast jafnt aö sjálf- um sér sem öörum. Tónlist kemur jafn- framt mikiö viö sögu í þáttum tvímenning- anna. 18.00 Taumlaus tónlist. 19.00 Ofurhugar (Rebel TV). Spennandi þáttur um kjarkmikla íþróttakappa sem bregöa sér á skíöabretti, sjóskíöi, sjó- bretti og margt fleira. 19.30 Ruðningur. Ruöningur (Rugby) er spennandi íþrótt sem er m.a. stunduö í Englandi og víöar. I þessum þætti er fýl- gst meö greininni í Englandi en þar nýtur hún mikilla vinsælda. 20.00 Walker (Walker Texas Ranger). 21.00 Nýliðarnlr (Rookies). 22.30 NBA körfuboltinn. Leikur vikunn- ar. 23.25 Lögmál Burkes (e) (Burke’s Law). Spennumyndaflokkur um feöga sem fást viö lausn sakamála. Aöalhlutverk: Gene Barry og Peter Barton. 00.10 Spítalalíf (e) (MASH). 00.35 Dagskrárlok. 09.00 Fréttir. 09.03 Laufskálinn. 09.38 Segðu mér sögu. Njósnlr að næturþeli eftir Guöjón Sveinsson. Höfundur les (22:25). (Endurflutt kl. 19.40 í kvöld.) 09.50 Morgunleikfimi. 10.00 Fréttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.15 Árdegistón- ar. 11.00 Fréttir. 11.03 Byggðalínan. 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Dag- legt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.50 Auöllnd. 12.57 Dánarfregnir og auglýslngar. 13.05 Hvað segir klrkjan? (2)13.40 Litla djass- hornið. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarps- sagan: Á Snæfellsnesi. Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar (12:20). 14.30 Miödegistónar. 15.00 Fréttlr. 15.03 Eln- elti er ofbeldi. 15.53 Dagbók. 16.00 Fréttlr. 16.05 Tónstiginn. 17.00 Fréttlr. 17.03 Víðsjá. 18.00 Fréttir. Víðsjá held- ur áfram. 18.30 Leslð fyrir þjóðlna: Gerpla eftir Halldór Laxness. Höfundur les. (Frumflutt 1957.) 18.45 Ljóð dags- Ins. 18.48 Dánarfregnlr og augiýsingar. 19.00 Kvöldfréttlr. 19.30 Augtýsingar og veðurfregnir. 19.40 Morgunsaga barn- anna endurflutt. Barnalög. 20.00 Þú, dýra llst. 21.00 Sagnaslóð. 21.40 Á kvöldvökunnl. 22.00 Fréttir. 22.10 Veð- urfregnir. 22.15 Lestur Passiusálma. Frú Vigdís Rnnbogadóttir les (14). 22.25 Tónllst á síökvöldi. 23.00 Er vlt í vís- Indum? Dagur B. Eggertsson ræöir viö Guömund Pétursson lækni. 24.00 Fréttlr.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.